Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann lagđi Eljanov og er í toppbaráttunni

GB612I8BVSigur Jóhanns Hjartarsonar á Úkraínumanninum Pavel Eljanov í 4. umferđ Reykjavíkurskákmótsins er stćrsta afrek okkar manna á mótinu til ţessa og gefur vísbendingu um ađ Jóhann muni taka ţátt í baráttunni um efstu sćtin. Eftir umferđina var Tyrkinn Mustava Yilmaz einn efstur međ fullt hús vinninga en Jóhann var í 2.-7. sćti međ 3˝ vinning.

Margir íslenskir skákmenn hafa stađiđ sig vel, t.d. hinn 15 ára Birkir Ísak Jóhannesson sem hefur hlotiđ ţrjá vinninga. Međ sömu vinningatölu eru Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson.

Frídagur var í gćr en hliđarviđburđir voru m.a. „Fischer-random mót“ og um kvöldiđ spurningakeppnin „pub-quiz“.

Áđur en fjórđa umferđ hófst á fimmtudaginn var slegiđ upp stúlknaskákmóti í tengslum viđ ungversku skákkonuna Susan Polgar en Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra afhenti verđlaun í mótslok. Batel Goitom sigrađi.

Skák Jóhanns og Eljanovs fylgir hér. Jóhann, sem var međ svart, jafnađi tafliđ auđveldlega, náđi síđan frumkvćđinu og knúđi fram sigur međ nokkrum hárbeittum leikjum:

Pavel Eljanov – Jóhann Hjartarson

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4

„Byssustingur“ er ţetta afbrigđi kallađ og var mikiđ í tísku í kringum síđustu aldamót. Í dag hafa slík afbrigđi tapađ gildi sínu, m.a. vegna reiknigetu „skákvélanna“.

9.... a5 10. Ba3 He8 11. bxa5 Hxa5 12. Bb4 Ha8 13. a4 c5!

Mikilvćgur leikur. Hvítur getur hirt peđiđ á d6 međ 14. dxc6 Rxc6 15. Bxd6 en eftir 15.... Rd4 hefur svartur nćgar bćtur.

14. Ba3 Ha6 15. Rd2 Hf8 16. Bb2 Re8 17. Rb5 f5 18. exf5?!

Ţađ lifnar heilmikiđ yfir stöđu svarts eftir ţessi uppskipti. Betra var 18. Ha3.

18.... gxf5!

Eins og hver einasti skólastrákur í Úkraínu veit drepa menn aftur međ peđi á f5 í kóngsindverskri vörn.

19. f4 Rg6 20. fxe5 Rxe5 21. Ha3 Bd7 22. Da1 De7 23. He1 Dh4

24. g3?

Hćpinn leikur ţví nú mun framrás f-peđsins aukast ađ afli.

GB612I8BL24.... Dh6 25. Rf3 Rg4 26. Bxg7 Rxg7 27. Bf1 f4!

Auđvitađ. Leikurinn var Eljanov sérstaklega erfiđur ţví hann var ađ komast í mikiđ tímahrak.

28. gxf4?

Og hér var betra ađ leika 28. Dc1.

28.... Hxf4 29. He7 Rf6 30. Rc7 Hb6 31. He2

Eljanov er alveg búinn ađ missa tökin, m.a. vegna ţess ađ ţađ er enginn samgangur í liđsafla hvíts.

31.... Hxc4 32. Re6 Hc1 33. Da2 Hb4 34. Hg2 Hg4!

Hvítur er leppađur fram og til baka. Ţađ er engin vörn í ţessari stöđu.

35. Hb3 Rxe6 36. dxe6 Bxe6

– og Eljanov gafst upp.

 

Vanaviđbrögđin kosta

Indverskir skákmenn hafa sett mikinn svip á Reykjavíkurskákmótin undanfarin ár. Nihal Sarin, sem er 13 ára, og Rameshbabu Pragnandahaa, 12 ára, tefla annađ áriđ í röđ á mótinu. Stórhćttulegir báđir tveir eins og dćmin sanna. En ţeir eiga samt ýmislegt ólćrt, samanber ţetta dćmi úr 3. umferđ:

 

GB612I8BLPragnanandahaa – Cornette

Síđasti leikur svarts var 26.... Hd8-d1+ (betra var 26.... Bd1) Indverjinn var á „sjálfstýringunni“ og svarađi um hćl međ 27. Hxd1 og eftir 27.... Bxd1 sćttust ţeir á skiptan hlut ţremur leikjum síđar. Athugun á stöđunni leiddi í ljós ađ hvítur gat leikiđ 27. Bf1! og svartur er bjargarlaus ţar sem 27.... Hxc1 er svarađ međ millileiknum 28. Dxb3+ og síđan fellur hrókurinn óbćttur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. mars 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 5
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 232
 • Frá upphafi: 8704984

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 156
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband