Leita í fréttum mbl.is

Anand heimsmeistari í atskák

phpjpJMYw

Viswanathan Anand varđ í dag heimsmeistari í atskák eftir ćsispennandi baráttu á mótinu sem fram fer í Sádi Arabíu. Hann vann Vladimir Fedoseev 2-0 í umspili um titilinn. Á myndinni ađ ofan má sjá Fedoseev gefast upp. Fyrir aftan ţá situr Omar Salama, einn skákdómara mótsins. Ju Wenjun varđ heimsmeistari kvenna í atskák. 

Fedoseev var efstur fyrir lokadaginn. Hann tapađi hins vegar fyrir heimsmeistaranum Magnusi Carlsen í 12. umferđ og ţar međ náđi Norđmađurinn forystunni. Magnús gerđi hins vegar jafntefli í 13. og 14. umferđ og hafđi Anand náđ honum ađ vinningum. 

phpayQwpr

Indverjinn Anand gerđi stutt jafntefli viđ Bu lokaumferđinni. Norđmađurinn mátti hins vegar lúta í dúk gegn hinum rússneska Alexander Grischuk. Landar hans, Fedoseev og Nepomniachchi, unnu í lokaumferđinni og náđu Indverjanum ađ vinningum. Reglur mótsins hljóđa upp ađ séu fleiri en tveir efstir og jafnir skuli tveir efstu menn samkvćmt stigaútreikningi til úrslita. Ţar međ féll Nepo úr leik. Anand lagđi svo Fedoseev örugglega ađ velli í hrađskákeinvígi 2-0.

Magnađur árangur Anands, sem er 48 ára, og hefur ţrátt fyrir "háan" aldur ávallt haldiđ sér međal bestu skákmanna heims. Carlsen endađi í 4.-10. sćti. 

Í dag kl. 11 hefst svo heimsmeistaramótiđ í hrađskák. 

php0SdeFi

Nánar á Chess.com.

Myndir Maria Emelianova (Chess.com)

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8764055

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband