Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2017

Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram á föstudagskvöldiđ

jolamot20161

Jólamót Víkingaklúbbsins verđur haldiđ föstudaginn 29. des í húsnćđi Skáksambands Íslands og hefst ţađ kl 19.30. Teflt verđur bćđi skák og Víkingaskák. Fyrst 6. umferđa skákmót međ 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir ţađ verđa 6. umferđir í Víkingaskák, ţs 6 umferđir 7. mínútur. Verđlaun í bođi fyrir ţrjú efstu sćti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöđur. Ekki er nauđsynlegt ađ taka ţátt í báđum mótunum og ţeir sem ćtla ađ tefla einungis Vîkingaskák mćta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótiđ er jafnframt Ěslandsmótiđ í Víkingahrađskák. Einnig eru veitt sérstök verđlaun fyrir besta árangur í báđum mótunum, en sá sem er međ besta árangurinn úr báđum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verđlaun fyrir besta liđiđ. Ţrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverđlaun fyrir Víkingaskák:  1. sćti:  8000, 2. sćti 6000, 3. sćti 4000, 1. sćti kvenna:  5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000)  1. sćti unglinga 5000 (2. sćtiđ 3000 og 3. sćti 2000).

Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com.

Mótiđ á sér orđiđ nokkra ára sögu eins og sjá má:

Mótiđ 2016 hér:
Mótiđ 2015 hér:
Mótiđ 2014 hér:
Mótiđ 2013 hér:
Mótiđ 2012 hér:
Mótiđ 2011 hér: 
Mótiđ 2010 hér:
Mótiđ 2009 hér:

Jólaskákmót Riddarans fer fram í dag

Riddarinn1RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á StórHafnarfjarđarsvćđinu - efnir til glćsilegs jólaskákmóts miđvikudaginn 27. desember – ţann 3ja í Jólum, í herbúđum sínum og höfuđstöđvum í Vonarhöfn, Standbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem fjölmargir valinkunnir gamlingjar hittast til tafls allan ársins hring, sér til ómćldrar ánćgju og yndisauka. 

Tefldar verđa 11 umferđir ađ venju međ 10 mín. uht. og hefst mótiđ kl. 13 og lýkur um fimm leitiđ. Ţátttökugjald er kr. 500 og innifelur kaffi, konfekt og ýmsar rćsingar međan á tafli stendur. Veglegir jólapakkar í verđlaun og ýmis glađningur fyrir ađra. 

Klúbburinn fćrir skákunnendum og landsmönnum öllum nćr og fjćr hugheilar hátíđarkveđjur, árs og friđar. 

Hér má sjá úrslitin frá í fyrra og hitteđfyrra til gamans: (Muniđ ađ tvíklikka)Riddarinn1


Skrykkjót byrjun heimsmeistarans í Sádi Arabíu

IMG_1383

Heimsmeistaramótiđ í atskák hófst í dag í Riyadh í Sádi Arabíu. Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen, tapađi í fyrstu umferđ fyrir Kínverjanum Bu Xiangzhi rétt eins og hann gerđi í heimsbikarmótinu í Georgíu í haust. Heimmeistarinn hefur 3˝ vinning eftir 5 umferđir og er vinningi á eftir efstu mönnum Baadur Jobava og Vladimir Fedoseev. Í kvennaflokki er kínverska skákkonan Ju Wenjun efst međ fullt hús.

Umferđir 6-10 eru tefldar á morgun en alls eru tefldar 15 umferđir. Taflmennskan hefst kl. 11. Mótinu lýkur á fimmtudag. 

Ađstćđur á skákstađ munu vera afar góđar og hefur Chess.com eftir Vishy Anand; "I really think they have done a very spectacular event".

IMG_1412

Ţátttökuleysi Ísraelmanna, sem ekki fengu vegabréfsáritun, setur hins slćman svip á mótshaldiđ. Skáksamband Ísrael hefur ţegar sent frá sér harđort bréf til FIDE ţar sem ţeir mótmćla mótshaldinu og ţví ađ FIDE standi ađ móti ţar sem ekki allir hafi ţátttökurétt. Áđur hafđi FIDE sent frá sér óundirritađa yfirlýsingu ţar sem fram hafđi komiđ ađ skákmenn frá Íran og Katar fengju ađ taka ţátt - en ekkert minnst á stöđu Ísraelsmanna. 

Yfirlýsingar FIDE og Skáksambands Ísrael fylgja međ sem viđhengi. 

Nánar á Chess.com.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Heimsmeistaramótiđ í atskák hefst kl. 11 í Sádi Arabíu

IMG_1049

Heimsmeistaramótiđ í atskák hefst kl. 11 í Riyadh í Sádi Arabíu. Mótshaldiđ er vćgast samt umdeilt enda hafa mannréttindi, sérstaklega réttindi kvenna, ekki veriđ í hávegum höfđ í landinu. Mótiđ er ţó sérstaklega umdeilt fyrir ţađ ađ ísraelskir skákmenn fengu ekki vegabréfsáritun enda viđurkenna Sádar ekki tilveru landsins.

Ţessar stađreyndir breyta ţví ekki ađ langflestir sterkustu skákmenn heims taka ţátt međ  Magnus Carlsen, fremstan í flokki. Á myndinni hér á ofan má sjá heimsmeistarann ásamt Georgios Makropoulus starfandi forseta FIDE viđ setningu mótsins. Karjakin (heimsmeistari í hrađskák) og Ivanchuk (heimsmeistari í atskák) freista ţess báđir ađ verja titil sinn. 

Heimsmeistaramótiđ í atskák tekur ţrjá daga (26.-28 mars). Tímamörk eru 15+10. Dagana 29. og 30. desember fer fram heimsmeistaramótiđ í hrađskák. Tímamörk eru 3+2.  

IMG_0969

Keppendalista mótsins má finna hér. Meira en 100 stórmeistarar eru skráđir til leiks. Hjörvar Steinn Grétarsson hafđi keppnisrétt í mótinu en afţakkađi bođ um ţátttöku. 

Keppendalista kvennaflokks má finna hér. FIDE fékk ţví framgengt ađ konur ţyrftu ekki ađ tefla međ slćđur á mótinu. Ţađ skref dugđi ţó ekki til fyrir Muzychuk-systurnar úkraínsku en ţćr tefla ekki á mótinu í mótmćlaskyni viđ stađsetningu ţess. Anna Muzychuk er núverandi heimsmeistari í bćđi at- og hrađskák. 

Omar Salama er einn skákdómara mótsins (má sjá fyrir miđri mynd ađ ofan). 

 


Unglingameistaramót Íslands (u22) - hefst á morgun - skráningarfrestur rennur út á miđnćtti

Unglingameistaramót Íslands í skák (u22) fer fram dagana 27. og 28. desember nk. Íslandsmeistarinn tryggir sér keppnisrétt í nćsta landsliđsflokki Skákţings Íslands. Mótiđ verđur ađ ţessu sinni ađeins fimm umferđir. Ţrjár atskákir og tvćr kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá:

  • 1.-3. umferđ,atskák (20+5), miđvikudaginn, 27. desember, kl. 13-16
  • 4. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 10-14
  • 5. umferđ, kappskák (90+30), fimmtudaginn, 28. desember, kl. 15-19

Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum fćddum 1995 og síđar sem hafa alţjóđleg skákstig.

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti. Íslandsmeistarinn fćr 50.000 kr. ferđastyrk á skákmót erlendis auk keppnsirétts í nćsta landsliđsflokki. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands Faxafeni 12. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningu lýkur á miđnćtti annan dag jóla, 26. desember.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Gleđileg skákjól: HM í at- og hrađskák hefst annan í jólum

Chess santas

Skák.is óskar skák- og skákáhugamönnum nćr og fjćr gleđilegra jóla. Sem fyrr geta skákáhugamenn notiđ skákarinnar um jólin.

Helstu mót innanlands 

Annan í jólum hefst heimsmeistaramótiđ í atskák og hrađskák í Riydh í Saudi Arabíu 26.-30. desember. Mótshaldiđ í Saudi Arabíu er afar umdeilt vegna mannréttindabrota í landinu og ţegar ţetta er ritađ bendir flest til ţess ađ keppendur frá Ísrael og Katar fái ekki vegabréfsáritun. Nánar á Chess.com

Međal ţeirra sem ekki taka ţátt í mótmćlaskyni eru Nakamura og úkraínsku Muzychuk-systurnar. Anna er núverandi heimsmeistari kvenna í atskák og hrađskák og sér fram á ađ tapa báđum titlunum á nćstu dögum. Maria er fyrrverandi heimsmeistari kvenna. 

Clipboard01

Ţađ breytir ţó ekki ţví ađ í Saudi Arabíu hefst mikil skákveisla á nćstu dögum sem íslenskir skákáhugamenn munu án efa fylgjast vel međ. Međal keppenda er heimsmeistarinn í skák, Magnus Carlsen. Ísland á sinn fulltrúa en Omar Salama, varaforseti SÍ og einn virtasti skákdómari heims, verđur međal skákdómara mótsins. 

Skák.is verđur međ tengla á mótiđ á annan í jólum. 

Heimasíđa mótsins.


Skákţáttur Morgunblađsins: Tauganet AlphaZero og Monte Carlo-tréđ

Ţađ er athyglisvert ađ skođa tölur og ákveđin gildi ţegar ofurforritiđ AlphaZero ber á góma. Hiđ skilgetna afkvćmi Google íhugađi skáklistina í fjóra klukkutíma og vann ađ ţví loknu forritiđ Stockfish međ 64 vinningum gegn 36 án ţess ađ tapa skák. AlphaZero mun ekki hafa haft „til hliđsjónar“ skákir helstu meistara sögunnar en í byrjun tafls komu ţó margsinnis upp stöđur sem oft hafa sést í viđureignum nafntogađra meistara. Stockfish, sem er ađ styrkleika í kringum 3.400 Elo, reiknar út 70 milljón stöđur á sekúndu en AlphaZero reiknar „einungis“ 80 ţúsund stöđur á sekúndu. Stockfish „sólundar“ orku sinni međ ţví ađ reikna út alla möguleika en „tauganet“ AlphaZero vinsar úr ţá möguleika sem álitlegastir eru í ađgerđ sem kallast Monte Carlo-tréđ; forritiđ teflir viđ sjálft sig í hvert sinn sem ţađ á leik og veltir upp ótal möguleikum áđur en ţađ kemst ađ niđurstöđu. Dađi Örn Jónsson tölvufrćđingur segir ađ „tauganetin“ kanni nú áđur óţekktar lendur og vćnta megi stórkostlegra uppgötvana á nćstu árum og áratugum.

Ein athyglisverđasta stađan úr ţeim tíu viđureignum sem birst hafa opinberlega kallađi eiginlega strax á samanburđ viđ önnur forrit. Tíu fyrstu leikir ţessarar skákar féllu eins og í 2. einvígisskák Kasparovs og Karpovs frá fyrsta heimsmeistaraeinvígi ţeirra haustiđ 1984:

AlphaZero – Stockfish

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. O-O O-O 7. d5 exd5 8. Rh4 c6 9. cxd5 Rxd5 10. Rf5 Rc7 11. e4 Bf6 12. Rd6 Ba6 13. He1 Re8 14. e5 Rxd6 15. exf6 Dxf6 16. Rc3 Rb7 17. Re4 Dg6 18. h4 h6 19. h5 Dh7 20. Dg4 Kh8

Víđa um heim voru menn duglegir ađ setja ţessa stöđu upp til útreikninga. Nýjasta útgáfan af Houdini starfađi á stöđunni í meira en klukkutíma og fann ekki leikinn sem AlphaZero skellti nú á Stockfish.

GI6126HOR21. Bg5!!

Hótunin er 22. Rf6 og ef 21. ... hxg5 ţá kemur 22. Rxg5 Dg8 23. Dh4! ásamt 24. h6 og vinnur.

21. ... f5

22. Df4!

Houdini var lengi ađ átta sig á ţví ađ eđlilegasti leikurinn 22. ... hxg5 strandar á 23. Rxg5 Dxh5 og nú vinnur 24. g4!!

 

GI6126HP0T.d. 24. ... Dh6 25. He8! eđa 24. ... Dg6 25. gxf5 Rd6 26. fxg6! Hxf4 27. Had1! o.s.frv.

Stockfish kaus ađ leika 22. ... Rc5 en eftir 23. Be7! Rd3 24. Dd6 Rxe1 25. Hxe1 fxe4 27. Bxe4 Hf5 27. Bh4 Bc4 28. g4 Hd5 29. Bxd5 Bxd5 30. He8+ 31. Bg3 c5 32. Dd5 féll hrókurinn á a8 og AlphaZero vann í „ađeins“ 117 leikjum.

Friđsamir í London

Ţađ bókstaflega rigndi jafnteflum í fyrstu umferđum „London classic“. Í fyrstu ţrem umferđunum lauk öllum skákunum 15 međ jafntefli. Ţađ stefndi í eitt dauflegasta „elítuskákmót“ síđari ára. En svo fór ađ rofa til og eins og oft áđur var heimsmeistarinn Magnús Carlsen ţar í stóru hlutverki. Hann tapađi óvćnt fyrir Jan Nepomniachtchi í nćstsíđustu umferđ en tók á sig rögg og vann Aronjan í lokaumferđinni. Mótiđ var hluti mótarađar sem hófst í júní og ţar varđ Magnús Carlsen hlutskarpastur. Caruana vann hins vegar aukaeinvígi viđ Nepo um ţađ hvor teldist sigurvegari Lundúnamótsins: 

1. Caruana og Nepomniachtchi 6 v. (af 9) 3.-5. Carlsen, Vachier-Lagrave og So 5 v. 6. Nakamura 4˝ v. 7. Aronjan 4 v. 8. Karjakin 3˝ v. 9.-10. Anand og Adams 3 v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


Jólaskákmótiđ á Kleppi

IMG_1854-620x330

Hiđ árlega jólaskákmót á Kleppi var haldiđ miđvikudaginn 20 desember 2017. Í ţetta sinn mćttu 5 sveitir, en ţađ eru Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn sem halda mótiđ.

Ţetta mót er gert til gamans og er úrslit ekki alsráđandi, heldur ađ hafa gaman. Ţeir sem keppa koma frá Athvörfum, Búsetukjörnum og Geđdeildum ásamt Vinaskákfélaginu.

Flottir vinningar og rjúkandi kaffi og kökur voru á bođstólum fyrir keppendur og skein gleđi og bros á andlitum ţeirra.

Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipti hann mönnum í liđ, en 3 voru í hverju liđi. Tefldar voru 7 mínútur skákir.

2 liđ voru frá Vinaskákfélaginu sem fengu nöfnin Vin X og Vin Z. Einnig voru 2 liđ frá Flókagötu og voru ţau skírđ X og Z líka. 5. og síđasta liđiđ kom frá Klúbbnum Geysir. Ţó ţađ mundi vanta í liđ, ţá lánar Vinaskákfélagiđ sína menn til ađ fylla upp í ţrjá í liđ.

Ţetta mót er skemmtilegasta mót ársins ađ mati undirritađa og líklega flestra sem tóku ţátt. En ađ úrslitunum sjálfum.

1. sćti var Vin Z međ 12 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Róbert, Hörđur, Ţórólfur og Hjálmar

1. Róbert Lagerman. 2. Hjálmar Sigurvaldason.  3. Hörđur Jónasson. 4. Ţórólfur kom svo inn síđar frá Bríetatúni og skipti Róbert út fyrir hann. Ađrir fćrđust upp en Ţórólfur kom inn á borđ 3.

2. sćti var liđ frá Klúbbnum Geysir međ 9,5 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Róbert (laumađi sér á myndina), Alexander og Jan Jakub. Á myndina vantar Jóhann Bernhard.

1. Jóhann Bernhard Jóhannsson (kom ađ láni frá Vinaskákf.) 2. Alexander. 3. Jan Jakub.

3. sćti var svo Vin X međ 8,5 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir ţá voru:

Ţorvaldur, Tómas og Orri. Á myndina vantar Hrafn Jökulsson

1. Hrafn Jökulsson. 2. Tómas Ponzi. 3. Ţorvaldur Ingveldarson. 4. Orri Hilmarsson kom svo inn síđar frá Bríetatúni og skipti viđ Hrafn Jökulsson sem ţurfti ađ fara vegna anna. Hann kom inn á 3 borđ, en ađrir fćrđust upp.

4. sćti var svo Flókagata X međ 8 vinninga og í 5. Sćti var Flókagata Z međ 7 vinninga. Ţeir sem tefldu fyrir Flókagötu X voru: Hrafn, Jón Gauti og Gunnar Gestsson. Fyrir Flókagötu Z tefldu á 1 borđi Patrick Karcher (lánađur frá Vinaskákfélaginu), Magnús og Grétar.

Mótiđ allt tókst frábćrlega vel og allir voru glađir í mótslok, sérstaklega fyrir ađ geta unniđ Skottu, en hún skellti sér í keppnina hjá okkur.

Kveđja, Hörđur Jónasson varaforseti.

Sjá nánar á vefsíđu Vinaskákfélagsins.


Skák og jól í Álfhólsskóla

25487568_10155932818829719_8703472418909412982_o

Jólapakkaskákmóti Hugins var haldiđ í 20 sinn í Álfhólsskóla ţann 17. desember sl. Mótiđ var nú sem endranćr eitt fjölmennasta krakkamót ársins. Ţetta er annađ áriđ í röđ sem mótiđ fer fram í Álfhólsskóla og ţátttakan var betri en áriđ áđur en 133 tóku ţátt ađ ţessu sinni og má ţví segja ađ mótiđ hafi unniđ sér sess á nýjum stađ. Vissulega var ţađ töluverđ breyting ađ fćra mótiđ úr Ráđhúsi Reykjavíkur ţar sem ţađ hafđi veriđ í meira en áratug og nánast orđiđ rótfast en ţađ hefur einnig ákveđinn sjarma ađ halda mótiđ á nýjum stađ eins og Álfhólsskóla. Uppsetning mótsins er einnig mjög auđveld í Álfhólsskóla ţar sem er rúmgóđur matsalur sem tekur rúmlega 100 manns ađ tafli.

Viđ flutninginn í Álfhólsskóla var gerđ sú breyting á mótshaldinu ađ hćtt var ađ mestu ađ nota Monradspjöldin og flestir flokkar keyrđir á tölvu. Núna ćtluđum viđ ađ sleppa monradspjöldunum alveg en forritiđ virkađi ekki í einni tölvunni og ţurfti ţví ađ nota spjöldin í tveimur yngstu flokkunum. Ţađ er ekki mikil eftirsjá af monradspjöldunum nema í happdrćttinu ţar sem ţađ er tilţrifameira ađ veiđa spjöldin úr kassa heldur en ađ láta tölvuna draga.

Búiđ var ađ forskrá alla keppendur í mótiđ en smá tilfćringar ţurfti viđ ađ bćta nýjum keppendum inn og fella út ţá sem ekki mćttu og jafnvel bćta sumum inn aftur ţegar ţeir birtust móđir og másandi ţannig ađ mótiđ byrjađi eins og alltaf rúmleg kl. 13 og fjöriđ hófst.

Teflt var í sex flokkum og voru keppendur allt frá 5 ára aldri og upp í 15 ára aldur. Margir sterkir skákmenn hófu sinn skákferil á Jólapakkamótinu og fyrstu mótunum má finna sigurvegara eins og Braga Ţorfinnsson, Dag Arngrímsson, Davíđ Kjartansson og Guđmund Kjartansson. Nú sem endranćr tóku flest allir sterkustu skákmenn landsins af yngri kynslóđinni ţátt. Ţátttakendur komu úr 32 skólum og leikskólum sem eru töluvert fleiri skólar en í fyrra. Langflestir komu úr Álfhólsskóla eđa 23 enda á heimavelli en yfirburđirnir voru samt mun minni en í fyrra. Nćstir komu svo Rimaskóli međ 14 ţátttakendur, Háteigsskóli međ 13 ţátttakendur og Salaskóli međ 11 ţátttakendur.

Úrslitin eru ekki ađalatriđinu á Jólapakkamótinu heldur ađ taka ţátt og gleđja sig og ađra.. Allir keppendur mótsins voru leystir út međ nammi frá Góu-Lindu. Allir verđlaunahafar fengu jólapakka sem og heppnir keppendur.

Í pökkunum voru međal annars: bćkur af ýmsu tagi og ţar á međal skákbćkur, húfur, dót af ýmsu tagi, púsluspil,  töfl, leikir og fleira. Međal vinninga voru ýmsir vinningar frá Landsbankanum  og Bluetooth heyrnartól frá Tölvulistanum/Heimilistćki. Ađrir sem gáfu gjafir í pakka voru Ferillverkfrćđistofa og Bókabeitan bókaútgáfa.

Eftirtaldir studdu viđ mótiđ og er ţeim fćrđar miklar ţakkir fyrir:

ALARK arkitektar, Arion banki, Álfhólsskóli, Body Shop, Dominos, Efling, Energia, Gámaţjónustan, Guđmundur Arason smíđajárn, Gullkistan, HBTB, Hjá Dóra matstofa, Íslandsspil, Íslenska lögfrćđistofan, ÍTR, Kópavogsskóli, Lindaskóli, Mótx, Olís, Reykjavíkurborg, Salaskóli, Smáraskóli, Snćlandsskóli, Suzuki bílar, Valitor og Vatnsendaskóli..

Mót eins og Jólapakkamótiđ fer ekki fram án öflugra starfsmanna. Eftirtaldir starfsmenn komu ađ mótinu:

Edda Sveinsdóttir, Elín Edda Jóhannsdóttir, Einar Birgir Steinţórsson, Anna Guđný Björnsdóttir, Davíđ Ólafsson, Gunnar Björnsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Olaf Fivelstad, Alec Elías Sigurđarson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Rósa Margrét Hjálmarsdóttir, Óskar Víkingur Davíđsson, Stefán Orri Davíđsson, Lenka Ptacnikova, Adam Omarsson og Josef Omarsson. Auk ţess ađstođuđu fjöldi foreldra og keppenda viđ tiltekt ađ móti loknu sem gekk ţađ vel ađ um kl. 17 voru öll áhöld komin niđur í félagsheimili Hugins í Mjóddinni sem er vel ađ verki stađiđ.

Fá allir ţessi ađilar bestu ţakkir fyrir.

En ţá eru ţađ úrslitin.

A-flokkur (2002-04)

Gestur Andri Brodmann vann flokkinn međ 4,5v af 5 mögulegum. Í öđru og ţriđja sćti voru Snorri Esekíel Jóhannesson og Konráđ  Óskar Kjartansson međ 3,5v. Gestur, Snorri, Konráđ og Vigfús Máni Ólafsson voru efstir strákanna.

Rakel Tinna Gunnarsdóttir varđ efst stúlkna. Elín Edda Jóhannsdóttir varđ önnur, Ásgerđur Júlía Gunnarsdóttir ţriđja og Wiktoria Momuntjuk fjórđa.

11 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur (2005-06):

Óskar Víkingur Davíđsson sigrađi međ 4,5 af 5 mögulegum, Joshua Davíđsson og Ótttar Örn Bergmann Sigfússon Orri Karlsson urđu í 2 og 3. sćti međ 4v. Í nćstu sćtum voru Benedikt Ţórisson (4v) og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson (3,5v).Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir varđ efst stúlkna, Ásthildur Helgadóttir önnur, Ţórdís Agla Jóhannsdóttir ţriđja og  Hólmríđur Ţrastardóttir fjórđa.

26 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results.

C-flokkur: (2007-08):

Gunnar Erik Guđmundsson varđ efstur međ fullt hús 5v af fimm mögulegum. Í öđru til ţriđja sćti voru Rayan Sharifa og Anna Katarína Thoroddsen međ 4v. Efstir af strákunum voru Gunnar Erik Guđmundsson, Rayan Sharifa, Einar Tryggvi Petersen (4v) og Adam Omarsson (4v).

Anna Katarína Thoroddsen var efsta stúlkna. Soffía Arndís Berndsen önnur, Katrín María Jónsdóttir ţriđja og Sóley Kría Helgadóttir fjórđa.

26 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results:

D-flokkur (2009-10):

Eiríkur Emil Hákonarson og Einar Dagur Brynjarsson urđu efstir og jafnir međ 5v af fimm mögulegum. Jóhann Helgi Hreinsson, Markús Flosi Blöndal og Bjartur Ţórisson međ 4v urđu nćstir stráka.

Sól Lilja Sigurđardóttir var efst stúkna međ 4v, nćstar komu Elín Lára Jónsdóttir, Svandís María Gunnarsdóttir, Arna Rún Gunnarsdóttir og Heiđdís Diljá Hjartardóttir.

49 tóku ţátt.

Nánar á Chess-Results:

E-flokkur (2011 og yngri):

Jósef Omarsson sigrađi međ full húsi 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Dagur Jóhann Friđjónsson međ 4. Nćstir komu Róbert, Tómas Pétursson og Jökull Máni Ingvarsson međ 3,5v.

Hafdís Karen Óskarsdótir og Hafdís Karen Óskarsdóttir voru efstar stúlkna.

19 tóku ţátt

Peđaskák (2011 og yngri)

Ađeins ţrjú voru međ í peđaskákinni ađ ţessu sinni. Sunneva Valey Valdimarsdóttir var efst, og nćstir komu jafnir Nói Hrafn Sólar Arngrímsson og Ignat Leó.

Alls tóku 3 ţátt.

Happdrćttin

Í hverjum flokki voru dregnir út heppnir keppendur og var reynt ađ hafa fjölda vinninga í samrćmi viđ fjölda keppenda í hverjum flokki miđađ viđ skráninguna ţegar pakkarnir voru útbúnir. Í lokin var svo happdrćtti ţar sem allir eiga möguleika og ţar varu m.a. annars dregin út Bluetooth heyrartól frá Tölvulistanum/Heimilistćkjum fyrir bćđi stelpu og strák og ţar duttu í lukkupottinn Agla Björk Egilsdóttir og Kiril Alexander Igorsson

Skákfélagiđ Huginn ţakkar öllum krökkunum kćrlega fyrir ţátttökuna!

Nánar á heimasíđu Hugins


Skákţing Reykjavíkur hefst 10. janúar

SkakthingReykjavikurLogo18-1024x292

Skákţing Reykjavíkur hefst miđvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bćtast viđ 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Athygli er vakin á ţví ađ umferđir á sunnudögum hefjast kl. 13:00.

Dagskrá

1. umferđ miđvikudag 10. janúar kl. 19.30
2. umferđ sunnudag 14. janúar kl. 13.00
3. umferđ miđvikudag 17. janúar kl. 19.30
4. umferđ sunnudag 21. janúar kl. 13.00
5. umferđ miđvikudag 24. janúar kl. 19.30
6. umferđ sunnudag 28. janúar kl. 13.00
7. umferđ miđvikudag 31. janúar kl. 19.30
8. umferđ sunnudag 04. febrúar kl. 13.00
9. umferđ miđvikudag 07. febrúar kl. 19.30

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 11. febrúar kl. 13 og verđur ţá jafnframt verđlaunaafhending fyrir Skákţingiđ.

Tímamörk

90 mín á 40 leiki, síđan 15 mín, auk 30 sek eftir hvern leik alla skákina.

Skákstjórn

IA Ólafur Ásgrímsson og IA Ríkharđur Sveinsson (rz@itn.is / s.772 2990)

Ađalverđlaun

  • 1. sćti kr. 80.000
  • 2. sćti kr. 40.000
  • 3. sćti kr. 20.000

Stigaverđlaun

  • Besta frammistađa miđađ viđ eigin stig (rating performance – eigin stig) – kr. 10.000.
  • U2000 og U1800 – kr. 10.000.
  • U1600, U1400, U1200, stigalausir – bókaverđlaun.

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna (íslensk stig til vara). Hver keppandi getur ađeins hlotiđ ein aukaverđlaun (ofangreind röđ verđlauna gildir).

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts).

kr. 5.000 fyrir 18 ára og eldri.
kr. 2.500 fyrir 17 ára og yngri.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2018” og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort-kerfi), en stigaútreikningur (tiebreaks) látinn skera úr um lokaröđ. Í öđrum verđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess sem hefur flest stig eftir stigaútreikning. Röđ stigaútreiknings: 1. Innbyrđis úrslit 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz (median) 4. Sonneborn-Berger.

Skákţing Reykjavíkur er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skákir mótsins verđa slegnar inn og birtar á pgn formi.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 12.45.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8764617

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband