Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Tauganet AlphaZero og Monte Carlo-tréđ

Ţađ er athyglisvert ađ skođa tölur og ákveđin gildi ţegar ofurforritiđ AlphaZero ber á góma. Hiđ skilgetna afkvćmi Google íhugađi skáklistina í fjóra klukkutíma og vann ađ ţví loknu forritiđ Stockfish međ 64 vinningum gegn 36 án ţess ađ tapa skák. AlphaZero mun ekki hafa haft „til hliđsjónar“ skákir helstu meistara sögunnar en í byrjun tafls komu ţó margsinnis upp stöđur sem oft hafa sést í viđureignum nafntogađra meistara. Stockfish, sem er ađ styrkleika í kringum 3.400 Elo, reiknar út 70 milljón stöđur á sekúndu en AlphaZero reiknar „einungis“ 80 ţúsund stöđur á sekúndu. Stockfish „sólundar“ orku sinni međ ţví ađ reikna út alla möguleika en „tauganet“ AlphaZero vinsar úr ţá möguleika sem álitlegastir eru í ađgerđ sem kallast Monte Carlo-tréđ; forritiđ teflir viđ sjálft sig í hvert sinn sem ţađ á leik og veltir upp ótal möguleikum áđur en ţađ kemst ađ niđurstöđu. Dađi Örn Jónsson tölvufrćđingur segir ađ „tauganetin“ kanni nú áđur óţekktar lendur og vćnta megi stórkostlegra uppgötvana á nćstu árum og áratugum.

Ein athyglisverđasta stađan úr ţeim tíu viđureignum sem birst hafa opinberlega kallađi eiginlega strax á samanburđ viđ önnur forrit. Tíu fyrstu leikir ţessarar skákar féllu eins og í 2. einvígisskák Kasparovs og Karpovs frá fyrsta heimsmeistaraeinvígi ţeirra haustiđ 1984:

AlphaZero – Stockfish

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. O-O O-O 7. d5 exd5 8. Rh4 c6 9. cxd5 Rxd5 10. Rf5 Rc7 11. e4 Bf6 12. Rd6 Ba6 13. He1 Re8 14. e5 Rxd6 15. exf6 Dxf6 16. Rc3 Rb7 17. Re4 Dg6 18. h4 h6 19. h5 Dh7 20. Dg4 Kh8

Víđa um heim voru menn duglegir ađ setja ţessa stöđu upp til útreikninga. Nýjasta útgáfan af Houdini starfađi á stöđunni í meira en klukkutíma og fann ekki leikinn sem AlphaZero skellti nú á Stockfish.

GI6126HOR21. Bg5!!

Hótunin er 22. Rf6 og ef 21. ... hxg5 ţá kemur 22. Rxg5 Dg8 23. Dh4! ásamt 24. h6 og vinnur.

21. ... f5

22. Df4!

Houdini var lengi ađ átta sig á ţví ađ eđlilegasti leikurinn 22. ... hxg5 strandar á 23. Rxg5 Dxh5 og nú vinnur 24. g4!!

 

GI6126HP0T.d. 24. ... Dh6 25. He8! eđa 24. ... Dg6 25. gxf5 Rd6 26. fxg6! Hxf4 27. Had1! o.s.frv.

Stockfish kaus ađ leika 22. ... Rc5 en eftir 23. Be7! Rd3 24. Dd6 Rxe1 25. Hxe1 fxe4 27. Bxe4 Hf5 27. Bh4 Bc4 28. g4 Hd5 29. Bxd5 Bxd5 30. He8+ 31. Bg3 c5 32. Dd5 féll hrókurinn á a8 og AlphaZero vann í „ađeins“ 117 leikjum.

Friđsamir í London

Ţađ bókstaflega rigndi jafnteflum í fyrstu umferđum „London classic“. Í fyrstu ţrem umferđunum lauk öllum skákunum 15 međ jafntefli. Ţađ stefndi í eitt dauflegasta „elítuskákmót“ síđari ára. En svo fór ađ rofa til og eins og oft áđur var heimsmeistarinn Magnús Carlsen ţar í stóru hlutverki. Hann tapađi óvćnt fyrir Jan Nepomniachtchi í nćstsíđustu umferđ en tók á sig rögg og vann Aronjan í lokaumferđinni. Mótiđ var hluti mótarađar sem hófst í júní og ţar varđ Magnús Carlsen hlutskarpastur. Caruana vann hins vegar aukaeinvígi viđ Nepo um ţađ hvor teldist sigurvegari Lundúnamótsins: 

1. Caruana og Nepomniachtchi 6 v. (af 9) 3.-5. Carlsen, Vachier-Lagrave og So 5 v. 6. Nakamura 4˝ v. 7. Aronjan 4 v. 8. Karjakin 3˝ v. 9.-10. Anand og Adams 3 v.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. desember 2017.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765162

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband