Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ól 2010

Lokumferđ Ólympíuskákmótsins hafin

Ellefta og síđasta um Ólympíuskákmótsins hófst kl. 5 í nótt.   Íslenska liđiđ í opnum flokki mćtir ungum og efnilegum Rússum (Rússland 5) en kvennasveitin teflir viđ liđ Jamaíka.

Hćgt er ađ fylgjast međ viđureignunum beint.

Ísland - Rússland 5

Ísland - Jamaíka

 


Pistill nr. 12

Ól í skák 2010 145Nú fer ađ sjá fyrir endann á Ólympíuskákmótinu.   Strákarnir gerđu 2-2 jafntefli viđ Letta og stelpurnar töpuđu 0,5-3,5 fyrir sterkri sveit Austurríkis.   Lokaumferđin hefst kl. 11 (5 um nótt heima) svo viđ ţurfum ađ breyta örlítiđ rythmanum.     Í dag var svo niđurstađan ađ Ólympíuskákmótiđ 2014 fćri fram í Tromsö en ekki í Albena í Búlgaríu. 

En fyrst um skákir gćrdagsins.   Hannes tapađi eftir slysalegan afleik og hafđi áđur hafnađ jafntefli.   Héđinn gerđi solid jafntefli međ svörtu, Bragi vann mjög góđan sigur á ţriđja borđi en Björn gerđi jafntefli í skák ţar sem hann átti vinningsstöđu um tíma.  Allir strákarnir eru sem fyrr í stigagróđa.  

Lenka gerđi stutt jafntefli á fyrsta borđi međ svörtu gegn stigahćrri andstćđingi, Hallgerđur og Sigurlaug töpuđu báđar eftir erfiđa vörn en Jóhanna tefldi ónákvćmt á fjórđa borđi og tapađi.    Ţrátt fyrir ţetta eru ţćr allar í stigagróđa og ljóst ađ ţađ mun ekki breytast!

Strákarnir mćta Rússum V sem stillir upp ungum og efnilegum strákum en stelpurnar mćta sveit Jamaíka.   Góđ úrslitum á morgun (í nótt) tryggja sveitunum gott lokasćti!

Undirritađur sótti FIDE-ţingiđ bćđi í gćr og í dag.   Í gćr var kosiđ hverjir yrđu varaforsetar (vice presidents) og bar ţađ helst til tíđinda Zurab Azmaiparashvili, sem lengi hefur í stjórn náđi ekki kjöri.   Sá mađur hefur lengi veriđ mjög umdeildur.   Í gćr var svo bođ á vegum Norđmannanna til ađ kynna Tromsö.   Ég og Jóhann sóttum kynninguna og hittum ţar m.a. mennta- og menningarmálaráđherra  Noregs.     Ég spurđi hana hvort ađ Eiríkur rauđi vćri norskur eđa íslenskur og fékk svariđ ađ hann vćri íslenskur!   Allt gert fyrir atkvćđiđ.   Ég tók einnig upp í annađ skiptiđ atkvćđi Nikaragúa til ađ styđja viđ frćndur og Norđmenn.   Ţeir unnu nokkuđ sannfćrandi sigur, 95-47.   Sigurinn hafđi veriđ talin öruggur en eitthvađ óöryggi var komiđ í Norđmennina.   Ástćđan er sú ađ ţađ er ţekkt hér ađ Norđmenn studdu Danilov og komst sú söguskýring á díll vćri á milli Norđmanna og Búlgara um ađ Danilov myndi ekki beita sér mjög fyrir fyrir ađ fá Ólympíuskákmótiđ til Búlgaríu gegn ţví ađ Norđmenn myndu styđja Danilov.   Sumir stuđningsmenn Ali voru taldir hugsa Norđmönnum ţegjandi ţörfina.   Sigur var svo býsna afgerandi enda mikiđ í ţetta lagt og hér mun hafa veriđ 17 manna sendinefnd ţegar mest var.

Jćja, ég ćtla ađ láta ţetta vera nóg í bili, enda ţarf ég vakna fyrr í fyrramáliđ en venjulega.   Hvet svo alla til ađ vakna kl. 5 til ađ horfa!

Kveđja frá Síberíu,

Gunnar


Ólympíuskákmótiđ 2014 verđur í Tromsö

menntamalara_herra_og_magnus.jpgÓlympíuskákmótiđ 2014 verđur í Tromsö í Noregi.   Ţađ kom í ljós eftir atkvćđagreiđslu í dag á FIDE-ţinginum ţar sem kosiđ var á mili Tromsö og Albena í Búlgaríu.   95 FIDE-fulltrúar völdu Noreg en 47 völdu Búlgaríu.  Norđmenn lögđu mikiđ undir í baráttunni og hingađ til Khanty Mansiysk kom meira ađ segja mennta- og menningarmálaráđherra ţeirra.   Norđmenn áćtla ađ kostnađur viđ mótshaldiđ verđi um 15 milljónir evra, ţ.e. rúmir 2 milljarđar íslenskra króna,

Mótiđ 2012 verđur hins vegar í Istanbul.

 

 


Rússland V og Jamaíka á morgun

Ól í skák 2010 148Íslenska sveitin í opnum flokki mćtir Rússlandi V á morgun en stelpurnar tefla viđ sveit Jamaíka.   Sveitin í opnum flokki er í 51. sćti en kvennasveitin er í 67. sćti.  Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki en Rússar hafa tryggt sér sigur í kvennaflokki.

Stađa Norđurlandanna:

Opinn flokkur:

 • 27 (34) Svíţjóđ, 13 stig (222,5)
 • 30 (44) Danmörk, 13 stig (210)
 • 49 (23) Noregur, 11 stig (227)
 • 51 (54) Ísland, 11 stig (219)
 • 61 (60) Finnland, 11 stig (175)
 • 79 (83) Fćreyjar, 10 stig (145,5) 

Kvennaflokkur:

 • 46 (45) Noregur, 11 stig (179)
 • 52 (55) Svíţjóđ, 10 stig (192)
 • 56 (57) Danmörk, 10 stig (149)
 • 67 (69) Ísland, 9 stig (166,5)

 

 


Tíunda og nćstsíđasta umferđ hafin

Ól í skák 2010 142Tíunda og nćstsíđsta umferđ Ólympíuskákmótsins hófst í morgun kl. 9.   Íslenska sveitin í opnum flokki teflir viđ Lettland, sem hvíla fyrsta borđs mann sinn, Miezies.   Hannes teflir ţví gođsögnina, Evgeny Svesnikov.   Stelpurnar tefla viđ sterka sveit Austurríkis.   Lenka gerđi stutt jafntefli međ svörtu á fyrsta borđi.

Ísland - Lettland

Ísland - Austurríki


Tap gegn Chile og Mongólíu - Lenka međ áfanga!

 

Ól í skák 2010 046

 

 

Bćđi íslensku liđin töpuđu í dag.   Liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir Chile ţar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson gerđu jafntefli.   Stelpurnar töpuđu 0,5-3,5 fyrir Mongólíu ţar sem Lenka Ptácníková gerđi jafntefli.   Lenka hefur međ árangri sínum tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli en áfangi á ólympíuskákmóti telur 20 skákir!   Lenka er ţví komin međ alla áfanga til ţess ađ verđa útnefnd en ţarf ađ ná 2400 skákstigum.

 

 


Danilov kjörinn forseti ECU

Ól í skák 2010 031Búlgarinn Silvio Danilov var í gćr kjörinn forseti Evrópska skáksambandsins.   Alls voru greidd 54 atkvćđi, ţ.e. fyrir hvert einasta skáksamband í Evrópu.  

Í fyrstu umferđ hlaut Danilov 25 atkvćđi, Ali 20 atkvćđi og Weicacker ađeins 9 atkvćđi.   Í 2. umferđ vann Búlgarinn Tyrkjann 30-24.

Nánar um fundina í pistli síđar í dag.

 


Ól í skák: Níunda umferđ hafin

Ól í skák 2010 019Níunda umferđ Ólympíuskákmótsins er nýhafin.   Íslenska liđiđ í opnum flokki teflir viđ sveit Chile en stelpurnar tefla viđ Mongólíu.  Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum beint.  


 


Ól. í skák: Góđ úrslit í áttundu umferđ

Báđar íslensku sveitirinar á Ólympíuskákmótinu náđu góđum árangri i áttundu umferđ mótsins.

Í opnum flokki mćttu Íslendingar Perú og sigruđu ţeir Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson  andstćđinga sína, en Björn Ţorfinnsson gerđi jafntefli og úrslitin urđu ţví 3˝-˝ Íslendingum í vil. Ţetta er mjög góđur árangur miđađ viđ styrkleika andstćđinganna.

Kvennasveitin vann ekki síđra afrek ţegar hún gerđi jafntefli viđ Ítali. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann sína skák, ţćr Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Lenka Ptacnikova gerđu jafntefli, en Sigurlaug Friđţjófsdóttir tapađi. Lokaúrslitin urđu ţví 2-2.

Sveitin í opna flokknum er í 37. sćti en stelpurnar eru í 38. sćti.

Í níundu umferđ verđur teflt viđ Chile í opnum flokki, en í kvennaflokki verđa andstćđingarnir Mongólía, en sveit ţeirra er mun sterkari en sú íslenska.

 


Kirsan 95 - Karpov 55. Kirsan áfram forseti FIDE

Kosningunni á milli ţeirra Kirsan Ilyumzhinov og Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara í skák, lauk rétt í ţessu međ sigri ţess fyrrnefnda. Kirsan hlaut 95 atkvćđi gegn 55 atkvćđum Karpovs.

Kirsan Ilyumzhinov verđur ţví áfram forseti FIDE, alţjóđlega skáksambandsins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.7.): 13
 • Sl. sólarhring: 85
 • Sl. viku: 256
 • Frá upphafi: 8705410

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 150
 • Gestir í dag: 10
 • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband