Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ól 2010

Jafntefli við Bosníu - stelpurnar unnu Albana - Lenka vann sína sjöttu skák í röð!

Ól í skák 2010 005Íslenska kvennasveitin heldur áfram að standa sig vel á Ólympíuskákmótinu og vann sveit Albaníu 3-1 í dag.    Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir unnu allar.   Liðið í opnum flokki gerði 2-2 jafntefli við Bosníu þar sem öllum skákunum lauk með jafntefli.   Lenka sigraði í dag í sinni sjöttu skák í röð!  Á morgun teflir sveitin í opnum flokki við Perú en stelpurnar tefla við sterka sveit Ítala.  

Sveitin í opna flokknum er í 52. sæti en stelpurnar eru í 45. sæti.  

 

 


Pistill nr. 10

Ól í skák 2010 018Dagurinn í gær hefði mátt vera betri.  Strákarnir lágu fyrir Írönum 1-3 og stelpurnar töpuðu fyrir Slóvökum, 1,5-2,5.  Stelpurnar voru reyndar óheppnar en fyrirfram hefði ég verið sáttur við þessi úrslit en ekki eins og þetta þróaðist í gær.  Lenka er sannarlega maður mótsins en hefur nú unnið 5 skákir í röð og vann einkar góðan sigur í gær.  Sigur í dag tryggir henni áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.  

Fyrst um strákana.   Hannes gerði fremur stutt jafntefli á fyrsta borði.   Bæði Bragi og Hjörvar lentu í erfiðleikum í byrjun, sá síðarnefndi ruglaði saman afbrigðum og töpuðu.   Héðinn lék af sér með betri stöðu og fékk upp tapað endatafl en veiddi andstæðing sinn í pattgildru og hélt jafntefli.   Semsagt 1-3 tap og skyndilega erum við komnir í fjórða sæti í „NM-keppninni".

Jóhanna lenti í erfiðleikum í byrjun og tapaði .  allgerður og Sigurlaug tefldu báðar mjög vel og fenguLenka - hetjan okkar fínar stöður.  Hallgerður lék ónákvæmt um tíma og fékk verra tafl en hélt jafntefli með gó Sigurlaug hafði unnið tafl og lék af sér skiptamun og tapaði.    Lenka átti skák dagsins þegar hún vann á fyrsta borði Evu Repkova (2447) í glæsilegri skák eins og sjá má á Skákhorninu.   Lenka hefur nú 5 vinninga í 6 skákum og virðist vera í banastuði.   Lenka þekkti Repkovu vel, hafði teflt við í Tékklandi í denn og segist yfirleitt hafa gengið vel á móti henni.  Stelpurnar eru að standa sig frábærlega og eru allar í stigaplús.

Í dag tefla strákarnir við Bosníu.   Ivan vinur okkur hvílur, en sagan segir að hann samið um tefla 6 fyrstu skákirnar en fara svo á fullt í kosningabaráttuna fyrir Weicacker.  

Og um pólitíkina.   Í gær héldum við Norrænu forsetarnir fund.   Það voru Norðmennirnir sem buðu í mat og skildist mér á norska forsetanum, JJ, að kostnaðurinn væri bókaður á Tromsö 2014 (Ólympíuskákmótið).    Jóhann Hjartarson mætti fyrir hönd framboðs Weicacker, sem var þá ekki enn kominn, kom í nótt, og einnig mættu Ali og Danilov og voru spurðir ýmissa spurninga.

Fulltrúar NorðurlandannaFulltrúar Karpovs eru bjartsýnir og sumir þeirra fullyrða að Karpov vinni.     Í gær var ég í fyrsta skipti beðinn óformlega um stuðning við Kirsan af einum manna hans en það er í fyrsta skipti sem ég er beðinn um slíkt þannig sem mér finnst gott merki og gæti bent til þess að menn séu ekki lengur  og sigurvissir.  

Nú kl. 16 (10 heima) fer ég fund með smærri skáksamböndunum þar sem menn ætla að ræða hvernig best sé að sameina kraftana. 

Þetta verður því að duga í bili.   Ég reyni að koma frá mér nýjum pistli á kvöld eða á morgun.

Ég bendi á myndaalbúmið en ég bætti við miklum fjölda í mynda í gær, m.a. frá frídeginum sem við notuðum vel.

 

Nóg í bili,

Gunnar Björnsson


Ól í skák: Sjöunda umferð hafin

KvennaliðiðSjöunda umferð Ólympíuskákmótsins hófst kl. 9 í morgun.  Strákarnir mæta Bosníumönnum sem mæta okkur án Sokolovs sem er upptekinn í kosningaslag en kosningar fyrir bæði FIDE og ECU fara fram á morgun.   Stelpurnar tefla við Albana.

Ísland - Bosnía

 

 

20.1GMStefansson Hannes2585-GMPredojevic Borki2624 
20.2GMSteingrimsson Hedinn2550-GMKurajica Bojan2535 
20.3IMThorfinnsson Bragi2415-GMDizdarevic Emir2475 
20.4IMThorfinnsson Bjorn2404-IMStojanovic Dalibor2496

 
Ísland - Albanía

 

34.1WGMPtacnikova Lenka2282- Shabanaj Eglantina2070 
34.2 Thorsteinsdottir Hallgerdur1995- Shabanaj Alda1926 
34.3 Fridthjofsdottir Sigurl Regin1812- Cimaj Rozana1972 
34.4 Finnbogadottir Tinna Kristin1781-WCMPasku Roela1912


 


Íslensku liðin mæta Bosníu og Albaníu

Íslensku liðin mæta liðum Bosníu og Albaníu í sjöundu umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fer í dag.   Liðið í opnum flokki er nú í 50. sæti en Úkraínumenn eru efstir.   Íslenska liðið í kvennaflokki er í 57. sæti en Rússar leiða þar.  Rétt er að vekja athygli á árangri Lenku sem hefur fengið 5 vinninga af 6 mögulegum á efsta borði en hún vann glæsilegan sigur í gær.

Staðan í opnum flokki:

  • 1. Úkraína 11 stig (115 Buchols)
  • 2. Armenía 11 stig (115)
  • 3. Georgía 11 stig (109,5)
  • 31. Svíþjóð 8 stig (82,5)
  • 42. Noregur 7 stig (79)
  • 48. Danmörk 7 stig (70)
  • 50. Ísland 7 stig (68)
  • 59. Finnland 7 stig (52)
  • 81. Færeyjar 6 stig (41)

Staðan í kvennaflokki

  • 1. Rússland I 12 stig
  • 2. Ungverjaland 11 stig
  • 3. Georgía 10 stig (121)
  • 41. Noregur 7 stig (51,5)
  • 47. Svíþjóð 6 stig (67)
  • 56. Danmörk 6 stig (51)
  • 57. Ísland 5 stig (51)


Árangur íslensku liðsmannanna:

 

Bo. NameRtgPts.GamesRprtg+/-
1GMStefansson Hannes25854626033,7
2GMSteingrimsson Hedinn25503525511,8
3IMThorfinnsson Bragi24153523376,3
4IMThorfinnsson Bjorn2404232332-0,9
5 Gretarsson Hjorvar Steinn23983522482

 

 

1WGMPtacnikova Lenka228256240627
2 Thorsteinsdottir Hallgerdur199536205311,6
3 Fridthjofsdottir Sigurl Regin18121,5418719,9
4 Finnbogadottir Tinna Kristin17812419187,1
5 Johannsdottir Johanna Bjorg17811,54205011,6

 


Ól. í skák: Tap í sjöttu umferð

GB og GK 013Báðar íslensku sveitirnar töpuðu í sjöttu umferð Ólympumótsins í skák. Í opnum flokki tapaði íslenska sveitin fyrir Íran, 1-3. Hannes og Héðinn gerðu jafntefli á fyrsta og öðru borði, en Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson töpuðu sínum skákum.

Kvennasveitin háði mjög spennandi baráttu við sterka sveit Slóvaka, en varð að lokum að láta í minni pokann eftir að hafa haft sigurinn í sjónmáli. Lokaúrslitin urðu 1½ - 2½, Slóvökum í vil. Lenka sigraði í sinni skák og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerði jafntefli. Lengi vel var útlit fyrir að Sigulaug Friðþjófsdóttir ynni sína skák,og tryggði þar með íslensku sveitinni sigur, en hún náði ekki að fylgja góðri stöðu eftir og tapaði að lokum. Á fjórða borði tapaði síðan Jóhann Björg Jóhannsdóttir eftir harða baráttu.

Heimasíða mótsins

 


Ól í skák: Pistill nr. 9

Í dag tefla  strákarnir við Írana en stelpurnar við Slóvakíu.   Báðar sveitirnar eru að tefla upp fyrir sig, sérstaklega stelpurnar þar sem munar 400 stig.  Björn Þorfinnsson hvílir áfram hjá strákunum enda erfitt að skipta út þeim Braga og Hjörvari eftir góða sigra á Svisslendingum.   Tinna Björg hvílir hjá stelpunum.

Ég er þokkalega bjartsýnn fyrir daginn.  Ég gær vöknuðu allir mjög ferskir og hressir enda ekkert Bermúda-partý.     Ég kom á aðalhótelið fyrir mat og svo farið í skemmtilega skoðunarferð hér um Khanty Mansiysk.   Eftir gott gengi deginum áður ákvað forsetinn að þessi skoðunarferð væri  í boði SÍ! 

Við vorum keyrð um helstu kennileiti borgarinnar, farið með okkur torg hér og þar, og keyrt með okkur á Mammútasafn þar sem styttur voru Mammútum og öðrum dýrum sem bjuggu fyrir þúsundum ára.  Stytturnar eru í fullri stærð.   Einnig voru á staðnum eftirlíkingar að tjöldunum sem fólkið lifaði í um aldrir.   Leiðsögukona fór með okkur. 

 Kuldamet í Khanty síðustu ár eru 60 gráðu frost.   Þegar kuldinn fer niður -28 gráður fá yngstu krakkarnir frí en þegar hann fer undir 32 gráðu frost fá allir nemendur frí.   Hins vegar verður tiltölulega heitt á sumrin og þá getur hitinn farið yfir 30 gráður.   Bærinn hér bygðist hratt upp eftir 1980 þegar olíu fannst hér í nágrenninu.   Í borginni er hátt menntunarstig og og velmegun skilst manni.   Sérstakt mjög flott hús ber nafnið Skákakademía!  Myndavélin var batteríslaus en ég er hérna með myndir frá Tinnu og Bjössa (sjá myndasafn).   Ég held að hópurinn hafi haft mjög gott að því nota daginn í eitthvað annað en endalausar stúderingar.

 Tyrkirnir leggja mikið undir    Hópurinn þeirra telur um 30 manns og með í för eru t.d. læknar, sálfræðingar, töskuberar, næringarfræðingur o.s.frv.   Hluti hópsins er auðvitað einnig vegna þess að þeir eru að kynna Ólympíuskákmótið í Istanbul 2012.   Ég var að segja strákunum frá þessu og þá átti, Héðinn gott komment: „En við höfum Gunnar Björnsson" Smile

FIDE er skyndilega búið að gefa það út að allur aukakostnaður vegna ferðalaganna verði endurgreiddur.   Á sambandið fellur um 400.000 kr. kostnaður vegna breytinga á flugi auk gistikostnaðar í Munchen.   Ég yrði afskaplega glaður að sjá þennan aur koma í hús.

Ég var búinn að lofa meiri upplýsingum um ECU-kosningarar.   Og fyrst ætla ég að fara yfir hvernig heildardæmið lítur út.   Alls eru 54 þjóðir í ECU.   Hvert atkvæði er því afar mikilvægt.  Í framboði eru þrír frambjóðendur,  Ali frá Tyrklandi, Danilov frá Búlgaríu og Weicacker frá Þýskalandi.   Við styðjum Weicacker enda Jóhann Hjartarson í framboðshóp hans.   Til að verða kosinn þarf yfir 50% atkvæða og eiga flestir von á því að kosið tvisvar.   Danilov og Ali eru semsagt báðir að falast eftir mínum stuðningi þar en flestir til stöðu Þjóðverjans slaka en það kannski breytist þegar hann og Jóhann Hjartarson eru mættir á staðinn.  

Ég átta mig ekki á því hvernig þetta.  Alli er bjartsýnn á sigur í fyrstu umferð, en ég tel ekki svo vera.   Hann líður fyrir að vera tengdur Kirsan og mun vera fremur umdeildur.   Hann hefur sýnt frábæra hluti  og hefur sýnt að hann er dóer.  

Danilov heldur hlutleysi á milli Kirsan og Karpov en fær e.t.v. lítið fylgi fyrstu umferð en gæti mögulega komið sterkur út í þeirri annarri.    Danilov er umdeildur en með honum í framboði er Pólverji sem er víst sterkur og hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu og virðist vera vel kynntur og framboð Danilovs gæti fengið fylgi út á hann.

Weicaker hefur stuðning marga V-Evrópuríkja og er fremur lítt kyntur.  Ef við gefum okkur að Weicacker komist áfram í aðra umferð á kostnað Danilov veit ég ekki hvernig atkvæði hans skiptast.  Spennan fyrir Evrópukosningarnar eru því miklar.

Á morgun og hinn verð ég lítið með stelpurnar.   Á morgun er Evrópu-fundur og degi síðar fara fram kosningar bæði fyrir FIDE og ECU.   Stelpurnar taka þessu með skilningi enda lá ljóst að ég gæti ekki náð fullri dekkun í fjarveru Davíðs.

Einnig er orðrómur um að dómstóll í Lusanne í Sviss muni dæma bæði framboðin ógild.

Nóg í bili,

Gunnar Björnsson


Ól í skák: Sjötta umferð nýhafin

Sjötta umferð Ólympíuskakmótsins er nýhafin.  Hægt er að nálgast skákirnar beint.  Strákarnir tefla við Írana og stelpurnar við Slóvaka.

Strákarnir:

13.1  GM  Ghaem Maghami Ehsan  2594  -  GM  Stefansson Hannes begin_of_the_skype_highlighting     end_of_the_skype_highlighting  2585 
13.2  GM  Moradiabadi Elshan  2578  -  GM  Steingrimsson Hedinn  2550 
13.3  IM  Toufighi Homayoon  2499  -  IM  Thorfinnsson Bragi  2415 
13.4  FM  Golizadeh Asghar  2481  -    Gretarsson Hjorvar Steinn  2398  

Stelpurnar:

22.1  WGM  Ptacnikova Lenka  2282  -  IM  Repkova Eva  2447 
22.2    Thorsteinsdottir Hallgerdur  1995  -  WGM  Kochetkova Julia  2327 
22.3    Fridthjofsdottir Sigurl Regin  1812  -  WIM  Mrvova Alena  2253 
22.4    Johannsdottir Johanna Bjorg  1781  -  WFM  Machalova Veronika  2229


 


Ól í skák - Pistill nr. 8

Bragi að tafliÞað gekk mjög vel í gær.  Góður sigrar gegn Svisslendingum og Englendingum gladdi fararstjórann!  Bæði íslensku liðin eru efst í "Norðurlandakeppninni"   Í gær var svo Bermúda-partýið en íslenska karlaliðið sýndi algjöra fagmennsku og fór ekki.  Undirritaður fór á staðinn ásamt þremur stúlkum undir tvítugu!  Í dag var frídagur og hann notaði hópurinn til að komast úr „Groundhog day" og fórum við hér skoðunarferð um Khanty Mansiysk með sérstakri áherslu á Mammúta.    Spennan eykst fyrir kosningarnar og þegar ég kom heim í kvöld (hér er komið kvöld) beið mín gjöf á rúminu frá Kirsan!

Fyrst um skákirnar og fyrst um stelpurnar sem náðu jafnvel besta árangri íslensks kvennaliðs á Ólympíuskákmóti!   Tinna var fyrst að klára, hún fékk góða stöðu en var of bráð og tapaði.  Hallgerður vann mann hjá andstæðingi sínum og skákina.  Sigurlaug tefldi vel, vann skiptamun og svo skákina, sinn fyrsta sigur á mótinu og Lenka brilleraði sem fyrr og vann virkilegan góður sigur á sterkri enski skákkonu, Jovanka Houska (2426).  Lenka hefur nú unnið fjórar skákir í röð! 

Lenka sagði nafni Houska vera tékkneskt og kom í ljós að langafi þeirra ensku var tékkneskur. Lenka og Houska  Frábær úrslit og liðsstjórinn virkilega kátur með stelpurnar sínar.  Davíð hefur verið okkur innan handar og gefið stelpunum ráð í gegnum Skype.  Nú hafa allar stelpurnar unnið skák.  Allar stelpurnar eru að yfirperforma eins og staðan er nú.    Ég hef gefið það út að ég ætli ekki að raka fyrr en stelpurnar tapa.  

Héðinn fékk lítið út úr byrjuninni og hafði sennilega verra þegar hann bauð jafntefli eftir 14 leika sem andstæðingurinn þáði.  Hannes náði að jafna taflið á fyrsta borði gegn Pellitier.  Guttarnir á 3. og 4. borði áttu góðar skákir í gær.  Bragi átti mjög góða skák.   Úrvinnsla Hjörvars var einnig mjög góð í gær. 

Á morgun tefla strákarnir við Írana.  Meðalstig sveitar þeirra eru 2550 skákstig eða 61 meira en okkar lið og hafa 3 stórmeistara í sinni sveit.  Verður erfið viðureign.  Stelpurnar tefla við Slóvakíu sem er um 400 stigum hærri en við.  Getur orðið erfitt en erum bjartsýnar enda hafa allar stelpurnar okkar hafa unnið a.m.k. einn stigahærri andstæðing.   Lenka þekkir vel til liðsins og hefur fylgst með slóvakíska skákhorninu fyrir okkur.

Strákarnir ákváðu að sína algjöra fagmennsku og fóru ekki á Bermúda-partýið.  Ungu stelpurnar þrjár vildu fara og fór ég þeim.   Ég þurfti að bíða í röð í næstum klukkutíma á meðan þær löbbuðu beint inn.   Nigel Freeman, forseti þeirra og gjaldkeri FIDE, hefur haft það mottó að í partýinu væru allir á sama leveli (þ.e. allir kallar - stelpurnar eru á sérdíl!) og þurfti stigahæsti skákmaður heims, Magnus Carlsen, að bíða rétt eins og við hin í klukkutíma. 

Í dag fór hópurinn í skemmtilega skoðunarferð, mun gera betur grein fyrir henni í pistli morgundagsins. 

Ivan og IvanchukIvan Sokolov fór niður í logum í gær gegn Ivanchuk.   Hann tapaði peði með hvítu eftir aðeins sjö leiki!   Ég sá Ivan eftir skákina og ætlaði að heilsa honum en maðurinn var svo gjörsamlega niðurbrotinn að ég sleppti því.  Hann var of niðurbrotinn til að verða reiður og rauður.

Svíinn Nils Grandelius hefur unnið allar sínar fimm skákir.   Ég spjallaði töluvert við vini okkar Norðurlandabúanna í gær.  Nýr forseti sænska skáksambandsins er hér sem skákstjóri og hefur umboð Dananna.  Einnig Færeyingurinn Arild Rimestad.  Skákstjórar fá um 1.800 evrur í laun en þurfa að greiða ferðakostnað sjálfur.  Arild segist koma út á sléttu.    Dönum hefur gengið illa og mæta blindum og sjónskertum í næstu umferð sem ég sá að var ekkert sérstakt tilhlökkunarefni hjá Sune Berg.

Spennan fyrir kosningarnar eykst dag frá degi.   Danilov gaf sig á tal við mig í gær.  Hann gerði sér grein fyrir því að ég myndi styðja Weizsäcker í fyrstu umferð en var að falast eftir stuðningi í 2. umferð.  Hann virtist teljast að þýski forsetinn, Weizsäcker, hafi ekki séns, og svo telja margir. Danilov benti mér góðfúslega á að Ali, væri tengdur Kirsan.  Það hefur vakið mikla athygli að hann hefur ekki mætt á staðinn og mönnum finnst það ekki lýsa miklum áhuga á embættinu. Jóhann Hjartarson kemur á staðinn á morgun og einnig skilst mér að forsetaframbjóðandinn ætli að fara láta sig sig.  

Danilov sagði mér athyglisverða hluti varðandi Fischer.  Þeir voru í sambandi varðandi einvígi á milli Topalov og Fischer.   Kröfur Fischer voru hins vegar þannig að hann treysti sér ekki að verða við þeim.  Fischer fór fram 5 milljónir dollara..................í gulli!   Einnig stóð mögulega til að Fischer kæmi á setningu á M-Tel Masters en treysti svo ekki að fara frá Íslandi vegna handtökuskipunar Bandaríkjamanna.

Þegar ég kom á hér á herbergið í kvöld, beið mín gjöf frá Kirsan.  Sama gjöf og hefur verið á skákstað, þ.e. handtaska, úr og fleira.   Mér er svo boðið í boð á vegum Kirsan, sem fer fram.............degi fyrir kosningar!   Finnbjörn, fulltrúi Færeyinga, sem er í stuðningsliði Karpovs, er bjartsýnn fyrir hönd Karpovs.   Ég átta mig ekki á stöðunni en spái sem fyrr sigri Kirsans, því miður. 

Ekki síðri spenna fyrir ECU-kosningarnar.   Mjög óljóst hvernig þær fari.  Nánar um það á morgun.

En nóg í bili, hef fullt af fleiri punktum en þeir bíða til morguns!

Gunnar Björnsson


Íslendingar efstir Norðurlanda í báðum flokkum - Íran og Slóvakía á morgun

Íslensku liðin er bæði efst Norðurlanda að lokinni fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fór í gær.    Liðið í opnum flokki mætir Íran og stelpurnar mæta mjög sterkri sveit Slóvakíu.

Í dag er frídagur og ætlar íslenski hópurinn að fara í skoðunarferð og skoða slóðir Mammútanna.

Georgíumenn, Ungverjar og Armenar eru efstir með 10 stig í opnum flokki.  Úkraínumenn og Rússar I eru efstir í kvennaflokki með 10 stig.

Staða Norðurlandanna í opnum flokki:

  • 22. Ísland, 7 stig
  • 25. Svíþjóð, 7 stig
  • 30. Noregur, 7 stig
  • 35. Finnland, 7 stig
  • 62. Færeyjar, 6 stig
  • 64. Danmörk, 5 stig

Staða Norðurlandanna í kvennaflokki:

  • 47. Ísland, 6 stig
  • 60. Noregur, 5 stig
  • 69. Svíþjóð, 4 stig
  • 78. Danmörk, 4 stig

Mjög góðir sigrar í dag á Svisslendingum og Englendingum

Sigurlaug og Hallgerður unnu báðarÍslensku liðin unnu frábæra sigra í 5. umferð Ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Svisslendingar voru lagðir 3-1 í opnum flokki, og Englendingar voru lagðir í kvennaflokki með sama mun.  Íslendingar voru stigalægri í báðum flokkum -  sérstaklega í kvennaflokki og þar er á ferðinni sennilega besti árangur íslenskrar kvennasveitar frá upphafi!GB og GK 027

Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson unnu en Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson gerðu jafntefli.   Hjá stelpunum unnu Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir en Tinna Kristín Finnbogadóttir tapaði.

Frídagur er á morgun.   Sjötta umferð fer fram á mánudag og hefst kl. 9

Sviss - Ísland 

24.1GMPelletier Yannick2592-GMStefansson Hannes25850,5
24.2GMGallagher Joseph G2517-GMSteingrimsson Hedinn25500,5
24.3IMEkstroem Roland2489-IMThorfinnsson Bragi24150-1
24.4IMBuss Ralph2433- Gretarsson Hjorvar Steinn23980-1

England - Ísland


24.1IMHouska Jovanka2426-WGMPtacnikova Lenka22820-1
24.2WIMLauterbach Ingrid2169- Thorsteinsdottir Hallgerdur19950-1
24.3 Bhatia Kanwal K2072- Fridthjofsdottir Sigurl Regin18120-1
24.4WFMHegarty Sarah N2084- Finnbogadottir Tinna Kristin17811-0


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband