Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kvennaliđiđ stóđ sig vel á Ólympíumótinu

100 1648Íslenska liđiđ sem tefldi í kvennaflokki á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk í Síberíu hafnađi í 57. sćti af 115 ţátttökuţjóđum, hlaut 22 vinninga af 44 mögulegum eđa 50% vinningshlutfall. Í Dresden í Ţýskalandi varđ sveitin í 60. sćti. Allar stúlkurnar í sveitinni voru ađ bćta árangur sinn og sveitin varđ ađ lokum 12 sćtum ofar en röđun fyrir mótiđ úthlutađi. Lenka Ptacnikova hlaut 8˝ v. af 11 á 1. borđi sem reiknast sem 20 skáka áfangi ađ alţjóđlegum meistaratitli, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir hlaut 5˝ vinning af 11 á 2. borđi, Sigurlaug Friđţjófsdóttir hlaut 2˝ v. af átta mögulegum á 3. borđi, Tinna Kristín Finnbogadóttir fékk 3 v. af sjö mögulegum á 4. borđi og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sem var 1. varamađur, hlaut 2˝ v. af sjö mögulegum.

Niđurstađan gefur tilefni til ađ stefna enn hćrra á nćstu mótum. Hallgerđur sem tefldi allar skákirnar ellefu stóđ sig vel og á heilmikiđ inni. Tinna og Jóhanna voru nýliđar í hópnum og áttu slćman kafla um miđbik mótsins ţar sem einbeitnin var ekki nógu góđ.

Hin nýja kynslóđ tekur ţarna viđ keflinu af skákkonum á borđ viđ Guđlaugu Ţorsteinsdóttur, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Hörpu Ingólfsdóttur. Ţó er alls ekki útilokađ og raunar óskandi ađ ţessar ţrjár snúi aftur og fleiri til sem myndi ţýđa ađ í dag ćttum viđ mjög frambćrilegan hóp kvenna á alţjóđlegum vettvangi.

Á síđustu Ólympíumótum hafa sveitir frá Georgíu og Kína veriđ atkvćđamiklar í keppninni um efsta sćtiđ en nú var rússneska sveitin var gjörsamlega óstöđvandi og vann allar viđureignir sínar og var ţví međ fullt hús stiga og 34 vinninga. Lokaniđurstađa efstu ţjóđa varđ ţessi:

1. Rússland 22 stig 2. Kína 18 stig 3. Georgía 16 stig 4. Kúba 16 stig 5. Bandaríkin 16 stig.

Athygli vekur góđ frammistađa Kúbverja en ţeir áttu einnig öfluga sveit í karlaflokki. Lengi geta ţeir sótt í arf ţriđja heimsmeistarans, Jose Raoul Capablanca.

Íslenska kvennaliđiđ var í raun án liđsstjóra ţví Davíđ Ólafsson sem hafđi tekiđ hlutverkiđ ađ sér forfallađist á síđustu stundu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, sem sat ţing FIDE hljóp í skarđiđ ađ einhverju leyti en segja má ađ ţarna hafi Lenka Ptacnikova tekiđ ađ sér forystuhlutverkiđ. Hún tefldi af miklum ţrótti og hikađi ekki viđ ađ taka djarfar ákvarđanir yfir skákborđinu eins og eftirfarandi skák ber vott um:

Lenka Ptacnikova – Eva Repkova (Slóvakía )

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. He1 Dc7 12. De2 Bd7 13. Bg5 0-0-0 14. a4 Bc5 15. c3 h5

Hér var betra ađ leika 15.... h6.

16. b4 Bd6 17. h3 e5

gc4mhdms.jpgSjá stöđumynd

18. Rb5!

Mannsfórn ber vott um sókndirfsku og sjálfstraust. Hvítur gat einnig leikiđ 18. Rf3 og hefur ţá góđa stöđu.

18.... axb5 19. axb5 Bf5 20. b6 Dxb6 21. Be3 Dc7 22. Bb5! Rd7

22.... Kb8 má svara međ 23. Ha7 međ sterkri sókn eftir a-línunni.

23. Ha8 Rb8 24. Ba7 Dxc3 25. Be3!

Og nú á svartur enga vörn viđ hótuninni 26. Hc1.

25.... Bc7 26. Hc1 Dxc1 27. Bxc1 Hd6 28. Be3 Hhd8 29. Ba4 Hg6 30. Dxh5 Be4 31. f3 Bd3 32. Bb3 Hd7 33. Dh8+ Hd8 34. Dh4 f5 35. Bg5 Bb6 36. Kh1 Hf8 37. Be7 Bf1 38. Ha2 Bd8 39. Dh7 Hh6 40. Dxg7 Hfh8 41. Bxd8 Kxd8 42. Hd2+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 17. október 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 5
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 232
 • Frá upphafi: 8704984

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 156
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband