Leita í fréttum mbl.is

Héðinn vann í fyrstu umferð á móti í Hollandi

Héðinn SteingrímssonStórmeistarinn og Íslandsmeistarinn í skák Héðinn Steingrímsson (2569) hóf í gær þátttöku í alþjóðlegu móti í Boxtel í Hollandi.  Mótið er hliðarviðburður við Hollenska meistaramótið.  Í fyrstu umferð sem fram fór í gær vann Héðinn heimamanninn Gerard Kastelein (1932) og í 2. umferð sem fram fer í kvöld teflir Héðinn við Hollendinginn Jan Toorman (2022).

31 skákmaður tekur þátt í móti Héðins og þar á meðal 2 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar.  Héðinn er stigahæstur keppenda.

Á Hollenska meistaramótinu sem fram fer samhliða, eins og áður sagði, eru Anish Giri (2687) og Ivan Sokolov (2645) meðal keppenda.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir.

Þetta getur nú varla kallast "Alþjóðlegt mót" þegar 25 af 26 keppendum eru Hollendingar og einungis helmingur keppenda með FIDE stig! 

Mér finnst því miður gæta ákveðins metnaðarleysis hjá okkar virkustu atvinnumönnum því oftar en ekki eru þeir að tefla á mótum þar sem þeir eru með allra stigahæstu mönnnum.

Óska Héðni síðan góðs gengis í mótinu,

Sigurður Daði

Sigurður Daði Sigfússon (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.7.): 2
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 175
 • Frá upphafi: 8705135

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 146
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband