Leita í fréttum mbl.is

Hellir tvítugur í dag

Andri Áss, Davíđ og GunnarTalfélagiđ Hellir er tuttugu ára í dag en félagiđ var stofnađ 27. júní á Hótel Loftleiđum.   Í 3. tbl. ársins 2000  Tímaritsins Skákar birtist saga Hellis í örfáum orđum.  Ţessi upphafskafli er skrifađur af Andra Áss Grétarssyni:

Taflfélagiđ Hellir var stofnađ hinn 27. júní 1991. Ástćđan fyrir stofnun félagsins var fyrst og fremst tilraun til ađ auka fjölbreytni í skáklífi höfuđborgarsvćđisins. Eina starfandi félagiđ í Reykjavík sem var í Skáksambandi Íslands á ţeim tíma var Taflfélag Reykjavíkur. Ţeim sem stóđu ađ stofnun Hellis fannst alveg ótćkt ađ ađeins eitt taflfélag vćri starfrćkt í Reykjavík. Hvađ myndu menn segja ef ađeins eitt fótboltafélag vćri starfrćkt í Reykjavík? Ţađ yrđi lítil spenna og samkeppni í boltanum! Sú var reyndar raunin í skákinni. Ţađ var lítil spenna og samkeppni í Deildakeppni Skáksambands Íslands, ţar sem taflfélögin og skákfélögin heyja sína baráttu. Taflfélag Reykjavíkur hafđi ţar algjöra yfirburđi.

Reyndar má segja ađ Hellir hafi ađ nokkru sprottiđ af ónćgju međ stöđu mála, svipađ og t.d. Skákfélagiđ Mjölnir á sínum tíma. Máliđ var ađ Gunnar Björnsson var í stjórn Taflfélags Reykjavíkur og Andri Grétarsson í varastjórn. Ekki fannst ţeim félögum alltaf málin vera eins og ţau ćttu ađ vera (enda voru ţeir kallađir harđlínumenn hjá Jóni L. í skákdálki DV!). Ţađ kom ţví til tals hjá Gunnari, Andra, Georgi Páli Skúlasyni og Ríkharđi Sveinssyni taka völdin í TR. Ríkharđur átti ađ verđa formađur. En úr ţví varđ ekki og Ríkharđur fór ekki í formannsslag (Ríkharđur er reyndar formađur TR í dag!). Í kjölfariđ gáfu Andri og Gunnar ţví ekki kost á sér í stjórnina, hugđust láta nćgja ađ tefla endrum og eins! Sinnuleysiđ átti hins vegar ekki viđ Gunnar og honum datt ţví í hug ađ stofna nýtt taflfélag, "Taflfélagiđ Hellir"! Tókst honum ađ plata ţessari hugmynd inná Andra. Höfđu ţeir félagar samband viđ nokkra félagsmenn í Taflfélagi Seltjarnarness, m.a. Guđna Karl Harđarson ţáverandi formann félagsins, en félagiđ hafđi ekki haldiđ úti starfsemi um nokkurt skeiđ. Var síđan arkađ af stađ og auglýst í Morgunblađinu, ađ fyrirhugađ vćri ađ stofna nýtt taflfélag. Var vonast eftir töluverđum fjölda og ţví leigđur salur á Hótel Loftleiđum. Satt best ađ segja ţá lét fjölmenniđ eitthvađ á sér standa. Níu manns mćttu á fundinn, ţar af tveir áhorfendur! Stofnfélagar voru ţví eingöngu sjö: Gunnar, Andri, Guđni, Snorri G. Bergsson, Sigurđur Ingason, Björn Stefánsson og Davíđ Ólafsson. Fimm ţeirra urđu stjórnarmenn og hinir tveir endurskođendur! Vegna lítillar ţátttöku kom ţađ til tals á fundinum hvort ekki ćtti bara ađ slútta ţessu og fara ađ fá sér nokkra sterka á barnum!

Greinin í heild sinni


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töff félag, stofnađ af eđaltöffurum!

 Til hamingju međ afmćliđ.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 28.6.2011 kl. 18:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband