Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Stefán Bergsson getur unniđ skákţingiđ međ fullu húsi

Sú stađa er komin upp ţegar tvćr umferđir eru eftir af Skákţingi Reykjavíkur 2018 ađ Akureyringurinn Stefán Bergsson hefur tveggja vinninga forskot á nćstu menn og ţarf ađeins jafntefli til ađ tryggja sigurinn. Hann mćtir raunar stigahćsta keppandanum, Braga Ţorfinnssyni, í áttundu umferđ sem fram fer á morgun. Ţá fćst svar viđ ţeirri spurningu hvort skákţingiđ vinnist međ fullu húsi, sem gerđist síđast fyrir 25 árum og var ţar ađ verki Vestfirđingurinn Guđmundur Gíslason. Stađa efstu manna fyrir lokasprettinn:

1. Stefán Bergsson 7 v (af 7), 2.-10. Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Ţorvarđur Ólafsson, Bragi Halldórsson, Lenka Ptacnikova, Einar Hjalti Jensson, Bragi Ţorfinnsson, Júlíus Friđjónsson og Dagur Ragnarsson 5 v.

Í 6. umferđ vann Stefán snaggaralegan sigur á Hrafni Loftssyni:

Hrafn Loftsson – Stefán Bergsson

Kóngsindversk vörn

1 d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bc1 Rc6 10. d5 Rd4!?

Ţessi peđsfórn virđist gefa góđ fćri ţó ađ algengara sé ađ víkja riddaranum undan til e7.

11. Rxd4 exd4 12. Dxd4 f5 13. Dd1 fxe4!

Međ hugmyndinni 14. Bxg4 Dh4! sem hótar biskupinum og máti á f2.

14. Rxe4 De7 15. f3 Bf5 16. O-O

GGN12D74E16. ... Rxh2!?

Freistandi, en gott var einnig 16. ... Bxe4, t.d. 17. fxg4 Be5! og hvíta kóngsstađan stenst ekki álagiđ.

17. Kxh2 Dh4+ 18. Kg1 Bxe4 19. fxe4 Hxf1+ 20. Kxf1 Hf8+ 21. Bf3 Dxe4 22. De2 Dh4 23. Df2?

Hann gat varist međ 23. De1!

23. ... Dxc4+ 24. Kg1 He8!

Međ vinningsstöđu!

25. Kh2 Bd4 26. Dd2 Be5+ 27. Kh3 Df1 28. Kg4 h5+ 29. Kh4 Dh1+ 30. Kg5 Kg7!

GGN12D74AKóngurinn rekur smiđshöggiđ á vel útfćrđa sókn.

31. Dd3 Bf6+ 32. Kf4 Dh4+ 33. g4 Dh2 mát.

 

 

Björgvin efstur í Stúkunni

Björgvin Jónsson vann Halldór Grétar Einarsson í fjórđu umferđ skákhátíđar MótX sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli og ţar er tefld ein skák í viku. Skákhátíđin dregur til sín flesta af sterkustu skákmönnum Íslands en í efsta flokki eru línur ađeins teknar ađ skýrast ţó ađ stór hluti keppenda hafi nýtt sér möguleika á ˝ vinnings yfirsetu, sumir oftar en einu sinni. Stađa efstu mann í A-flokki er ţessi: 1. Björgvin Jónsson 3˝ v. ( af 4 ) 2.–4. Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson 3 v. 

Sjötti sigur Magnúsar Carlsen í Wijk aan Zee

Fremsti skákmađur Hollendinga, Anish Giri, hefur um nokkurt skeiđ átt viđ sérkennilegan ímyndarvanda ađ stríđa. Mót eftir mót rigndi niđur jafnteflum í skákum hans. Svo dćmi sé tekiđ má nefna áskorendamótiđ í Moskvu sem fram fór fyrri part árs 2016 en ţar tefldi hann 14 skákir og ţeim lauk öllum međ jafntefli. Fyrir Tata Steel-mótiđ í Wijk aan Zee var honum ljóst ađ hann yrđi ađ reka af sér slyđruorđiđ. Niđurstađan varđ ţessi: 

1.-2. Giri og Magnús Carlsen 9 v. (af 13 ) 3.–4. Kramnik og Mamedyarov 8˝ v. 5.–6. Anand og So 8 v. 7. Karjakin 7˝ v. 8. Svidler 6 v. 9. Wei 5 ˝ v. 10.–11. Jones, Caruana og Matlakov 5 v. 13. Adhiban 3˝ v. 14. Hou Yifan 2˝ v.

Nú hefur veriđ er tekinn upp sá siđur í Wijk ađ tefla til úrslita verđi tveir eđa fleiri efstir og í tveim hrađskákum sem Magnús og Giri tefldu um sigurvegaratitilinn hafđi Norđmađurinn betur, 1˝:˝ , og vann ţar međ sinn sjötta sigur á ţessu merka móti.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. febrúar 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 210
 • Sl. sólarhring: 216
 • Sl. viku: 1666
 • Frá upphafi: 8656240

Annađ

 • Innlit í dag: 101
 • Innlit sl. viku: 868
 • Gestir í dag: 75
 • IP-tölur í dag: 71

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband