Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Bragi náđi lokaáfanganum ađ stórmeistaratitli

GFN12H8N1Međ ţví ađ vinna síđustu skák sína á opna alţjóđlega mótinu í Kragareyju í Noregi náđi Bragi Ţorfinnsson ţriđja og síđasta áfanga sínum ađ stórmeistaratitli. Ţá liggur fyrir ađ önnur skilyrđi eru uppfyllt, t.d. ţađ ađ hafa á einhverjum tímapunkti náđ yfir 2500 alţjóđleg elo-stigum. Hann hlaut 7 vinninga af níu mögulegum, varđ einn í 2. sćti á eftir norska stórmeistaranum John Ludwig Hammer sem kom í mark međ 7 ˝ vinning. Lykilsigrar Braga komu í fjórđu og fimmtu umferđ ţegar hann vann sćnska stórmeistarann Tiger Hillarp Persson og ţann norska, Espen Lie. Bragi lenti í krappri vörn gegn Tiger Hillarp og var međ tapađ tafl um tíma en ţađ reyndist Svíanum erfitt ađ finna lokahnykkinn og Braga tókst međ mikilli útsjónarsemi ađ sleppa međ kónginn inn fyrir víglínu Svíans:

Kragareyja 2018, 4. umferđ:

Tiger Hillarp Persson – Bragi Ţorfinnsson

GFN12H8MTŢegar hér er komiđ sögu er leiđ kóngsins til d5 alls ekki greiđ og eftir 56. d5! er svartur í mikilli máthćttu en getur samt varist međ 56... cxd5 57. c6! De8! Tiger sá mest af ţessu en valdi samt ađra útfćrslu:

56. Dh7+? Ke6 57. d5+ cxd5 58. Dxh5

Nú á hann ekki kost á ađ leika c-peđinu og Bragi opnar leiđ fyrir kónginn:

58. ... d4!

Gott var einnig 58. .. Hg8.

59. Dg6 De8 60. Dg7 Kd5!

Kóngurinn tekur á rás inn fyrir varnargirđinguna.

61. Db7 Kc4 62. Df3 Kxb4 63. h5 Dg8! 64. h6

Svíinn er búinn ađ missa ţráđinn. Eina vonin lá í ađ leika 64. e6!

64. ... Dc4+ 65. De2 Dc1+ 66. De1 Dxe1 67. Kxe1 Kc3 68. h7 Kc2 69. c6 d3 70. Bg5 b4!

GFN12H8MPFrípeđ hvíts mega sín lítils gegn peđum svarts, gegn hótuninni 71. ... b3 er engin vörn. Hvítur gafst upp.

 

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hófst á fimmtudaginn

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga hófst í Rimaskóla sl. fimmtudagskvöld međ keppni í efstu deild. Eftir fyrri hlutann náđi Víkingaklúbburinn sex vinninga á Íslandsmeistara Hugins og er fátt sem bendir til ţess sigri sveitarinnar verđi ógnađ ţar sem Víkingasveitin jók forskot sitt međ 6:2 sigri yfir Fjölni en á sama tíma gerđi Huginn jafntefli viđ TR, 4:4. Stađan ţegar ţrjár umferđir eru eftir: 1. Víkingaklúbburinn 43 v. (af 48) 2. Huginn 35 v. 3. Fjölnir 26 v. 4. SA 25 ˝ v. 5. TR 25 v. 6. TG 20 ˝ v. 7. Huginn (b-sveit) 20 v. 8. SA (b-sveit) 17 ˝ v. 9. KR 15 v. 10. Skákdeild Breiđabliks og Bolungarvíkur 12 ˝ v.

 

 

Fjórir efstir á skákhátíđ MótX

Fjórir skákmenn urđu jafnir og efstir á Skákhátíđ MótX sem lauk í Stúkunni á Kópavogsvelli sl. ţriđjudagskvöld. Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Viktor Gunnarsson hlutu allir 5 vinninga af sjö mögulegum. Alls hófu 27 skákmeistarar keppni í A-flokknum og var teflt einu sinni í viku, alls sjö umferđir. Leyfđar voru ţrjár ˝ vinnings yfirsetur en ţess má geta ađ elstu keppendur mótsins Jóhann, Jón L. og Benedikt Jónasson nýttu sér aldrei ţann rétt.

 

Í B-flokki urđu jafnir og efstir ţeir Siguringi Sigurjónsson og Hilmir Freyr Heimisson međ 5 ˝ vinning af sjö mögulegum. Ţeir tryggja sér ţátttökurétt í A-flokki á nćsta ári. Í 3. sćti varđ Aron Thor Mai međ 5 vinninga.

Í flokki hvítra hrafna ţar sem keppendur voru sex talsins sigrađi Júlíus Friđjónsson, hlaut 3 ˝ vinning úr fimm skákum.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. mars 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 2
 • Sl. sólarhring: 89
 • Sl. viku: 715
 • Frá upphafi: 8660922

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 369
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband