Færsluflokkur: Spil og leikir
5.8.2014 | 18:23
Hjörvar Steinn gengur í raðir Huginsmanna

Frami Hjörvars á skáksviðinu hefur verið skjótur og hann hefur áorkað miklu þrátt fyrir ungan aldur. Meðal helstu afreka hans má nefna margfaldan Íslandsmeistartitil u-20 ára. Þá sætti það tíðindum þegar Hjörvar keppti í landsliðsflokki Íslandsmótsins aðeins 14 ára að aldri, yngstur íslenskra skákmanna til að takast á við þá erfiðu áskorun. Jafnframt var hann næst yngstur allra til að tefla í fylkingarbrjósti fyrir Íslands hönd í fjölþjóðlegri keppni landsliða, en hann tefldi nokkrar skákir á 1. borði í Evrópukeppni landsliða árið 2011. Hjörvar var útnefndur stórmeistari í skák í lok síðast árs.
Hermann Aðalsteinsson, formaður Hugins:
Við fögnum inngöngu Hjörvars í okkar raðir og hlökkum til að njóta atfylgis hans, bæði sem öflugs skákmanns og ekki síður sem góðs og skemmtilegs félaga. Ljóst er að með komu Hjörvars er sterkri stoð rennt undir framtíð Hugins meðal fremstu skákfélaga á landinu.
Stjórn og liðsmenn Hugins bjóða Hjörvar Stein Grétarsson velkominn í félagið.
5.8.2014 | 17:10
Tap gegn Svíþjóð og Venesúela
Íslenska liðið í opnum flokki tapaði fyrir liði Svíþjóðar með minnsta mun í fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins í Tromsö í dag. Hannes Hlífar, Hjörvar Steinn og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli en Guðmundur Kjartansson tapaði. Kvennaliðið tapaði ½-3½ frá Venesúela. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerði jafntefli að aðrar töpuðu.
Aserar unnu Frakka á fyrsta borði og þegar þetta er ritað er staðan 1½-1½ í viðureign Kínverja og Rússa þar sem Grischuk er í nauðvörn gegn Ding Liren á öðru borði. Norðmenn eru að blanda sér í toppbaráttuna en þeir unnu Pólverja.
Það vakti gríðarlega athygli í dag þegar skákkona frá Tógó tapaði aðeins í þremur leikjum fyrir skákkona frá Simbabve. Skákin tefldist: 1. e4 g5 2. d4 f6 3. Dh5#. Væntanlega stysta teflda sigurskák í sögu Ólympíuskákmótanna.
Nánari fréttir í kvöld.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2014 | 12:58
Dagur 5 - Höfum ekki tapað fyrir Svíum í hálfa öld.
Tapið gegn Serbum var svekkjandi í gær. Úlitið var afar gott um tíma og jafnvel stefndi í sigur. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson, sem báðir gerðu jafntefli, höfðu unnið tafl á vissum tímapunktum. Hjörvar Steinn Grétarsson var seigur að halda jafntefli en Þröstur Þórhallsson tapaði sinni skák. Stelpurnar unnu hins vegar öruggan 4-0 sigur á sveit IPAC (fjölþjóðleg sveit fatlaðra). Andstæðingar dagsins eru Svíar og Venesúela. Heldur hallar á okkur báðum megin stigalega séð.
Gærdagurinn
Á ólympíuskákmótum tefla fjölþjóðlegar sveitir fatlaðra, blindra og sjónskerta og heyrnarskerta. Rímar vel við einkunnarorð skákarinnar, Gens Una Sumus - við erum ein fjölskylda. Sigur stelpnanna var mjög öruggur og Tinna Kristín og Elsa María sínar skákir mjög hratt og örugglega. Hallgerður Helga og Lenka þurftu að hafa meira fyrir hlutunum.
Tap strákanna var svekkjandi því útlitið var mun betra. Úrslitin eru engu að síður ekkert óeðlileg miðað við stigamun sveitanna.
Garry Kasparov, kom og horfði á lokaátökin hjá strákunum. Hann heilsaði þar sérstaklega upp á Jón L. Árnason, liðsstjóra liðsins. Jón varð heimsmeistari sautján ára og yngri árið 1977 en þá varð Kasparov að sætta sig við þriðja sætið. Garry horfði á skák Hannesar og hristi hausinn ógurlega. Skrýmslið með 1000 augun, eins og Miles kallaði hann, sá eitthvað sem ég sá ekki.
Höfum ekki tapað fyrir Svíum í rúma hálfa öld
Í dag mætum við Svíum - enn einu sinni. Þetta er í fimmtánda skipti sem það gerist. Heldur hallar á okkur. Við höfum unnið þá tvisvar, gert sex sinnum jafntefli og tapað sex sinnum. Í vinningum talið staðan er 23½-32½ okkur í óhag. Okkur hefur hins vegar gengið prýðilega gegn Svíum á síðustu Ólympíuskákmótum og höfum ýmist unnið þá eða gert jafntefli.
Í síðustu tvö skipti hefur farið jafntefli. Það voru árin 2010 og 2004. Í Khanty 2010 vann Bragi Þorfinnsson engan annan en Nils Grandelius á þriðja borði. Nils teflir nú á fyrsta borði fyrir Svía.
Í Mallorca 2004 var ég liðsstjóri. Þá vann Bragi enn á sína skák - að þessu sinni gegn núverandi liðsstjóra Svía, Stellan Brynell. Árið 2000 lögðum við þá svo 3-1. Þá tefldu Hannes, Helgi, Þröstur og Stefán Kristjánsson fyrir Íslands hönd gegn Svíum.
Mér sýnist að við þurfum að fara aftur til ársins 1962 til að finna tap gegn Svíum. Þá gerðu Friðrik Ólafsson og Arinbjörn Guðmundsson, sem er nú nýlátinn, jafntefli.
Stelpurnar hafa teflt þrívegis Venesúela. Við höfum unnið tvisvar (1978 og 1982) en töpuðum illa í Ístanbul 2012, ½-3½. Elsa gerði þá jafntefli.
Heldur hallar á okkur báðum megin sé miðað við skákstig - sérstaklega í kvennaflokknum.
Toppbaráttan
Ellefu sveitir hafa enn fullt hús stiga í opnum flokki. Þar á meðal eru Frakkar, sem unnu Ólympíumeistara Armena, Serbar og Rússar sem unnu Makedónía 4-0.
Helstu viðureignir dagsins eru Frakkland-Aserbaídsjan og Rússland-Kína.
Í kvennaflokknum eru Íranar efstir - eitthvað sem kemur verulega á óvart.
Norðmenn, sem unnu Svartfellinga, eru efstir Norðurlandanna með 5 stig. Magnus Carlsen vann stórmeistarann Nikola Djukic í gær. Flest hin Norðurlandaliðin hafa 4 stig eins og Íslendingar.
Sama má segja um kvennaflokkinn. Þar eru norsku stelpurnar efstar með 5 stig. Íslendingar hafa 4 stig ásamt fleir Norðurlandaliðum.
FIDE-kosningar
Garry Kasparov hélt blaðamannafund í gær. Lesa má ítarlega um hann á Chess.com. Sem fyrr kvartar hann yfir óheiðarlegum vinnubrögðum FIDE og hefur sjálfsagt eitthvað til síns máls. Verði munurinn í kosningum lítill kann hann að áfrýja úrslitunum til íþróttadómstólins í Sviss.
FIDE-þingið hefst formlega í dag með ýmiss konar vinnufundum og sæki ég t.d. einn slíkan kl. 15 í dag. FIDE-fulltrúarnir streyma að strax er maðurinn farinn að sjá fólk skiptast í hópa. Það fer t.d. ekki framhjá að mér að einstaka forystumenn FIDE horfa framhjá mér eins og ég sé ekki til. Virðist trufla viðkomandi mjög að Ísland hafi lýst opinberlega stuðningi við Kasparov. Langflestir láta samt slíkt ekki trufla sig - enda erum við ein fjölskylda burtséð frá því hvar menn standa.
Góðar aðstæður
Afar góðar aðstæður eru í Tromsö. Teflt er gamalli bruggverksmiðju rétt við sjávarmálið. Einhver keppandi lét svo um mælt að góður andi væri í húsinu! Var þá spurt um hæl; vínandi?
Vel fer um Íslendinganna sem láta bjartar sumarnætur, ferskt sjávarloft, skipsflautur og mávagarg engin áhrif á sig fá!
Gunnar BjörnssonSpil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2014 | 08:05
Andstæðingar dagsins: Svíar og Venesúela
Fjórða umferð Ólympíuskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 12. Andstæðingar dagsins eru Svíar í opnum flokki og Venesúela í kvennaflokki. Báðar íslensku sveitirnar eru eilítið lakari á pappírnum.
Svíþjóð - Ísland
Þröstur hvílir í dag. Svíar eru stigahærri á öllum borðum.
Bo. | 34 | Sweden (SWE) | Rtg | - | 43 | Iceland (ISL) | Rtg | 0 : 0 |
29.1 | GM | Grandelius, Nils | 2571 | - | GM | Stefansson, Hannes | 2536 | |
29.2 | GM | Agrest, Evgenij | 2595 | - | GM | Gretarsson, Hjorvar Steinn | 2543 | |
29.3 | GM | Hillarp Persson, Tiger | 2549 | - | IM | Kjartansson, Gudmundur | 2448 | |
29.4 | GM | Tikkanen, Hans | 2559 | - | GM | Olafsson, Helgi | 2555 |
Venesúela-Ísland
Tinna hvílir hjá stelpunum. Lenka er stigahærri á fyrsta borði en við erum stigalægri á öðrum borðum.
Bo. | 49 | Venezuela (VEN) | Rtg | - | 64 | Iceland (ISL) | Rtg | 0 : 0 |
29.1 | IM | Sanchez Castillo, Sarai Carolinar | 2207 | - | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2273 | |
29.2 | WFM | Gutierrez Salazar, Leonela | 2096 | - | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1982 | ||
29.3 | WIM | Montilla, Jorcerys | 2118 | - | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1862 | ||
29.4 | WIM | Varela La Madrid, Tilsia Carolin | 2008 | - | Kristinardottir, Elsa Maria | 1839 |
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2014 | 07:56
Símon og Sverrir sigraðu á Unglingalandsmóti UMFÍ
Keppni í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki lauk í fyrradag. Alls voru 46 keppendur skráðir til leiks en nokkru færri mættu til keppni í eldri flokki, þ.e. keppendur 15-18 ára. Þar voru aðeins 6 keppendur mættir og tefldu allir við alla. Tefldar voru 6 umferðir eftir svissnesku kerfi í yngri flokknum, þar sem 26 keppendur mættu til leiks en í báðum flokkum höfðu keppendur 10 mínútna umhugsunartíma.
Öruggur sigurvegari í eldri flokki var Akureyringurinn Símon Þórhallsson sem sigraði alla sína andstæðinga. Í öðru sæti var Emil Draupnir Baldursson USAH með 4 vinninga og Sigurður Ingi Hjartarson UMSS þriðji með 3 vinninga. Aðrir keppendur voru Magnea Helga Guðmundsdóttir UMSE, Þórarinn Þórarinsson ÍH og Arnór Stefánsson ÍH.
Alls mættu 27 keppendur í yngri flokk og var keppnin afar spennandi. Að loknum 6 umferðum var niðurstaðan sú að fjórir keppendur voru eftir og jafnir með 5 vinninga. Varð því að grípa til stigaútreiknings til að skera úr um sigurvegara. Niðurstaðan varð sú að í fyrsta sæti varð Sverrir Hákonarson UMSK (21,5 stig). Í öðru sæti Aron Birkir Guðmundsson HSK (18,5 stig) og í þriðja sæti Heiðar Óli Guðmundsson HSK (17,5 stig). Brynjar Bjarkason varð í fjórða sæti (16,5 stig). Í 5-8. sæti urðu Hákon Ingi Rafnsson UMSS, Snædís Birna Árnadóttir ÍBR, Emil Draupnir Baldursson USAH og Magnús Hólm Freysson UMSS en þau fengu öll 4 vinninga. Í 9.-13. sæti urðu Halldór Jökull Ólafsson UMF Hrafnaflóka, Eiríkur Þór Björnsson USAH, Benedikt Fadel Farak HSK, Eyþór Ingólfsson HSÞ og Anton Breki Viktorsson með 3 ½ vinning. Í 14.-16.sæti urðu Kristján Davíð Björnsson HSÞ, Haraldur Árni Sigurðsson ÍH, Þorvarður Hjaltason ÍH með 3 vinninga. Aðrir keppendur voru Helga Dís Magnúsdóttir UMSE, Sunna Þórhallsdóttir Akureyri, Þórunn Harpa Garðarsdóttir Fjölni, Bergþór Bjarkason ÍH, Haraldur Elís Gíslason ÍH, Óðinn Smári Albertsson UMSS, Arnar Steinn Hafsteinsson, Hrannar Snær Magnússon UMSE, Kristinn Hugi Arnarson UMSK, Natalía Sól Jóhannsdóttir HSÞ og Jósavin Arason HSÞ.
Það var Skákfélag Sauðárkróks sem stóð fyrir mótshaldinu.
4.8.2014 | 20:51
Stórsigur gegn IPCA - svekkjandi tap gegn Serbum
Íslenska kvennaliðið vann stórsigur, 4-0, á IPCA, sem er fjölþjóðleg sveit hreyfihamlaðra. Liðið í opnum flokki tapaði 1½-2½. Svekkjandi úrslit því stöður íslenska liðsins litu afar vel út um tíma. Hannes Hlífar og Helgi Ólafsson, sem báðir gerðu jafntefli, höfðu báðir unnið tafl um tíma. Hjörvar Steinn Grétarsson var seigur að halda jafntefli en Þröstur Þórhallsson tapaði sinni skák.
Sigur stelpnanna var mjög öruggur og Tinna Kristín og Elsa María sínar skákir mjög hratt og örugglega. Hallgerður Helga og Lenka þurftu að hafa meira fyrir hlutunum en örugga sigra.
Á morgun tefla liðið í opnum flokki við sveit Svía en stelpurnar mæta sveit Venesúela.
Ellefu sveitir hafa enn fullt hús stiga. Þar á meðal eru Frakkar, sem unnu Ólympíumeistara Armena, Serbar og Rússar sem unnu Makedónía 4-0.
Norðmenn, sem unnu Svartfellinga, eru efstir Norðurlandanna með 5 stig. Magnus Carlsen vann stórmeistarann Nikola Djukic.
Meðal viðureigna dagsins á morgun má nefna Frakkland-Aserbaídsjan og Rússland-Kína.
Í kvennaflokknum eru Íranar efstir - eitthvað sem kemur verulega á óvart.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar
- Chess-Results (opinn flokkur)
- Chess-Results (kvennaflokkur)
- Myndaalbúm (Facebook)
Spil og leikir | Breytt 5.8.2014 kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2014 | 13:23
Dagur 4: Teflum fyrir ofan Rússa
Strákarnir náðu góðum úrslitum í gær þar sem góður 3-1 sigur vannst á þéttri sveit Íra sem eru orðnir mun sterkari en þeir voru hér áður fyrr. Stelpurnar mættu hins vegar ofurefli þegar þær töpuðu ½-3½ fyrir Kúbu. Í dag tefla strákarnir við Serba. Teflum fyrir ofan Rússanna. Þegar ég benti á það svöruðu Helgi og Jón L. um hæl "Bara eins og í gamla daga".
Steflpurnar tefla við sveit ICPA (fjölþjóðleg sveit fatlaðra). Allt gengur sinn vanagang og mótshaldarar virðast hafa leyst útistandandi hnökra.
Viðureignir gærdagsins
Ekki leit það vel út í byrjun gegn Írunum því Hannes lék klaufalega af sér peði strax í upphafi skákarinnar og ljóst að hann yrði að berjast fyrir lífi sínu og íslenska sveitin jafnvel fyrir jafntefli.
Smá saman skánaði útlitið. Helgi vann fremur öruggan sigur á fjórða borði og Þröstur snéri svo á andstæðing sinn í framhaldinu. Hannes hélt svo jafntefli! Í skák Guðmundar bauð andstæðingur hans jafntefli eftir 22 leik sem má ekki. Honum var ekki refsað fyrir það enda héld ég þetta hafi verið mistök. Skák Gumma var síðust til að klárast en henni lauk með jafntefli. Góður 3-1 sigur og staðan nú 8-0 gegn Írum á Ólympíumótum!
Írarnir eru á sama hóteli og ég. Sá þá niður í lobbýi í gærkveldi. Voru þeir að stúdera? Nei þeir voru að spila Kotru!
Það var ljóst að það yrði erfitt hjá stelpunum í gær. Og það varð. Þær töpuðu hver á fætur annarri á 2.-4. borði á meðan Lenka gerði öruggt jafntefli. ½-3½ staðreynd. Ekki óeðlileg úrslit miðað við mikinn styrkleikmun.
Toppbaráttan
Eins og gengur vinna sterkstu liðin almennt þau slakari. Á því eru þó undantekningar. Frode Urkedal, sem nýlega vann Skáking Noregs og teflir á efsta borði í b-sveit Noregs vann Vassily Ivanchuk. Og Norðmennirnir náðu 2-2 jafntefli sem er magnað en Úkraínusveitin er svo næststigahæsta hér á eftir Rússum. Urkedal hefði kannski átt fremur heima í a-sveitinni en æfingarlitlir menn á neðstu borðunum þar.
A-sveit Noregs er hins vegar að hiksta. Hún vann Jemen með minnsta mun í 1. umferð og gerðu jafntefli gegn Finnum í þeirri annarri. Ætli þeir að hanga í toppbaráttunni verða þeir að gera betur.
Ég met að það sé mikilvægt fyrir Ísland að Norðmönnum gangi vel - það eykur líkurnar á komu Carlsen á EM 2015!
Ísland er skráð í 31. sæti og efst Norðurlandanna sem stendur.
Umferð dagsins
Íslenska sveitin mætir sveit Serba í dag. Við erum stigahærri á fjórða borði (Helgi Ól) en stigalægri á hinum þremur. Jafntefli 2-2 eru ástættanleg úrslit í dag. Gummi hvílir.
Við höfum aldrei mætt Serbum á Ólympíuskákmóti en við mættum þeim á EM taflfélaga 2011 í Porto Carras og töpuðum þá með minnsta mun. Bragi Þorfinnsson vann þar góðan sigur á Branko Damljanović.
Stelpurnar tefla við fjölþjóðlega sveit ICPA (sveit fatlaðra). Stelpurnar eru stigahærri á öllum borðum og ættu að vinna sigur í dag. Jóhanna hvílir.
Toppviðureignir
Í dag má segja að mótið byrji fyrir alvöru. Á fyrsta borði mætast t.d. Ólympíumeistarar Armena og Frakkar, sem eru með þriðju sterkustu sveitina hér. Bandaríkjamenn, loks komnir með Nakamura í liðið eftir að hann missti af flugi til Tromsö, mæta Hollendingum og Þjóðverjar mæta Englendingum.
Rússar tefla við Makedóníu og Norðmenn tefla við Svartfellinga.
Zero-tolerance.
Zero-tolerence reglan olli smá vandræðum í gær. Palestínufólkið mætti u.þ.b. mínútu of seint og tapaði öllum sínum skákum. Sama átti um ellefu ára stelpu frá Rúanda sem brast í gær þegar hún áttaði sig á þessu. Beliavsky tapaði einnig en hann virtist ekki hafa áttað sig á umferðin hæfist kl. 14 en kl. 15.
Tek undir með Peter Doggers á Chess.com sem segir:
In an Olympiad, where 75% of the participants are amateurs having a two-week chess holiday, the zero-tolerance rule is completely misplaced.
Yfirdómarinn Takis reynir sitt besta til að koma í veg fyrir þetta og sjái hann keppendur vera koma í salinn lengir hann ræðurnar. En hann verður að fylgja reglunum eins og öðrum - þótt þær kunni að vera rangar.
Góð stemming er í hópnum. Bærinn er skemmtilegur og andrúmslegt gott. Máfarnir fljúga eftir enda erum við höfina. Talaði við Lars Schandorff áðan sem er sammála mér að þetta sé mjög gott Ólympíuskákmót - mun betra en t.d. í Istanbul í fyrra.
4.8.2014 | 08:02
Viðureignir dagsins
Þá liggur fyrir uppstilling dagsins. Guðmundur Kjartansson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hvíla í dag.
Ísland-Serbía
Bo. | 43 | Iceland (ISL) | Rtg | - | 29 | Serbia (SRB) | Rtg | 0 : 0 |
8.1 | GM | Stefansson, Hannes | 2536 | - | GM | Ivanisevic, Ivan | 2613 | |
8.2 | GM | Gretarsson, Hjorvar Steinn | 2543 | - | GM | Perunovic, Milos | 2602 | |
8.3 | GM | Thorhallsson, Throstur | 2426 | - | GM | Sedlak, Nikola | 2554 | |
8.4 | GM | Olafsson, Helgi | 2555 | - | GM | Indjic, Aleksandar | 2539 |
Ísland - IPCA
Bo. | 64 | Iceland (ISL) | Rtg | - | 81 | IPCA (IPCA) | Rtg | 0 : 0 |
50.1 | WGM | Ptacnikova, Lenka | 2273 | - | WIM | Melnik, Galina | 2017 | |
50.2 | Thorsteinsdottir, Hallgerdur | 1982 | - | Kurochkina, Elena | 1797 | |||
50.3 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1915 | - | WIM | Kaydanovich, Marina | 1851 | ||
50.4 | Kristinardottir, Elsa Maria | 1839 | - | Konkolova, Nikola | 1481 |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2014 | 00:14
Ólympíumótið í Tromsö - Fyrstu umferðir
Undirritaður var spenntari við brottför til Tromsö aðfararnótt föstudagsins heldur en 21 árs stelpa í H&M með platinum kreditkort. Stefnan semsagt á Ólympíumótið í skák og verður að viðurkennast að það hefur alltaf verið draumur að komast á þetta mót. Það eru allir sammála um að þetta er toppurinn, hér mæta bestu skákmenn heims í slagtogi við skákmenn af öllum getustigum frá löndum sem sumir hafa ekki einu sinni heyrt um!
Ferðalagið til Tromsö gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig og þurftu nokkrir flughræddir liðsmenn ekki að sprauta sig með hestadeyfilyfinu sem var tiltækt. Flugin voru reyndar tvö þar sem Tromsö er í töluverðri fjarlægð frá Osló og þaðan þurfi að taka um 2ja tíma flug einnig. Biðin á milli var um 1,5 tími en allt gekk vel og án áfalla.
Þegar komið var til Tromsö var tekið vel á móti okkur og fyrstu vísbendingar um nokkuð gott skipulag mótsins. Á flugvellinum biðu sjálfboðaliðar til að taka við liðsmönnum þess lands sem þeim hafði verið úthlutað og tók hin fagra snót Lin við okkur og fylgdi okkur út í rútu og gaf okkur góðar leiðbeiningar um hvert skyldi fara, hvar borða o.s.frv.
Ekki er hægt að fara lengra án þess að minnast á 5-aur ferðinnar (so far) en hann kom í rútunni og Tinna Kristín átti heiðurinn af honum!
Allt gekk þetta mjög hratt og þegar komið var á hótelið fengum við herbergin nánast á nóinu og hægt var að kíkja umsvifalaust á Radisson Blu hótelið þar sem liðin voru staðfest og við fengum afhent auðkenniskortin okkar auk gjafapoka þar sem ýmislegt var að finna svosem forláta vatnsflösku (munaðarvara víðsvegar í heiminum!), kort af bænum, gríðarlega glæsilegan mótsbækling/blað og forláta nælu mótsins.
Hlaðborð var tekið fyrsta kvöldið áður en setningarathöfnin fór fram og maturinn lofar mjög góðu og ljóst að undirritaður mun svoleiðis úða í sig laxi alla helgina en hann er gríðarlega gómsætur hjá þeim norsku. Eini gallinn við matinn er eins og annarsstaðar hið stórkostlega verðlag en reiða þarf fram rétt tæpar eitt þúsund krónur til að fá sér Pepsi flösku með matnum!!
Margir í hópnum fóru svo á setningarathöfn mótsins en hún var vel heppnuð og að mörgu leiti skemmtilegri en margir þorðu að vona. Auðvitað er alltaf þvingað að koma með klisjukennd þjóðleg atriði en aldrei er hægt að segja að manni hafi leiðst. Annars gat tónlist spiluð af Hekla Stålstrenger náttúrulega aldrei klikkað!
Setningarathöfnin var öll sýnd í norska sjónvarpinu og meira að segja endurtekin síðar um kvöldið. Mótinu er gerð gríðarlega góð skil í norskum fjölmiðlum og engu um það logið að Norðmenn eru gríðarlega spenntir fyrir mótinu og algjör skáksprengja að eiga sér stað hér í Noregi.
Jens Hjorth borgarstjóri sá að mestu um setningarathöfnina en ásamt tónlistaratriðum kom norska liðið upp á sviðið þar sem mest var talað við Magnus Carlsen en einnig tók Kjetil Lie að sé að "jinxa" all hressilega skák sína sem fram fór daginn eftir. Einnig flutti Kirsan ávarp ehn það verður að teljast hinn furðulegasti fýr og óskiljanlegt hvað hann hefur hangið lengi við völd. Vonandi nær Kasparov að skáka honum í kosningunum....talandi um það. Bærinn er nánast undirlagðu af auglýsingaspjöldum, skiltum og fánum þar sem framboð Kasparovs er auglýst. Það er greinilega öllu tjaldað til!
Búð fyrir dónakalla...fyrir þá sem ekki vita hvað dónakall er þá bendi ég á eftirfarandi myndband til skýringar:
Liðsmenn Tanzaníu að tefla á útitaflinu. Það mátti eitthvað bæta tæknina i hróksendataflinu en innlifunin og einbeitingin var gríðarlega einlæg!
Búinn að finna hárgreiðslustofu hárgreiðslustofanna hér í Tromsö!
Í fyrstu umferð á laugardeginum áttu bæði lið nokkuð náðugan dag. Við í kvennaliðinu áttum "rematch" frá því í Istanbul gegn Namibíu en þær voru með tvæ í liðinu sem voru einnig síðast. Þær eru ennþá allar stigalausar og töpuðu allar mjög auðveldlega nema fyrsta borðið sem náði að láta Hallgerði aðeins hafa fyrir hlutunum á fyrsta borði þó úrslitin hafi alltaf verið nokkuð ljós. Ótrúlegt reyndar að fá sömu pörun tvö mót í röð og í bæði skiptin klúðrast beina útsendingin þannig að nöfnin víxluðust!
Karlaliðið átti einnig góðan og slysalausan dag gegn Eþíópíu og því tveir 4-0 sigrar í hús.
Þar sem fyrsta umferðin var frekar náðug notaði undirritaður tímann til að skoða sig vel um í salnum. Virkilega gaman að sjá öll þessi þjóðlönd samankomin og fólk frá löndum sem maður mun aldrei heimsækja og því alveg hreint mögnuð lifsreynsla. Ekki skemmir fyrir að geta labbað um skáksalinn og séð kunnugleg andlit nánast allsstaðar. Á staðnum eru skákdómararnir Don Robert Lagerman, Steinþór Baldursson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Guðmundur Sverrir Þór og Omar Salama.
Sem fyrr rekst maður á kunnuleg andlit út um allt og ekki laust við að það sé kominn verkur í "spaðann" af öllum handaböndunum. Meistarar eins og Predrag Nikolic, Ivan Sokolov, Lorin D'Costa, Robin Van Kampen, Eric Hansen, Kveinys, Doggers, Fiona...semagt endalaust af Íslandsvinum enda ekki liítið af fólki sem hefur komið á Reykjavik Open og fleiri mót í gegnum tíðina.
Í annarri umferð sem fram fór í dag (þegar þessi orð eru rituð) gátum við Jón L minna fylgst með liðinu þar sem við erum á svokölluðu FIDE Trainer námskeiði en slíkt er skylda. Líkt og í öðrum íþróttagreinum er ekki lengur leyfilegt að vera þjálfari nema hafa tilskilin réttindi. Meðan því er komið í gagnið er boðið upp á námskeið meðan á mótinu stendur til að ganga frá því.
Námskeiðið verður einnig næstu þrjá daga og því eitthvað minna sem hægt verður að fylgjast með liðunum. Við Jón vorum þó með tölvu og gátum fylgast með gengi okkar fólks í beinni útsendingu á netinu. Við fengum fínar kennslubækur (ekki hægt að kaupa neinsstaðar) og þeir sem þekkja mig vita að mér leiðast ekkert bækurnar!
Jæja...klukkan orðin margt hér og svosem litlu við þetta að bæta.....en ég ætla nú samt að gera það. Við semsagt töpuðum í dag í kvennaliðinu 3,5-0,5 og mótið að byrja nánast nákvæmlega eins og ÓL 2012 í Istanbul. Við fáum einnig svipaðan andstæing og þá nú í 3. umferð og vonandi verði úrslitin svipuð en við unnum 3-1 gegn Wales 2012. Við fáum lið IPCA sem er lið fatlaðra skákmanna "héðan og þaðan"
Of snemmt er að dæma um formið á liðinu en heilt yfir hefur taflmennskan verið nokkuð góð og kannski hægt að lesa aðeins meira í hvað stelpurnar ætla sér í næstu 2-3 umferðum.
Karlaliðið vann góðan sigur á Írlandi sem er líklegast með sitt sterkasta lið frá upphafi. Á morgun eru það sterkir Serbar. Jón Loftur er með nokkuð þægilegt vandamál að þurfa að velja á milli manna sem allir hafa byrjað nokkuð vel og mórallinn í liðinu flottur.
Framboð Kasparovs gaf í dag (og á morgun) nokkuð veglega gjöf til allra keppenda en allir keppendur fá bók eftir Kasparov og bol með "The Boss" framaná.
Jæja....gamli ætlaði í háttinn en verð að ljúka þessu með því að minnast á fótboltann. Ipatov minntist á það við mig og Hjörvar að spilaður hafi verið fótbolti hér á hverju kvöldi af skákmönnum (margir komu nokkrum dögum á undan okkur). Við höfum síðustu tvö kvöld slegist í hópinn og tekið þátt í bolta. Í honum hafa verið margir sterkir skákmenn eins og Carlsen, Vachier-Lagrave, Salgado Lopez, Cheaprinov og auðtivað Alexander "Beefcake" Ipatov.
Lofa ekki alveg þessari lengd á öllum pistlum en reyni að skrifa þegar tími gefst en hann er því miður alltof lítill ;-)
Góðar stundir,
Ingvar Þór Jóhannesson
P.S. Allar skoðanir og einkahúmor endurspegla ekki á nokkurn hátt ritstjórastefnu Skak.is og þeir sem hafa kvartanir geta sent þær til gleymdu@hugmyndinni.is
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2014 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Liðtækur liðsstjóri

Skáklistin verður vonandi í aðalhlutverki. Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sem skipa 1. og 2. borð íslensku sveitarinnar í Tromsö hafa verið að undirbúa sig með taflmennsku á mótum í Andorra og Tékklandi. Eftir fimm umferðir í Andorra hefur Hjörvar Steinn hlotið 4 ½ vinning og er í toppbaráttunni. Hannes Hlífar er meðal keppenda á opna tékkneska meistaramótinu í Pardubice og er með 4 vinninga af 6 mögulegum. Systkinin Björn Hólm, Bárður Örn og Freyja Birkisdóttir gerðu sér einnig ferð til Tékklands og tefla í neðri styrkeikaflokki og hafa staðið sig frábærlega vel, Björn og Bárður voru báðir með 5 vinninga af sex mögulegum.
Athyglin að íslenska liðinu sem teflir á Ólympíumótinu hefur ekki síst beinst að liðsstjóranum Jóni L. Árnasyni sem fékk boð um starfið sl. vor og sló til. Hann var síðast liðsmaður Íslands á Ólympíumótinu í Moskvu fyrir 20 árum og hafði þá teflt á níu Ólympíumótum því að hann kom fyrst í liðið í Buenos Aires árið 1978.
Jón var alltaf góður liðsmaður og vann marga mikilvæga sigra og í baráttu sem við háðum reglulega við Sovétríkin hélt hann alltaf sínum hlut. Sennilega hafa Englendingar hugsað honum þegjandi þörfina þegar hann lagði með tilþrifum John Nunn og síðan Michael Adams á mótunum 1990 og ´92. Jón var ekki búinn að gleyma óförunum í Dubai 1986. Þar náði hann reyndar að jafna gamla reikninga við eitt mesta efni sem komið hafði fram í Indónesíu. Ekki er úr vegi að virða fyrir sér takta liðsstjórans frá því móti:
OL í Dubai 1986:
Jón L. Árnason - Utut Adianto (Indónesíu)
Caro - Kann
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. f4
Sjaldséð afbrigði en gott til síns brúks.
7.... e6 8. Rf3 Bd6
Lítil reynsla var komin á leið Jóns þegar skákin var tefld en 8.... Rd7 virðist traustara.
9. Re5 Bxe5 10. fxe5 Re7 11. h5 Bh7 12. c3 c5 13. Dg4 Hg8 14. Bc4 cxd4 15. O-O!
Teflt í gömlum og góðum gambít-stíl. Svartur þarf nú að reikna með hótuninni -Hxf7.
15. ... Dc7 16. b3! dxc3 17. Ba3 Rbc6
Houdini" leggur til 17.... c2 og telur að svartur geti haldið í horfinu. En nú kemur fórn sem Jón hafði undirbúið svo vel.
18. Hxf7! Dxe5
Eða 18.... Kxf7 19. Dxe6+ Ke8 20. Df7+ Kd8 21. Hd1+ Kc8 22. De6+ Kb8 23. Hd7 og vinnur.
19. Bxe6 c2 20. Haf1 Bd3 21. Bd7+ Kd8 22. Bxc6!
- og Adianto gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Laugardagsmogganum, 26. júlí 2014
Spil og leikir | Breytt 27.7.2014 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 24
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 8779148
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar