Leita í fréttum mbl.is

Dagur 5 - Höfum ekki tapađ fyrir Svíum í hálfa öld.

P1020191Tapiđ gegn Serbum var svekkjandi í gćr. Úlitiđ var afar gott um tíma og jafnvel stefndi í sigur. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson, sem báđir gerđu jafntefli, höfđu unniđ tafl á vissum tímapunktum. Hjörvar Steinn Grétarsson var seigur ađ halda jafntefli en Ţröstur Ţórhallsson tapađi sinni skák. Stelpurnar unnu hins vegar öruggan 4-0 sigur á sveit IPAC (fjölţjóđleg sveit fatlađra). Andstćđingar dagsins eru Svíar og Venesúela. Heldur hallar á okkur báđum megin stigalega séđ.

Gćrdagurinn

Á ólympíuskákmótum tefla fjölţjóđlegar sveitir fatlađra, blindra og sjónskerta og heyrnarskerta. P1020207Rímar vel viđ einkunnarorđ skákarinnar, Gens Una Sumus - viđ erum ein fjölskylda. Sigur stelpnanna var mjög öruggur og Tinna Kristín og Elsa María sínar skákir mjög hratt og örugglega. Hallgerđur Helga og Lenka ţurftu ađ hafa meira fyrir hlutunum.

Tap strákanna var svekkjandi ţví útlitiđ var mun betra. Úrslitin eru engu ađ síđur ekkert óeđlileg miđađ viđ stigamun sveitanna.

Garry Kasparov, kom og horfđi á lokaátökin hjá strákunum. Hann heilsađi ţar sérstaklega upp á Jón L. Árnason, liđsstjóra liđsins. Jón varđ heimsmeistari sautján ára og yngri áriđ 1977 en ţá varđ Kasparov ađ sćtta sig viđ ţriđja sćtiđ. Garry horfđi á skák Hannesar og hristi hausinn ógurlega. Skrýmsliđ međ 1000 augun, eins og Miles kallađi hann, sá eitthvađ sem ég sá ekki.

Höfum ekki tapađ fyrir Svíum í rúma hálfa öld

P1020196Í dag mćtum viđ Svíum - enn einu sinni. Ţetta er í fimmtánda skipti sem ţađ gerist. Heldur hallar á okkur. Viđ höfum unniđ ţá tvisvar, gert sex sinnum jafntefli og tapađ sex sinnum.  Í vinningum taliđ stađan er 23˝-32˝ okkur í óhag. Okkur hefur hins vegar gengiđ prýđilega gegn Svíum á síđustu Ólympíuskákmótum og höfum ýmist unniđ ţá eđa gert jafntefli.

Í síđustu tvö skipti hefur fariđ jafntefli.  Ţađ voru árin 2010 og 2004. Í Khanty 2010 vann Bragi Ţorfinnsson engan annan en Nils Grandelius á ţriđja borđi. Nils teflir nú á fyrsta borđi fyrir Svía.

Í Mallorca 2004 var ég liđsstjóri. Ţá vann Bragi enn á sína skák - ađ ţessu sinni gegn núverandi liđsstjóra Svía, Stellan Brynell.   Áriđ 2000 lögđum viđ ţá svo 3-1. Ţá tefldu Hannes, Helgi, Ţröstur og Stefán Kristjánsson fyrir Íslands hönd gegn Svíum.

Mér sýnist ađ viđ ţurfum ađ fara aftur til ársins 1962 til ađ finna tap gegn Svíum. Ţá gerđu Friđrik Ólafsson og Arinbjörn Guđmundsson, sem er nú nýlátinn, jafntefli.

Stelpurnar hafa teflt ţrívegis Venesúela. Viđ höfum unniđ tvisvar (1978 og 1982) en töpuđum illa í Ístanbul 2012, ˝-3˝. Elsa gerđi ţá jafntefli.

Heldur hallar á okkur báđum megin sé miđađ viđ skákstig - sérstaklega í kvennaflokknum.

Toppbaráttan

Ellefu sveitir hafa enn fullt hús stiga í opnum flokki. Ţar á međal eru Frakkar, sem unnu P1020189Ólympíumeistara Armena, Serbar og Rússar sem unnu Makedónía 4-0.

Helstu viđureignir dagsins eru Frakkland-Aserbaídsjan og Rússland-Kína.

Í kvennaflokknum eru Íranar efstir - eitthvađ sem kemur verulega á óvart. 

Norđmenn, sem unnu Svartfellinga, eru efstir Norđurlandanna međ 5 stig. Magnus Carlsen vann stórmeistarann Nikola Djukic í gćr. Flest hin Norđurlandaliđin hafa 4 stig eins og Íslendingar.

Sama má segja um kvennaflokkinn. Ţar eru norsku stelpurnar efstar međ 5 stig. Íslendingar hafa 4 stig ásamt fleir Norđurlandaliđum.

FIDE-kosningar

Garry Kasparov hélt blađamannafund í gćr. Lesa má ítarlega um hann á Chess.com. Sem fyrr kvartar hann yfir óheiđarlegum vinnubrögđum FIDE og hefur sjálfsagt eitthvađ til síns máls. Verđi munurinn í kosningum lítill kann hann ađ áfrýja úrslitunum til íţróttadómstólins í Sviss.

P1020211FIDE-ţingiđ hefst formlega í dag međ ýmiss konar vinnufundum og sćki ég t.d. einn slíkan kl. 15 í dag. FIDE-fulltrúarnir streyma ađ strax er mađurinn farinn ađ sjá fólk skiptast í hópa. Ţađ fer t.d. ekki framhjá ađ mér ađ einstaka forystumenn FIDE horfa framhjá mér eins og ég sé ekki til. Virđist trufla viđkomandi mjög ađ Ísland hafi lýst opinberlega stuđningi viđ Kasparov. Langflestir láta samt slíkt ekki trufla sig - enda erum viđ ein fjölskylda burtséđ frá ţví hvar menn standa.

Góđar ađstćđur

Afar góđar ađstćđur eru í Tromsö. Teflt er gamalli bruggverksmiđju rétt viđ sjávarmáliđ. Einhver keppandi lét svo um mćlt ađ góđur andi vćri í húsinu! Var ţá spurt um hćl; vínandi? LoL

Vel fer um Íslendinganna sem láta bjartar sumarnćtur, ferskt sjávarloft, skipsflautur og mávagarg engin áhrif á sig fá!

Gunnar Björnsson

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 8765179

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband