Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Liđtćkur liđsstjóri

Jón L. Árnason stórmeistari verđur međal keppenda á Skákhátíđ á Ströndum 2013. Jón var í sigursćlasta landsliđi Íslands fyrr og síđar, ásamt Helga Ólafssyni og Margeiri Péturssyni.Mikil spenna hefur einkennt ađdraganda Ólympíumótsins í Tromsö en um tíma ţurftu mótshaldarar ţar ađ starfa undir hótunum frá FIDE vegna reglugerđarbrota rússneska skáksambandsins sem alltof seint tilkynnti liđ sitt í kvennaflokknum. Norđmennirnir leystu máliđ međ ţví ađ samţykkja breytingarnar. Í kosningunum til forseta FIDE gćtir greinilegrar pólitískrar slagsíđu. Ţar takast á ţrásetumađurinn Kirsan Iljumzinhov, forseti frá 1995, rćkilega studdur af stjórninni í Kreml, og Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari. Hnútukast milli norska framkvćmdarađilans og FIDE er sennilega ađeins reykurinn af ţeim réttum sem fram verđa bornir í Noregi. Íslenska skáksambandiđ hefur haldiđ sér til hlés í ţessum átökum en styđur frambođ Kasparovs. Mikillar spennu gćtir einnig vegna frétta af Gaza-svćđinu. Uppákomur í samhengi viđ ţau mál og ýmis önnur ţyrftu ekki ađ koma á óvart.

Skáklistin verđur vonandi í ađalhlutverki. Ţeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson sem skipa 1. og 2. borđ íslensku sveitarinnar í Tromsö hafa veriđ ađ undirbúa sig međ taflmennsku á mótum í Andorra og Tékklandi. Eftir fimm umferđir í Andorra hefur Hjörvar Steinn hlotiđ 4 ˝ vinning og er í toppbaráttunni. Hannes Hlífar er međal keppenda á opna tékkneska meistaramótinu í Pardubice og er međ 4 vinninga af 6 mögulegum. Systkinin Björn Hólm, Bárđur Örn og Freyja Birkisdóttir gerđu sér einnig ferđ til Tékklands og tefla í neđri styrkeikaflokki og hafa stađiđ sig frábćrlega vel, Björn og Bárđur voru báđir međ 5 vinninga af sex mögulegum.

Athyglin ađ íslenska liđinu sem teflir á Ólympíumótinu hefur ekki síst beinst ađ liđsstjóranum Jóni L. Árnasyni sem fékk bođ um starfiđ sl. vor og sló til. Hann var síđast liđsmađur Íslands á Ólympíumótinu í Moskvu fyrir 20 árum og hafđi ţá teflt á níu Ólympíumótum ţví ađ hann kom fyrst í liđiđ í Buenos Aires áriđ 1978.

Jón var alltaf góđur liđsmađur og vann marga mikilvćga sigra og í baráttu sem viđ háđum reglulega viđ Sovétríkin hélt hann alltaf sínum hlut. Sennilega hafa Englendingar hugsađ honum ţegjandi ţörfina ţegar hann lagđi međ tilţrifum John Nunn og síđan Michael Adams á mótunum 1990 og ´92. Jón var ekki búinn ađ gleyma óförunum í Dubai 1986. Ţar náđi hann reyndar ađ jafna gamla reikninga viđ eitt mesta efni sem komiđ hafđi fram í Indónesíu. Ekki er úr vegi ađ virđa fyrir sér takta liđsstjórans frá ţví móti:

OL í Dubai 1986:

Jón L. Árnason - Utut Adianto (Indónesíu)

Caro - Kann

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. f4

Sjaldséđ afbrigđi en gott til síns brúks.

7.... e6 8. Rf3 Bd6

Lítil reynsla var komin á leiđ Jóns ţegar skákin var tefld en 8.... Rd7 virđist traustara.

9. Re5 Bxe5 10. fxe5 Re7 11. h5 Bh7 12. c3 c5 13. Dg4 Hg8 14. Bc4 cxd4 15. O-O!

Teflt í gömlum og góđum gambít-stíl. Svartur ţarf nú ađ reikna međ hótuninni -Hxf7.

15. ... Dc7 16. b3! dxc3 17. Ba3 Rbc6

„Houdini" leggur til 17.... c2 og telur ađ svartur geti haldiđ í horfinu. En nú kemur fórn sem Jón hafđi undirbúiđ svo vel.

18. Hxf7! Dxe5

Eđa 18.... Kxf7 19. Dxe6+ Ke8 20. Df7+ Kd8 21. Hd1+ Kc8 22. De6+ Kb8 23. Hd7 og vinnur.

19. Bxe6 c2 20. Haf1 Bd3 21. Bd7+ Kd8 22. Bxc6!

- og Adianto gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 26. júlí 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 8764830

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband