Leita í fréttum mbl.is

Ólympíumótið í Tromsö - Fyrstu umferðir

Undirritaður var spenntari við brottför til Tromsö aðfararnótt föstudagsins heldur en 21 árs stelpa í H&M með platinum kreditkort. Stefnan semsagt á Ólympíumótið í skák og verður að viðurkennast að það hefur alltaf verið draumur að komast á þetta mót. Það eru allir sammála um að þetta er toppurinn, hér mæta bestu skákmenn heims í slagtogi við skákmenn af öllum getustigum frá löndum sem sumir hafa ekki einu sinni heyrt um!

Ferðalagið til Tromsö gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig og þurftu nokkrir flughræddir liðsmenn ekki að sprauta sig með hestadeyfilyfinu sem var tiltækt. Flugin voru reyndar tvö þar sem Tromsö er í töluverðri fjarlægð frá Osló og þaðan þurfi að taka um 2ja tíma flug einnig. Biðin á milli var um 1,5 tími en allt gekk vel og án áfalla.

Þegar komið var til Tromsö var tekið vel á móti okkur og fyrstu vísbendingar um nokkuð gott skipulag mótsins. Á flugvellinum biðu sjálfboðaliðar til að taka við liðsmönnum þess lands sem þeim hafði verið úthlutað og tók hin fagra snót Lin við okkur og fylgdi okkur út í rútu og gaf okkur góðar leiðbeiningar um hvert skyldi fara, hvar borða o.s.frv.

Ekki er hægt að fara lengra án þess að minnast á 5-aur ferðinnar (so far) en hann kom í rútunni og Tinna Kristín átti heiðurinn af honum!

 


 Allt gekk þetta mjög hratt og þegar komið var á hótelið fengum við herbergin nánast á nóinu og hægt var að kíkja umsvifalaust á Radisson Blu hótelið þar sem liðin voru staðfest og við fengum afhent auðkenniskortin okkar auk gjafapoka þar sem ýmislegt var að finna svosem forláta vatnsflösku (munaðarvara víðsvegar í heiminum!), kort af bænum, gríðarlega glæsilegan mótsbækling/blað og forláta nælu mótsins.

 

20140803_203148.jpg

 

Hlaðborð var tekið fyrsta kvöldið áður en setningarathöfnin fór fram og maturinn lofar mjög góðu og ljóst að undirritaður mun svoleiðis úða í sig laxi alla helgina en hann er gríðarlega gómsætur hjá þeim norsku. Eini gallinn við matinn er eins og annarsstaðar hið stórkostlega verðlag en reiða þarf fram rétt tæpar eitt þúsund krónur til að fá sér Pepsi flösku með matnum!!

Hjörvar og Ingvar á leið á setningu Margir í hópnum fóru svo á setningarathöfn mótsins en hún var vel heppnuð og að mörgu leiti skemmtilegri en margir þorðu að vona. Auðvitað er alltaf þvingað að koma með klisjukennd þjóðleg atriði en aldrei er hægt að segja að manni hafi leiðst. Annars gat tónlist spiluð af Hekla Stålstrenger náttúrulega aldrei klikkað!

Setningarathöfnin var öll sýnd í norska sjónvarpinu og meira að segja endurtekin síðar um kvöldið. Mótinu er gerð gríðarlega góð skil í norskum fjölmiðlum og engu um það logið að Norðmenn eru gríðarlega spenntir fyrir mótinu og algjör skáksprengja að eiga sér stað hér í Noregi.

Jens Hjorth borgarstjóri sá að mestu um setningarathöfnina en ásamt tónlistaratriðum kom norska liðið upp á sviðið þar sem mest var talað við Magnus Carlsen en einnig tók Kjetil Lie að sé að "jinxa" all hressilega skák sína sem fram fór daginn eftir. Einnig flutti Kirsan ávarp ehn það verður að teljast hinn furðulegasti fýr og óskiljanlegt hvað hann hefur hangið lengi við völd. Vonandi nær Kasparov að skáka honum í kosningunum....talandi um það. Bærinn er nánast undirlagðu af auglýsingaspjöldum, skiltum og fánum þar sem framboð Kasparovs er auglýst. Það er greinilega öllu tjaldað til!

 

Magnus Carlsen á sviðinu
 
Einnig voru á opnunarhátíðinni öll liðin lesin upp og keppendur/forráðamenn þess lands beðnir um að standa upp og fagna. Við Hjörvar sátum saman tvær öðrum megin í salnum  Ég tók nú eitthvað af þessu upp á myndband þó gæðin séu ekkert til að hrópa húrra fyrir:
 

 
Þegar við Hjörvar vorum að labba út af setningarathöfninni horfði einn keppenda á mig af forvitni og kom svo og spurði hvort ég væri Ingvar Johannesson! Sá var frá Saudi-Arabíu og ber nafnið Hassan Al Mutairi. Hann sagðist mikill aðdáandi myndbanda undirritaðs á netinu og eftir að hafa kynnt sig fyrir mér hvíslaði vinur hans að honum "Zibbit??".  Tóku þeir svo báðir "selfie" með skák-celebinu sjálfu :-)  Helvíti gaman að þessu og ekki eitthvað sem ég átti von á frá Saudi-Arabíu! Mutairi sagðist einmitt tefla London systemið út af myndböndum undiritaðs á netinu og að sjálfsögðu var það mætt á borðið þegar ég labbaði framhjá Saudunumí fyrstu umferð daginn eftir!
 
Þegar á hótelið var komið tók við stutt skoðunarferð hjá undirrituðum þar sem m.a. var rekist á eftirfarandi:
 
20140801_213104.jpg

 

Búð fyrir dónakalla...fyrir þá sem ekki vita hvað dónakall er þá bendi ég á eftirfarandi myndband til skýringar:

 Liðsmenn Tanzaníu að tefla á útitaflinu. Það mátti eitthvað bæta tæknina i hróksendataflinu en innlifunin og einbeitingin var gríðarlega einlæg!

 

20140801_214532.jpg

 


 Búinn að finna hárgreiðslustofu hárgreiðslustofanna hér í Tromsö!

20140801_215627.jpg


 Í fyrstu umferð á laugardeginum áttu bæði lið nokkuð náðugan dag. Við í kvennaliðinu áttum "rematch" frá því í Istanbul gegn Namibíu en þær voru með tvæ í liðinu sem voru einnig síðast. Þær eru ennþá allar stigalausar og töpuðu allar mjög auðveldlega nema fyrsta borðið sem náði að láta Hallgerði aðeins hafa fyrir hlutunum á fyrsta borði þó úrslitin hafi alltaf verið nokkuð ljós. Ótrúlegt reyndar að fá sömu pörun tvö mót í röð og í bæði skiptin klúðrast beina útsendingin þannig að nöfnin víxluðust!

Karlaliðið átti einnig góðan og slysalausan dag gegn Eþíópíu og því tveir 4-0 sigrar í hús.

 

20140802_130952.jpg

 

Þar sem fyrsta umferðin var frekar náðug notaði undirritaður tímann til að skoða sig vel um í salnum. Virkilega gaman að sjá öll þessi þjóðlönd samankomin og fólk frá löndum sem maður mun aldrei heimsækja og því alveg hreint mögnuð lifsreynsla. Ekki skemmir fyrir að geta labbað um skáksalinn og séð kunnugleg andlit nánast allsstaðar. Á staðnum eru skákdómararnir Don Robert Lagerman, Steinþór Baldursson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Guðmundur Sverrir Þór og Omar Salama.

Sem fyrr rekst maður á kunnuleg andlit út um allt og ekki laust við að það sé kominn verkur í "spaðann" af öllum handaböndunum. Meistarar eins og Predrag Nikolic, Ivan Sokolov, Lorin D'Costa, Robin Van Kampen, Eric Hansen, Kveinys, Doggers, Fiona...semagt endalaust af Íslandsvinum enda ekki liítið af fólki sem hefur komið á Reykjavik Open og fleiri mót í gegnum tíðina.

Í annarri umferð sem fram fór í dag (þegar þessi orð eru rituð) gátum við Jón L minna fylgst með liðinu þar sem við erum á svokölluðu FIDE Trainer námskeiði en slíkt er skylda. Líkt og í öðrum íþróttagreinum er ekki lengur leyfilegt að vera þjálfari nema hafa tilskilin réttindi. Meðan því er komið í gagnið er boðið upp á námskeið meðan á mótinu stendur til að ganga frá því.

Námskeiðið verður einnig næstu þrjá daga og því eitthvað minna sem hægt verður að fylgjast með liðunum. Við Jón vorum þó með tölvu og gátum fylgast með gengi okkar fólks í beinni útsendingu á netinu. Við fengum fínar kennslubækur (ekki hægt að kaupa neinsstaðar) og þeir sem þekkja mig vita að mér leiðast ekkert bækurnar!

 

20140804_010239.jpg

 

Jæja...klukkan orðin margt hér og svosem litlu við þetta að bæta.....en ég ætla nú samt að gera það. Við semsagt töpuðum í dag í kvennaliðinu 3,5-0,5 og mótið að byrja nánast nákvæmlega eins og ÓL 2012 í Istanbul. Við fáum einnig svipaðan andstæing og þá nú í 3. umferð og vonandi verði úrslitin svipuð en við unnum 3-1 gegn Wales 2012. Við fáum lið IPCA sem er lið fatlaðra skákmanna "héðan og þaðan"

Of snemmt er að dæma um formið á liðinu en heilt yfir hefur taflmennskan verið nokkuð góð og kannski hægt að lesa aðeins meira í hvað stelpurnar ætla sér í næstu 2-3 umferðum.

Karlaliðið vann góðan sigur á Írlandi sem er líklegast með sitt sterkasta lið frá upphafi. Á morgun eru það sterkir Serbar.  Jón Loftur er með nokkuð þægilegt vandamál að þurfa að velja á milli manna sem allir hafa byrjað nokkuð vel og mórallinn í liðinu flottur.

Framboð Kasparovs gaf í dag (og á morgun) nokkuð veglega gjöf til allra keppenda en allir keppendur fá bók eftir Kasparov og bol með "The Boss" framaná.

20140804_010329.jpg

 
Jæja....gamli ætlaði í háttinn en verð að ljúka þessu með því að minnast á fótboltann. Ipatov minntist á það við mig og Hjörvar að spilaður hafi verið fótbolti hér á hverju kvöldi af skákmönnum (margir komu nokkrum dögum á undan okkur). Við höfum síðustu tvö kvöld slegist í hópinn og tekið þátt í bolta. Í honum hafa verið margir sterkir skákmenn eins og Carlsen, Vachier-Lagrave, Salgado Lopez, Cheaprinov og auðtivað Alexander "Beefcake" Ipatov.

 

Á leið í bolta með MVL og fleirum

 

 

Laumumydataka af MC

 


 Lofa ekki alveg þessari lengd á öllum pistlum en reyni að skrifa þegar tími gefst en hann er því miður alltof lítill ;-)

 Góðar stundir,

 Ingvar Þór Jóhannesson

P.S. Allar skoðanir og einkahúmor endurspegla ekki á nokkurn hátt ritstjórastefnu Skak.is og þeir sem hafa kvartanir geta sent þær til gleymdu@hugmyndinni.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins snilld Ingvar. Þetta fylgir nafninu. Keep up the good work.

Geir Waage (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764814

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband