Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2011

70% nemenda í Flúđaskóla tók ţátt í skákmóti

Mikil ţátttaka var í Halldórsmótinu í skák sem fram fór í Flúđaskóla 22. mars.  Um 70% nemenda úr 3 - 10. bekk tóku ţátt. Úrslitin voru mjög spennandi í yngri flokki ţar sem ţrír efstu keppendurnir voru međ jafn marga vinninga, grípa ţurfti til sérstakra útreikninga til ţess ađ skera úr um 1. - 3. sćti.

Verđlaunahafar:

Úrslit í 3. - 7. bekk

  • 1. Einar Trausti Svansson 7. bekk
  • 2. Filip Jan Jozefic 5. bekk
  • 3. Halldór Fjalar Helgason 5. bekk
Úrslit í 8. - 10. bekk
  • 1. Ţórmundur Smári Hilmarsson 10. bekk
  • 2. Alex Ţór Flosason 9. bekk
  • 3. Björgvin Viđar Jónsson 9.bekk
Sjá nánar á heimasíđu Flúđaskóla

Stórmót í Lautinni í gćr

TSkákmót i Lautinni 041uttugu ţátttakendur skráđu sig til leiks á hrađskákmóti í Laut, athvarfi fyrir fólk međ geđraskanir á Akureyri, ţar sem Rauđi kross Íslands kemur m.a. ađ rekstrinum. Mótiđ var haldiđ kl. 17:30 í gćr enda hafđi Gođamađurinn og prestur ţeirra Húsvíkinga, Sighvatur Karlsson, bođađ komu sína og efnilegra pilta um ţađ leytiđ.

Lautargengiđ hafđi fengiđ ţá Smára Ólafsson frá Skákfélagi Akureyrar og Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar til samstarfs og úr varđ stórskemmtilegt mót sem var öllum sem ađ ţví komu til háborinnar fyrirmyndar!

Hópur frá unglingaherdeild Skákfélags Akureyrar mćtti og áhugamenn í Laut - sem ekki eru vanir klukkustressi - tóku alls ósmeykir ţátt og stóđu sig frábćrlega. Tefldar voru sex umferđir međSkákmót i Lautinni 027 sjö mínútna umhugsunartíma.

Smári stjórnađi mótinu af mikilli fagmennsku. Fagmennskan réđ einning ríkjum í eldhúsinu ţar sem nýbakađ - a la Helga og Fanney Dóra - var framboriđ í pásunni og orkuţörfinni svarađ.

Skáksamband Íslands og Eymundsson á Akureyri sáu til ţess ađ allir ţátttakendur fengju vinninga.

Tveir allra efnilegustu Akureyringarnir, Mikael Jóhann Karlsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson börđust um sigurinn ţar sem Mikael vann međ fullu húsi. Jón var međ fimm og Smári, Logi Jónsson og Hjörtur Snćr Jónsson komu međ fjóra. Skákstjórinn dćmdi sjálfan sig umsvifalaust í fimmta sćti og Logi tók ţriđja sćtiđ eftir stigaútreikning.

Nokkrir áhugamenn úr Lautinni ćtla ađ mćta galvaskir á mót hjá Skákfélagi Akureyrar á morgun, fimmtudag, gera sitt besta og lćra af meistunum. Skákvikan endar svo međ litlu "innanfélagsmóti" á föstudag.

Úrslit:

  • 6 v.   Mikael Jóhann Karlsson
  • 5.      Jón Kristinn Ţorgeirsson
  • 4.      Logi Jónsson
  • 4.      Hjörtur Snćr Jónsson
  • 4.      Smári Ólafsson
  • 3,5.   Páll Jónsson, Arnar Valgeirsson og Snorri Hallgrímsson
  • 3 v.   Hlynur Viđarsson, Stefán Júlíusson og Valur Einarsson.

         Ađrir komu svo í humátt ţar á eftir.

 

Myndaalbúm

 


Elsa, Jón og Vigfús efst á hrađkvöldi

Elsa María Kristínardóttir, Jón Úlfljótsson og Vigfús Ó. Vigfússon urđu efst og jöfn međ 6 vinninga á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 21. mars sl. Ţau fengu öll 6 vinninga í sjö skákum og voru einnig jöfn á stigum. Ţá var Björgvin Kristbergsson fengin til ađ draga út sigurvegarann og hann dró Vigfús sem dró svo Jón Úlfljótsson út í happdrćttinu, ţannig ađ ţađ náđist svona 2/3 af réttlćti sigurvegaranna.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  • 1.   Vigfús Ó. Vigfússon                  6v
  • 2.   Elsa María Kristínardóttir           6v
  • 3.   Jón Úlfljótsson                          6v
  • 4.   Dawid Kolka                             4v
  • 5.   Björgvin Kristbergsson             3v
  • 6.   Jóhann Bernhard Jóhannsson  2v
  • 7.   Pétur Jóhannesson                  1v
  • 8.    Ástţór Árni Ingólfsson             1v

Rammislagur: Riddarinn lagđi Ása

IMG 1659

Hin árlega viđureign klúbba eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu ĆSA OG RIDDARA fór fram í ÁSGARĐI, félagsheimili FEB í Stangarhyl í gćr, ţriđjudaginn 22. mars. Ţetta var í 11 sinn sem slík keppni er haldin og hefur Riddarinn oftast fariđ međ sigur af hólmi.

Breiđfylkingar klúbbanna áttust nú viđ á 21 borđi og var keppt í ţremur 7 manna riđlum, allir viđ alla í hverjum riđli.  Alls tóku 50 öldungar ţátt í ţessum mikla darrađardansi og varđ af mikiđ hark ţegar fylkingunum laust saman og ekki laust viđ ađ nokkur ásmegin svifi á menn, einkum Ćsi og loft varđ lćviblandiđ mjög.  Riddararnir náđu ţó skjótt vopnum sínum og guldu ţá heimamenn mikiđ afhrođ  einkum í B- og C-riđli.. 

Úrslit ţessa mikla Rammaslags urđu ţau ađ Riddarinn fór međ glćstan sigur af hólmi vann viđureigina í heild međ 98 vinningum gegn 49.  Ćsir sigruđu ţó naumlega í A-riđli međ 26 v. gegn 23, ţar skiptu ađeins 2 skákir sköpum. Riddarinn vann B-riđilinn međ fáheyrđum yfirburđum 41 vinningi gegn 8 og C-riđilinn sömuleiđis međ 34 vinningum gegn 15.  IMG 1620

Borđaverđlaun í A-fl. Hlutu ţeir Björn Ţorsteinsson og Magnús Sólmundarson, Ćsum, međ 7v. af 7 og Egill Ţórđarson úr röđum Riddarans međ 5 v. af 7;  í B-fl. Gísli Sigurhansson, Ćsum, međ 3.5; og Friđgeir K. Hólm og Björn Víkingur Ţórđarson úr hópi Riddara, međ 6.5 af 7; I C-fl. ţeir Kristinn Bjarnason og Jón Steinn Elíasson, Riddaranum, sömuleiđis međ 6.5 v. af 7 og Hálfdán Hermannsson međ 3.5 v af 5 úr röđum Ćsa í Ásgarđi.

A-liđ ĆSA var ţannig skipađ: Björn Ţorsteinsson; Jóhann Örn Sigurjónsson; Magnús Sólmundarson; Gunnar Kr. Gunnarsson; Ţór Valtýsson; Valdimar Ásmundsson og Ţorsteinn Guđlaugsson.  A-liđ Riddarans skipuđu: Ingimar Jónsson; Sigurđur A. Herlufsen; Jón Ţ. Ţór; Magnús Gíslason; Egill Ţórđarson; Hilmar Viggósson og Guđfinnur R. Kjartansson.

Liđstjórar voru ţeir, Birgir Sigurđsson, formađur Ćsa og Einar S. Einarsson, formađur Riddarans ađ Strandbergi.  Finnur Kr. Finnsson var ađstođar- og eftirlitsdómari.

Myndaalbúm


Skákmót öđlinga hefst í kvöld

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12.  Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.  Skráning fer fram á heimasíđu TR.

Núverandi öđlingameistari er Bragi Halldórsson.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 23. mars kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
  • 3. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu.  Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ.  Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráning fer fram á heimasíđu TR.  Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér


Ađ loknu afar vel heppnuđu MP Reykjavíkurskákmóti

salur b2

Ţađ var ýmislegt sérstakt viđ MP Reykjavíkurskákmótiđ í ár.   Keppendur hafa aldrei veriđ fleiri, stórmeistarar hafa aldrei veriđ fleiri og erlendir gestir hafa aldrei veriđ fleiri.   Lykilorđiđ er fleiri!  Fjöldi vel heppnađa hliđarviđburđa setti svo svip á mótiđ.   Af 166 keppendum voru 67 innlendir og 99 erlendir.   Og stigahćkkun íslenskra skákmanna var umtalsvert en íslenskir keppendur hćkkuđu um alls 300 skákstig!   Íslendingar náđu hins vegar aldrei ađ blanda sér í toppbaráttuna.  Hannes var ţó í lok mótsins ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum.   Guđmundur Gíslason krćkti sér í sinn ţriđja áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.   Og mótiđ fékk mikla fjölmiđlaumfjöllun og má ţar nefna RÚV, Kastljósiđ, Morgunblađiđ, Fréttablađiđ og Viđskiptablađiđ.  

Fyrirkomulag

Sumir eru ţeirrar skođunar ađ mótiđ sé of opiđ.  Ţrátt fyrir opnun mótsins frá í fyrra er fjölgun vid bordidíslenskra skákmanna ađeins  um 16, ţ.e. úr 51 í 67.  Erlendu keppendunum fjölgađi hins vegar úr 53 í 99!   Og keppendurnir komu frá 30 löndum í stađinn fyrir 22.   Ađ mínu mati tókst ţví opnum mótsins fullkomlega og úr varđ mikil hátíđ.  Ađ loka mótinu aftur vćru ţví mistök.  Fjölgun erlendra gesta ţýđir ţađ ađ íslenskir skákmenn, hvar sem er í mótinu fá ađ tefla mun viđ mun fleiri erlenda andstćđinga en ella.  Auk ţess fylgja fleiri erlendum skákmönnum auknar tekjur sem er ákaflega mikilvćgt eigi mótiđ ađ verđa sjálfbćrt sem hlýtur ađ vera stefnan.        

Hins vegar gćtu veriđ ýmsir kostir í stöđinni.  Sú hugmynd hefur komiđ fram ađ stofna t.d. b-flokk.  Í a-flokki fengu íslenskir skákmenn međ t.d. 2300 eđa 2350 skákstig eđa meira ađ taka ţátt, erlendir skákmenn međ 2400 eđa meira og svo yrđu gerđar undanţágur fyrir konur og/eđa unglinga.   Ţessu fylgja kostir, ţ.e. mótiđ verđur áfangahćfara en líka ókostir.   Mótiđ verđur e.t.v. ekki jafnspennandi fyrir stigalćgri  íslenska skákmenn sem og erlenda gesti sem vilja tefla í sama móti og Luke McShane og Ivan Sokolov. 

Einnig hefur ţađ veriđ nefnt viđ mig ađ mótiđ sé of stutt til ađ fá hrein úrslit.  Ţađ er rétt.  Ţađ gćti veriđ möguleiki ađ lengja mótiđ í t.d. 10 eđa 11 umferđir.   Ţá yrđi úrslitin hreinni en ţví fylgja einnig ókostir.  Mótiđ tekur lengri tíma og gćti orđiđ minna ađlađandi fyrir innlenda og sérstaklega erlenda gesti.  

3ja stiga reglan er annar kostur.  Ţađ fćkkar jafnteflum og eykur baráttu.   En ţetta vćri róttćk breyting og ţurfti ađ hugsa gaumgćfilega.

Skákstađurinn í Ráđhúsinu er virkilega góđur og erlendu gestirnir mjög ánćgđur međ hann.  Auđvitađ fylgja honum vissir ókostir enda um ađ rćđa opinberan stađ og vinnustađ ađ auki.  En heilt yfir er ţessi skákstađur til mikillar fyrirmyndar og t.d. hćlir Ivan Sokolov honum mikiđ.  Ef hins vegar fjölgar enn gćti Ráđhúsiđ lent á endastöđ.  E.t.v. mćtti koma allt ađ 200 keppendum ţarna fyrir međ ţví t.d. ađ loka öđrum innganginum í salnum en lengra verđur ekki gengiđ.    Harpan gćti auđvitađ veriđ kostur. 

BarnablitzHliđarviđburđir

Fjöldi hliđarviđburđa einkenndu mótiđ.  Hliđarviđburđir voru ađ mestu leyti í umsjón Skákakademíu Reykjavíkur og Stefán Bergsson framkvćmdastjóra hennar.  

Ţar bar  einna hćst Deloitte Barna Blitz ţar sem áttust viđ átta af sterkustu krökkum Reykjavíkur.  Oliver Aron Jóhannesson kom sá og sigrađi.   Nánar um mótiđ hér

Deloitte stóđ einnig fyrir í samstarfi viđ SÍ einvígi á milli Sokolov og Helga Ólafssonar.  Sokolov sigrađi í afar skemmtilegu einvígi 3-1.  Nánar um einvígiđ hér.

Akademían stóđ fyrir Stelpuskákmóti.  Ţar kom Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og sigrađi međ glans og sló međal annars viđ Norđurlandameistaranum ChristinHelgi Ivan 2949a Andersen.  Nánar um mótiđ hér

Arnar Valgeirsson og félagar í Vin Open stóđu fyrir Vin Open.    Stefán Bergsson og Róbert Lagerman sigruđu á mótinu.  Nánar um mótiđ hér.

Sigurbjörn Björnsson stóđ fyrir Pöbb-kvissi í Hressingarskálanum.  Björn Ţorfinnsson og Stefán Bergsson unnu ţar en Ţjóđverjinn Jan Gustafsson ţótt býsna grunsamlega kumpánlegur viđ ţá félaga í miđri keppni.    Spurningar og svör má finna hér

Og blindskákarfjöltefli Miroshnichenko  viđ 10 skákmenn sem haldiđ var í samstarfi viđ MP banka gekk glimrandi vel.  Guđfríđur Lilja sigrađi meistarann en Hemmi Gunn tapađi.  Nánar um fjöltefliđ hér

fotbolti bOg svo var ţađ fótboltinn.  Íslendingar mćttu erlendu skákmönnum og höfđu sigur 6-4 í hörkuspennandi bolta ţar sem sumir ćstu sig meira en ađrir.  Í liđi erlendu skákmannanna voru Norđmenn og Ţjóđverjar fjölmennastir.  Nicolaj Getz reyndist ţar fremstur međal jafningja.

En skođum nú mótiđ sjálft.

Reykjavíkurskákmótiđ

Reykjavíkurskákmótiđ í ár var í raun og veru fjórfalt.   Mótiđ var minningarmót um Inga R. oliver aron verdlaunJóhannsson.  Var í ţví tilefni veitt sérstök verđlaun fyrir ţann skákmenn sem best stóđ sig í samanburđi viđ skákstig.  Áđurnefndur Oliver krćkti í ţau verđlaun sem dóttir Inga, Sigríđur Ingibjörg, veitti.   Mótiđ var svo Norđurlandamót í bćđi í opnum- og kvennaflokki.  Svo var mótiđ XXVI. Reykjavíkurskákmótiđ!

Sigurvegarar

Sex sigurvegarar urđu á mótinu.  Úkraínumennirnir Yuriy Kuzubov, Vladimir Baklan og Illya Nyzhnik, Bosníumađurinn Ivan Sokolov, Pólverjinn Kamil Miton og Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer.   Kuzubov var hćstur á stigum (tie break) enda á toppnum allan tímann.   Nyznhik er ađ sjálfsögđu langyngsti sigurvegari Reykjavíkurmótanna frá upphafi.  sigurvegarinnUpplýsingar um svo alla aukaverđlaunahafa má finna hér.

Norđurlandameistarar

Jon Ludvig Hammer varđ Norđurlandameistari.  Fyrsti Norđurlandameistari Norđmanna í heil 19 ár.  Sigur hans var fremur öruggur og aldrei í hćttu.  Um tíma voru jafnvel líkur á ţví ađ Hammer-inn yrđi einn efstur á mótinu en Miton hélt lakari stöđu í lokaumferđinni.  

Christin Andersen varđ Norđurlandameistari kvenna eftir harđa baráttu.  Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir máttu sćtta sig viđ skipt 3ja sćti en baráttan um NM-titil kvenna rćđst ađ mestu leyti hvernig Norđurlandakonunum gengur gekk körlum og ţar hafđi hammerinnChristin best ađ sinni.  

Íslendingar

Eins og áđur hefur komiđ fram tóku 67 íslenskir skákmenn í mótinu.  Ţeir hćkkuđu  um alls 301 skákstig eđa um 4,5 skákstig á mann.  Ţar fór Oliver Aron mikinn og hćkkađi um 81 stig!  Nćstir voru Dagur Ragnarsson (45), Nökkvi Sverrisson (39), Örn Leó Jóhannsson (35), Hrund Hauksdóttir (32), Birkir Karl Sigurđsson (29), Jón Árni Halldórsson og Guđmundur Gíslason (28), Bjarni Sćmundsson (26), Kristján Hreinsson (23), Dađi Ómarsson (22) og Kristófer Jóel Jóhannesson (21).  

efstu konurOg hvađan kemur ţetta 301 stig?  18 ţýskir skákmenn töpuđu 244 skákstigum, 8 hollenskir skákmenn töpuđu 192 skákstigum, 2 Kanadamenn töpuđu 52 skákstigum og 3 Finnar töpuđu 41 stigi.

Norđmönnum gekk einnig vel og 14 Norđmenn hćkkuđu um alls 73 stig og 4 Svíar hćkkađu um 46 stig.  Úkraínumönnum gekk einnig vel og hćkkuđu um 31 stig enda áttu ţeir 3 menn í efsta sćti. 

Hannes Hlífar Stefánsson fékk flesta vinninga íslensku skákmannanna eđa 6˝ vinning.    Bragi Ţorfinnsson og Guđmundur Gíslason fengu 6 vinninga.

Henrik Danielsen var hins vegar međ bestan árangur stigalega séđ, ţrátt fyrir 5˝ vinning, en DSC 2323árangur hans samsvarađi 2488 skákstigum.  Nćstir voru Hannes (2441), Bragi (2431), Guđmundur (2415), Björn Ţorfinnsson (2396), Jón Viktor (2381), Ţröstur Ţórhallsson (2347) og Sigurđur Dađi Sigfússon (2317).

Guđmundur Gíslason varđ efstur skákmanna međ minna en 2400 skákstig og Jón Árni Halldórsson fékk sömu verđlaun fyrir skákmenn međ minna en 2200 skákstig.  Báđir fengu ţeir 500$ í verđlaun.

Af ţeim fimm íslensku skákmönnum sem ţiggja stórmeistaralaun tóku fjórir ţátt í mótinu.  Ţrír stórmeistarar og eini íslenski kvennastórmeistarinn.  Allir lćkkuđu ţeir lítilsháttar á stigum.  Hannes um 6 stig en Henrik, Ţröstur og Lenka um 3 stig.   Héđinn Steingrímsson hćtti viđ ţátttöku í mótinu međ eins dags fyrirvara.

Fimm íslenskir alţjóđlegir meistarar tóku ţátt.   Fjórir ţeirra lćkkuđu á stigum.  Bragi var sá eini sem kom međ stigagróđa út úr mótinu en hann hćkkađi um 5 stig.  Björn tapađi 1 stigi, Guđmundur Kjartansson 2 stigum, Jón Viktor 4 stigum og Dagur Arngrímsson 17 stigum.  Hjörvar Steinn Grétarsson, sem hefur styrkleika alţjóđlegs meistara, lćkkađi um 20 skákstig.  

rvk open 2011 (12)Ţađ er ţví ljóst ađ okkar sterkustu skákmönnum gekk ekkert sérstaklega vel en minni spámönnunum gekk hins vegar vel.   Ţađ virđist líka vera ţannig ađ ţegar Hannes dregur ekki vagninn fyrir okkur ţá vantar ađ einhver annar taki ţađ ađ sér.

Og ţađ var gaman ađ gefa ungum og efnilegum skákmönnum eins og t.d. Vigni Vatnari og Nansý, sem eru ađeins 8 ára, sín fyrstu tćkifćri á móti mótanna.  

Áfangar

Fjórir áfangar náđust í hús.  Guđmundur Gíslason náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.  Ţađ gerđu einnig hin hvít-rússneska Anna Sharevich og Daninn Jacob Carstensen.   Emila Horn náđi alţjóđlegum áfanga kvenna.  Enginn annar íslenskur skákma´đur en Guđmundur var í raunhćfum áfangasénsum á mótinu. 

Erlendir gestir

Ýmsir eftirtektarverđir gestir tóku ţátt og ćtla ég ađ leyfa mér ađ nefna nokkra ţeirra sérstaklega. MG 3836  Frá Kanada komu tveir gestir.  Alţjóđlegi meistarinn Leon Piatsetski sem var afar ţakklátur fyrir gott mótshald og sendi mér eftirfarandi póst ađ loknu móti:

Sorry I didn't get to say goodbye after the closing ceremony. I just wanted to let you know that I enjoyed the tournament. Your group did a great job ! I liked the playing hall, the top board display and the site overlooking the pond. Perhaps we could have had a bit more space but then where would you fit in all the players !

I enjoyed the local smoked salmon and ate a few nice restaurants. My only complaint was the weather - next time please consult with higher authorities to moderate the temperatures :-)

Hinn Kanadamađurinn var Brad Willis en sá var af íslenskum ćttum og brá fyrir íslenskunni ţegar hann rćddi viđ mig!

Frá „Spáni" kom Jordi Agullo Herms.   Sá kom ađ tali viđ mig og Ríkharđ og sagđist vera Katalóni en ekki Spánverji.  Honum var útvegađ nýtt nafnspjald međ katalónska fánanum og var afar ţakklátur og lét taka af sér myndir međ réttu flaggi!

Frá Danmörku komu tveir skemmtilegir keppendur og vinir.  Jes Knudsen og Daniel Andersen.   Knudsen, sem ávallt var klćddur í rauđar buxur.  Ţeir voru „ligeglad" en sá fyrrnefndi er safnari og átti t.d. flestar íslenskar skákbćkur sem komiđ hafa út. 

McShane og SahlSá keppandi sem kom lengst ađ var Kai Jie Edward Lee frá Singapore.  13 strákur sem kom hingađ međ mömmu sinni.  Sá hafđi aldrei séđ snjó áđur og var ákaflegur ţakklátur fyrir veđriđ.   Mamma hans var himinlifandi međ mótiđ og í samtali viđ mig sagđi hún ţau stefna ađ ţví ađ koma aftur og vonandi međ fleiri keppendur frá Singapore.

Mér barst einnig bréf frá Luke McShane en ţar segir hann međal annars:

Thanks again for a very enjoyable tournament in Reykjavik. Personally, I'm really glad I got another opportunity to visit Iceland after so many years, and it's great to see the tournament getting tougher every year!

Ţakkir

Ég vil ţakka öllum ţeim sem komu ađ mótinu.  Reykjavíkurborg fyrir ađ hafa veriđ bakhjarl mótsins frá 1964 og án stuđnings frá borginni í gegnum tíđina, vćri ekkert Reykjavíkurmóti.  Bakhjarlar mótsins í ár MP banka og Deloitte gerđu svo gott mót enn betra.  

Og allir starfsmennirnir fá sérstakar ţakkir.  Skákstjórarnir Ríkharđur Sveinsson, Páll Sigurđsson, Ólafur S. Ásgrímsson, Rúnar Berg, Omar Salama og Haraldur Baldursson.

Kristján Örn Elíasson sem sá um tćknimál auk reyndar skákstjórnar og Halldór Grétar Einarsson sem einnig kom ađ tćknimálum sá um heimasíđuna og tefldi auk ţess á mótinu!

Helgi Ólafsson fyrir góđa grein um Inga R. Í mótsblađinu.

Mótsstjórnin, Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Róbert Lagerman, Björn Ţorfinnsson, Stefán Bergsson, Kristján Örn Elíasson, Helgi Árnason, Vigfús Ó. Vigfússon, Eiríkur Björnsson og Omar Salama.

Pétursson 3227a„Fjórmenningarklíkan", Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson sáu um skákskýringar. 

Ljósmyndararnir Calle Erlendson, Einar E. Einarsson, Helgi Árnason, Ţórir Benediktsson og Kristján Örn fá og sérstakar ţakkir.    Myndir frá mótinu voru víđa birtar og ţá sérstaklega í ChessBase.  Jón Gunnar Jónsson ţýddi svo fréttir af Skák.is og stađfćrđi og voru ţćr sendar víđa um heim. 

Paul Frigge og Patrekur Maron Magnússon slógu inn skákirnar og voru afskaplega snöggir ađ koma ţeim á vefinn. 

Hrafn Jökulsson reyndist ákaflega hugmyndaríkur og gott ađ leita til ţegar vantađi góđ ráđ og fćr sérstakar ţakkir.  

Ásdís Bragadóttir var sem klettur á skrifstofunni og ákaflega gott ađ leita til hennar.  

Ég hef örugglega gleymt einhverjum í ţessari upptalningu og biđst hér međ afsökunar á ţví.

Björnsson Gunnar 2629Svo er bara ađ einhenta sér í undirbúa XXVII Reykjavíkurskákmótiđ 2012!

Gunnar Björnsson


EM: Bragi međ jafntefli viđ Fressinet

BragiAlţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson byrjar vel á EM einstaklinga sem hófst í dag í Aix les Bains í Frakklandi.  Bragi gerđi jafntefli viđ franska stórmeistarann Laurent Fressinet (2693), sem er 11. stigahćsti keppandi mótsins.   Hannes Hlífar Stefánsson (2557) vann Ítalann Corrado Astengo (2119) en Lenka Ptácníková (2307) tapađi fyrir armenska stórmeistaranum Arman Pashikian (2642).  

Međal eftirtektarverđa úrslita má nefna ađ Fćreyingurinn Helgi Dam Ziska (2432) gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppandann Peter Svidler (2730).

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ ísraelska stórmeistarann Emil Sutovsky (2692), Bragi viđ tékkneska stórmeistarann Viktor Laznicka (2688) og Lenka viđ Frakkann Alain Koch (1985).  Skák Hannesar og Sutovsky verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 14.

Mótiđ er ćgisterkt.  Alls taka 400 skákmenn ţátt og ţar af 164 stórmeistarar, 65 alţjóđlegir meistarar og 4 stórmeistarar kvenna.  Íslendingar eiga ţarna flesta fulltrúa Norđurlandaţjóđa eđa 3 talsins en Danir og Norđmenn eiga 2 keppendur hvor ţjóđ og Svíar, Finnar og Fćreyingar einn hver ţjóđ.  Hannes er nr. 117 í stigaröđ keppenda, Bragi er nr. 209 og Lenka er nr. 249.

 


Amber: Aronian međ vinningsforskot á Carlsen

Aronian og Carlsen eru sem fyrr á allt öđru leveli en ađrir keppendur í Amber-mótinu.  Í dag vann Aronian Kramnik 1˝-˝ á međan Carlsen ţurfti ađ sćtta sig viđ 1-1 jafntefli gegn heimsmeistaranum, Anand.  Aronian hefur ţví vinnings forskot á Carlsen sem svo hefur 2˝ vinning á nćstu menn.  Tíunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun.

Stađa efstu manna (heild):
  • 1. Aronian 13 v.
  • 2. Carlsen 12 v.
  • 3.-5. Anand, Grischuk og Ivanchuk 9˝ v.
  • 6. Gashimov 9 v.

Efstu menn í blindskákinni:

  • 1. Aronian 7 v.
  • 2. Anand 5˝ v.
  • 3.-4.  Gashimov og Grischuk 5 v.

Efstu menn í atskákinni:

  • 1. Carlsen 7˝ v.
  • 2. Aronian 6 v.
  • 3. Ivanchuk 5˝ v.
Bent er á heimasíđu mótsins ţar sem skákirnar eru sýndar og skýrđar beint.  Taflfmennskan hefst kl. 13:30 á daginn. 

Ţetta er síđasta Amber-mótiđ og er einkar glćsilegt og sterkt ađ ţessu sinni en ţarna tefla menn atskákir og blindskákir.  Mótiđ er ţađ 20. í röđinni og sennilega ţađ sterkasta frá upphafi.  

Heimasíđa mótsins


Reykjavíkurmót grunnskólasveita

 

Reykjavíkurmót grunnskólanna í skák 2011 fer fram mánudaginn 4. apríl n.k. og hefst kl.17. Tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skák.  Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar sem og ţrjár efstu stúlknasveitirnar.  Hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt ađ senda fleiri en eina sveit til ţátttöku og skal ţá sterkasta sveitin nefnd A, sú nćststerkasta B, o.s.frv. Sigursveitin verđur Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2011 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Mótiđ hefst, sem áđur segir, kl.17 og lýkur um kl.20.   Verđlaunaafhending verđur strax ađ móti loknu.

Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Íţrótta- og tómstundasviđs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili T.R., Faxafeni 12, Reykjavík.

Mikilvćgt er ađ skólarnir sendi fylgdarmann međ sínu liđi, keppendum til halds og trausts. Ţátttaka tilkynnist til skrifstofu Íţrótta- og tómstundasviđs eđa á netfang: soffiap@itr.is einnig er hćgt ađ senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is  eigi síđar en kl 14 mánudaginn 4. apríl. Skráning í síma 411-5000.  Ţátttökurétt hafa eingöngu nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.


EM einstaklinga hafiđ - 3 íslenskir keppendur

EM einstaklinga hófst í dag í Aix les Bains í Frakklandi.  Ţrír Íslendingar taka ţátt, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2557), alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson (2417) og Lenka Ptácníková (2307), stórmeistari kvenna.  Í fyrstu umferđ, sem hófst í dag, teflir Bragi viđ franska stórmeistarann Laurent Fressinet (2693), Lenka viđ armenska stórmeistarann Arman Pashikian (2642) og Hannes viđ Ítalann Corrado Astengo (2119).  Skák Braga er sýnd beint hér. 

Mótiđ er ćgisterkt.  Alls taka 400 skákmenn ţátt og ţar af 164 stórmeistarar, 65 alţjóđlegir meistarar og 4 stórmeistarar kvenna.  Íslendingar eiga ţarna flesta fulltrúa Norđurlandaţjóđa eđa 3 talsins en Danir og Norđmenn hafa 2 keppendur hvor ţjóđ og Svíar, Finnar og Fćreyingar einn hver ţjóđ.  Hannes er nr. 117 í stigaröđ keppenda, Bragi er nr. 209 og Lenka er nr. 249.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 8766233

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband