Leita í fréttum mbl.is

Rammislagur: Riddarinn lagđi Ása

IMG 1659

Hin árlega viđureign klúbba eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu ĆSA OG RIDDARA fór fram í ÁSGARĐI, félagsheimili FEB í Stangarhyl í gćr, ţriđjudaginn 22. mars. Ţetta var í 11 sinn sem slík keppni er haldin og hefur Riddarinn oftast fariđ međ sigur af hólmi.

Breiđfylkingar klúbbanna áttust nú viđ á 21 borđi og var keppt í ţremur 7 manna riđlum, allir viđ alla í hverjum riđli.  Alls tóku 50 öldungar ţátt í ţessum mikla darrađardansi og varđ af mikiđ hark ţegar fylkingunum laust saman og ekki laust viđ ađ nokkur ásmegin svifi á menn, einkum Ćsi og loft varđ lćviblandiđ mjög.  Riddararnir náđu ţó skjótt vopnum sínum og guldu ţá heimamenn mikiđ afhrođ  einkum í B- og C-riđli.. 

Úrslit ţessa mikla Rammaslags urđu ţau ađ Riddarinn fór međ glćstan sigur af hólmi vann viđureigina í heild međ 98 vinningum gegn 49.  Ćsir sigruđu ţó naumlega í A-riđli međ 26 v. gegn 23, ţar skiptu ađeins 2 skákir sköpum. Riddarinn vann B-riđilinn međ fáheyrđum yfirburđum 41 vinningi gegn 8 og C-riđilinn sömuleiđis međ 34 vinningum gegn 15.  IMG 1620

Borđaverđlaun í A-fl. Hlutu ţeir Björn Ţorsteinsson og Magnús Sólmundarson, Ćsum, međ 7v. af 7 og Egill Ţórđarson úr röđum Riddarans međ 5 v. af 7;  í B-fl. Gísli Sigurhansson, Ćsum, međ 3.5; og Friđgeir K. Hólm og Björn Víkingur Ţórđarson úr hópi Riddara, međ 6.5 af 7; I C-fl. ţeir Kristinn Bjarnason og Jón Steinn Elíasson, Riddaranum, sömuleiđis međ 6.5 v. af 7 og Hálfdán Hermannsson međ 3.5 v af 5 úr röđum Ćsa í Ásgarđi.

A-liđ ĆSA var ţannig skipađ: Björn Ţorsteinsson; Jóhann Örn Sigurjónsson; Magnús Sólmundarson; Gunnar Kr. Gunnarsson; Ţór Valtýsson; Valdimar Ásmundsson og Ţorsteinn Guđlaugsson.  A-liđ Riddarans skipuđu: Ingimar Jónsson; Sigurđur A. Herlufsen; Jón Ţ. Ţór; Magnús Gíslason; Egill Ţórđarson; Hilmar Viggósson og Guđfinnur R. Kjartansson.

Liđstjórar voru ţeir, Birgir Sigurđsson, formađur Ćsa og Einar S. Einarsson, formađur Riddarans ađ Strandbergi.  Finnur Kr. Finnsson var ađstođar- og eftirlitsdómari.

Myndaalbúm


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka mjög skemmtilega og litríka frásögn af harđri viđureign Ása og Riddara. Greinilega veriđ ađ vinna gott starf á ţessum vígstöđvum!

Smáábending. Á fyrirsögnin ekki ađ vera: Riddarinn lagđi Ćsi. Ef ég man rétt, beygist orđiđ Ás(s) eitthvađ á ţessa leiđ:

nf.   áss
ţf.   ás
ţgf. ási
ef.   áss

nf.   ćsir
ţf.   ćsi
ţgf. ásum
ef.   ása

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 23.3.2011 kl. 08:38

2 Smámynd: Skák.is

Hárrétt Jón og hefur veriđ leiđrétt. Ţetta vefst mikiđ fyrir ritstjóranum. 

Skák.is, 23.3.2011 kl. 09:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 8764919

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband