Leita í fréttum mbl.is

Míró vann 9 af 10 í blindskákarfjöltefi - Lilja lagđi meistarann!

Guđfríđur Lilja og Óttar ProppéNokkur fjöldi skákáhugamanna lagđi leiđ sína í MP-banka í dag. Tilefniđ; Evgenij Miroshnichenko hugđist tefla viđ tíu skákmenn í einu, og ţađ blindandi. Keppendahópurinn samanstóđ af ungum og efnilegum skákkrökkum, ţekktum einstaklingum sem ţó tengjast skák međ einum eđa öđrum hćtti og svo fulltrúum frá SÍ og MP.  Hermann Gunnarsson fór í viđtal í beinni útsendingu á Rás 2 í miđri skák!

Fyrir sterkan skákmann er erfitt ađ tefla eina blindskák í einu án ţess ađ ruglast neitt. En fyrir ofurstórmeistarann og Úkraínumanninn Evgenij Miroshnichenko er hins vegar lítiđ mál ađ tefla viđ tíu í einu. Míró, eins og hann er kallađur, ruglađist nćr aldrei í skákum sínum. Lúđvík Elíasson starfsmađur MP var međal keppenda

Eini ólöglegi leikurinn hans var gegn Hemma Gunn, sem hélt lengst út af ţeim níu keppendum sem ţurftu ađ gefast upp. Já. ţađ voru bara níu sem ţurftu ađ gefast upp, ţví skákdrottningin og nýbakađa móđirin Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir vann sína skák. Lokin í skák Lilju voru einkar skemmtileg. Lilja, 2 peđum yfir í hróksendatafli ákvađ ađ sína stórmeistaranum vćgđ og bauđ honum jafntefli. Hugsanlega spilađi ţađ eitthvađ inn í jafnteflisbođiđ ađ nýfćdd dóttir hennar var orđin svöng. Svar Míró var tćr snilld og vakti mikla kátínu viđstaddra; "I think I already have a lost position, so I have to refuse the offer and resign."

Sumsé 9-1 fyrir Evgenij Miroshnichenko. Sannarlega mikiđ afrek.

MP-mótiđ sjálft hefst svo í Ráđhúsi Reykjavíkur klukkan 16:30.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband