Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13.
Tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bætast við eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til atskákstiga.
Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í opna flokknum og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2017.
Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í stúlknaflokknum og þar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2017.
Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í aldursflokknum 13-15 ára (f.2002-2004), 11-12 ára (f.2005-2006), 9-10 ára (f.2007-2008) sem og 8 ára og yngri (f. 2009 og síðar) í báðum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).
Fyrra árs Unglingameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson og Stúlknameistari TR er Batel Goitom Haile.
Mótið er opið öllum krökkum 15 ára og yngri (fædd 2002 og síðar).
Skákmótið hefst kl.13 og er aðgangur ókeypis. Skráning í mótið fer fram rafrænt og má nálgast skráningarformið hér. Einnig má finna skráningarformið í gula kassanum áskak.is. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má nálgast hér.
Í 5. umferð á EM Landsliða hér í Heronissos á Krít mættum við liði Slóvena. Athyglisvert er að í umferðinni á undan mættum við ríkjandi Evrópumeisturum í knattspyrnu og gaman að segja frá því að í haust urðu Slóvenar einmitt Evrópumeistarar í körfuknattleik! Spurning hvort við fáum næst Evrópumeistara í handknattleik....hverjir eru það annars?
Uppstilling Slóvenananna kom okkur svosem lítið á óvart, Beliavsky vann í umferðinni á undan eftir erfiða byrjun og Luca Lenic virðist í góðu formi og ólíklegt að hann hvíli meira en eina umferð. Dusko Pavasovic kom inná en hann er gríðarlega sterkur stórmeistari.
En að viðureigninni. Slóvenar voru númer 21 í röðinni í byrjun móts og meðalstig þeirra að meðaltali 40 stigum hærri á hverju borði en athyglisvert þó að Hjörvar var stigahærri en Beliavsky en goðsögnin hefur aðeins gefið eftir á þessu ári en hann var yfir 2600 ef ég man rétt á Ólympíumótinu í fyrra.
Kíkja sem fyrr á skákirnar í röðinni sem þær kláruðst.
3. borð Hannes svart á Dusko Pavasovic
Pavasovic beitti meinlausu afbrigði í ítalska leiknum gegn Hannesi. Hannes hafði ættlað að tefla Berlínarmúrinn gegn Dusko en fann engar skákir með honum í því. Skýringin virðist einfaldlega vera sú að hann tefli ítalska leikinn eða eitthvað annað ef hann grunar að Berlínarmúrinn verði á boðstólnum.
Hannes virtist jafna taflið nokkuð auðveldlega og hafði ég ekki miklar áhyggjur af þessari skák. Einhvern veginn missti Hannes alveg þráðinn, missti einhvern veginn einbeitinguna og lék loks af sér og varð að gefa skákina.
Hannes hafði veirð að missa aðeins þráðinn þegar hér kom við sögu. Hér hefði verið hægt að halda lífi í stöðunni og berjast áfram með verri stöðu með ...Hxf2. Þess í stað lék Hannes 32...Hdxd5?? og varð að gefast upp eftir 33.Hxf5 þar sem drottningarskák á b8 fylgt eftir með riddraraskák á f8 mun kosta svart allt sem hann á.
Svekkjandi tap sem bar einhvern veginn að mjög skjótt eftir að staðan hafði virst í jafnvægi. Ég var orðinn mjög bjartsýnn um að við værum að fara að ná góðum úrslitum í þessari viðureign þar sem hinar stöðurnar litu vel út. Satt best að segja var ég meira að segja bjartsýnn þrátt fyrir tapið þar sem ég taldi báðar stöðurnar þar sem vi ðhöfðum hvítt mjög góðar. Skjótt átti aftur eftir að skiptast veður í lofti!
4. borð Gummi hvítt gegn Sebenik
Gummi fékk algjöra rjómastöðu eftir byrjunina gegn Sebenik. Ég held að tölvurnar séu eiginlega ekki að meta hvað hvíta staðan er góð. Hvítur er með biskupaparði og fína peðastöðu á meðan svartur er nánast planlaus, með glataðan riddara á g6, mjög veikur á hvítu reitunum og engin peðabreik. Gummi þarf eiginlega bara að klára liðsskipan og hvítur er með hartnær strategískt unnið tafl. Gummi hafði auk þess mun betra tíma og lét það e.t.v. trufla sig aðeins í ákvörðunartökunni.
Hér lék hvítur 21.Bf3? sem er slæmur leikur. Eins og áður sagði hefðu 21.Hd1 eða 21.0-0-0 veirð mun betri leikir. Hér hugsaði Sebenik sig niður í eina og hálfa mínútu og drap svo á fr, 21...Bxf4! í kjölfarið kom 22.gxf4 Dh4+ 23.Ke2 og svo 23...Re5!? sem var leikur sem auðvelt var að missa af í útreikningum.
Sebenik tryggði svo dæmið með stórglæsilegum fréttablaðsleik. Gummi hafði leik 24.Be1 og sett á svörtu drottninguna.
Hér var 24...Hd2!! sannkallaður fréttablaðsleikur sem klárar dæmið algjörlega.
Nokkrir leikir tefldust í viðbót en svo varð hvítur að gefast upp. Svekkjandi tap og staðan allt í einu 2-0 fyrir Slóvena og vonir okkur um sigur algjörlega úr sögunni því Héðinn á fyrsta borði átti nánast enga vinningsmöguleika í sinni skák.
Annars er gaman að segja frá því að Adrian Mikhalchisin hefur mikið verið að fylgjast með okkur skákum og þá aðallega Guðmundi þar sem Gummi hefur verið að taka einkatíma hjá honum og hefur verið að hitta hann mikið. Einnig eru Mikhalchisin og Beliavsky miklir félagar og hafa skrifað margar bækur saman og eru einmitt báðir að tefla fyrir Slóveníu. Ansi skemmtilegur og hress kall. Hann hitti Gumma rétt fyrir kvöldmat og sagði einmitt "dynamics, dynamics" og benti þar réttilega á að Gummi hefði aðeins gleymt sér með strategískt mun betri stöðu. Þetta fer samt bara í reynslubankann góða en ég held að mikil vinna hjá Gumma fari að skila sér fljótlega og ég hef fulla trú á að hann klári stórmeistaratitilinn.
1. borð Héðinn svart á Luca Lenic
Lenic á fyrsta borði er feykisterkur skákmaður (2650 stig) og ef varð heimemeistari U-14 árið 2002 og gaman að segja frá því að þann titil vann hann í Heraklion sem er einmitt hér á Krít! Greinilegt að hann teflir vel hér á Krít.
Skákin hjá honum og Héðni var Ragosin þar sem Héðinn tók á sig hangandi peð sem svo umbreyttist yfir í stakt peð eins og oft vill verða. Héðinn tefldi vörnina mjög vel og var eiginlega aldrei í teljandi vandræðum.
Mig minnir að skák Héðin hafi verið ca. á þessum stað þegar við skyndilega töpuðum á nefðstu tveimur borðunum. Nokkuð ljóst er að svartur er aldrei að fara að vinna þetta og líklegast hvítur ekki heldur. Ég bjóst eiginlega við að jafntefli yfði samið en Lenic juðaðist og juðaðist. Hann fórnaði svo manni og varð að taka þráskák. Þótt ótrúlegt megi virðst átti hvítur þó líklegast vinning á einum stað í lokin en það hefði sannarlega verið ótrúlegur svíðingur ef Lenic hefði séð það.
2. borð Hjörvar hvítt gegn Beliavsky
Það var alvöru goðsögn sem beið Hjörvars á öðru borði. Beliavsky er alltaf erfiður andstæðingur og baráttujaxl þó hann sé kominn yfir sextugt. Eins og áður sagði hefur hann þó lækkað eilítið á stigum og er kominn undir 2550 en var yfir 2600 ekki alls fyrir löngu.
"Beljan" eins og sumir kalla hann fór í einhverjar vafasamar aðgerðir í byrjuninni og Hjörvar fékk algjört yfirburðatafl. E.t.v var jafnvel hægt að fá meira eftir byrjunina en snemma í miðtaflinu var Hjörvar með algjöra rjómastöðu.
Hér hefur Hjörvar parið og mikinn sveigjanleika í peðastöðunni. Hann er með valdað frípeð á e-línunni og getur ýtt peðunum áfram jafnt og þétt á kóngsvæng. Svartur hefur á móti sama og ekkert mótspil og rangstæða drottningu.
Hjörvar hefði átt að klára dæmið í kringum 35. leik en hleypti Beliavsky aðeins inn í skákinni þannig að nú var hann einungis með verra tafl í satðinn fyrir skíttapað. Hjörvar þurfti því eiginlega að vinna skákina aftur. Það gerði Hjörvar með stæl, þræddi sig í gegnum varnir svarts og kláraði svo skemmtilega.
Hér kom skemmtilegur leikur, 58.Hxf7! skemmtileg fórn sem svartur verður að þyggja en eftir Kf5 á hann enga vörn. Svartur verður að loka á e6 framrásina en þá færir hvítur biskup sinn yfir á aðra skálínu og setur hann á e7 og svartur lendir í leikþröng, sannarlega krúttleg lok á flottri skák hjá okkar manni.
Því miður dugði þessi glæsilegi sigur ekki til og svekkjandi 1,5-2,5 tap niðurstaðan.
Í dag var svo frídagur í mótinu og menn vor almennt að hlaða batterín, margir orðnir þreyttir og einhverjir með smávægilegar pestir sem gott var að nota daginn til að ná úr sér.
Við fórum nokkrir í fótbolta og var það engin frægðarför þar sem við töpuðum öllum leikjunum. Okkur til varnar voru við þó með nokkra liðsfélaga sem voru álíka gagnlegar og keilur en þetta er þó fyrst og fremst til að hafa gaman af. Loek van Wely spilaði með okkur og fór kostum í markinu í einum leiknum en það dugði ekki til. Fyndnasta atvikið var þegar Norðmennirnir voru að spila við okkur. Þá er sem fyrr Jon Ludvig Hammer á fullu gasi og öskrandi skipanir hægri vinstri á liðsfélaga sína. Á einum tímapunkti fékk varamaður Norðmanna sig fullsaddann og hrópaði á Jon Ludvig "Du er en kuk" eða eitthvað slíkt. Kuk þýðir víst ekki alveg það sama á norskunni og hjá okkur var hann ekki að kalla Hammerinn kúk heldur typpi! Svo mikill var æsingurinn í blessuðum Norðmanninum að þegar Frakkarnir sem sátu hjá í þessum leik sögðu honum að brosa kom litla fína "FUCK OFF" og við sprungum úr hlátri á hliðarlínunni (ég var útaf þegar þetta gerðist).
Við fórum svo út að borða allir í liðinu í góðan team dinner og fengum okkur gott að borða á góðum veitingastað við ströndina. Nauðsynlegt að brjóta aðeins upp hótellífið og menn voru almennt sáttir við þetta og svo er líka hollt og gott að taka góðan göngutúr.
Í kvöld hitti ég svo aðeins Luke McShane og heilsaði hann upp á mig. Luke var liðsfélagi minn í Hróknum og ólíkt mörgum öðrum lítur hann ekki of stórt á sig og heilsar manni iðullega og gefur sig á tal. Ég hafði séð skák hans gegn Grikklandi 2 í umferðinni á undan en Englendingarnir tefldi við hliðina á okkur og því blasti sú skák við mér úr liðsstjóra stólnum. Ég spurði Luke hvort hann væri búinn að jafna sig skákinni og sagði að líklegast hefði hún verið sú leiðinlegast í mótinu. Luke hló og sagði að líklega væri það rétt hjá mér við hlátur annarra viðstaddra. Í stuttu máli tefldi andstæðingur hans upp á lítið og í symmetrískri peðastöðu voru þeir meira og minna að hreyfa mennina fram og til baka í allavega 40 leiki þegar þeir sömdu loks jafntefli þegar ljóst var að Michael Adams var að vinna sigur á fyrsta borði. Þeir voru báðir fegnir að losna undan því að þurfa að tefla þessa skák.
En já, segjum þetta gott héðan frá Krít. Veðrið hefur ekki alveg leikið við okkur síðustu daga, lítil sól en samt alveg þokkalegt að öðru leiti nema hvað að vindurinn hefur þýtt að það er ekki gott að skella sér í sjóinn. Von er þó á betri veðri á næstu dögum. Annars var furðulegt í kvöld en þegar við vorum að labba heim var eins og við fyndum lykt sem var alveg eins og megn vindlalykt langa leið að hótelinu. Þessi lykt var svo á göngunum á leiðinni inn í herbergin og inni í herbergjunum ef við höfðum svalahurðirnar opnar. Mjög furðulegt og á ég eftir að fá skýringu á þessu fyrirbæri eða hvað veldur þessu.
En jæja, það hafðist loks að klára þennan pistil þó klukkan sé orðin ansi margt hérna á Krít, á morgun er það Makedónía og erum við stigahærri á öllum borðum og krafan að sjálfsögðu sigur.
Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN XIV., þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 14. sinn laugardaginn 4. nóvember í Skákhöllinni í Faxafeni.
TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN,skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu með stuðningiTOPPFISKS ehf leiðandi fyrirtækis í ferskum og fyrstum sjávarafurðum - standa saman að mótshaldinu sem það hefur eflst mjög að öllu umfangi og vinsældum með árunum.
Fyrstu 9 árin var mótið haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, þar sem Riddarinn hefur aðsetur sitt og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring, en nú síðustu 4 árin í samstarfi við TR- elsta og öflugasta taflfélag landsins. Þessi mót - þar sem kynslóðirnar mætast - hafa jafnan verið fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og afar velheppnuð. Yfir 80 ára aldursmunur er hefur iðulega verið milli yngsta og elsta keppandans.
Þátttaka í mótinu er ókeypis og miðast við börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri.Mótið hefst kl. 13og verða tefldar 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.
Vegleg verðlaun og viðurkenningar. Auk aðalverðlauna verða veitt aldurflokkaverðlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Annars vegar fyrir þrjú efstu sæti í barna og unglinga-flokkum,9 ára og yngri; 10-12 ára og 13-15 áraog hins vegar fyrir efstu menn í 3 öldunga-flokkum,60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri. Auk þess fær sú telpa sem bestum árangri nær og yngsti og elsti keppandi mótsins heiðursverðlaun.
Mótsnefnd skipa þeirKjartan Maack, formaður TR, ogEinar S. Einarsson, erkiriddari/formaður Riddarans.
Skráning til þátttöku fer fram áwww.skak.isogwww.taflfelag.is vikuna fyrir mót. Hámarksfjöldi keppenda er takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig sem allra fyrst og/eða mæta tímanlega á mótsstað.
Ísland tapaði með minnsta mun, 1½-2½, fyrir skáksveit Slóveníu í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) vann góðan sigur á goðsögn Alexander Belivsky (2547). Héðinn Steingrímsson (2576) sýndi mikla útsjónarsemi í vörninni gegn Luka Lenic (2650) og gerði mjög gott jafntefli. Hannes Hlífar Stefánsson (2508) og Guðmundur Kjartansson (2456) töpuðu báðir nokkuð slysalega á 3. og 4. borði.
Úrslit dagsins
Króatar eru mjög óvæntir efstir, með 9 stig, eftir sigur á Þjóðverjum. Ungverjar og Armenar gerðu jafntefli og hafa 8 stig stigum ásamt Rússum og Pólverjum.
Finnar eru efstir Norðurlandanna, með 5 stig, eftir nokkuð óvæntan sigur á Norðmönnum. Íslendingar og Danir hafa 4 stig og Norðmenn og Færeyingar hafa 3 stig.
Frídagur er á morgun. Ekki liggur fyrir við hverjum Ísland mætir í sjöttu umferð á fimmutdaginn.
Ingvar liðsstjóri gerir betur grein fyrir gangi umferðarinnar í kvöld eða á morgun.
Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag. Héðinn Steingrímsson er okkar stigahæsti maður. Ásgeir Mogensen er okkar stigahæsti nýliði og Freyja Birkisdóttir hækkaði mest allra frá október-listanum. Hjörvar Steinn Grétarsson er í dag 35. stigahæsti hraðskákmaður heims!
Topp 20
Topp 20 er óvenju líflegur núna enda fór Íslandsmót skákmanna fram í mánuðunum. Þar tefla iðulega allir þeir sem vettlingi geta valdið. Hvorki meira né minna en 19 af 20 stigahæstu virku skákmönnum landsins tefldu kappskák í nýliðnum mánuði!
Héðinn Steingrímsson (2582) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Annar er Hjörvar Steinn Grétarsson (2571). Eins og er bera þeir höfuð og herðar yfir aðra stigalega séð. Þriðji er Jóhann Hjartarson (2536).
Óvernju margir nýliðar eru á listanum nú eða 12 talsins. Að sjálfsögðu má að mesta rekja það til Íslandmóts skákfélaga.
Ásgeir Mogensen (1947) er þeirra stigahæstur. Það er óvenjulegt, í seinni tíð, að nýliðar komi svona háir inn. Ásgeir er hins vegar ekki alveg nýr því hann tefldi fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti 10 ára og yngri fyrir um 14-15 árum síðan! Hann lagði svo taflmennina á hilluna alltof ungur. Hann teflir nú með Hrókum alls fagnaðar. Ánægjulegt að sjá hann aftur.
Næstur er Garðbæingurinn Dorin Tamasan (1725) og sá þriðji er forstjóri Isavia, Björn Óli Hauksson (1685), sem sýndi góða spretti á Meistaramóti Hugins um daginn.
No.
Name
Tit
NOV17
Diff
Gms
1
Mogensen, Asgeir
1947
1947
5
2
Tamasan, Dorin
1725
1725
6
3
Hauksson, Bjorn Oli
1685
1685
6
4
Gautason, Alexander
1646
1646
6
5
Thorsteinsson, Arni Thor
1560
1560
6
6
Ponzi, Tomas
1550
1550
9
7
Stefansson, Bjorn Gretar
1538
1538
7
8
Hrolfsson, Andri
1393
1393
5
9
Sharifa, Rayan
1205
1205
10
10
Bjornsson, Jon
1193
1193
7
11
Sigurdarson, Eldar
1167
1167
5
12
Helgadottir, Idunn
1004
1004
11
Mestu hækkanir
Freyja Birkisdóttir (+151) hækkar mest allra frá október-listanum eftir frábæra frammistöðu á alþjóðlegu móti í Mön. Í næstu sætum eru Gauti Páll Jónsson (+114), sem einnig stóð frábærlega í Mön og Batel Goitom Haile (+103) sem átti frábært mót í Vesteras í Svíþjóð.
Margir sem hækka mikið núna. Því tökum við saman topp 20 lista yfir hækkanir í stað hins hefðbundna topp 10.
Á listanum má meðal annars finna nafn Sverris Þorgeirssonar en eitt af verkefnum dagsins hjá ritstjóranum verður að sækja um FM-titil fyrir hann.
No.
Name
Tit
NOV17
Diff
Gms
1
Birkisdottir, Freyja
1483
151
9
2
Jonsson, Gauti Pall
2125
114
13
3
Haile, Batel Goitom
1421
103
12
4
Heidarsson, Arnar
1597
99
15
5
Gunnarsson, Kjartan Karl
1145
84
7
6
Sigfusson, Ottar Orn Bergmann
1096
73
6
7
Johannsson, Hjortur Yngvi
1472
69
5
8
Johannsson, Birkir Isak
1743
65
5
9
Mai, Alexander Oliver
1936
61
11
10
Petersen, Jakob Alexander
1490
60
4
11
Gunnlaugsson, Arnor
1229
58
7
12
Davidsson, Oskar Vikingur
1834
57
9
13
Stefansson, Benedikt
1297
56
2
14
Thordarson, Sturla
1665
54
4
15
Karlsson, Isak Orri
1307
49
8
16
Gudmundsson, Gunnar Erik
1405
44
12
17
Thorgeirsson, Jon Kristinn
FM
2319
43
10
18
Alexandersson, Orn
1413
42
3
19
Hardarson, Gudni Karl
1193
41
2
20
Hjaltason, Magnus
1305
40
9
21
Gunnarsson, Baltasar Mani Wedhol
1272
40
4
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2232) er venju samkvæmt okkar langstigahæsta skákkona. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga (2041) og Guðlaug Þorsteinsdætur (1988).
No.
Name
Tit
NOV17
Diff
Gms
1
Ptacnikova, Lenka
WGM
2232
8
4
2
Thorsteinsdottir, Hallgerdur
WFM
2041
0
0
3
Thorsteinsdottir, Gudlaug
WFM
1988
-16
2
4
Davidsdottir, Nansy
1975
30
5
5
Johannsdottir, Johanna Bjorg
1891
0
0
6
Finnbogadottir, Tinna Kristin
1883
0
0
7
Kristinardottir, Elsa Maria
1837
15
3
8
Hauksdottir, Hrund
1793
37
6
9
Magnusdottir, Veronika Steinunn
1771
1
3
10
Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina
1734
-9
2
Stigahæstu ungmenni landsins (1997 og síðar)
Dagur Ragnarsson (2332) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Jón Kristinn Þorgeirsson (2319) og Vignir Vatnar Stefánsson (2294).
No.
Name
Tit
NOV17
Diff
Gms
B-day
1
Ragnarsson, Dagur
FM
2332
-8
14
1997
2
Thorgeirsson, Jon Kristinn
FM
2319
43
10
1999
3
Stefansson, Vignir Vatnar
FM
2294
-6
9
2003
4
Johannesson, Oliver
FM
2277
4
12
1998
5
Birkisson, Bardur Orn
2198
34
14
2000
6
Heimisson, Hilmir Freyr
CM
2190
5
14
2001
7
Hardarson, Jon Trausti
2127
-19
12
1997
8
Jonsson, Gauti Pall
2125
114
13
1999
9
Mai, Aron Thor
2066
28
13
2001
10
Thorhallsson, Simon
2059
32
5
1999
Stigahæstu heldri skákmenn landsins (65 ára og eldri)
Friðrik Ólafsson (2365) er að sjálfsögðu langstigahæstur 65 ára og eldri skákmanna. Í næstu sætum eru Arnþór Sævar Einarsson (2241) og Jón Torfason (2235).
No.
Name
Tit
NOV17
Diff
Gms
1
Olafsson, Fridrik
GM
2365
0
0
2
Einarsson, Arnthor
2241
-14
5
3
Torfason, Jon
2235
-22
2
4
Thorvaldsson, Jon
2170
0
0
5
Viglundsson, Bjorgvin
2153
10
9
6
Fridjonsson, Julius
2137
11
3
7
Halfdanarson, Jon
2131
2
3
8
Thor, Jon Th
2111
-9
1
9
Halldorsson, Bragi
2103
1
4
10
Kristjansson, Olafur
2101
5
9
11
Kristinsson, Jon
2101
-7
4
Reiknuð skákmót (kappskák)
Meistaramót Hugsins 2017 (suður)
Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
Bikarsyrpa TR (mót nr. 2)
Bikarsyrpa TR (mót nr. 3)
Hausmót SA (síðari hluti)
Hraðskák
Haustmót Vinaskákfélagsins
Elítukvöld Hugins og Breiðabliks (2 mót)
Hraðskákmót Hugins
Íslandsmót ungmenna (bæði hraðskák og atskák)
Alþjóðlega geðheilbrigðismótið
Heimlistinn
Magnus Carlsen (2837) er stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Levon Aronian (2801) og Fabiano Caruana (2801) og Shakhriyar Mamedyarov (2799).
Hraðskák
Carlsen (2948) er stigahæsti hraðskákmaður heims. Sergei Karjakin (2889) er annar og Levon Aronian (2863) þriðji. Garry Kasparov (2801) er í níunda sæti og Hjörvar Steinn Grétarsson (2705) er í 35. sæti!
Andstæðingar dagsins er Slóvenía. Liðið það hefur meðalstigin 2572 skákstig á móti 2527 okkar. Okkur er raðað nr. 27 en þeim er raðað nr. 21 og mættu Rússum í fyrstu umferð. Töpuðu þar naumlega 2½-1½. Það hallar því nokkuð á okkur - en þó töluvert minna heldur en á móti Ungverjalandi og Georgíu sem var raðað nr. 7 annars vegar og nr. 13 hins vegar.
Á öðru borði teflir goðsögnin, Alexander Beilavsky (2547). Hann byrjaði illa með tveim töpum í tveimur fyrstu umferðunum. Hvíldur í þriðju umferð og tók þá sjósundið með mér og Mihaljcisin. Hann komst í gang við það og vann sína skák gegn Svartfellingum í gær. Þar unnu Slóvenar stórsigur 3½-½.
Við höfum tvívegis teflt við Slóveníu á EM. Unnum þá árið 1992 2½-1½. Á því móti stilltum við "fjórmenningarklíkunni" og Hannesi. Jóhann og Hannes unnu. Við töpuðum fyrir þeim í Porto Carras 2011 1-3. Þá gerðu bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir jafntefli en Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn töpuðu fyrir Beliavsky og Luka Lenic. Sá síðarnefndi er þeirra langstigahæsti maður í dag og teflir á fyrsta borði gegn Héðni.
Við höfum bara eini sinni mætt þeim á Ólympíuskákmóti. Það var árið 2000. Þá töpuðum við 1-3. Hannes gerði jafntefli við Beliavksy og Þröstur Þórhallsson við Mihaljcisin.
Viðureign dagsins
Viðureignin við Slóvena hefst kl. 13. Fylgjast má með henni á Chess24. Einnig má benda á Facebook-hópinn "Íslenskir skákmenn". Þar fylgjast íslenskir skákáhugamenn grannt með okkar mönnum.
Hausthraðskákmótið var háð sl. sunnudag, 29. október. Þar var að venju barist um sæmdartitilinn "Hraðskámeistari Skákfélags Akureyrar" og voru átta kappar mættir til þess að útkljá þá baráttu. Eins og stundum áður var það yngsti keppandinn, Jón Kristinn Þorgeirsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum. Hann vann allar skákirnar nema eina. Sá sem lagði hann að velli var einmitt elsti keppandinn og er sá meira en hálfri öld eldri en sigurvegarinn. Þetta er Ólafur Kristjánsson sem hafnaði í öðru sæti, ásamt Áskeli Erni Kárasyni. Öll úrslit hér:
Framsýnarmótið í skák 2017verður haldið í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík helgina 3.-5. nóvember nk. Tefldar verða 7 umferðir alls. Fyrstu fjórar með atksákartímamörkum (25 mín á mann) en þrjár síðustu skákirnar með 90 mín + 30 sek/leik.
Þátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.
Dagskrá.
Framsýnarhúsið á Húsavík
Föstudagur 3. nóvember kl20:001. umferð
Föstudagur 3. nóvember kl21:002. umferð
Föstudagur 3. nóvember kl22:003. umferð
Föstudagur 3. nóvember kl23:004. umferð
Laugardagur 4. nóvember kl 11:00 5. umferð
Laugardagur 4. nóvember kl 17:00 6. umferð
Sunnudagur 5. nóvember kl 11:007. umferð
Mótið verður reiknað til Fide-skákstiga, Fide-atskákstiga og Íslenskra skákstiga.
Keppendum verður heimillt að taka bye (sjálfvalda yfirsetu) í tveimur umferðum og fá fyrir það hálfan vinning. Það verður þó ekki heimilt í fyrstu umferð né þeirri síðustu. Tilkynna verður skákstjóra um yfirsetuáðuren parað er í viðkomandi umferð.
Verðlaun.
Veittir verða eignarbikarar í verðlaun handa þremur efstu af félagsmönnum Hugins og einnig fyrir þrjá efstu utanfélagsmenn. Einnig verða sérstök verðlaun veitt fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri. Það erstéttarfélagið Framsýní Þingeyjarsýslu sem gefur verðlaun á mótinu. Veitingar á mótsstað verða í boði Framsýnar stéttarfélags.
Fyrirtækið Eflir almannatengsl, hefur ákveðið að veita sérstök verðlaun á Framsýnarmótinu 2017 fyrir mestu stigabætinguna.
Skákstjóri verðurIngibjörg Edda Birgisdóttir.
Skráning.
Væntanlegir keppendur geta skráð sig til leiks á þar til gerðu skráningarformi sem erhérog einnig á skák.is Hægt verður að skrá sig til keppni fram til kl 19:30 á föstudag, eða 30 mín áður en mótið hefst. Hægt verður einnig að skrá sig í mótið á mótsstað til kl 19:55 föstudaginn 3. nóvember.
Viðuriegn dagsins var gegn liði Portúgal. Enn kom skipting andstæðinga okkar á óvart þegar eini stórmeistari þeirra, Antonio Fernandez tók hvíldina á móti okkur. Sá reyndist okkur erfiður í Bakú þegar hann sneri erfiðri stöðu gegn Jóhanni awm var lykillinn að jafntefli Portúgala þá.
Lið Portúgala er annars nokkuð ungt og greinilegt að þeir eru aðeins ganga í gegnum endurnýjun á liðinu og virðist vera einhver uppgangur í skákinni hjá þeim því þónokkuð margir keppendur frá Portúgal voru á EM ungmenna í Rúmeníu í síðasta mánuði.
Ég hef áður minnst aðeins á aðstæður hér en þær eru mjög góðar. Keppnissalurinn er rúmgóður og engu undan að kvarta þar. Boðið er upp á vatn fyrir keppendur af styrktaraðila og andrúmsloftið almennt séð nokkuð afslappað. Með því á ég við að þótt að það sé ákveðin öryggisgæsla þar sem fólk geymir síma sína frammi og allir sem koma inn þurfa að láta skanna sig með "metal-detector" tæki þá er lítil tortryggni hér og menn ekkert að stressa sig á lítilsháttar brotum á reglum. Allt öðruvísi andrúmsloft en var t.d. í Baku á Ólympíumótinu í fyrra.
Mótið fer fram á stóru hóteli eða ætti heldur að kalla hótelgarð en á enskunni kalla þeir þetta resort. Hér er semsagt hótelið og svo fullt af íbúðum semtilheyra svæðinu hér ásamt mikið af börum, veitingastöðum, líkamsræktarsal og fleira og fleira. Hótelið eiginlega lokað sökum "off-season" og var það í raun enduropnað þegar keppendur voru að týnsat inn daginn fyrir mótið. Það eru semsagt bara skákmenn og fylgdarlið á hótelinu en það er nú svosem nóg af þeim!
Einnig fer fram hér heimsmeistaramót ungmenna í at- og hraðskák en það virðist almennt séð nokkuð fámennt en eykur engu að síður við fjöldann sem er að gista hér.
Maturinn er fínn eins og áður hefur komið fram en sundlaugarnar eru þó lokaðar hér. Þá er bara að skella sér í sjóinn eins og ég og Gunnar gerðum um daginn sem er nú bara helvíti hressandi! Sólin hefur reyndar ekki látið sjá sig í tvo daga núna en veðrið er samt nokkuð þægilegt.
Færum okkur í viðureign dagsins og byrjum á fyrstu skákinni til að klárast. Fyrir þá sem vilja fylgjsat með á daginn er rétt að benda á að umræður um skákirnar fara iðullega fram á Facebook síðunni "íslenskir skákmenn" en þar hefur Björn Ívar Karlsson verið að fara á kostum í að greina hvað er að gerast í byrjun skákanna.
2. borð Hjörvar hvítt á IM Andre Ventura Sousa 2405
Hjörvar greindi andstæðing sinn mjög vel. Hann bjóst við annaðhvort kóngsindverja sem hann hafði mikið teflt áður eða drottningarbragði. Þar sem andstæðingur hans hafði litla reynslu í þannig byrjunum var Hjörvar vel sáttur við að fá symmetríska stöðu því hann metur það þannig að þar komi oft í ljós hvor er betri skákmaður.
Hjörvar var því alveg sáttur við að gelda stöðuna og fá stöðu eins og að neðan þó hún láti lítið yfir sér.
Hjörvar byggði stöðuna upp jafnt og þétt og þurfti í raun voða lítið að gera þar sem andstæðingur hans leyfði einfalt trikk með Dd3 og svartur gaf í kjölfarið peð en breytti því svo í skiptamun og eftirleikurinn mjög auðveldur hjá Hjörvar algjörlega laus við áhyggjur um mótspil. Auðveldur og góður sigur hjá Hjörvari sem átti það skilið eftir óheppnina á móti Georgíu.
1-0 fyrir Ísland!
1. borð Héðinn svart á Jorge Ferreira 2499
Fyrsta borðs maður Portúgals er jafnframt liðsstjóri þeirra. Hann gerði jafntefli við Hannes í Baku en þar fékk hann einnig hvítu mennina og beitti þá 1.d4. Í dag valdi hann 1.e4 gegn Héðni og Bb5+ afbrigðið gegn Sikileyjarvörn.
Portúgalinn skildi eftir peð í dauðanum í byrjuninni og það var eiginlega vendipunktur skákarinnar.
Hér hefðu varkárir menn líklegast teflt stöðuna með ...g6 og ...Bg7 og teflt þetta solid. Það hefði líka verið minna stressandi fyrir liðsstjórann í liðakeppni ;-)
Þess í stað var boðið upp í dans og Héðinn tók peðið á e4. Þetta var áhættusöm ákvörðun þar sem hvítur fékk mikla sókn og forystu í lisskipan. Líklega hefði Héðinn orðið tefla stöðuna með því að leika ...g5 fyrr og hefði það mögulega verið leið til að réttlæta peðsátið á e4. Þess í stað stóðu öll spjót á svörtu stöðunni og á endanum náði Héðinn ekki að verjast vaxandi hótunum hvíts þó að Portúgalinn hafi ekki valið fljótlegustu leiðirnar.
Ósigur hjá okkur hér og stðaan nú 1-1 í viðureigninni.
3. borð Hannes svart á FM Luis Silva 2355
Hannes leitaði í smiðju Hjörvars frá því tveim umferðum áður þegar 3...a6 var beitt í drottningarbragði. Silva virtist vita hvað hann ætti að gera og hafnaði þráleik snemma og fékk svo eitthvað betra tafl. Hannes fórnaði peði í miðtaflinu en hafði klárlega jafnt tafl engu að síður.
Hannes sýndi svo styrk sinn og tefldi framhaldið glimrandi. Hann fékk algjöran "cream-knight" eða dramariddra á c5 reitnum og var magnað að sjá hvað hvíta staðan hrundi hratt.
Silva fórnaði að lokum manni fyrir frípeðin hættulgea hjá Hannesi og fékk sinn eigin peðamassa í staðinn. Hannes dundaði sér þá bara og tæklaði úrvinnsluna auðveldlega og skilaði mikilvægum sigri í hús.
Hannes er að tefla vel hérna úti og virðist í góðu formi....það er vonandi að "gamli-Hannes" sé mættur hér til leiks!
Við leiðum hér 2-1 í viðureigninni.
4. borð Guðmundur hvítt á IM David Martins 2384
Gumm fékk á sig grjótgarðinn í Hollendignum og beitti afbrigði með uppskiptum á f4. Hvítur fær oft góð tök á e5 reitnum í slíkum stöðum og það varð niðurstaðan í þessari skák þar sem riddarinn var kominn á e5 reitinn í 14. leik og hvítur stóð betur.
Gummi hélt nokkuð góðum control á stöðunni en þó mér hafi fundist hann vera að missa mestu stöðuyfirburðina var hvítur samt með betra tafl. Skákin hjá Hannesi var enn í gangi og Gummi með aðeins betri tíma þegar þessi staða kom upp:
Hér hefði mátt sýna aðeins meiri praktík hjá hvítum með því að endurtaka stöðuna með 34.Kg2 þar sem svartur var nýbúinn að skáka á g8 og fara aftur á e6. Það er eiginlega sama hvort hvítur er að tefla upp á vinning eða ekki. Ef hann er að tefla upp á vinning færist hann nær tímamörkunum (tíminn fór óþægilega langt niður í lokin) og ef það er ekki verið að tefla upp á sigur er hægt að sjá hvað svartur gerir og ráðfæra sig við liðsstjóra.
Ég hefði líklega átt að láta tryggja hér matchpunktinn með því að láta bjóða jafntefli þar sem ég taldi Hannes með auðunnið tafl. Þetta og viðureignin við Albani er klárlega eitthvað sem ég og við í liðinu munum læra af og góður punktur hjá Birni Þorfinnssyni í Facebook grúppunni Íslenskir skákmenn en hann "lenti" í því að þurfa að taka jafntefli fyrir liðið á sínum tíma.
Ég vissi reyndar að Gummi taldi sig vera með betra sem var klárlega rétt en svartur var samt kominn með aðeins og mikið sprikl að mínu mati og tímahrak yfirvofandi. Ég róaðist aðeins þegar drottningarnar fóru af borðinu. Staðan þá var líklega steindautt jafntefli en Gummi taldi sig þó enn með betra tafl og endaði á að vinna skákina þegar svartur skildi peðið sitt á a6 eftir oní en ég skildi ekki alveg hvað honum gekk til með þar.
Þetta þýddi nokkuð góður 3-1 sigur sem setur okkur upp í 4 stig. Pörun er þegar ljós og munum við mæta sterkri sveit Slóvena. Það er þó klárt að við eigum klárlega möguleika á að stríða þessari sveit og vinna hana á góðum degi. Fróðlegt verður að sjá hvernig Slóvenarnir stilla upp en það er eiginlega anybodies guess hverja þeir eru að fara að hvíla á morgun.
Við hlökkum til áskoruninnar hvernig sem þeir stilla upp og ég veit t.a.m. að Hjörvar er mjög spenntur að fá að tefla við goðsögnina Beliavsky.
Í toppbaráttunni settu Ungverjar allt í uppnám með glæsilegum sigri á Rússum. Það var Erdos sem var hetjan hjá þeim með mjög sannfærandi sigri á Nepo. Það er ljóst að toppbaráttan á þessu móti verður grjóthörð!
Kveðjur frá Krít,
Ingvar Þór Jóhannesson - liðsstjóri
Að neðan er SnapChat story frá Ingvar77 eins og venjulega með ýmsku skralli ;-)
Íslenska liðið vann góðan 3-1 sigur á Portúgal í fjórðu umferð EM landsliða á Krít. Hjörvar Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson unnu sínar skákir á 2.-4. borði. Héðinn Steingrímsson tapaði á fyrsta borði. Andstæðingar morgundagsins eru Slóvenar. Óvænt úrslit urðu þegar Ungverjar unnu Rússa 2½ og eru efstir með 7 stig ásamt Króötum og Armenum.
Hjörvar var fyrstur til að vinna en hann afar góðan og öruggan sigur á örðu borði. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi einnig afar öruggt á þriðja borði og staðan orðin 2-0. Héðinn var hins vegar í köðlunum, eftir frekar vafasamt peðsrán í byrjun skákar, og staðan hjá Guðmundi nokkuð óljós. Liðsstjórinn, Ingvar Þór Jóhannesson, var því ekki alveg í rónni.
Héðinn tapaði sinni skák og Guðmundur einn eftir. Gummi leysti dæmið vel og vann sigur eftir nærri 70 leiki. Góður 3-1 í höfn gegn Portúgal. Á Ólympíuskákmótinu fyrra gerðum við 2-2 svekkjandi jafntefli við Portúgali.
Ísland er efst í Norðurlandakeppninni (heildarsæti í sviga).
(24) Ísland 4 stig
(25) Finnland 4 stig
(27) Noregur 3 stig
(34) Danmörk 2 stig
(38) Færeyjar 1 stig
Andstæðingar morgundagsins eru Slóvenar. Þeir hafa meðalstigin 2572 á móti 2527 meðalstigum okkar manna svo örlítið hallar á okkur.