Leita í fréttum mbl.is

EM Landsliða - liðsstjórapistill 4. umferðar

EM2017_IcelandPortugal

Viðuriegn dagsins var gegn liði Portúgal. Enn kom skipting andstæðinga okkar á óvart þegar eini stórmeistari þeirra, Antonio Fernandez tók hvíldina á móti okkur. Sá reyndist okkur erfiður í Bakú þegar hann sneri erfiðri stöðu gegn Jóhanni awm var lykillinn að jafntefli Portúgala þá.

Lið Portúgala er annars nokkuð ungt og greinilegt að þeir eru aðeins ganga í gegnum endurnýjun á liðinu og virðist vera einhver uppgangur í skákinni hjá þeim því þónokkuð margir keppendur frá Portúgal voru á EM ungmenna í Rúmeníu í síðasta mánuði.

Ég hef áður minnst aðeins á aðstæður hér en þær eru mjög góðar. Keppnissalurinn er rúmgóður og engu undan að kvarta þar. Boðið er upp á vatn fyrir keppendur af styrktaraðila og andrúmsloftið almennt séð nokkuð afslappað. Með því á ég við að þótt að það sé ákveðin öryggisgæsla þar sem fólk geymir síma sína frammi og allir sem koma inn þurfa að láta skanna sig með "metal-detector" tæki þá er lítil tortryggni hér og menn ekkert að stressa sig á lítilsháttar brotum á reglum. Allt öðruvísi andrúmsloft en var t.d. í Baku á Ólympíumótinu í fyrra.

Mótið fer fram á stóru hóteli eða ætti heldur að kalla hótelgarð en á enskunni kalla þeir þetta resort. Hér er semsagt hótelið og svo fullt af íbúðum semtilheyra svæðinu hér ásamt mikið af börum, veitingastöðum, líkamsræktarsal og fleira og fleira. Hótelið eiginlega lokað sökum "off-season" og var það í raun enduropnað þegar keppendur voru að týnsat inn daginn fyrir mótið. Það eru semsagt bara skákmenn og fylgdarlið á hótelinu en það er nú svosem nóg af þeim!

Einnig fer fram hér heimsmeistaramót ungmenna í at- og hraðskák en það virðist almennt séð nokkuð fámennt en eykur engu að síður við fjöldann sem er að gista hér.

Maturinn er fínn eins og áður hefur komið fram en sundlaugarnar eru þó lokaðar hér. Þá er bara að skella sér í sjóinn eins og ég og Gunnar gerðum um daginn sem er nú bara helvíti hressandi! Sólin hefur reyndar ekki látið sjá sig í tvo daga núna en veðrið er samt nokkuð þægilegt.

Færum okkur í viðureign dagsins og byrjum á fyrstu skákinni til að klárast. Fyrir þá sem vilja fylgjsat með á daginn er rétt að benda á að umræður um skákirnar fara iðullega fram á Facebook síðunni "íslenskir skákmenn" en þar hefur Björn Ívar Karlsson verið að fara á kostum í að greina hvað er að gerast í byrjun skákanna.

 

2. borð Hjörvar hvítt á IM Andre Ventura Sousa 2405

EM2017_Rnd4_Hjorvar

 Hjörvar greindi andstæðing sinn mjög vel. Hann bjóst við annaðhvort kóngsindverja sem hann hafði mikið teflt áður eða drottningarbragði. Þar sem andstæðingur hans hafði litla reynslu í þannig byrjunum var Hjörvar vel sáttur við að fá symmetríska stöðu því hann metur það þannig að þar komi oft í ljós hvor er betri skákmaður.

Hjörvar var því alveg sáttur við að gelda stöðuna og fá stöðu eins og að neðan þó hún láti lítið yfir sér.

EM2017_4th_Hjorvar_1

Hjörvar byggði stöðuna upp jafnt og þétt og þurfti í raun voða lítið að gera þar sem andstæðingur hans leyfði einfalt trikk með Dd3 og svartur gaf í kjölfarið peð en breytti því svo í skiptamun og eftirleikurinn mjög auðveldur hjá Hjörvar algjörlega laus við áhyggjur um mótspil.  Auðveldur og góður sigur hjá Hjörvari sem átti það skilið eftir óheppnina á móti Georgíu.

EM2017_4th_Hjorvar_2

1-0 fyrir Ísland!

 

1. borð Héðinn svart á Jorge Ferreira 2499

EM2017_Rnd4_Hedinn

Fyrsta borðs maður Portúgals er jafnframt liðsstjóri þeirra. Hann gerði jafntefli við Hannes í Baku en þar fékk hann einnig hvítu mennina og beitti þá 1.d4. Í dag valdi hann 1.e4 gegn Héðni og Bb5+ afbrigðið gegn Sikileyjarvörn.

Portúgalinn skildi eftir peð í dauðanum í byrjuninni og það var eiginlega vendipunktur skákarinnar.

Em2017_4th_Hedinn1

Hér hefðu varkárir menn líklegast teflt stöðuna með ...g6 og ...Bg7 og teflt þetta solid. Það hefði líka verið minna stressandi fyrir liðsstjórann í liðakeppni ;-)

Þess í stað var boðið upp í dans og Héðinn tók peðið á e4. Þetta var áhættusöm ákvörðun þar sem hvítur fékk mikla sókn og forystu í lisskipan. Líklega hefði Héðinn orðið tefla stöðuna með því að leika ...g5 fyrr og hefði það mögulega verið leið til að réttlæta peðsátið á e4. Þess í stað stóðu öll spjót á svörtu stöðunni og á endanum náði Héðinn ekki að verjast vaxandi hótunum hvíts þó að Portúgalinn hafi ekki valið fljótlegustu leiðirnar.

Ósigur hjá okkur hér og stðaan nú 1-1 í viðureigninni.

 

 

 3. borð Hannes svart á FM Luis Silva 2355

EM2017_Rnd4_Hannes

Hannes leitaði í smiðju Hjörvars frá því tveim umferðum áður þegar 3...a6 var beitt í drottningarbragði. Silva virtist vita hvað hann ætti að gera og hafnaði þráleik snemma og fékk svo eitthvað betra tafl. Hannes fórnaði peði í miðtaflinu en hafði klárlega jafnt tafl engu að síður.

Em2017_4th_Hannes1 

Hannes sýndi svo styrk sinn og tefldi framhaldið glimrandi. Hann fékk algjöran "cream-knight" eða dramariddra á c5 reitnum og var magnað að sjá hvað hvíta staðan hrundi hratt.

Em2017_4th_Hannes2

Silva fórnaði að lokum manni fyrir frípeðin hættulgea hjá Hannesi og fékk sinn eigin peðamassa í staðinn. Hannes dundaði sér þá bara og tæklaði úrvinnsluna auðveldlega og skilaði mikilvægum sigri í hús.

Hannes er að tefla vel hérna úti og virðist í góðu formi....það er vonandi að "gamli-Hannes" sé mættur hér til leiks!

Við leiðum hér 2-1 í viðureigninni.

 

4. borð Guðmundur hvítt á IM David Martins 2384

P1050081

Gumm fékk á sig grjótgarðinn í Hollendignum og beitti afbrigði með uppskiptum á f4. Hvítur fær oft góð tök á e5 reitnum í slíkum stöðum og það varð niðurstaðan í þessari skák þar sem riddarinn var kominn á e5 reitinn í 14. leik og hvítur stóð betur.

Em2017_4th_Gummi1

Gummi hélt nokkuð góðum control á stöðunni en þó mér hafi fundist hann vera að missa mestu stöðuyfirburðina var hvítur samt með betra tafl. Skákin hjá Hannesi var enn í gangi og Gummi með aðeins betri tíma þegar þessi staða kom upp:

Em2017_4th_Gummi2

Hér hefði mátt sýna aðeins meiri praktík hjá hvítum með því að endurtaka stöðuna með 34.Kg2 þar sem svartur var nýbúinn að skáka á g8 og fara aftur á e6. Það er eiginlega sama hvort hvítur er að tefla upp á vinning eða ekki. Ef hann er að tefla upp á vinning færist hann nær tímamörkunum (tíminn fór óþægilega langt niður í lokin) og ef það er ekki verið að tefla upp á sigur er hægt að sjá hvað svartur gerir og ráðfæra sig við liðsstjóra.

Ég hefði líklega átt að láta tryggja hér matchpunktinn með því að láta bjóða jafntefli þar sem ég taldi Hannes með auðunnið tafl. Þetta og viðureignin við Albani er klárlega eitthvað sem ég og við í liðinu munum læra af og góður punktur hjá Birni Þorfinnssyni í Facebook grúppunni Íslenskir skákmenn en hann "lenti" í því að þurfa að taka jafntefli fyrir liðið á sínum tíma.

Ég vissi reyndar að Gummi taldi sig vera með betra sem var klárlega rétt en svartur var samt kominn með aðeins og mikið sprikl að mínu mati og tímahrak yfirvofandi. Ég róaðist aðeins þegar drottningarnar fóru af borðinu. Staðan þá var líklega steindautt jafntefli en Gummi taldi sig þó enn með betra tafl og endaði á að vinna skákina þegar svartur skildi peðið sitt á a6 eftir oní en ég skildi ekki alveg hvað honum gekk til með þar.

Þetta þýddi nokkuð góður 3-1 sigur sem setur okkur upp í 4 stig. Pörun er þegar ljós og munum við mæta sterkri sveit Slóvena. Það er þó klárt að við eigum klárlega möguleika á að stríða þessari sveit og vinna hana á góðum degi. Fróðlegt verður að sjá hvernig Slóvenarnir stilla upp en það er eiginlega anybodies guess hverja þeir eru að fara að hvíla á morgun.

 

Clipboard01

 

Við hlökkum til áskoruninnar hvernig sem þeir stilla upp og ég veit t.a.m. að Hjörvar er mjög spenntur að fá að tefla við goðsögnina Beliavsky.

Í toppbaráttunni settu Ungverjar allt í uppnám með glæsilegum sigri á Rússum. Það var Erdos sem var hetjan hjá þeim með mjög sannfærandi sigri á Nepo. Það er ljóst að toppbaráttan á þessu móti verður grjóthörð!

 

Kveðjur frá Krít,

Ingvar Þór Jóhannesson - liðsstjóri

 

 

Að neðan er SnapChat story frá Ingvar77 eins og venjulega með ýmsku skralli ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband