Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Áskriftargjöld – endurútgáfa Tímaritsins Skákar

Tímaritiđ SkákEftirfarandi bréf hefur veriđ sent til allra sem eru á Keppenaskrá Skáksamband Íslands. Skáksambandiđ vonar eftir góđum undirtektum íslenskra skákmanna viđ endurgáfu tímaritsins sem stefnt er á ađ komi út tvisvar á ári - vor og haust.

--------------------

Kćri viđtakandi

Skáksamband Íslands hefur ákveđiđ ađ hefja endurútgáfu Tímaritsins Skákar eftir alllangt hlé. Stefnt er ađ ţví ađ Tímaritiđ komi út tvisvar sinnum á ári – um vor og haust. Fyrsta tölublađiđ kemur út í kringum GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ í mars nk. og verđur sent heim til ţeirra sem greiđa áskriftargjaldiđ.

Um mikilvćgi Tímaritsins ţarf ekki ađ deila. Ţađ hefur reynst okkar ómetanlegt í gegnum áratugina til ađ varđveita skáksöguna. Í Tímaritinu Skák verđur međal annars fjallađ um helstu mót innanlands sem og utanlands, helstu landsliđskeppnir, í ţví verđa áhugaverđ viđtöl auk ţess sem mikil áhersla verđur lögđ t.a.m. á ţađ öfluga ćskulýđs- og öldungastarf sem í gangi er.

Til ađ styrkja viđ blađiđ hefur veriđ stofnuđ valfrjáls krafa í netbanka á alla ţá sem eru á Keppendaskrá Skáksambandsins undir nafninu „áskriftargjald“. Á ţeirri skrá eru allir ţeir sem hafa veriđ skráđir í taflfélag eđa teflt reiknađa kappskák á undanförnum árum.

Í áskriftargjaldinu verđur einnig innifalinn frír stigaútreikningur og tvö skemmtikvöld á ári – vor og haust. Ţađ fyrsta verđur í nóvember nk. og verđur kynnt á www.skak.is.  Áskriftargjaldiđ er hóflegt, eđa 5.000 kr. á hverju starfsári. Helmingsafsláttur er fyrir eldri borgara (+67), unglinga (u18) og öryrkja. Jafnframt verđur sérstakur fjölskylduafsláttur. Elsti fjölskyldumeđlimur borgar fullt gjald en ađrir fjölskyldumeđlimir greiđa hálft gjald. Ţeir sem telja sig eiga ađ fá afslátt geta haft samband viđ skrifstofu SÍ í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is eđa í síma 568 9141 á milli 9 og 13.

Ţeir sem ekki vilja taka ţátt eru hvattir til ađ hafa samband og verđur ţá krafan felld niđur. Einnig er einfaldlega hćgt ađ sleppa ţví ađ greiđa greiđsluseđilinn í netbankanum. Hann ber ekki vexti og verđur felldur niđur eftir ţrjá mánuđi verđi hann ţá enn ógreiddur.

Hinn 1. janúar nk. mun SÍ taka upp stigagjald, 1.000 kr. fyrir ţátttöku á hverju kappskákmóti. Ţađ gjald ţurfa eingöngu ţeir ađ greiđa sem ekki greiđa áskriftargjaldiđ. Ţeim tekjum er ćtlađ ađ dekka kostnađ viđ skákstigaútreikning. Skákmót fyrir börn á grunnskólaaldri verđa alfariđ undanskilin ţví gjaldi.

Ţađ er einlćg von okkar ađ sem flestir taki ţátt í ţessu međ okkur. Skák er skemmtileg!

Gunnar Björnsson
forseti Skáksambands Íslands

Pálmi R. Pétursson
Magnús Teitsson
ritstjórar Tímaritsins Skákar


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Viđureign dagsins: Portúgalir

P1050079

Ísland mćtir Portúgal í 4. umferđ EM landsliđa sem fram fer í dag á Krít. Međalstig Portúgala eru 2433 skákstig á móti 2527 međalstigum íslenska liđsins. Viđ höfum 27. sterkasta liđiđ en ţeir hafa á skipa ţví 34. sterkasta. Líkurnar eru ţví bersýnilega međ íslenska liđinu í dag.

Viđureign dagsins

Clipboard01

Portúgalar hafa ekki tekiđ ţátt í EM landsliđa síđan 2001. Ţeir tóku ávallt ţátt árin 1989-2001 en síđan ţá hafa ţeir látiđ ţátttöku á Ólympíuskákmótinu duga. Ţeirra besti árangur náđist áriđ 1989 ţegar ţeir enduđu í 18. sćti.

Viđ höfum eini sinni mćtt Portúgölum á EM. Ţađ var áriđ 2001. Ţá unnum viđ góđan 3-1 sigur. Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Ţorfinnsson unnu sínar skákir en Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson gerđu jafntefli. 

Viđ höfum mćtt ţeim sjö sinnum á Ólympíuskákmóti. Unniđ ţá fimm sinnum, gert einu sinni jafntefli og tapađ eini sinni. Síđast mćttum viđ ţeim áriđ 2002 og gerđum 2-2 jafntefli. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson unnu en Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson töpuđu. Tölfrćđin gegn Portúgölum er ţví afar góđ. 

Umferđin hefst kl. 13. Skákir íslenska liđsins má nálgast hér á Chess24

Rússar (6), sem eru efsti međ fullt hús stiga, tefla viđ Ungverjaland (5). Ađrar toppviđureignir eru: Ţýskaland (5) - Pólland (5), Ísrael (5) - Króatía (5), Armenía (5) - Holland. Aserar, sem hafa nćststigahćsta liđiđ gerđu ađeins jafntefli í gćr hafa ađeins 3 stig. Ţurfa heldur betur ađ eiga góđ úrslit í nćstu umferđum ćtli liđiđ ađ blanda sér í toppbaráttuna. 

Athyglisvert er ađ skođa ţjálfara- og liđsstjórateymi Rússa. Í ţví fylgdarliđi eru ţrír fyrirverandi Evrópumeistarar: Najer, Potkov og Motylev auk Rublevsky og Riazantsev! Liđ sem án efa vera í toppbaráttunni tćki ţađ ţátt! Ekkert annađ liđ hefur á skipa neinu sambćrilegu ađstođarmannateymi og Rússarnir. Vekur reyndar athygli ađ indverski stórmeistarinn Adhiban er hér. Viđ höfum ekki áttađ okkur á hvađ hann sé ađ gera hérna. Vćntanlega er hann ađ stođa eitthvađ liđiđ.  

Á Chess.com má finna góđa úttekt um umferđ gćrdagsins

Í kvennaflokki vakti sigur Rússa á Úkraínumönnum mesta athygli. Fimm sveitir hafa ţar fullt hús stiga. 

 


Ćskan og ellinn fer fram á laugardaginn

ĆSKAN OG ELLIN 20161-005

Skákmótiđ ĆSKAN OG ELLIN XIV., ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í 14. sinn laugardaginn 4. nóvember  í Skákhöllinni í Faxafeni. 

TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu međ stuđningi TOPPFISKS ehf – leiđandi fyrirtćkis í ferskum og fyrstum sjávarafurđum - standa saman ađ mótshaldinu sem ţađ hefur eflst mjög ađ öllu umfangi og vinsćldum međ árunum.   

ĆSKAN OG ELLIN 20162-002Fyrstu 9 árin var mótiđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem Riddarinn hefur ađsetur sitt og eldri skákmenn hittast til tafls vikulega allan ársins hring, en nú síđustu 4 árin í samstarfi viđ TR- elsta og öflugasta taflfélag landsins.  Ţessi mót - ţar sem kynslóđirnar mćtast - hafa jafnan veriđ fjölsótt jafnt af yngri sem eldri skákmönnum og afar velheppnuđ. Yfir  80 ára aldursmunur er hefur iđulega veriđ milli yngsta og elsta keppandans. 

Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og verđa tefldar 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.    

Vegleg verđlaun og viđurkenningar. Auk ađalverđlauna verđa veitt aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga.  Annars vegar fyrir ţrjú efstu sćti í barna og unglinga-flokkum, 9 ára og yngri; 10-12 ára og 13-15 ára og hins vegar fyrir efstu menn í 3 öldunga-flokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri.  Auk ţess fćr sú telpa sem bestum árangri nćr og yngsti og elsti keppandi mótsins heiđursverđlaun. 

ĆSKAN OG ELLIN XIII 2016 Vettvangsmyndir - EE

Mótsnefnd skipa ţeir Kjartan Maack, formađur TR, og Einar S. Einarsson, erkiriddari/formađur Riddarans. 

Skráning til ţátttöku fer fram á www.skak.is og www.taflfelag.is  vikuna fyrir mót.  Hámarksfjöldi keppenda er takmarkađur og ţví mikilvćgt ađ skrá sig sem allra fyrst og/eđa mćta tímanlega á mótsstađ.   


Barna- og unglingameistaramót TR fer fram á sunnudag

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. nóvember í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.13.

Tefldar verđa 7 umferđir međ tímamörkunum 10+5 (10 mínútur á mann auk 5 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til atskákstiga.

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í opna flokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2017.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í stúlknaflokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2017.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokknum 13-15 ára (f. 2002-2004), 11-12 ára (f. 2005-2006), 9-10 ára (f. 2007-2008) sem og 8 ára og yngri (f. 2009 og síđar) í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Fyrra árs Unglingameistari TR er Vignir Vatnar Stefánsson og Stúlknameistari TR er Batel Goitom Haile.

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 2002 og síđar).

Skákmótiđ hefst kl.13 og er ađgangur ókeypis. Skráning í mótiđ fer fram rafrćnt og má nálgast  skráningarformiđ hér. Einnig má finna skráningarformiđ í gula kassanum á skak.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.


Skákţing Skagafjarđar hefst 8. nóvember

Skákţing Skagafjarđar 2017 hefst miđvikudaginn 8. nóv. kl. 20.00 í Safnađarheimilinu.  Telfdar verđa 5 umferđir eftir Monradkerfi og verđa tímamörkin 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími á hvern leik.  Skákmeistari Skagafjarđar 2016 varđ Jón Arnljótsson.


EM Landsliđa - Liđsstjórapistill 3. umferđar

P1050049Í gćr vannst sigur á Albönum en verkefni dagsins var öllu erfiđara, grjóthörđ sveit Georgíumanna. Viđ bjuggust viđ ađ hinn litríki Baadur Jobava myndi tefla međ Georgíumönnum en hann var eitthvađ slappur og úr varđ ađ hann hvíldi gegn okkur. 

Tölfrćđin var ekki okkur í vil ţegar sagan var skođuđ í morgun. Íslendingar og Georgíumenn hafa mćst sex sinnum í sveitakeppni, ţrisvar sinnum á Ólympíumótum og ţrisvar á Evrópumóti. Georgíumenn hafa unniđ í öll sex skiptin....ţađ er svo sannarlega ólseigt í ţeim Zurab og félögum ţó ađ Azminn hafi lagt kónginn á hilluna.

 

 

Clipboard02

 

Förum yfir stöđu mála í dag og höfum sama ganginn og í gćr međ ţví ađ fara yfir skákirnar í ţeirri röđ sem ţćr kláruđust.

4.borđ Gummi svart gegn Luka Paichadze

EM2017_3rd_Gummi

Upp kom Caro-Kann vörn í ţessari skák eins og Gummi átti von á. Mér fannst á andstćđingi hans í byrjuninni ađ hann hefđi ekki átt von á ţví og tók hann sér tíma í ađ ákveđa hvađ hann ćtlađi ađ tefla. Upp koma advance afbrigđiđ međ 3.e5 og hvítur valdi 4.h4 afbrigđiđ sem Gummi svarađi ađ bragđi međ 4...h5.

EM 2017_3rd_Gummi_1

Gummi hefđi líklega getađ fengiđ auđteflanlegra tafl međ ţví ađ drepa á e3 ađeins fyrr en honum fannst stađan strax orđin "ţjáning" eftir Rxd5 (sjá stöđumynd ađ ofan). Hvítur hefur einhvern veginn allt spiliđ og getur potađ ađ vild á báđum vćngjum.

 

EM 2017_3rd_Gummi_2

Hér er stađan orđin mjög erfiđ hjá Gumma. Hvítur hefur tekiđ yfir b- og c-línuna međ hrókunum og menn hvíts standa vel. Á međan er svartur međ hrćđilega drottningu á a7 og veik peđ og liđatap nánast óumflýjanlegt.

 

EM 2017_3rd_Gummi_3

Georgíumađurinn klárađi dćmiđ hér međ týpisku "hvítur á leik og vinnur" trikki. Ég lćt lesendum eftir ađ leysa ţađ en hćgt er ađ skođa skákina ađ neđan ef ţađ vefst fyrir einhverjum.

 

 

3. borđ Hannes hvítt gegn Jojua

EM2017_3rd_Hannes

Sikileyjarvörn kom á borđiđ hjá Hannesi en hafđi frekar átt von á 1...e5

EM 2017_3rd_Hannes_1

Hugmyndin međ c5 virist nokkuđ góđ og eftir drottningakaup fékk hann mun ţćgilegri stöđu og var ég nokkuđ viss um ađ Hannes vćri aldrei ađ fara ađ tapa ţarna og týpísk stađa sem hann getur kreyst eitthvađ úr.

EM 2017_3rd_Hannes_2

Hannes bćtti stöđuna jafnt og ţétt en ađ sama skapi er hvíta stađan einhvern veginn komin í jakkafötin en hefur ekkert partý til ađ fara í. Skákin var meira og minna 10-11 leikir í viđbót af tilfćrslum fram og til baka ţar sem engin gerđi neitt og jafntefli var svo samiđ.

Stađan hér ţví 0,5-1,5 Georgíumönnum í vil.

 

2. borđ Hjörvar svart gegn Pantsulaia

EM2017_3rd_hjorvar

Ţetta var klárlega mikilvćgasta skákin í ţessari viđureign og ţađ var hér sem heilladísirnar hefđu mátt snúast.

Hjörvar hafđi skođađ í ţaula fyrir skákina hvernig hann ćtlađi ađ mćta 1.Rf3 og 1.c4 og međ ýmsar leikjarađir í huga. Pantsulaia valdi 1.c4 og Hjörvar fór í tísku afbrigđi međ 2....Bb4.

Hjörvar fékk snemma gott forskot í liđsskipan í skiptum fyrir ađ gefa biskupapariđ. Keppendur hrókuđu á sitthvorum vćngnum og Hjörvar lét fljótt til skarar skríđa.

EM 2017_3rd_Hjorvar_1

Í stöđumyndinni ađ ofan er Hjörvar nýbúinn ađ leika hinum kröftuga leik ...b5!? sem opnar línur á drottningarvćng. Einnig kom til greina ađ leika ...Rb4 strax en sá leikur kemur einnig í afbrigđi Hjörvars.

 

EM 2017_3rd_Hjorvar_2

Strax í kjölfariđ fann Hjörvar annan flottan tölvuleik ţegar hann lék ...c5 sem hótar ađ opna enn fleiri línur í átt ađ hvíta kóngnum. Hjörvar tefldi framhaldiđ mjög vel og fékk myljandi sókn.

EM 2017_3rd_Hjorvar_3

Hér hefđi Hjörvar mögulega getađ kórónađ magnađa skák međ ţví ađ hörfa međ biskupinn á f7 en ţađ er ađ sama skapi mikill tölvuleikur. Hjörvar sem var mjög tćpur á tíma, tók hér á b1 sem lítur einnig mjög vel út. Í kjölfariđ kom hinn hrókurinn í spiliđ og hvítur ţurfti ađ ţrćđa einstigi til ađ ná jafntefli.

EM 2017_3rd_Hjorvar_4

Pantsulaia fann ekki réttu leiđina og í stöđumyndinni ađ ofan var loks síđasti séns á vinningi. Međ ţví ađ skáka á g2 (í stađ ..Dxf3) stendur svartur til vinnings. Eftir Kd3 kemur ...Hd8+ og í kjölfariđ fellur hrókinn á b3. Í stađinn missti Hjörvar ţráđinn, hann átti enn ţráskák á nokkrum stöđum eftir ţetta en ţess í stađ fjarađi skákin út í tap sem er einstaklega grátlegt og í raun ósanngjarnt.

Úrslitin í ţessari skák ţýddu ađ úrslitin voru ráđin og skák Héđins gat ţví ekki haft áhrif á niđurstöđuna.

 

1.borđ Héđinn hvítt gegn Mchelidshvili

EM2017_3rd_hedinn

Héđinn beitti Saemisch afbrigđinu í Nimzo međ ţví ađ leika strax 4.a3 eftir ...Bb4. Mér fannst Héđinn fá týpíska "Héđins-stöđu" međ hlutina ađ mestu undir control og hvítur klárlega međ betra tafl.

EM 2017_3rd_Hedinn_1

Ţrátt fyrir ađ hvítur hafi "betra í blöđunum" ţá er erfitt ađ bćta hvítu stöđuna. Segja má ađ nokkurt dýnamískt jafnvćgi sé í stöđunni og hvítur ţarf ađ vanda sig gríđarlega. Líklega var planiđ sem Héđinn valdi međ Kh2-h3 ađeins of mikiđ en hugmyndin var vćntanlega ađ valda h4 peđiđ og hóta ţá Rxg6 og e5 í einhverjum stöđum án ţess ađ tapa tempói eftir ...Rf5.

Mchedlishvili nýtti sér hinsvegar kóngsstöđuna á h3 og ţar sem hvítur átti erfiđara um vik ađ finna leiki sem bćta stöđuna var Héđinn ţegar í tímahraki ţegar hann lék af sér skákinni.

EM2017_3rd_Hedinn_2

Hér lék Héđinn af sér skákinni í erfiđri stöđu međ Dc3?? Svartur drap á c3 og lék svo ...Ha3.

Niđurstađan í raun sorglegt 0.5-3-5 tap sem var alltof stórt miđađ viđ gang mála. Á tímabili fannst mér stöđurnar hjá Héđni og Hannesi vćnlegar til útflutnings og Hjörvar átti gríđarlegan séns á vinningi eins og fariđ var yfir ađ ofan.

Tapiđ ţýđir ađ viđ teflum niđur fyrir okkur á morgun og á "matseđlinum" verđur sveit Portúgal. Viđ eigum í raun harma ađ hefna ţar sem ađ jafntefli gegn Portúgal í Baku 2016 kostađi okkur möguleikann á frábćrum árangri. Stund hefndarinnar mun renna upp á morgun!

Clipboard05

 

Á efstu borđunum gerđu Hollendingar og Ungverjar jafntefli á efsta borđi 2-2

EM2017_Hungary_Netherlands

 

Ţetta gaf Rússum fćri á ađ taka forystuna og ţeir gerđu ţađ međ 2.5-1.5 sigri á Tékkum ţar sem Nepo réđ úrslitum á öđru borđi.

EM2017_3rd_Czech_Russia

 

Kafteinninn kveđur frá Krít!

EM2017_3rd_capitano

Ingvar.

 

 

P.s.

 

Hér er snapchat story dagsins ađ vanda. Addiđ mér á snapchat Ingvar77


EM landsliđa: Portúgal á morgun

P1050049

Ísland mćtir Portúgal í fjórđu umferđ Evrópumóts landsliđa sem fram fer á morgun. Sveit Portúgala er međ međalstigin 2433 skákstig á móti 2527 međalstigum íslenska liđsins. Portúgalar eru ţó sýnd veiđi en ekki gefin en ţeir unnu Finna, nokkuđ óvćnt, í annarri umferđ 3-1 og töpuđu naumlega fyrir Króötum í fyrstu umferđ. Portúgalar hafa ekki tekiđ ţátt í EM síđan 2001.

Sveit Portúgala

Clipboard05


Ísland er nú í 31. sćti 40 liđa međ 2 stig og 7 vinninga. Ţrátt fyrir ţađ er Ísland í öđru sćti "Norđurlandakeppninnar" á eftir Norđmönnum sem unnu Fćreyinga 3-1. í dag. Í öđrum "Derby-slag" í dag unnu Finnar Dani 2˝:1˝. 

Stađan í Norđurlandakeppninni (sćti í sviga)

  1. (21) Noregur 3 stig 
  2. (31) Ísland 2 stig
  3. (33) Finnland 2 stig
  4. (35) Fćreyjar 1 stig
  5. (38) Danmörk 0 stig

Svíar taka ekki ţátt.

Rússar eru efstir međ fullt hús stiga einir liđa í opnum flokki. Fjögur lönd hafa fullt hús stiga í kvennaflokki.

 


Andri hlaut 1 vinning í dag í Uppsölum

471_Andri_Freyr_Bjorgvinsson-281x300Akureyringarnir Andri Freyr Björgvinsson (1937) og Símon Ţórhallsson (2027) taka ţessa dagana ţátt í alţjóđlegu unglingamóti í Uppsölum í Svíţjóđ. Í dag voru tefldar tvćr umferđir og fékk Andri Freyr einn vinning í ţeim en Símon hálfan.

Eftir sex umferđir hefur Andri Freyr hlotiđ 2,5 vinninga en Símon 1,5 vinninga.

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun međ sjöundu umferđ

Heimasíđa mótsins

 


Stórt tap gegn Georgíu - Hannes međ jafntelfi

Hjörvar og Héđinn

Íslenska liđ steinlá fyrir liđi Georgíu í ţriđju umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag á Krít. Úrslitin urđu 3˝-˝. Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust. Til ađ byrja međ leit umferđin vel út en svo fór ađ halla undir fćti. Guđmundur Kjartansson tapađi fyrstur. Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi afar spennandi skák á 2. borđi en missti af jafnteflisleiđ í tímahraki og tapađi. Hannes Hlífar Stefánsson gerđi öruggt jafntefli á ţriđja borđi og er taplaus. Héđinn lenti í vandrćđum uppúr 30. leik og náđi ekki ađ verja stöđuna.

P1050049

Svekkjandi tap. Ţađ sjöunda í röđ gegn Georgíu á Ólympíuskákmótum og EM landsliđa. Okkur gengur greinilega ekki vel á móti Georgíumönnum. 

Ekki liggur enn fyrir viđ hverja Ísland teflir viđ á morgun. Umferđ morgundagsins hefst kl. 13. 

Ingvar fer frekar yfir gang mála síđar. 

 


Fjórir efstir og jafnir í Bikarsyrpu helgarinnar

20171029_180810-1024x576

Blikapilturinn knái, Gunnar Erik Guđmundsson, sigrađi í ţriđja móti Bikarsyrpu TR sem fram fór um nýliđna helgi. Eftir ćsispennandi lokasprett ţar sem síđustu skákinni lauk ekki fyrr en ađ ganga sjö ađ kveldi sunnudags varđ úr ađ hvorki fleiri né fćrri en fjórir keppendur komu jafnir í mark međ 5,5 vinning af sjö mögulegum. Ásamt Gunnari voru ţađ Benedikt Briem, Magnús Hjaltason og Kristján Dagur Jónsson. Gunnar var sjónarmun á undan Benedikt sem hlaut annađ sćtiđ, en ađeins munađi hálfu mótsstigi (samanlagđir vinningar andstćđinga) á ţeim félögum. Ţriđja sćtiđ féll svo Magnúsi í skaut en Kristján Dagur var mjög skammt undan. Efst stúlkna var Batel Goitom Haile sem dró 5 vinninga ađ landi ţrátt fyrir ađ missa af einni umferđ. Ekki langt á eftir, međ 4,5 vinning, komu liđsfélagar Batel hjá TR, ţćr Ásthildur Helgadóttir og Anna Katarina Thoroddsen.

Bikarsyrpuhelgarnar eru langar og strangar en ađ sama skapi sérlega skemmtilegar og spennandi ásamt ţví ađ vera mikilvćgar fyrir börnin sem fá dýrmćta reynslu og góđa ćfingu. Mótiđ nú var hiđ fjölmennasta í tvö ár, og raunar ţađ nćstfjölmennasta frá upphafi Bikarsyrpunnar, en alls tóku ţátt 33 efnilegir skákkrakkar og var ánćgjulegt ađ sjá ađ ţriđjungur ţeirra var stúlkur. Ţá voru 60% keppenda stigalaus, ţ.e. ekki komin inn á hinn rómađa Elo-stigalista, en ţađ er töluverđ aukning eftir ađ ţeim hafđi fćkkađ fullmikiđ. Bikarsyrpumótin eru nefnilega prýđis tćkifćri fyrir ţau börn sem eru styttra á veg komin í skáklistinni til ađ bćta sig gegn hinum reyndari.

Allt mótahald fór vel fram og voru börnin til mikillar fyrirmyndar viđ skákborđin jafnt sem utan ţeirra og fá ţau ţakkir fyrir sína ţátttöku. Foreldrar og forráđamenn eiga líka hrós skiliđ fyrir sína ađkomu enda ekki sjálfgefiđ ađ taka heila helgi undir stífa taflmennsku. Ástundunin skilar sér ţó margfalt til barnanna – ţađ sjá ţeir best sem mest fylgjast međ, bćting ţeirra viđ skákborđin er óumdeilanleg.

Sjáumst í nćsta móti, helgina 16.-18. febrúar!

  • Öll úrslit helgarinnar má sjá hér og ţá er stór hluti skákanna ađgengilegur hér

Nánar á heimasíđu TR.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 8778814

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband