Leita í fréttum mbl.is

EM Landsliða - Liðsstjórapistill 3. umferðar

P1050049Í gær vannst sigur á Albönum en verkefni dagsins var öllu erfiðara, grjóthörð sveit Georgíumanna. Við bjuggust við að hinn litríki Baadur Jobava myndi tefla með Georgíumönnum en hann var eitthvað slappur og úr varð að hann hvíldi gegn okkur. 

Tölfræðin var ekki okkur í vil þegar sagan var skoðuð í morgun. Íslendingar og Georgíumenn hafa mæst sex sinnum í sveitakeppni, þrisvar sinnum á Ólympíumótum og þrisvar á Evrópumóti. Georgíumenn hafa unnið í öll sex skiptin....það er svo sannarlega ólseigt í þeim Zurab og félögum þó að Azminn hafi lagt kónginn á hilluna.

 

 

Clipboard02

 

Förum yfir stöðu mála í dag og höfum sama ganginn og í gær með því að fara yfir skákirnar í þeirri röð sem þær kláruðust.

4.borð Gummi svart gegn Luka Paichadze

EM2017_3rd_Gummi

Upp kom Caro-Kann vörn í þessari skák eins og Gummi átti von á. Mér fannst á andstæðingi hans í byrjuninni að hann hefði ekki átt von á því og tók hann sér tíma í að ákveða hvað hann ætlaði að tefla. Upp koma advance afbrigðið með 3.e5 og hvítur valdi 4.h4 afbrigðið sem Gummi svaraði að bragði með 4...h5.

EM 2017_3rd_Gummi_1

Gummi hefði líklega getað fengið auðteflanlegra tafl með því að drepa á e3 aðeins fyrr en honum fannst staðan strax orðin "þjáning" eftir Rxd5 (sjá stöðumynd að ofan). Hvítur hefur einhvern veginn allt spilið og getur potað að vild á báðum vængjum.

 

EM 2017_3rd_Gummi_2

Hér er staðan orðin mjög erfið hjá Gumma. Hvítur hefur tekið yfir b- og c-línuna með hrókunum og menn hvíts standa vel. Á meðan er svartur með hræðilega drottningu á a7 og veik peð og liðatap nánast óumflýjanlegt.

 

EM 2017_3rd_Gummi_3

Georgíumaðurinn kláraði dæmið hér með týpisku "hvítur á leik og vinnur" trikki. Ég læt lesendum eftir að leysa það en hægt er að skoða skákina að neðan ef það vefst fyrir einhverjum.

 

 

3. borð Hannes hvítt gegn Jojua

EM2017_3rd_Hannes

Sikileyjarvörn kom á borðið hjá Hannesi en hafði frekar átt von á 1...e5

EM 2017_3rd_Hannes_1

Hugmyndin með c5 virist nokkuð góð og eftir drottningakaup fékk hann mun þægilegri stöðu og var ég nokkuð viss um að Hannes væri aldrei að fara að tapa þarna og týpísk staða sem hann getur kreyst eitthvað úr.

EM 2017_3rd_Hannes_2

Hannes bætti stöðuna jafnt og þétt en að sama skapi er hvíta staðan einhvern veginn komin í jakkafötin en hefur ekkert partý til að fara í. Skákin var meira og minna 10-11 leikir í viðbót af tilfærslum fram og til baka þar sem engin gerði neitt og jafntefli var svo samið.

Staðan hér því 0,5-1,5 Georgíumönnum í vil.

 

2. borð Hjörvar svart gegn Pantsulaia

EM2017_3rd_hjorvar

Þetta var klárlega mikilvægasta skákin í þessari viðureign og það var hér sem heilladísirnar hefðu mátt snúast.

Hjörvar hafði skoðað í þaula fyrir skákina hvernig hann ætlaði að mæta 1.Rf3 og 1.c4 og með ýmsar leikjaraðir í huga. Pantsulaia valdi 1.c4 og Hjörvar fór í tísku afbrigði með 2....Bb4.

Hjörvar fékk snemma gott forskot í liðsskipan í skiptum fyrir að gefa biskupaparið. Keppendur hrókuðu á sitthvorum vængnum og Hjörvar lét fljótt til skarar skríða.

EM 2017_3rd_Hjorvar_1

Í stöðumyndinni að ofan er Hjörvar nýbúinn að leika hinum kröftuga leik ...b5!? sem opnar línur á drottningarvæng. Einnig kom til greina að leika ...Rb4 strax en sá leikur kemur einnig í afbrigði Hjörvars.

 

EM 2017_3rd_Hjorvar_2

Strax í kjölfarið fann Hjörvar annan flottan tölvuleik þegar hann lék ...c5 sem hótar að opna enn fleiri línur í átt að hvíta kóngnum. Hjörvar tefldi framhaldið mjög vel og fékk myljandi sókn.

EM 2017_3rd_Hjorvar_3

Hér hefði Hjörvar mögulega getað kórónað magnaða skák með því að hörfa með biskupinn á f7 en það er að sama skapi mikill tölvuleikur. Hjörvar sem var mjög tæpur á tíma, tók hér á b1 sem lítur einnig mjög vel út. Í kjölfarið kom hinn hrókurinn í spilið og hvítur þurfti að þræða einstigi til að ná jafntefli.

EM 2017_3rd_Hjorvar_4

Pantsulaia fann ekki réttu leiðina og í stöðumyndinni að ofan var loks síðasti séns á vinningi. Með því að skáka á g2 (í stað ..Dxf3) stendur svartur til vinnings. Eftir Kd3 kemur ...Hd8+ og í kjölfarið fellur hrókinn á b3. Í staðinn missti Hjörvar þráðinn, hann átti enn þráskák á nokkrum stöðum eftir þetta en þess í stað fjaraði skákin út í tap sem er einstaklega grátlegt og í raun ósanngjarnt.

Úrslitin í þessari skák þýddu að úrslitin voru ráðin og skák Héðins gat því ekki haft áhrif á niðurstöðuna.

 

1.borð Héðinn hvítt gegn Mchelidshvili

EM2017_3rd_hedinn

Héðinn beitti Saemisch afbrigðinu í Nimzo með því að leika strax 4.a3 eftir ...Bb4. Mér fannst Héðinn fá týpíska "Héðins-stöðu" með hlutina að mestu undir control og hvítur klárlega með betra tafl.

EM 2017_3rd_Hedinn_1

Þrátt fyrir að hvítur hafi "betra í blöðunum" þá er erfitt að bæta hvítu stöðuna. Segja má að nokkurt dýnamískt jafnvægi sé í stöðunni og hvítur þarf að vanda sig gríðarlega. Líklega var planið sem Héðinn valdi með Kh2-h3 aðeins of mikið en hugmyndin var væntanlega að valda h4 peðið og hóta þá Rxg6 og e5 í einhverjum stöðum án þess að tapa tempói eftir ...Rf5.

Mchedlishvili nýtti sér hinsvegar kóngsstöðuna á h3 og þar sem hvítur átti erfiðara um vik að finna leiki sem bæta stöðuna var Héðinn þegar í tímahraki þegar hann lék af sér skákinni.

EM2017_3rd_Hedinn_2

Hér lék Héðinn af sér skákinni í erfiðri stöðu með Dc3?? Svartur drap á c3 og lék svo ...Ha3.

Niðurstaðan í raun sorglegt 0.5-3-5 tap sem var alltof stórt miðað við gang mála. Á tímabili fannst mér stöðurnar hjá Héðni og Hannesi vænlegar til útflutnings og Hjörvar átti gríðarlegan séns á vinningi eins og farið var yfir að ofan.

Tapið þýðir að við teflum niður fyrir okkur á morgun og á "matseðlinum" verður sveit Portúgal. Við eigum í raun harma að hefna þar sem að jafntefli gegn Portúgal í Baku 2016 kostaði okkur möguleikann á frábærum árangri. Stund hefndarinnar mun renna upp á morgun!

Clipboard05

 

Á efstu borðunum gerðu Hollendingar og Ungverjar jafntefli á efsta borði 2-2

EM2017_Hungary_Netherlands

 

Þetta gaf Rússum færi á að taka forystuna og þeir gerðu það með 2.5-1.5 sigri á Tékkum þar sem Nepo réð úrslitum á öðru borði.

EM2017_3rd_Czech_Russia

 

Kafteinninn kveður frá Krít!

EM2017_3rd_capitano

Ingvar.

 

 

P.s.

 

Hér er snapchat story dagsins að vanda. Addið mér á snapchat Ingvar77


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 191
  • Frá upphafi: 8764593

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband