Leita í fréttum mbl.is

Fjórir efstir og jafnir í Bikarsyrpu helgarinnar

20171029_180810-1024x576

Blikapilturinn knái, Gunnar Erik Guđmundsson, sigrađi í ţriđja móti Bikarsyrpu TR sem fram fór um nýliđna helgi. Eftir ćsispennandi lokasprett ţar sem síđustu skákinni lauk ekki fyrr en ađ ganga sjö ađ kveldi sunnudags varđ úr ađ hvorki fleiri né fćrri en fjórir keppendur komu jafnir í mark međ 5,5 vinning af sjö mögulegum. Ásamt Gunnari voru ţađ Benedikt Briem, Magnús Hjaltason og Kristján Dagur Jónsson. Gunnar var sjónarmun á undan Benedikt sem hlaut annađ sćtiđ, en ađeins munađi hálfu mótsstigi (samanlagđir vinningar andstćđinga) á ţeim félögum. Ţriđja sćtiđ féll svo Magnúsi í skaut en Kristján Dagur var mjög skammt undan. Efst stúlkna var Batel Goitom Haile sem dró 5 vinninga ađ landi ţrátt fyrir ađ missa af einni umferđ. Ekki langt á eftir, međ 4,5 vinning, komu liđsfélagar Batel hjá TR, ţćr Ásthildur Helgadóttir og Anna Katarina Thoroddsen.

Bikarsyrpuhelgarnar eru langar og strangar en ađ sama skapi sérlega skemmtilegar og spennandi ásamt ţví ađ vera mikilvćgar fyrir börnin sem fá dýrmćta reynslu og góđa ćfingu. Mótiđ nú var hiđ fjölmennasta í tvö ár, og raunar ţađ nćstfjölmennasta frá upphafi Bikarsyrpunnar, en alls tóku ţátt 33 efnilegir skákkrakkar og var ánćgjulegt ađ sjá ađ ţriđjungur ţeirra var stúlkur. Ţá voru 60% keppenda stigalaus, ţ.e. ekki komin inn á hinn rómađa Elo-stigalista, en ţađ er töluverđ aukning eftir ađ ţeim hafđi fćkkađ fullmikiđ. Bikarsyrpumótin eru nefnilega prýđis tćkifćri fyrir ţau börn sem eru styttra á veg komin í skáklistinni til ađ bćta sig gegn hinum reyndari.

Allt mótahald fór vel fram og voru börnin til mikillar fyrirmyndar viđ skákborđin jafnt sem utan ţeirra og fá ţau ţakkir fyrir sína ţátttöku. Foreldrar og forráđamenn eiga líka hrós skiliđ fyrir sína ađkomu enda ekki sjálfgefiđ ađ taka heila helgi undir stífa taflmennsku. Ástundunin skilar sér ţó margfalt til barnanna – ţađ sjá ţeir best sem mest fylgjast međ, bćting ţeirra viđ skákborđin er óumdeilanleg.

Sjáumst í nćsta móti, helgina 16.-18. febrúar!

  • Öll úrslit helgarinnar má sjá hér og ţá er stór hluti skákanna ađgengilegur hér

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband