Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2016

Atskákmóti Reykjavíkur frestađ

Atskákmóti Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmóti Hugins, suđursvćđi sem átti ađ fara fram á mánudaginn 28. nóvember  hefur frestađ ţar sem FIDE setti lokaskák heimsmeistaraeinvígisins oní mótiđ. Ný dagsetning verđur tilkynnt mjög fljótlega. 


Guđmundur efstur eftir jafntefli viđ Helga Dam

2016-11-26 09.05.42Guđmundur Kjartansson (2438) gerđi jafntefli viđ Helga Dam Ziska (2551) í sjöttu umferđ Rúnavík Open sem fram fór gćrkvöldi. Guđmundur hefur 5,5 vinninga og hefur hálfs vinnings forskot á moldóska alţjóđlega meistarann Vladimir Hamitevici (2484). Helgi er ţriđji međ 4,5 vinninga. Jóhann Hjartarson (2541), Ţröstur Ţórhallsson (2417) og Vignir Vatnar Stefánsson (2417) hafa 4 vinninga og eru međal ţeirra sem eru í 4.-10. sćti. 

Jóhann gerđi jafntefli viđ spćnska stórmeistarann Miguel Munoz (2457), Ţröstur viđ danska alţjóđlega meistarann Simon Bekker-Jenssn (2473). Vignir vann Loft Baldvinsson (1961). Ţorvarđur F. Ólafsson (2182) átti skák gćrdagsins ţegar hann vann fćreyska alţjóđlega meistarann og landsliđsmanninn John Rodgaard (2338) í hörkuskák. Ţorvarđur hefur 3,5 vinninga ásamt Gauta Páli Jónssyni (2036).

2016-11-26 09.10.37

Í dag eru tefldar tvćr umferđir og hófst fyrri umferđ dagsins núna kl. 9. Ţá teflir Gummi viđ Bekker-Jensen og Ţröstur viđ Nikolaj Mikkelsen (2466). Íslendingaslagur er á ţriđja borđi en ţar mćtast Vignir og Jóhann. 

 

 


TORG-mót Fjölnis hefst kl. 11

IMG_2155

Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur međ happadrćtti og verđlaunahátíđ kl. 13:15.

Ađ venju verđur mikiđ um dýrđir á ţessu vinsćla skákmóti og fjöldi vinninga. Emmess ís býđur upp á ókeypis veitingar í skákhléi, Emmessís og Prins póló. Heiđursgestur mótsins verđur enginn annar en hinn vinsćli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamađur Ćvar Ţór og verđa fjögur árituđ eintök af nýjustu bókinni hans á  međal 20 ađalvinninga sem keppt er um. Ćvar Ţór mun ávarpa skáksnillingana í upphafi móts og leika fyrsta leik mótsins. Ađrir vinningar eru pítsur frá Pizzunni, íspakkar frá Emmess og gjafabréf frá fyrirtćkjum á Torginu í Hverafold í Grafarvogi. Nammipokar í happadrćtti. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sér um ađ skrá niđur alla sem vilja taka ţátt í mótinu og er mćlst til ţess ađ keppendur mćti tímanlega á mótsstađ. Áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til ađ taka félaga sína, vini og systkini međ sér á mótiđ, alla sem kunna ađ tefla. Kaffi á könnunni fyrir foreldra. Í fyrra mćtu tćplega 80 krakkar á grunnskólaaldri og ţeir verđa tćplega fćrri nú. Mótsstjóri verđur Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis.


Heimsmeistarinn jafnađi metin eftir magnţrungna skák - Karjakin missti af jafnteflisleiđ

2016-11-25_02-48-36__a9a399c4-b2b9-11e6-af2c-0e0329efa989

Magnus Carlsen (2853) jafnađi metin í magnţrunginni tíundu skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra í gćrkvöldi. Magnus hafđi hvítt og eins og svo oft áđur í einvígu var spćnski leikurinn fyrir valinu. Magnus breytti fljótlega út af hefđbundum leiđum og eftir 10 leiki var kominn upp stađa sem hefur aldrei sést áđur.

2016-11-24_21-29-47__1fe6a7de-b28d-11e6-af2c-0e0329efa989

Í 19. leik gaf Carlsen Karjakin möguleiki á ađ ná fram ţrátefli en áskorandinn missti af ţví tćkifćri. Í nćsta leik fékk Karjakin annađ tćkifćri til jafnteflis en missti af ţví einnig.

Magnus fékk upp umtalsvert sterkari stöđu og hélt áfram ađ ţrýsta á áskorandann. Eftir afleik áskorandans í 56. leik braust Magnus í geng - vann peđ og skákina 18 leikjum síđar.

Skođum nokkur merkilega augnablik skákarinnar í gćr. Fyrst stađan eftir 18. leik svarts 18...Be6

Carlsen-Karjakin15


Hér leik Carlsen 19. Be6? fxe6 og hér á hvítur ekkert annađ en 20. Rd2.

Carlsen-Karjakin16


Svartur lék 20...d5?. Honum yfirsást ađ eftir 20...Rxf2+ 21. Kg2 Rh4+! á hvítur ekkert betra en 22. Kg1 (22. gxh4 Dg6+) og svartur getur ţráskákađ međ 22...Rh3+ 23. Kh1 Rf2+.

Carlsen svarađi međ 21. Dh5 og aftur missti Karjakin af tćkifćri til ađ ná jafntefli en nú mun erfiđara ađ sjá. 

Carlsen-Karjakin18

 

Áskorandinn lék 21...Rg5? Hins vegar hafđi 21...Rxf2+! 22. Kg2 Df7! (hótar 23...Rf4+) 23. Kg1 (23. De2 Rh4+) 23...Df6! leitt til jafnteflis ţví hvítur á ekkert en ađ ţrátefla. 

Magnus svarađi međ 22. h4 og skákin tefldist 22...Rf3 23. Rxf3 Hxf3 24. Dxf3 Hxf3 25. Kg2 Hf7 26. Hfe1?

Carlsen-Karjakin19


Nú missti Karakin ađ upplögđu tćkifćri til tafljöfnunar međ 25...Haf8 ţar sem 26. He2 er svarađ međ 26...dxe4 27. dxe4 Rf4+! Hvítur hafđi ţví ţurft ađ viđurkenna mistök sína og leika 26. Hf1.

Eftir ţetta fékk Karjakin ekki fleiri tćkifćri ţví heimsmeistarinn bćtti stöđu sína jafnt og ţétt. Eftir 56...leik áskorandans 56...Hh8-h7?? (56...Rh6 hefđi gert hvítum miklu erfiđara fyrir) kom ţessi stađa upp. 

Carlsen-Karjakin21

57. b5! cxb5 58. Hxb5 d4 59. Hb6 og hvítur vann e-peđiđ og skákina 16 leikjum síđar. 

Engin veginn gallalaus skák hjá ţeim félögum en Magnús nýtti tćkifćriđ (eđa tćkifćrin) afar vel. Magnus var afar kátur ađ skák lokinni og alveg ljóst á blađamannafundinum ađ Karjakin hafđi alveg misst af ţessum Rxf2-brellum sem hefđu tryggt honum jafntefli.

Frídagur er í dag en ellefta skákin verđur tefld á morgun. Tólfta og síđasta skákin verđur svo tefld á mánudaginn.

Nánari fréttir af atburđarrás gćrdagsins má finna á Chess.com, Chess24 og Mattogpatt.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins. Í gćr voru nákvćmlega 25 ár síđan Freddie Merucy lést.

 

 


TORG-mót Fjölnis á morgun

IMG_2155

Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur međ happadrćtti og verđlaunahátíđ kl. 13:15.

Ađ venju verđur mikiđ um dýrđir á ţessu vinsćla skákmóti og fjöldi vinninga. Emmess ís býđur upp á ókeypis veitingar í skákhléi, Emmessís og Prins póló. Heiđursgestur mótsins verđur enginn annar en hinn vinsćli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamađur Ćvar Ţór og verđa fjögur árituđ eintök af nýjustu bókinni hans á  međal 20 ađalvinninga sem keppt er um. Ćvar Ţór mun ávarpa skáksnillingana í upphafi móts og leika fyrsta leik mótsins. Ađrir vinningar eru pítsur frá Pizzunni, íspakkar frá Emmess og gjafabréf frá fyrirtćkjum á Torginu í Hverafold í Grafarvogi. Nammipokar í happadrćtti. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sér um ađ skrá niđur alla sem vilja taka ţátt í mótinu og er mćlst til ţess ađ keppendur mćti tímanlega á mótsstađ. Áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til ađ taka félaga sína, vini og systkini međ sér á mótiđ, alla sem kunna ađ tefla. Kaffi á könnunni fyrir foreldra. Í fyrra mćtu tćplega 80 krakkar á grunnskólaaldri og ţeir verđa tćplega fćrri nú. Mótsstjóri verđur Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis.


Guđmundur međ fullt hús og vinningsforskot í Rúnavík

2016-11-24 15.02.22

Guđmundur Kjartansson (2438) er í miklu stuđi á alţjóđlega mótinu í Rúnavík í Fćreyjum. Í fimmtu umferđ sem fram fór í dag vann hann spćnska stórmeistarann Miguel Munoz (2457) í vel tefdri skák. Jóhann Hjartarson (2541), sem vann John Rodgaard (2338) og Ţröstur Ţórhallsson (2417) sem lagđi Loft Baldvinsson (1961) eru nćstir Íslendinganna međ 3,5 vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson (2299) gerđi gott jafntefli gegn Rögva Egilstoft Nielsen (2347) og hefur 3 vinninga.

2016-11-24 14.57.29

Sjötta umferđ fer fram á morgun. Ţá teflir Gummi viđ Helga Dam Ziska (2551), Jóhann viđ áđurnefndan Munoz, Ţröstur viđ Simon Bekker-Jensen (2473) og Vignir viđ Loft. 

2016-11-24 14.47.19

Mennirnir á bakviđ mótshaldiđ eru ţeir Finnbjörn Vang, forseti fćreyska skáksambandsins og Hans Hjalti Skaale, yfirdómari mótsins. Ţeir hafa stađiđ afskaplega vel ađ mótinu sem er fćreyska skáksambandinu til mikils sóma.

 

 


Bragi og Ţór efstir á minningarmóti um Birgi Sigurđsson

Ćsir í Ásgarđi tefldu í minningu Birgis Sigurđssonar síđasta ţriđjudag. Birgir var formađur skákfélagsins fyrstu 13 ár ţessara aldar. Ţrjátíu og einn skákvíkingur tóku ţátt í mótinu, margir mjög sterkir skákmenn.

Ţađ var hart barist um efstu sćtin og má segja ađ sjö hafi barist um efstu sćtin alveg fram ađ seinustu umferđ. Úrslitin urđu ţau ađ Bragi Halldórsson og Ţór Valtýsson skildu jafnir međ átta vinninga af tíu í fyrsta til öđru sćti en Bragi var örlítiđ hćrri á stigum og fékk gulliđ.

Ţađ var líka hart barist um bronsiđ, ţar áttust viđ Sćbjörn Larsen og Kristján Stefánsson báđir međ 7 vinninga. Síđan komu ţrír jafnir í fimmta til sjöunda sćti, ţeir Björgvin Víglundsson, Össur Kristinsson og Gunnar Örn Haraldsson allir međ sex og hálfan vinning.

Björgvin hefur nú oftast veriđ efstur á mótum hjá okkur ţegar hann tekur ţátt en varđ ađ sćtta sig viđ fimmta sćti núna, ţađ sýnir hvađ ţetta mót var vel mannađ.

Nánari úrslit.

1-2              Bragi Halldórsson                   8 vinninga   49.0

                   Ţór Valtísson                 8                 48.5

3-4              Sćbjörn Larsen              7                 46.0

                   Kristján Stefánsson       7                 44.5

5-7              Björgvin Víglundsson    6.5    

                   Össur Kristinsson                   6.5

                   Gunnar Örn Haraldsson          6.5

8-11            Guđfinnur R Kjartansson        6

                   Gísli Gunnlaugsson       6

                   Kristinn Bjarnason                  6

                   Jóhann Larsen               6

12               Erlingur Hansson           5.5

13-21          Friđgeir K Hólm            5

                   Páll G Jónsson               5

                   Ásgeir Sigurđsson                   5

                   Ţorsteinn Ţorsteinsson  5

                   Valdimar Ásmundsson  5

                   Sigurđur Ţórđarson       5

                   Magnús V Pétursson     5

Gísli Árnason                5

Jón Víglundsson            5

Nćstu tíu skákmenn voru međ örlítiđ fćrri vinninga ađ ţessu sinni.                 


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nćr ekki ađ brjóta niđur varnir Karjakins

GDT10G9NTÉg hef aldrei haft mikla trú á varnargirđingum,“ sagđi Magnús Carlsen eftir ađ fjórđu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í New York gegn Sergei Karjakin lauk rétt eftir miđnćtti í gćr međ jafntefli eftir 94 leiki í gćr. Samt tókst honum ekki ađ brjóta niđur ţann varnarmúr sem Karjakin reisti eftir ađ hafa fariđ halloka í byrjun tafls og mátti eftir ţađ verjast í óhagstćđu endatafli ţar sem Magnús naut biskupaparsins í ţess konar stöđu sem honum tekst yfirleitt ađ leiđa til lykta međ sigri. Í ţriđju skákinni lét Norđmađurinn einnig upplögđ vinningsfćri ganga sér úr greipum. Fyrstu fjórum skákunum hefur ţví lokiđ međ jafntefli en á dagskrá eru 12 skákir, helmingi fćrri en í heimsmeistaraeinvígjum áranna 1951-'72 og 1985-'93 . Verđi jafnt munu viđureignir međ styttri umhugsunartíma ráđa ţví hvort Magnús Carlsen haldi titlinum eđa Rússar eignist heimsmeistara ađ nýju.

Karjakin hefur reynst erfiđari viđureignar en margir bjuggust viđ. Til samanburđar má geta ţess ađ Indverjanum Wisvanathan Anand tókst ekki ađ vinna nema eina skák í ţeim tveim einvígjum sem hann háđi viđ Magnús árin 2013 og 2014 en samtals tefldu ţeir 21 skákir. Karjakin virđist gera sér jafntefli ađ góđu í hverri skák en er líklegur til ađ skipta um takt á lokasprettinum ţegar spennan og álagiđ á keppendur mun aukast. Norskir fjölmiđlar eru ekki alls kostar ánćgđir međ sinn mann og ţarlendir sérfrćđingar sem kallađir hafa veriđ til telja ađ Magnús tefli undir getu. Fyrstu tvćr skákirnar ţóttu fremur daufar en tvćr ţćr síđustu hafa haldiđ athygli skákáhugamanna fanginni klukkustundum saman um allan heim. Í ţeirri ţriđju, maraţon-viđureign sem stóđ í nćstum sjö klukkkustundir, virtist sigurinn blasa viđ Magnúsi ţegar hér var komiđ sögu:

New York 2016; 3. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

GDT10G9SN72. Hb7??

Hann gat unniđ međ ţví ađ virkja kónginn, 72. Hf7+!, t.d. 72. ... Ke4 73. Kg4! Ha1 74. Rc6 og vinnur.

72. ... Ha1! 73. Hb5+

Eftir 73. Rc4 h3! er svartur sloppinn.

73. ... Kf4 74. Hxb4+

Vandinn er sá ađ 74. Kxh4 er svarađ međ 74. ... Hh1 mát!

74. ... Kg3! 75. Hg4+ Kf2 76. Rc4 h3 77. Hh4 Kg3 78. Hg4+ Kf2

Jafntefli.

Sl. ţriđjudag sat Karjakin í leiđindastöđu lengi vel. Hann taldi ađ varnir gćtu vart haldiđ nćđi Magnús ađ finna bestu áćtlunina:

New York 2016; 4. einvígisskák:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

GDT10G9SC45. ... f4?

„Ég loka,“ er yfirlýsingin sem fylgir ţessum leik. Carlsen varđ starsýnt á b3-reitinn fyrir kónginn en frábćra vinningsmöguleika var ađ hafa međ 45. .. Be6! ţví hvítur neyđist fyrr eđa síđar til ađ skipta upp á f5 og ţá opnast leiđir fyrir svarta kónginn.

46. Bd4! Bc7 47. Rf2!

Setur upp varnargirđingu. Magnús hélt međ kónginn til b3 – og raunar til a2 síđar – en hvíti kóngurinn varđist ţá frá c1-reitnum. Enga glufu var ađ finna í ţessari ţvergirđingu hins „nýja varnarmálaráđherra Pútíns“ eins og einhver kallađi Karjakin eftir skákina. Jafntefli var samiđ eftir 94 leiki.

Fimmta einvígisskákin er á dagskrá í kvöld og hefst kl. 19 ađ íslenskum tíma og hefur Magnús hvítt. Hćgt er ađ fylgjast međ á ýmsum vefsvćđum, t.d. Chess24, ICC og Chess.bomb svo dćmi séu tekin.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. nóvember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Carlsen í nauđvörn gegn Karjakin en hélt jafntefli

2016-11-24_01-05-41__1e516bda-b1e2-11e6-b984-0e0329efa989
Níunda skák heimsmeistaraeinvígisins var ćsispennandi og afar vel tefld ađ beggja hálfu. Karjakin hafđi hvítt og beitti Carlsen spćnska leiknum og breytti sjálfur út af frá fyrir skákum í sjötta leik ţegar hann lék 6...Bc5.

Carlsen fórnađi peđi og fékk og tók Karjakin á sig peđaveikleika í stađinn. Spennan var gríđarleg í lok fyrstu setunnar ţar sem Carlsen var í miklu tímahraki. Karjakin eyddi nánast öllum sínum tíma og lagđi ekki í besta leikinni. Valdi leik ţar sem Carlsen komst út í endatafl peđi undir en ekki hćgt ađ vinna fyrir Rússann. 

Skođum nokkur athyglisverđ augnablik í skákinni. Eftir 11...0-0 hjá Carlsen kom ţessi stađa upp.

Karjakin-Carlsen1


Karjakin lék 12. Rxb5 og vinnur peđ. Karjakin var svo peđi yfir alla skákina. Carlsen svarađi međ 12...Bg4 13. Bc2 exd4 14. Rbxd4 Rxd4 15. cxd3 Bxf4 16. gxf3 Rh5.

Karjakin-Carlsen3


Hvítur er peđi yfir en svartur međ virkari stöđu. Greinilegt var ađ keppendurnir voru međ  byrjunarleikina á hreinu og tefldu mjög hratt. Ţađ var ekki fyrr en í 21. leik ađ Carlsen fór ađ nota tímann fyrir alvöru.

Eftri 32. leik Karjakin Dc4 kom ţessi stađa upp.

Karjakin-Carlsen4


Carlsen lék hér ótrúlegum leik 32...Hb5! sem býđur upp á fjölskylduleppun 33. Ba4 sem svarađ yrđi međ 33...Df5! Karjakin lék ţví 33. Dc2 fremur. Upp komu ótrúlegar flćkjur sem var bersýnilega mjög vanteflt hjá Carlsen. Sá norski leysti vandamálin međ nánast engan tíma eftir á klukkunni. Eftir 38. leik hvíts Kg2 kom ţessi stađa upp.

Karjakin-Carlsen5

 

Carlsen eyddi nánast öllum tímanum sínum og lék 38...Re7 og ţá var komiđ ađ Karjakin ađ hugsa og eyđa nánast öllum sína. 

Karjakin-Carlsen6


Hér setur 39. Db3! heimsmeistarann í mikil vandrćđi. Hann á sennilega ekkert betra 39...Rf5 40. Bxf7+ Dxf7 41. Dxf7+ Kxf7 42. Hxh7+ Ke6 43. Hxc7 Rxd4 og hér hefur áskorandinn töluverđa vinningsmöguleika.

Karjakin lék hins vegar 39. Bxf7+? Kxf7 40. Dc4 Kg7 41. d5.

Karjakin-Carlsen7


Lítur ógnandi út en eftir 41...Rf5! 42. Bc3+ Kf8 43. Bxa1 Rxh4+ 44. Dxh4 Dxd5 er stađan bara jafntefli ţrátt ađ Karjakin hafi reynt ađ tefla ţessa skák áfram í um 30 leiki til viđbótar.

Karjakin-Carlsen8

 

Tíunda skákin fer fram í kvöld og hefst kl. 19. 

Nánari fréttir af atburđarrás gćrdagsins má finna á Chess.com, Chess24 og Mattogpatt.

Félagarnir voru báđir kampakátir á blađamannafundinum eftir skák.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins:

 

 

 


Guđmundur einn efstur í Rúnavík međ fullt hús - Vignir međ jafntefli viđ stórmeistarann

2016-11-23 15.04.01

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2438) er efstur međ fullt hús ađ lokinni fjórđu umferđ Rúnavík Open sem fram fór í gćr. Guđmundur gerđi sér lítiđ fyrir og vann stórmeistarann Jóhann Hjartarson (2541). Loftur Baldvinsson (1961) er heldur betur vaknađur og nćstefstur Íslendinganna međ 3 vinninga eftir góđan sigur á fćreyska FIDE-meistaranum Olaf Berg (2323) í gćr.

Gauti og Hans Kristian

Vignir Vatnar Stefánsson (2299) gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson (2417). Gauti Páll Jónsson FIDE-meistarann Hans Krisian Simonsen (2148).

Vignir og Ţröstur

Jóhann, Vignir, Ţröstur og Gauti Páll hafa 2,5 vinninga. Ţorvarđur F. Ólafsson (2182) hefur 2 vinninga og Heimir Páll Ragnarsson 1,5 vinninga eftir ađ hafa tapađ fyrir FIDE-meistaranum Rógva Egilstoft Nielsen (2370) í mjög flókinni skák. 

Fjórđa umferđ hefst kl. 15 í dag. Guđmundur teflir viđ spćnska stórmeistarann Miguel Munoz (2457), Loftur teflir viđ Ţröst, Jóhann mćtir fćreyska alţjóđlega meistaranum John Rodgaard (2338), Gauti viđ danska alţjóđlega meistarann Nikolaj Mikkelsen (2466) og Vignir viđ fćreyska FIDE-meistarann Rógvi Egilstoft Nielsen (2347).

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 242
  • Frá upphafi: 8764931

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband