Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nćr ekki ađ brjóta niđur varnir Karjakins

GDT10G9NTÉg hef aldrei haft mikla trú á varnargirđingum,“ sagđi Magnús Carlsen eftir ađ fjórđu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í New York gegn Sergei Karjakin lauk rétt eftir miđnćtti í gćr međ jafntefli eftir 94 leiki í gćr. Samt tókst honum ekki ađ brjóta niđur ţann varnarmúr sem Karjakin reisti eftir ađ hafa fariđ halloka í byrjun tafls og mátti eftir ţađ verjast í óhagstćđu endatafli ţar sem Magnús naut biskupaparsins í ţess konar stöđu sem honum tekst yfirleitt ađ leiđa til lykta međ sigri. Í ţriđju skákinni lét Norđmađurinn einnig upplögđ vinningsfćri ganga sér úr greipum. Fyrstu fjórum skákunum hefur ţví lokiđ međ jafntefli en á dagskrá eru 12 skákir, helmingi fćrri en í heimsmeistaraeinvígjum áranna 1951-'72 og 1985-'93 . Verđi jafnt munu viđureignir međ styttri umhugsunartíma ráđa ţví hvort Magnús Carlsen haldi titlinum eđa Rússar eignist heimsmeistara ađ nýju.

Karjakin hefur reynst erfiđari viđureignar en margir bjuggust viđ. Til samanburđar má geta ţess ađ Indverjanum Wisvanathan Anand tókst ekki ađ vinna nema eina skák í ţeim tveim einvígjum sem hann háđi viđ Magnús árin 2013 og 2014 en samtals tefldu ţeir 21 skákir. Karjakin virđist gera sér jafntefli ađ góđu í hverri skák en er líklegur til ađ skipta um takt á lokasprettinum ţegar spennan og álagiđ á keppendur mun aukast. Norskir fjölmiđlar eru ekki alls kostar ánćgđir međ sinn mann og ţarlendir sérfrćđingar sem kallađir hafa veriđ til telja ađ Magnús tefli undir getu. Fyrstu tvćr skákirnar ţóttu fremur daufar en tvćr ţćr síđustu hafa haldiđ athygli skákáhugamanna fanginni klukkustundum saman um allan heim. Í ţeirri ţriđju, maraţon-viđureign sem stóđ í nćstum sjö klukkkustundir, virtist sigurinn blasa viđ Magnúsi ţegar hér var komiđ sögu:

New York 2016; 3. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

GDT10G9SN72. Hb7??

Hann gat unniđ međ ţví ađ virkja kónginn, 72. Hf7+!, t.d. 72. ... Ke4 73. Kg4! Ha1 74. Rc6 og vinnur.

72. ... Ha1! 73. Hb5+

Eftir 73. Rc4 h3! er svartur sloppinn.

73. ... Kf4 74. Hxb4+

Vandinn er sá ađ 74. Kxh4 er svarađ međ 74. ... Hh1 mát!

74. ... Kg3! 75. Hg4+ Kf2 76. Rc4 h3 77. Hh4 Kg3 78. Hg4+ Kf2

Jafntefli.

Sl. ţriđjudag sat Karjakin í leiđindastöđu lengi vel. Hann taldi ađ varnir gćtu vart haldiđ nćđi Magnús ađ finna bestu áćtlunina:

New York 2016; 4. einvígisskák:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

GDT10G9SC45. ... f4?

„Ég loka,“ er yfirlýsingin sem fylgir ţessum leik. Carlsen varđ starsýnt á b3-reitinn fyrir kónginn en frábćra vinningsmöguleika var ađ hafa međ 45. .. Be6! ţví hvítur neyđist fyrr eđa síđar til ađ skipta upp á f5 og ţá opnast leiđir fyrir svarta kónginn.

46. Bd4! Bc7 47. Rf2!

Setur upp varnargirđingu. Magnús hélt međ kónginn til b3 – og raunar til a2 síđar – en hvíti kóngurinn varđist ţá frá c1-reitnum. Enga glufu var ađ finna í ţessari ţvergirđingu hins „nýja varnarmálaráđherra Pútíns“ eins og einhver kallađi Karjakin eftir skákina. Jafntefli var samiđ eftir 94 leiki.

Fimmta einvígisskákin er á dagskrá í kvöld og hefst kl. 19 ađ íslenskum tíma og hefur Magnús hvítt. Hćgt er ađ fylgjast međ á ýmsum vefsvćđum, t.d. Chess24, ICC og Chess.bomb svo dćmi séu tekin.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. nóvember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765255

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband