Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2016

TORG-mót Fjölnis á laugardaginn

IMG_2155

Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur međ happadrćtti og verđlaunahátíđ kl. 13:15.

Ađ venju verđur mikiđ um dýrđir á ţessu vinsćla skákmóti og fjöldi vinninga. Emmess ís býđur upp á ókeypis veitingar í skákhléi, Emmessís og Prins póló. Heiđursgestur mótsins verđur enginn annar en hinn vinsćli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamađur Ćvar Ţór og verđa fjögur árituđ eintök af nýjustu bókinni hans á  međal 20 ađalvinninga sem keppt er um. Ćvar Ţór mun ávarpa skáksnillingana í upphafi móts og leika fyrsta leik mótsins. Ađrir vinningar eru pítsur frá Pizzunni, íspakkar frá Emmess og gjafabréf frá fyrirtćkjum á Torginu í Hverafold í Grafarvogi. Nammipokar í happadrćtti. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sér um ađ skrá niđur alla sem vilja taka ţátt í mótinu og er mćlst til ţess ađ keppendur mćti tímanlega á mótsstađ. Áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til ađ taka félaga sína, vini og systkini međ sér á mótiđ, alla sem kunna ađ tefla. Kaffi á könnunni fyrir foreldra. Í fyrra mćtu tćplega 80 krakkar á grunnskólaaldri og ţeir verđa tćplega fćrri nú. Mótsstjóri verđur Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis.


Jólaskákmót TR og SFS fer fram 27.-28.nóvember - skráningarfrestur rennur út á morgun

JólamotL_SFS_2016

 

Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 dagana 27.-28.nóvember. Sem fyrr verđur mótinu skipt í tvo hluta; yngri flokkur (1.-7.bekkur) og eldri flokkur (8.-10.bekkur).

Tefldar verđa 6 umferđir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 10 mín fyrir hverja skák. Ţátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-10.bekk. Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla og er ćskilegt ađ hver liđsstjóri stýri ekki fleiri en tveimur liđum. Engar takmarkanir eru á fjölda skáksveita hvers skóla. Í hverri skáksveit tefla 4 keppendur og má hver sveit hafa 0-2 varamenn.

Í yngri flokki verđur keppt í tveimur riđlum sunnudaginn 27.nóvember. Suđur riđill hefur keppni kl.10:30. Norđur riđill hefur keppni kl.14:00. Tvćr efstu sveitir hvors riđils mćtast í 4-liđa úrslitakeppni ţar sem sveitirnar mćtast innbyrđis í tvöfaldri umferđ (6 umferđir). Tvćr efstu stúlknasveitir hvors riđils mćtast einnig í 4-liđa úrslitakeppni međ sama fyrirkomulagi. Úrslitakeppnirnar fara fram mánudaginn 28.nóvember og hefjast kl.17:00. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum riđli. Ađ auki fá ţrjár efstu stúlknasveitir hvors riđils verđlaun. Ţrjár efstu sveitir úrslitakeppninnar fá jafnframt verđlaun.

Eldri flokkur hefst mánudaginn 28.nóvember kl.17:00. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Ađ auki fá ţrjár efstu stúlknasveitirnar verđlaun. Verđlaunaafhending eldri flokks fer fram strax ađ lokinni keppni.

Ţátttaka í báđa flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur eigi síđar en föstudaginn 25. nóvember. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ. Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is.


Guđmundur efstur í Rúnavík!

2016-11-23 09.40.50Guđmundur Kjartansson (2438) er í banastuđi á alţjóđlega mótinu í Rúnavík í Fćreyjum. Gummi vann moldóvska alţjóđlega meistarann og mikinn félaga sinn Vladimir Hamitevici (2484) í ţriđju umferđ sem fram fór í morgun.  Jóhann Hjartarson (2541) er nćstefstur Íslendinganna međ 2,5 vinninga eftir jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Nikolaj Mikkelsen (2466) í hörkuskák.

2016-11-23 09.42.40

Ţröstur Ţórhallsson (2417) sem tapađi fyrir helstu stjörnu Fćreyinga Helga Dam Ziska (2551) hefur 2 vinninga ásamt Lofti Baldvinssyni (1961), Ţorvarđi F. Ólafssyni (2182) og Vigni Vatnari Stefánssyni (2299) sem allir unnu í morgun. Gauti Páll Jónsson (2036) og Heimir Páll Ragnarsson (1695) hafa 1,5 vinning en ţeir unnu Nielsen-brćđurna í Horni. 

2016-11-23 14.59.35

Fjórđa umferđ hófst kl. 15. Ţar mćtast međal annars Jóhann og Guđmundur og Ţröstur og Vignir. 

 


Skáknámskeiđ í gangi á Seltjarnarnesi

NesiđLandsliđsflokkur í skák fór fram á Seltjarnarnesi síđastliđiđ vor. Í framhaldi af góđu samstarfi bćjaryfirvalda og Skáksambandsins var stefnt ađ frekara skákstarfi á Nesinu. Í haust og vetur hefur nemendum Grunnskólans veriđ bođiđ upp á skákkennslu einu sinni í viku eftir skóla. Kennt er í ţremur hópum, 3. bekk, 4. bekk og 5.-6. bekk. Kennslan fer fram í Selinu sem er félagsmiđstöđ skólans og sinnir Stefán Bergsson kennslunni. Ađ jafnađi hafa mćtt um 10-12 nemendur úr hverjum aldurshópi og er stefnt ađ ţátttöku skólans í sveitakeppnum síđar í vetur.


Atskákmót Reykjavíkur og atskákmót Hugins fer fram á mánudaginn

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi fer fram mánudaginn 28. nóvember nk. Mótiđ fer fram í félagsheimili Hugins, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 10 mínútur á skák + fimm sekúndur á hvern leik. Mótiđ hefst kl. 19:30 og verđur reiknađ til atskákstiga. Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt ţá bráđabani.

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Guđmundur Kjartansson og atskákmeistari Hugins er Hjörvar Steinn Grétarsson.

Verđlaun:

  • 1. 15.000
  • 2.  8.000
  • 3.  4.000

Ţátttökugjöld:

16 ára og eldri: 1.000 kr
15 ára og yngri:   500 kr.


Ţriđja mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 2.-4. desember

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 2. desember og stendur til sunnudagsins 4. desember. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Viđ endurtökum leikinn og höldum ađ auki međfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mćltist vel fyrir á síđastliđnu móti. Međ ţví gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukiđ tćkifćri á ađ spreyta sig áđur en ţćr taka ţátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verđa fimm umferđir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvćr hvorn daginn laugardag og sunnudag, en ađ öđru leyti verđur fyrirkomulag hiđ sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér ađ neđan.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá Bikarsyrpu III:

1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 3. desember kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 4. desember kl. 16.00 (sun)

Dagskrá Bikarmóts stúlkna:

1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
5. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ hvors móts fyrir sig.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfđ í umferđum 1-3). Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari hvors móts hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2.sćti og 3.sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1.sćti gefur 5 einkatíma, 2.sćti gefur 3 einkatíma og 3.sćti gefur 2 einkatíma.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur


Ţrír Íslendingar á toppnum í Runavík

2016-11-22 15.01.22

Önnur umferđ Runavik Open fór fram í dag. Almennt gekk vel hjá íslensku keppendum í dag og komu 5 vinningar í hús í átta skákum. Guđmundur Kjartansson (2438), Ţröstur Ţórhallsson (2417) og Jóhann Hjartarson (2541) unnu allir sínar skákir og eru í hópi níu keppenda sem hafa fullt hús. Loftur Baldvinsson (1961) vann einnig sína skák en Gauti Páll Jónsson (2036) og Heimir Páll Ragnarsson (1695) gerđu jafntefli í hörku skák. Fremur lítiđ hefur enn sem komiđ er veriđ um óvćnt úrslit og hafa hinir stigahćrri međ örfáum undantekningum unniđ hina stigalćgri. 

2016-11-22 15.02.55

Á morgun fćrist hins vegar heldur betur fjör í leikinn ţegar tefldar verđa tvćr umferđir. Hefst sú fyrri kl. 9 og sú síđari kl. 15. 

Afar góđar ađstćđur eru í Runavík og vćsir ekki um íslensku keppendurna. Í morgun buđu mótshaldarar í samstarfi viđ bćjaryfirvöld keppendum í Garđahúsiđ og var sú heimsókn afar vel lukkuđ. Á fimmtu- og föstudag verđa fleiri skođunarferđir á vegum mótshaldara. Á milli skáka geta svo keppendur verslađ sér matföng í Bónus. 

 


Henrik byrjar vel á HM öldunga

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2477) er međal keppenda á HM öldunga (50+) sem fram fer ţessa dagana í Marianske Lazne í Tékklandi. Henrik hefur byrjađ afskaplega vel og hefur fullt hús eftir fjórar umferđir. Fullt hús hafa reyndar ţrír ađrir keppendur. 

Úrslit í skákum Henriks má finna hér.

Alls taka 162 skákmenn ţátt í flokki Henriks og ţar af eru 13 stórmeistarar. Henrik er fjórđi í stigaröđ keppenda.


Karjakin vann Carlsen - heimsmeistarinn skrópađi á blađamannafund

karjakin (1)Áttunda skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen og Kramniks (2753) var heldur betur dramatísk. Svo fór ađ áskorandinn vannn skákina í 52 leikjum međ svörtu. Á ýmsu gekk í skákinni og ekki var dramatíkin minni ađ skák lokinni ţegar heimsmeistarinn strunsađi út er blađamannaherberginu áđur en sjálfur fundurinn hófst. Heimsmeistarinn gćti átt yfir sér háa sekt vegna ţess. 

Skođum skákina og nokkur augnablik úr henni. Carlsen hafđi hvítt og beitti Colle-byrjun. Ţađ ţykir ekki metnađarfull byrjun sem hefur ekki veriđ beitt í heimsmeistaraeinvígi síđan í heimsmeistaraeinvígi Gunsberg og Steinitz í New York áriđ 1890!

Upp kom upp skemmtileg, flókinn og spennandi stađ og fékk Karjakin gott tćkifćri í 19. leik ţegar hann gat leikiđ 19...Dg5 og náđ frumkvćđinu.

 

Carlsen-Karjakin9

Áfram hélt baráttan og lagđi Magnus töluvert á stöđuna og var greinilega ađ freista ţess ađ tefla til sigurs. Magnus fórnađi tveimur peđum fyrir sóknarfćri. Báđir keppendur voru í tímahraki. Eftir 37. lék Carlsen Dd6 kom ţessi stađa upp.

Carlsen-Karjakin11

Hér lék Karjakin 37...Dd3? Ef hann hefđi leikiđ 37...Da4! er svartur međ unniđ tafl ţar sem drottningin kemst í vörnina. Nú átti heimsmeistarinn brellu sem tryggir honum jafntefli. 38. Rxe6+! fxe6 39. De7+ Kg8 40. Dxf6 a4 41. e4 D7 42. Dxg6 Dg7 43. De8+ Df8

Carlsen-Karjakin12 


Hér gćti Carlsen getađ ţráteflt međ 44. Dg6+. Carlsen tekur hins vegar ţá afdrífaríku ákvörđun ađ tefla til sigurs međ 44. Dc6. Sá leikur tapar ekki skákinni en býđur hćttunni áţreifanlega heim ţar sem a-peđiđ getur veriđ hćttulegt.

Carlsen tefldi vanteflt framhaldiđ ekki sem nákvćmast og nokkrir ónákvćmir drottningarleikir fylgdu. Eftir 51. De6 kom ţessi stađa upp.

Carlsen-Karjakin14

51...h5! Eini vinningsleikurinn. Hvítur er varnarlaus. 52. g4 er t.d. svarađ međ 52...Dc7! 53. Kg1 Dc1+ 52. Kh2 Db2! Carlsen svarađi međ 52. h4 en gafst upp eftir 52...a2! Framhaldiđ hefđi getađ orđiđ 53. Dxa2 Rg4+ 54. Kh3 Dg1! 55. Db2 Kg6.

Mögnuđ skák og virkilega vel tefld skák ađ hálfu Karjakins sérstaklega í lokin. Ekki minnkađi dramatíkin í framhaldinu. Eins og venja áttu keppendur ađ mćta í sameinilega blađmannafund. Karjakin mćtir venju saman í nokkur stutt viđtöl á leiđinni ţangađ en Carlsen neitar öllum stuttum viđtölum og heldur beint í settiđ. Ţar situr hann og bíđur illa pirrađur. Eftir um tvćr mínútur fćr hann nóg, bađar út öngum, og strunsar út.

Magnus-leaving_4Y3A0189_by-Maria-Emelianova-777x437

Skiptir ţar engum togum ađ bćđi Espen Agdestein, umbođsmađur hans, og Natashia Karlovich, fjölmiđlafulltrúi FIDE reyna ađ tala hann til en árangurslaust. Ţetta gćti reynst Carlsen dýrt ţví fram kemur í samningi keppenda viđ mótshaldara ađ ţađ geti kostađ ţá 10% af verđlaunafé ađ mćta ekki í blađamannafundinn.

Frídagur er í dag. Níunda skákin af tólf fer fram annađ kvöld. 

Nánari fréttir af atburđarrás gćrdagsins má finna á Chess.com, Chess24 og Mattogpatt.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins:

 


Vinsćla TORG-skákmótiđ haldiđ í Rimaskóla á laugardaginn kl. 11:00

IMG_2155

Öllum skákáhugamönnum á grunnskólaaldri er bođiđ ađ taka ţátt í hinu árlega TORG-skákmóti Fjölnis sem hefst í Rimaskóla laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00. Mótinu lýkur međ happadrćtti og verđlaunahátíđ kl. 13:15.

Ađ venju verđur mikiđ um dýrđir á ţessu vinsćla skákmóti og fjöldi vinninga. Emmess ís býđur upp á ókeypis veitingar í skákhléi, Emmessís og Prins póló. Heiđursgestur mótsins verđur enginn annar en hinn vinsćli rithöfundur, leikari, sjónvarpsstjarna og vísindamađur Ćvar Ţór og verđa fjögur árituđ eintök af nýjustu bókinni hans á  međal 20 ađalvinninga sem keppt er um. Ćvar Ţór mun ávarpa skáksnillingana í upphafi móts og leika fyrsta leik mótsins. Ađrir vinningar eru pítsur frá Pizzunni, íspakkar frá Emmess og gjafabréf frá fyrirtćkjum á Torginu í Hverafold í Grafarvogi. Nammipokar í happadrćtti. Tefldar verđa 6 umferđir og umhugsunartíminn er 7 mínútur. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sér um ađ skrá niđur alla sem vilja taka ţátt í mótinu og er mćlst til ţess ađ keppendur mćti tímanlega á mótsstađ. Áhugasamir skákkrakkar eru hvattir til ađ taka félaga sína, vini og systkini međ sér á mótiđ, alla sem kunna ađ tefla. Kaffi á könnunni fyrir foreldra. Í fyrra mćtu tćplega 80 krakkar á grunnskólaaldri og ţeir verđa tćplega fćrri nú. Mótsstjóri verđur Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8765257

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband