Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2016

Teflt til minningar um Birgi Sigurđsson í dag

Birgir Sigurđsson   minningarmyndasyrpa II ese 23.4.2014 20 53 44

 

Nćsta ţriđjudag ćtla Ćsir í Ásgarđi ađ tefla í minningu Birgis Sigurđssonar. Birgir var formađur skákfélags eldri borgara fyrstu 13 ár ţessarar aldar. Birgir lést ţann 22 apríl 2014

Skákstađurinn er í Stangarhyl 4 félagsheimili eldri borgara í Reykjavík. Teflt er um sérsmíđađan farand riddara.

Viđ teflum frá kl. 13:00 til 16:30

Allir skákmenn 60 + velkomnir. 

Stjórnin.


Rúnavík Open hófst í dag

2016-11-21 18.06.35

Alţjóđlega skákmótiđ Rúnavík Open hófst í dag í Rúnavík í Fćreyjum. Fjörtíu skákmenn taka ţátt í ţessu fyrsta opna alţjóđlega skákmóti sem haldiđ er í Fćreyjum og ţar af eru átta íslenskir. Međal íslenskra keppenda eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson (2541) og Ţröstur Ţórhallsson (2417) og alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2438). 

Öll úrslit fyrstu umferđar urđu eftir bókinni ţađ er hinir stigahćrri unnu ţá stigalćgri. 

Önnur umferđ hefst kl. 15 á morgun.

 


Taflfélag Reykjavíkur öruggur Íslandsmeistari unglingasveita

IMG_8935-1024x683

Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Íslandsmóti unglingasveita fram fór laugardaginn 19. nóvember sl. Sveitin hlaut 25,5 vinninga í 28 skákum og var 6 vinningum fyrir ofan nćstu sveit Breiđablik sem varđ í öđru sćti. Ţađ segir margt um yfirburđi TR ađ b-sveitin varđ í ţriđja sćti.

A- og B-liđiđ skipuđu krakkar af afreksćfingum A í Taflfélagi Reykjavíkur, undir stjórn liđsstjórans og ţjálfarans Dađa Ómarssonar. Alvara einkennir ţessi liđ, enda eru ţetta allt krakkar sem eru búin ađ ćfa í mörg ár og ţekkja ţađ ađ tefla um titla og verđlaun. Sveitin vann allar viđureignir sínar og ţađ var ekki fyrr en síđustu tveimur viđureignunum sem hún missti niđur punkta, á móti A-sveit Breiđabliks og A-sveit Hugins.

A-sveit TR skipuđu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 7 v. af 7
  2. Aron Ţór Mai 6 v. af 7
  3. Alexander Oliver Mai 6 v. af 7
  4. 4.Jón Ţór Lemery 6,5 v. af 7

Allir liđsmenn A-liđsins fengu borđaverđlaun.

A-sveit Breiđabliks skipuđu:

Blikar

  1. Stephan Briem 4 v. af7
  2. Birkir Ísak Jóhannsson 6 v. af 7
  3. Halldór Atli Kristjánsson 4,5 v. af 7
  4. Arnar Milutin Heiđarsson 5 v. af 7

Birkir Ísak fékk borđaverđlaun á öđru borđi.

Liđsstjóri var Birkir Karl Sigurđsson

B-sveit TR skipuđu:

TR-b

 

  1. Róbert Luu 4,5 v. af 7
  2. Daníel Ernir Njarđarson 4,5 v af 7
  3. Svava Ţorsteinsdóttir 4 v. af 7
  4. Jason Andri Gíslason 5,5 v. af 7

TR-ingar fengu verđlaun fyrir allar sínar sveitir en félagiđ sendi 7 sveitir til leiks.

Lokastöđu mótsins má finna hér

Ítarlega myndskreytta frétt um mótiđ má finna á heimasíđu TR.


Karjakin breytti út af og lék 1. d4 - en niđurstađan hefđbundiđ jafntefli

smiling-faces-move

Sjöundu skák heimsmeistaraeinvígis Karjakin (2772) og Carlsen (2753) lauk međ jafntefli. Sjöunda jafntefliđ ţeirria í röđ og eiga ţeir ađeins eitt jafntefli til ađ jafna met Kasparovs og Anand frá árinu 1995 New York en ţá gerđu ţeir jafntefli í átta fyrstu skákunum. Karjakin nýtti ekki vel tćkifćriđ sem hafđi ţegar hann hafđi hvítt í 6. og 7. skákunum ţví Carlsen hélt auđveldlega jafntefli í ţeim báđum međ svörtum. 

Sergei Karjakin lék 1. d4 í fyrsta skipti í einvíginu. Hingađ til hafđi hann ávallt beitt 1. e4 en komist afar lítt áleiđis gegn spćnskum leik Carlsen. Carlsen beitti slavenskri vörn og kom óvart í tíunda leik.

2016-11-22

 

Carlsen lék 10...Rc6. Sá leikur sást fyrst í skák Tartakower og Colle áriđ 1927 en hefur lítiđ sést síđan. Greinilega undirbúiđ hjá Carlsen sem lék léknum hratt. Karjakin hugsađi sig í um 18 leiki og valdi bitlaust framhald 11. Rd2 Bxc5 12. Rde4

Carlsen jafnađi tafliđ en lék ónákvćmt ţegar hann lék 16...Ha8-c8

Karjakin-carlsen


Karjkin lék nú 17. Rf6+! Bxf6 18. Bxb7 og vann peđ. Ţađ kom ekki ađ sök engu síđur ţví hann komst ekkert áleiđis ţrátt fyrir ađ vera peđi yfir eftir 18...Bxa1 19. Bxb4 Bf6 20. Bxf8 Dxd1 21. Hxd1 Hxf8 22. Ba6 b4.

Karjakin-carlsen


Jafntefli samiđ 11 leikjum síđar. Fremur auđvelt jafntefli hjá Carlsen međ svörtu ţrátt fyrir ađ hafa leikiđ af sér peđi. 

Báđur voru ţeir frekar kátir á blađamannafundinum. Karjakin virđist vera ánćgđur ađ vera tauplaus gegn heimsmeistaranum eftir sjö skákir og Carlsen ánćgđur međ ađ jafnteflin tvö međ svörtu. 

Áttunda skákin fer fram í kvöld og ţar hefur Carlsen hvítt. 

Skođum nokkur tíst gćrdagsins:

 


Jólaskákmót Vinaskákfélagsins

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 5. desember kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Ennfremur er ţetta líka afmćlisskákmót Hauks Halldórssonar sem verđur 50 ára ţann 7 desember.Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og veitingar.

Allir velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 


Teflt í minningu Birgis Sigurđssonar á ţriđjudaginn

Birgir Sigurđsson   minningarmyndasyrpa II ese 23.4.2014 20 53 44

 

Nćsta ţriđjudag ćtla Ćsir í Ásgarđi ađ tefla í minningu Birgis Sigurđssonar. Birgir var formađur skákfélags eldri borgara fyrstu 13 ár ţessarar aldar. Birgir lést ţann 22 apríl 2014

Skákstađurinn er í Stangarhyl 4 félagsheimili eldri borgara í Reykjavík. Teflt er um sérsmíđađan farand riddara.

Viđ teflum frá kl. 13:00 til 16:30

Allir skákmenn 60 + velkomnir. 

Stjórnin.


Skákţáttur Morgunblađsins: Líkur á jafntefli í fyrstu einvígiskák Carlsen og Karjakin

GMN10FNQPFyrsta einvígisskák norska heimsmeistarans Magnúsar Carlsen og Rússans Sergei Karjakin hófst í New York í gćr kl. 19 ađ íslenskum tíma. Skákinni var ekki lokiđ ţegar ţetta var ritađ í gćrkvöldi en hér ađ neđan birtist viđureignin fram ađ ţeim tíma en jafntefli blasti ţá viđ. Ţetta kemur ekki á óvart ţví í fyrstu skák margra slíkra er eins og keppendur séu ađ ţreifa fyrir sér og venjast ađstćđum.

Strax í byrjun reyndi Magnús ađ koma Karjakin á óvart međ ţví ađ velja byrjunarleiđ sem ţótti minna á sigurvegara bandarísku forsetakosninganna, Trompovsky- byrjun. Hann kom ekki ađ tómum kofanum hjá andstćđingi sínum sem jafnađi tafliđ án teljandi erfiđleika en reyndi ekki ađ nýta sér ţau fćri sem buđust og var greinilega sáttur viđ jafntefli. Magnús náđi forskoti á skákklukkunni en eftir drottningaruppskipti og enn meiri uppskipti virtist ekki eftir miklu ađ slćgjast. Skákinni var ekki lokiđ ţegar greinarhöfundur skildi viđ ţá félaga.

Ţeir munu tefla 12 skákir og verđi ţá jafnt verđur gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Tímamörk eru 100 mínútur á mann fyrir fyrstu 40 leikina, 50 mínútur fyrir nćstu 20 leiki og eftir ţađ 15 mínútur á skákina allt til loka, 30 sekúndur bćtast viđ tímann eftir hvern einasta leik. Önnur einvígisskákin fer fram í dag og hefst kl. 19 ađ íslenskum tíma, frí á morgun og svo eru tefldar tvćr skákir, aftur frídagur og svo tvćr skákir og ţannig koll af kolli. 12. skákin er á dagskrá ţann 28. nóvember. 

Leitađ eftir ađstođ Microsoft

Ţó ađ Magnús Carlsen sé talinn mun sigurstranglegri eru frćđimenn ýmsir fljótir ađ benda á nokkur einvígi í sögu heimsmeistarakeppninnar ţar sem „minnipokamađurinn“ hefur stađiđ uppi sem sigurvegari. Helsta von Karjakins liggur á sviđi byrjana en ţar ţykir hann beittari en Carlsen sem gerir sér far um ađ sneiđa hjá alfaraleiđum. 

Sálfrćđiţátt ţessarar baráttu má ekki vanmeta og Rússarnir kunna ýmislegt fyrir sér á ţví sviđi. Gamall vinur Magnúsar, rússneski stórmeistarinn Jan Nepomniahctchi, sigurvegari á minningarmótinu um Tal á dögunum, var í liđi heimsmeistarans í Sochi fyrir tveim árum en er ađ sögn kominn yfir í herbúđir Karjakin. Á blađamannafundi sl. fimmtudag kvađst Magnús ekki hafa áhyggjur af vistaskiptum Nepo. Hann hefur hinsvegar leitađ eftir ađstođ hjá Microsoft til ađ girđa fyrir ţann möguleika ađ Rússarnir komist yfir gögn sem varđa undirbúning hans fyrir einvígiđ. Tortryggni vegna ólöglegrar notkunar á hugbúnađi á međan skák stendur yfir komst í hámćli ţegar Topalov og Kramnik háđu heimsmeistaraeinvígi sitt í Elista í Kalmykíu áriđ 2006. Í dag mega skákmenn ekki koma međ snjallsíma á skákstađ og armbandsúr eru líka á bannlista. Fjölmörg svindlmál hafa komiđ upp undanfariđ og FIDE hefur neyđst til ađ auka mikiđ viđ regluverk sitt.

New York hefur áđur veriđ vettvangur heimsmeistaraeinvígis; Kasparov og Anand tefldu um PCA-heimsmeistaratitilinn á 107. hćđ World trade center haustiđ 1995. Einvígiđ fer nú fram í Fulton-Market byggingunni á Manhattan í grennd viđ Wall Street og steinsnar frá Brooklyn-brúnni sem liggur yfir í ţann hluta heimsborgarinnar sem ól upp frćgasta skákmann Bandaríkjanna, Bobby Fischer.

Ađalskipuleggjandi einvígisins í New York er Agon, fyrirtćki sem stađiđ hefur fyrir skákviđburđum á borđ viđ heimsmeistarakeppnina í hrađskák og atskák. Agon mun láta reyna á einkarétt sinn vegna útsendinga frá einvíginu og kynnir nýjar lausnir ţar sem áskrifendur eru matađir međ ólíklegustu upplýsingum til viđbótar viđ útreikninga „skákvélanna“. Skákmeistararnir eru jafnframt í nćrmynd međan á hverri viđureign stendur. Skákin í gćr gekk ţannig fyrir sig:

HM-einvígiđ New York 2016; 1. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

Trompowsky-byrjun

1. d4 Rf6 2. Bg5 d5 3. e3 c5 4. Bxf6 gxf6 5. dxc5 Rc6

(Kramnik lék 5....e6 gegn Magnúsi á minningarmótinu um Tal áriđ 2013.)

6. Bb5 e6 7. c4 dxc4 8. Rd2 Bxc5 9. Rgf3 0-0 10. 0-0 Ra5 11. Hc1 Be7 12. Dc2 Bd7?!

(Hvassara var 12....a6 og svarta stađan er síst lakari.)

13. Bxd7 Dxd7 14. Dc3 Dd5 15. Rxc4 Rxc4 16. Dxc4 Dxc4 17. Hxc4 Hfc8 18. Hfc1 Hxc4 19. Hxc4 Hd8 20. g3

(Bíđur áttekta. Flestir áttu von 20. g4 eđa 20. Kf1.)

20.... Hd7 21. Kf1 f5 22. Ke2 Bf6 23. b3 Kf8 24. h3 h6 25. Re1

(Riddarinn er á leiđ til d3 ţar sem hann stendur vel.)

25....Ke7 26. Rd3 Kd8 27. f4 h5 28. a4 Hd5

GMN10FO04Ţetta var stađan eftir ţriggja klst. taflmennsku. Karjakin átti ekki ađ vera í neinum vandrćđum ađ ná jafntefli.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. nóvember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Jafntefli í stuttri en snarpri skák í gćr - jafnt í hálfleik

karjakin-move-confidentStysta skák heimsmeistaraeinvígisins til ţessa fór fram í gćr. Skákin var ađeins 32 leikir og tók af á ađeins 95 mínútum. Karjakin hafđi hvítt og tefldi spćnska leikin. Carlsen breytti út fyrri skákum. Fórnađi peđi í níunda leik. Ţekkt peđsfórn frá sjöunda áratugnum en ţađ var svo Peter Heine Nielsen, ađstođarmađur Carlsen, sem dustađi rykiđ af peđsfórninni 2007 sem hefur reglulega sést síđan ţá. Greinilegt var ađ atvikiđ frá skákinni áđur ţegar Carlsen hafđi ekki leikjafjöldann á hreinu sat ekkert í heimsmeistaranum. 

Fjallađ var atvikiđ í gćr í sjónvarpsfréttum RÚV. Einnig var ritstjóri í viđtali í Samfélaginu á Rás 1 í gćr og ţađ má finna hér (hefst um 21:20).

Fljótlega urđu töluverđ uppskipti og upp kom endatafl međ mislitum biskupum og jafntefli samiđ. Skođum nokkur augnablik frá skák gćrdagsins.

Carlsen-Karjakin5


Hér fórnađi Carlsen peđi međ 9...d5! 10. exd5 Rxd5 11. Rxe5 Rd4! Svartur fćr biskupapariđ og virka stöđu.

Carlsen-Karjakin7

 

18...h6! 19. Re6 Dd5 20. f3 Hfe8 21. He5! Dd6

Carlsen-Karjakin8

22. c3! Hxe6 23. Hxe6 Dxe6 24, cxb4 cxb4.

Komnir eru mislitir biskupar og jafntefli samiđ átta leikjum síđar.

magnus-and-karjakin-smile

Eftir skákina var haldinn blađamannafundur og voru ţeir félagir báđir kátir. Carlsen greinilega ánćgđur međ auđvelt jafntefli međ svörtu og Karjakin kampakátur međ ađ hafa 3-3 í hálfleik.

Frídagur er í dag. Keppendur voru spurđir á blađamannafundinum hvernig ţeir ćtluđu ađ nota hann og sagđist áskorandinn kannski ćtla ađ fara í ţyrlu. Carlsen sagđist ekki munu ţora ţađ! Sagđi frídaga ekki í raun og veru frídaga ţví heilinn vćri á fullu!

Nánar má lesa um skák gćrdagsins á Chess24 og Chess.com.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins

 


Haraldur og Dawid efstir á U-2000 móti TR

Haraldur Baldursson (1957) og Dawid Kolka (1907) eru efstir og jafnir međ fullt hús vinninga ađ loknum fjórum umferđum í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Í fjórđu umferđ lagđi Haraldur Kjartan Ingvarsson (1822) en Dawid hafđi betur gegn Jon Olav Fivelstad (1918). Hinn eitilharđi Friđgeir Hólm (1739) kemur nćstur međ 3,5 vinning en hann hafđi betur gegn Kristjáni Geirssyni (1610) í snarpri viđureign. Sex keppendur hafa 3 vinninga.

Fimmta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld en ţá mćtast m.a. Haraldur og Dawid sem og Friđgeir og Kjartan. Taflmennskan hefst kl. 19.30 og eru áhorfendur velkomnir. Alltaf heitt á könnunni!

 


Enn jafntefli en ađ ţessu sinni lenti Magnús í vandrćđum

carlsen-move

Fimmtu skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2853) og Karjakin (2772) lauk međ jafntefli í gćr. Carlsen fékk lítisháttar frumkvćđi og en aldrei neitt áţreifanlegt. Carlsen missti svo ţráđinn í 41. leik ţegar hann lék af sér og komst í taphćttu. Karjakin nýtti sér hins vegar ekki ţađ tćkifćri sem skyldi og jafntefli samiđ eftir 54 leiki. Stađan er 2˝-2˝ eftir jafntefli í öllum skákunum. Sjötta skákin verđur tefld í kvöld og hefst kl. 19:30. Karjakin hefur hvítt í tveimur nćstu skákum.

Heimsmeistarinn breytti útaf frá ţriđju skákinni ţegar hann lék 3. Bc4 í gćr. Ţađ er í fyrsta skipti í heimsmeistaraeinvígi síđan 1981 ţegar Karpov lék sama leik gegn Korchnoi og ţađ var í skipti síđan 1890 síđan ţađ gerđist.

Skođum nokkur augnablik úr skákinni. 

Carlsen-Karjakin1


Karjakin lék hér 13...Rxe4 en eftir 14. Bxf7+ Hxf7 15. Rxe4 fékk hvítur heldur ţćgilegra tafl. 

Carlsen-Karjakin2

Hér lék Karjakin hinum eitursnjalla leik 19...Dh4! Hótar bćđi b4-peđinu og setur ţrýsting á f2-peđiđ. Carlsen fann hins vegar besta svarleikinn ţegar hann lék 20. Hf3!. Karjakin drap á c5 og tók á sig smá svekkju á b7. Áţekkt ţví sem gerđist í ţriđju skákinni.

Eftir 40 leiki kom ţessi stađa upp.

Carlsen-Karjakin3


Hér lék Carlsen 41. Kg2? Slćm mistök sem gefur svörtum vinningsmöguleika. Í ljós kom síđar ađ Magnus hafđi gleymt ađ skrifa niđur leik fyrr í skákinni og hafđi ekki áttađ sig á ađ tímamörkunum hafi veriđ náđ. Karjakin svarađi međ 41...hxg4 42. hxg4 d4! 43. Dxd4

Carlsen-Karjakin4

Hér missti Karjakin hins vegar ađ upplögđu tćkifćri ţegar hann lék 43...Bd5?  43...Hh8! hefđi gefiđ honum sigurmöguleika međ sókn á h-línunni. Carlsen svarađi međ ţví ađ gefa peđ til baka međ 44. e6! og valda ţannig h8-reitinn. Jafntefli var samiđ 10 leikjum síđar.

Skemmtileg skák. Carlsen var drullusvekktur á blađamannafundinum síđar um kvöldiđ fyrir ađ hafa gefiđ Karjakin svo gott tćkifćri og virkađi mjög pirrađur. Strunsađi út strax ađ loknum fundi. Rússinn var hins vegar kátur og hefur greinilega hlaupiđ kapp í kinn og er kominn međ aukiđ sjálfstraust.

Í nćstu tveimur skákum fćr Karjakin gott tćkifćri ţví hann hefur hvítt í ţeim báđum.

Nánar má lesa um skák gćrdagsins á Chess24 og Chess.com.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins

  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband