Leita í fréttum mbl.is

Karjakin vann Carlsen - heimsmeistarinn skrópađi á blađamannafund

karjakin (1)Áttunda skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen og Kramniks (2753) var heldur betur dramatísk. Svo fór ađ áskorandinn vannn skákina í 52 leikjum međ svörtu. Á ýmsu gekk í skákinni og ekki var dramatíkin minni ađ skák lokinni ţegar heimsmeistarinn strunsađi út er blađamannaherberginu áđur en sjálfur fundurinn hófst. Heimsmeistarinn gćti átt yfir sér háa sekt vegna ţess. 

Skođum skákina og nokkur augnablik úr henni. Carlsen hafđi hvítt og beitti Colle-byrjun. Ţađ ţykir ekki metnađarfull byrjun sem hefur ekki veriđ beitt í heimsmeistaraeinvígi síđan í heimsmeistaraeinvígi Gunsberg og Steinitz í New York áriđ 1890!

Upp kom upp skemmtileg, flókinn og spennandi stađ og fékk Karjakin gott tćkifćri í 19. leik ţegar hann gat leikiđ 19...Dg5 og náđ frumkvćđinu.

 

Carlsen-Karjakin9

Áfram hélt baráttan og lagđi Magnus töluvert á stöđuna og var greinilega ađ freista ţess ađ tefla til sigurs. Magnus fórnađi tveimur peđum fyrir sóknarfćri. Báđir keppendur voru í tímahraki. Eftir 37. lék Carlsen Dd6 kom ţessi stađa upp.

Carlsen-Karjakin11

Hér lék Karjakin 37...Dd3? Ef hann hefđi leikiđ 37...Da4! er svartur međ unniđ tafl ţar sem drottningin kemst í vörnina. Nú átti heimsmeistarinn brellu sem tryggir honum jafntefli. 38. Rxe6+! fxe6 39. De7+ Kg8 40. Dxf6 a4 41. e4 D7 42. Dxg6 Dg7 43. De8+ Df8

Carlsen-Karjakin12 


Hér gćti Carlsen getađ ţráteflt međ 44. Dg6+. Carlsen tekur hins vegar ţá afdrífaríku ákvörđun ađ tefla til sigurs međ 44. Dc6. Sá leikur tapar ekki skákinni en býđur hćttunni áţreifanlega heim ţar sem a-peđiđ getur veriđ hćttulegt.

Carlsen tefldi vanteflt framhaldiđ ekki sem nákvćmast og nokkrir ónákvćmir drottningarleikir fylgdu. Eftir 51. De6 kom ţessi stađa upp.

Carlsen-Karjakin14

51...h5! Eini vinningsleikurinn. Hvítur er varnarlaus. 52. g4 er t.d. svarađ međ 52...Dc7! 53. Kg1 Dc1+ 52. Kh2 Db2! Carlsen svarađi međ 52. h4 en gafst upp eftir 52...a2! Framhaldiđ hefđi getađ orđiđ 53. Dxa2 Rg4+ 54. Kh3 Dg1! 55. Db2 Kg6.

Mögnuđ skák og virkilega vel tefld skák ađ hálfu Karjakins sérstaklega í lokin. Ekki minnkađi dramatíkin í framhaldinu. Eins og venja áttu keppendur ađ mćta í sameinilega blađmannafund. Karjakin mćtir venju saman í nokkur stutt viđtöl á leiđinni ţangađ en Carlsen neitar öllum stuttum viđtölum og heldur beint í settiđ. Ţar situr hann og bíđur illa pirrađur. Eftir um tvćr mínútur fćr hann nóg, bađar út öngum, og strunsar út.

Magnus-leaving_4Y3A0189_by-Maria-Emelianova-777x437

Skiptir ţar engum togum ađ bćđi Espen Agdestein, umbođsmađur hans, og Natashia Karlovich, fjölmiđlafulltrúi FIDE reyna ađ tala hann til en árangurslaust. Ţetta gćti reynst Carlsen dýrt ţví fram kemur í samningi keppenda viđ mótshaldara ađ ţađ geti kostađ ţá 10% af verđlaunafé ađ mćta ekki í blađamannafundinn.

Frídagur er í dag. Níunda skákin af tólf fer fram annađ kvöld. 

Nánari fréttir af atburđarrás gćrdagsins má finna á Chess.com, Chess24 og Mattogpatt.

Skođum nokkur tíst gćrdagsins:

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvađ áhrćrir jafntefliđ (frátefliđ) sem Magnús á ađ hafa geta fengiđ í 44. leik má benda á ađ ţađ er alls ekki ţvingađ. Svartur getur svarađ međ 44. -Kh8. Hann getur einnig leyft eina skák enn međ 44. -Dg7 og leikiđ svo 45. -Kh7 eftir 45. De8+.
Ţađ framhald er ekki svo fjarri ţví sem Magnús fór út í.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 22.11.2016 kl. 13:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765508

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband