Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Jólaskákmót vikunnar

Mikiđ er af jólamótum í vikunni. KR-ingar tefla í kvöld og hefst taflmennskan kl. 19:30. Annars er jóladagskrá vikunnar sem hér segir:

  • Jólamót KR - mánudaginn 16. desember í KR-heimilinu, kl. 19:30
  • Jólamót Riddarans - miđvikudaginn, 18. desember í Strandabergi kl. 13 (60+)
  • Hrađskákmóts SSON, miđvikudaginn, 18. desember í Fischer-setrinu kl. 20
  • Jólamót Gallerý Skák, fimmtudaginn, 19. dsember kl. 18 í Gallerý Skák
  • Jólapakkamót GM Hellis, laugardaginn, 21. desember kl. 13 í Ráđhúsinu

Friđriksmót Landsbankans - í máli og myndum

 

Skakmot LB 2013   0165

 

Hilmar Ţór Guđmundsson, ljósmyndari Landsbankans, kom á vettvang á Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hrađskák og tók myndir. Bćđi viđ upphaf mótsins og svo viđ lok mótsins. Hér má sjá nokkrar myndir hans.

 

Skakmot LB 2013   0039

 

Alls tóku 79 skákmenn ţátt í mótinu. Ţorsteinn Ţorsteinsson, útibússtjóri í Austurstrćti lék fyrsta leikinn í skák Helga Ólafssonar og Inga Tandra Traustasonar. Helgi vann ţá skák og 3 nćstu en tapađi fyrir Ingvari Ţór Jóhannessyni í fjórđu umferđ. 

 

Skakmot LB 2013   0077

 

Kjartan Maack fór mikinn og vann fyrstu fimm skákirnar. Međal fórnarlamba hans voru Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson alţjóđlegur meistari. Ekki gekk vel hjá Hjörvari í fyrra hluta mótsins.

 

Skakmot LB 2013   0136

 

Ţađ var svo Jón L. Árnason sem stöđvađi Kjartan í sjöttu umferđ og leiddi í hléi. Jóni gekk hins vegar ekki vel eftir hlé og Ţröstur Ţórhallsson, Ingvar, Andri Áss og ţá sérstaklega Helgi sem tóku viđ forystunni.

 

Skakmot LB 2013   0171

 

Helgi hafđi svo vinningsforskot á Ingvar fyrir lokaumferđina. Helgi tapađi hins vegar fyrir Hjörvari en ţađ koma ekki ađ sök ţví Ingvar gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníková. Helgi sigrađi ţví á mótinu, hlaut 9 vinninga en Ingvar og Hjörvar, sem átti sem átti frábćran endasprett komu nćstir međ 8˝ vinning.

 

Skakmot LB 2013   0126

 

Í 4.-7. sćti međ 8 vinninga urđu Ţröstur, Andri Áss Grétarsson, Björn Ţorfinnsson og Lenka.

 

Skakmot LB 2013   0090

 

Ţađ sem gerir mótiđ jafn skemmtileg og raun ber vitni er frábćr umgjörđ í Landsbankanum, mikill fjöldi áhorfenda og afar fjölbreyttur keppendahópur.

Aukaverđlaunahafar urđu:

  • Kvennaverđlaun: Lenka Ptácníková 8 v.
  • U-2200: Tómas Björnsson 7,5 v.
  • U-2000: Lárus Knútsson 7,5 v.
  • U16-strákar: (grunnskólaaldur): Gauti Páll Jónsson 6 v.
  • U16-stúlkur: (grunnskólaaldur): Sóley Lind Pálsdóttir 4,5 v.
  • Útdreginn heppinn keppandi: Arnljótur Sigurđsson

Lokstöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Myndaalbúm (Hilmar Ţór Guđmundsson)


Nakamura sigrađi í London - Guđmundur og Oliver töpuđu í síđustu umferđ

Hikaru NakamuraLondon Chess Classic-hátíđinni lauk í kvöld. Hikaru Nakamura sigrađi á ađalmótinu eftir sigur á Boris Gelfand í úrslitaeinvígi. Nakamura vann Vladimir Kramnik í undanúrslitum en Gelfand lagđi Mickey Adams ađ velli. Guđmundur Gíslason og Oliver Aron Jóhannesson töpuđu báđir í lokaumferđinni í FIDE Open. Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer (2612), sem verđur međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu, sigrađi á mótinu.

Guđmundur hlaut 5 vinninga og endađi í 51.-78. sćti en Oliver hlaut 4˝ vinning og endađi í 79.-102. sćti.

Árangur Guđmundar samsvarađi 2294 skákstigum og lćkkar hann um 2 stig fyrir hana. Frammistađa Olivers samsvarađi 2245 skákstigum og hćkkar hann um 27 stig fyrir hana.

Alls tóku 90 skákmenn ţátt í FIDE Open. Ţar af voru 23 stórmeistarar. Guđmundur var nr. 56 í stigaröđ keppenda en Oliver nr. 112. 

Skákţáttur Morgunblađsins: Tinna Kristín og Lenka stóđu sig best í Varsjá

TinnaJudit Polgar var eina konan sem tefldi í Opnum flokki Evrópumóts landsliđa í Varsjá á dögunum en 25 ár eru síđan hún tefldi međ ungversku kvennasveitinni á Ólympíumótinu í Saloniki í Grikklandi og hreppti gullverđlaun. Síđan hefur hún ekki tekiđ ţátt í „kvennamótum". Ţćr konur sem tóku sćti í bestu liđum kvennaflokksins í Varsjá á dögunum standa Judit ekki langt ađ baki. En Judit hefur samt algjöra sérstöđu međal kvenna og er réttnefnd skákdrottning heimsins. Af henni má margt lćra og ţađ vita stúlkurnar í íslensku sveitinni sem voru ţćr sömu og tefldu á OL í Istanbul í fyrra. Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir hafa ekki áđur fengist viđ jafnerfitt verkefni og taka áreiđanlega ýmislegt međ sér frá mótinu. Sveitin hafnađi í 31. Lenkasćti af 32 ţátttökuţjóđum en ekki var langt á milli sveitanna sem lentu í neđri helmingi mótsins. Ţó liggur fyrir ađ einungis Lenka Ptacnikova sem hlaut 4˝ vinning úr 9 skákum og Tinna Kristín Finnbogadóttir, međ 4 vinninga af 7 mögulegum geta veriđ sáttar međ frammistöđu sína. Ţannig náđi Tinna Kristín árangri upp á 2151 elo stig og hćkkađi um 35 elo-stig. Skákir hennar taka oft óvćnta stefnu og hún á ţađ til ađ láta liđsafla af hendi fyrir óljósar bćtur. Fleyg orđ Jóhanns Ţóris um ţankagang sinn ţegar hann tefldi viđ Norđmanninn Leif Ögaard á Norđurlandamótinu sumariđ 1973: „Grugga, grugga", eiga vel viđ sumar ákvarđanir hennar viđ skákborđiđ. Í Póllandi var ţó meira öryggi yfir stílnum sem kom vel fram í bestu skák hennar sem tefld var í 1. umferđ:

EM 2013, Varsjá 2013:

Tinna Kristín Finnbogadóttir - Giedre Vanagaite (Litháen)

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. d3 Bg7 5. Be3 d6 6. Bg2

Lokađa-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar stendur býsna traustum fótum. Tinna velur hér leiđ sem kom býsna oft upp skákum Nigel Short í byrjun aldarinnar.

6. ... Hb8 7. Dd2 b5 8. Rge2 Rd4 9. O-O Rxe2 10. Dxe2 b4 11. Rd1 Rf6 12. e5!?

Óvćntur leikur og ekki slćmur. Gott var einnig 12. a3 eđa 12. f4.

12. ... Rg4 13. exd6 Dxd6 14. Bf4 e5 15. h3 O-O 16. Bc1 Rh6 17. Re3 Rf5 18. Rc4 Dc7 19. Hb1

Full hćgfara. betra er 19. c3 má hvítur vel viđ sína stöđu una.

19. ...Rd4 20. Dd1 Bb7 21. Be3 Re6 22. Bxb7 Hxb7 23. Dd2 Hd8 24. f3 f5 25. Hbe1 f4 26. gxf4 exf4 27. Bf2 Rg5 28. Kg2 Dd7 29. Hh1 Dd5 30. De2 Bf6 31. h4

Ţađ veitist létt verk ađ bćgja atlögum svarts frá. Brátt nćr hvítur yfirráđum eftir e-línunni.

31. ... He7 32. Dd1 Re6 33. He4 Df5 34. De2 Hdd7 35. Re5 Hc7 36. Rg4 Bg7 37. He1 Kf7

Litháíska stúlkan sem var í miklu tímahraki hefur stillt upp í vörn í kringum riddarann á e6.

gngrmsji.jpg- Sjá stöđumynd -

38. He5!

Óvćntur hnykkur. Er 38. ... Bxe5 ţá 39. Rh6+ og drottningin fellur.

38. ... Rd4 39. Hxf5+

Einfaldara var 39. Hxe7+. Tinna var fegin a losna viđ svörtu drottninguna og valdi ţví ţennan leik sem dugar auđveldlega til sigurs.

39. ... gxf5 40. Dd2 fxg4 41. Dxf4+ Kg8 42. fxg4 Hb7 43. Dd6 Hxe1 44. Bxe1 Rxc2 45. Dd8 Bf8 46. Bf2 Rd4 47. Bxd4 cxd4 48. Dxd4 h6 49. g5 Hg7 50. Dd5 Kh8 51. Df5 Be7 52. g6 Bxh4 53. Df8+

- og svartur gafst upp, 53. ... Hg8 er svarađ međ 54. Dxh6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 8. desember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Hannes međ fullt hús vinninga í Kosta Ríka

Hannes og Guđmundur í Kosta RíkaHannes Hlífar Stefánsson (2544) er í miklu stuđi á alţjóđlegu skákmóti sem nú er í gangi í Kosta Ríka. Eftir sex umferđir hefur Hannes fullt hús vinninga.

Í fyrstu fjórum umferđunum lagđi Hannes skákmenn á stigabilinu 1910-2257 í skáktig. Í fimmtu umferđ vann hann danska stórmeistarann Allan Stig Rasmussen (2485) en í sjöttu umferđ hafđi hann betur gegn félaga sínum, Guđmundi Kjartanssyni (2453). Guđmundur hefur 4˝ vinning og er í 3.-7. sćti.

Tvćr síđustu umferđirnar fara fram í dag.

62 skákmenn taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 2 stórmeistarar og 2 alţjóđlegir meistarar. Hannes er stigahćstur keppenda en Guđmundur er nr. 3 í stigaröđ keppenda.

Guđmundur og Oliver ađ standa sig vel í London

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason (2318) og Oliver Aron Jóhannesson (2078) hafa báđir stađiđ sig prýđilega í FIDE Open-mótinu sem nú fer fram - samhliđa London Chess Classic. Guđmundur hefur hlotiđ 5 vinninga en Oliver hefur hlotiđ 4˝ vinning.

Guđmundur tapađi fyrir norska alţjóđlega meistaranum Frode Elsness (2482) í sjöundu umferđ en vann Kai Jie Edward Lee (2145) frá Singapore í áttundu umferđ. 

Oliver enska skákmanninn David Coleman (2257) í sjöundu umferđ en gerđi jafntefli viđ Spánverjann Fernando Semprun Martinez (2213).

Í lokaumferđinni sem fram fer í dag teflir Guđmundur viđ indversku skákkonuna Harika Dronavalli (2487) en Oliver viđ Svíann Mats Persson (2250). Skák Guđmundar verđur sýnd beint á vef mótsins og hefst kl. 14:30.

Efstir međ 6˝ vinning eru stórmeistararnir Jon Ludvig Hammer (2612), Noregi, Abhijeet Gupta (2608), Indlandi, og Vladislav Nevednichy (2604), Rúmeníu. 

Í ađalmótinu fara undanúrslit og úrslit fram í dag. Í undanúrslitum mćtast annars vegar Adams og Gelfand og hins vegar Kramnik og Nakamura. Kramnik sló út Anand. Undanúrslit hefjast kl. 13 en úrslitin kl. 17:30.

90 skákmenn taka ţátt í FIDE Open. Ţar af eru 23 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 56 í stigaröđ keppenda en Oliver nr. 112. 

Helgi Íslandsmeistari í hrađskák eftir sigur á Friđriksmóti Landsbankans

Helgi Ólafsson   ESE 2013 14.12.2013 15 55 58Stórmeistarinn Helgi Ólafsson sigrađi á Friđriksmóti Landsbankans sem fram fór í dag í útibúi bankans í Austurstrćti. Helgi hlaut 9 vinninga í 11 skákum. Mótiđ var jafnframt Íslandsmótiđ í hrađskák ţannig ađ Helgi telst ţví Íslandsmeistari í hrađskák. Í 2.-3. sćti međ 8,5 vinning, urđu félagi hans úr Taflfélagi Vestmannaeyja, Ingvar Ţór FRIĐRIKSMÓT LANDSBANKANS 2013 14.12.2013 15 28 55Jóhannesson, og nýjasti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson.

Í 4.-7. sćti međ 8 vinninga urđu Ţröstur Ţórhallson, Andri Áss Grétarsson, Björn Ţorfinnsson og Lenka Ptácníková.

Aukaverđlaunahafar urđu:

  • Kvennaverđlaun: Lenka Ptácníková 8 v.
  • U-2200: Tómas Björnsson 7,5 v.
  • U-2000: Lárus Knútsson 7,5 v.
  • U16-strákar: (grunnskólaaldur): Gauti Páll Jónsson 6 v.
  • U16-stúlkur: (grunnskólaaldur): Sóley Lind Pálsdóttir 4,5 v.
  • Útdreginn heppinn keppandi: Arnljótur Sigurđsson

Lokstöđu mótsins má finna á Chess-Results.

Nánari frétt um mótiđ vćntanleg á morgun eđa á mánudag ásamt myndum frá myndismiđ bankans. 20 myndir fylgja međ Einar S. Einarsson tók.

Međfylgjandi eru ţćr skákir sem tefldar voru á fyrsta borđi.

Myndaalbúm (ESE)


Friđriksmótiđ hefst kl. 13 í dag

Friđriksmót Landsbankans Íslandsmótiđ í hrađskák hefst kl. 13 í dag. Um 100 keppendur taka ţátt og ţar á međal fimm stórmeistarar en ţví miđur forfallast Friđrik Ólafsson, sem hafđi skráđ sig til leiks, vegna veikinda.

Um 100 keppendur sem skráđir eru til leiks á Friđriksmóti Landsbankans sem fram fer á laugardag í útibúi bankans í Austurstrćti. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér og á Chess-Results.

Ţetta er tíunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Eftirtaldir stórmeistarar eru skráđir til leiks: Helgi Ólafsson (2546), Hjörvar Steinn Grétarsson (2511), Jón L. Árnason (2499), Stefán Kristjánsson (2491) og Ţröstur Ţórhallsson (2445). Auk ţess tekur Lenka Ptáncníková (2245) stórmeistari kvenna ţátt.

Alţjóđlegu meistararnir eru Bragi Ţorfinnsson (2454) og Jón Gunnarsson (2412) eru međal keppenda nú en ţeir sigruđu á mótinu í fyrra ásamt Hjörvari Steini. Bragi hlaut Íslandsmeistaratitilinn eftir stigaútreikning.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

  1. 100.000 kr.
  2.   60.000 kr.
  3.   50.000 kr.
  4.   30.000 kr.
  5.   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun

  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 eđa og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (fćddur 1997 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (fćdd 1997 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. Ađeins er hćgt ađ fá ein aukaverđlaun og verđa ţau valin í ofangreindri röđ.

Fyrri sigurvegarar

  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Chess-Results


Hilmir Freyr vann Jólamót Skákskólans/Skákakademíu Kópavogs ţriđja áriđ í röđ

Hilmir Freyr og Guđmundur AgnarHilmir Freyr Heimisson vann öruggan sigur á Jólamóti Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs sem fram fór í Stúkunni á Kópavogsvelli sl. fimmtudag. Alls tóku 32 ungir skákmenn úr Kópavogi ţátt í mótinu, ţar af allir bestu ungu skákmenn Kópavogs m.a.  liđsmenn Norđurlandameistara Álfhólsskóla, Vignir Vatnar Stefánsson Norđurlandameistari í sínum aldursflokki í Bifröst í ársbyrjun en Íslendingar unnu ţá keppni samanlagt og ţeir Hilmir Freyr og Dawid Kolka voru báđir í sigursveit Íslands ţá titilinn ásamt Vigni.  

Keppnin i Stúkunni fór ţannig fram ađ tefldar voru 9 Keppendur á mótinuumferđir eftir svissneska kerfinu allt í einum flokki en veitt voru verđlaun fyrir keppendur međ 1400 elo stig og ţar yfir og einnig ţrenn verđlaun sem voru međ minna en 1400 elo stig. Ţá voru veitt sérstök stúlknaverđlaun. Tímamörk voru 5+3 (Bronstein). Keppnin um efsta sćtiđ snerist strax upp í baráttu milli Hilmis og Vignis Vatnars sem höfđu unniđ allar skákir sínar ţegar ţeir mćttust í 5. umferđ.  Hilmir vann ţá skák eftir mikla baráttu og náđi ţá  forskoti sem dugđi til sigurs. Hann gerđi jafntefli í tveim síđustu skákum sínum.      

Ármann bćjarstjóri og hinir útdregnu!Í mótslok afhenti Ármann Kr. Ólafsson bćjarstjóri í Kópavogi verđlaun. Viđ ţá athöfn tók Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands til máls, en hann var var mótsstjóri ásamt Gunnari Björnssyni forseta SÍ og Lenku Ptacnikovu stórmeistara kvenna. Helga kvađ bćjarstjóranum vćri ljóst ađ velgengni samfélaga, t.d. bćjarfélaga, stćđi oft í beinu sambandi viđ styrk ţeirra á skáksviđinu og samkvćmt ţví hlyti Kópavogur međ alla sína ungu og glćsilegu skákmenn ađ standa vel um ţessar mundir.

Í mótslok var öllum ţátttakendum bođiđ uppá pizzur og gosdrykki.

Verđlaunahafar voru ţessir:

1400 íslensk elo-stig og meira:

1. Hilmir Freyr Heimisson  8 v. (af 9)

2. Vignir Vatnar Stefánsson 7 ˝ v.

3. Björn Hólm Birkisson 6 ˝ v.

Í nćst sćtum komu:

4. - 6. Felix Steinţórsson, Dawid Kolka og Bárđur Örn Birkisson allir međ 6 vinninga.

Undir 1400 elo stigum:

1. Guđmundur Agnar Bragason 5 ˝ v. ( 47,5)

2. Róvert Örn Vigfússon 5 ˝ v. ( 46, 35,0 )

3. Aron Ingi Woodard  5 ˝ v. ( 46, 34,5 )

Stúlknaverđlaun:

1. Móey María Sigţórsdóttir

Ţá dró bćjarstjórinn ađ lokum út tvo ţátttakendur sem fá ókeypis dvöl í fyrirhuguđu skákbúđum Fjölnis, Skákskóla Íslands og Skákakademíu Reykjavíkur sem fram eiga ađ fara um mánađarmótin janúar/febrúar 2014. Ármann dró nöfn ţeirra Kjartans Gauta Gíslasonar og Stephan Briem.

Úrslit mótsins má finna á Chess-Results.

Myndaalbúm (GB)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765255

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband