Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

London: Guđmundur međ jafntefli í dag

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason (2318) gerđi jafntefli viđ bandaríska alţjóđlega meistarann Justin Sarkar (2425) í sjöttu umferđ FIDE Open, sem er hluti af London Chess Classic hátíđinni. Oliver Aron Jóhannesson tapađi hins vegar fyrir Englendingnum Peter Taylor (2222). Guđmundur hefur4 vinninga en Oliver hefur 3 vinninga. Sjö skákmenn eru efstir og jafnir međ 5 vinninga.

Í ađalmótinu eru fjórar umferđir af sex í undanrásum lokiđ. Ţar kemur ekkert á óvart, ţ.e. stigahćstu keppendurnir rađa sér í efstu tvö sćtin í öllum flokkum. Undanrásunum lýkur á morgun og svo tefla átta keppendur áfram međ útsláttarfyrirkomulagi. Hćgt er ađ skođa mótstöflu hér. Taflmennska hefst kl. 14 á morgun og ţađan er ađ finna afar góđar beinar útsendingar.

90 skákmenn taka ţátt í FIDE Open. Ţar af eru 23 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 56 í stigaröđ keppenda en Oliver nr. 112.

 

100 keppendur - 6 stórmeistarar - ţar á međal Friđrik - taka ţátt í Friđriksmóti Landsbankans

Friđrik ađ tafli Sex stórmeistarar - ţar á međal Friđrik Ólafsson eru međal ríflega 100 keppenda sem skráđir eru til leiks á Friđriksmóti Landsbankans sem fram fer á laugardag í útibúi bankans í Austurstrćti. Mótiđ er nú fullt en hćgt er ađ skrá sig á biđlista hér. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér og á Chess-Results.

Ţetta er tíunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Eftirtaldir stórmeistarar eru skráđir til leiks: Friđrik Ólafsson (2406), Helgi Ólafsson (2546), Hjörvar Steinn Grétarsson (2511), Jón L. Árnason (2499), Stefán Kristjánsson (2491) og Ţröstur Ţórhallsson (2445). Auk ţess tekur Lenka Ptáncníková (2245) stórmeistari kvenna ţátt.

Alţjóđlegu meistararnir eru Bragi Ţorfinnsson (2454) og Jón Gunnarsson (2412) eru međal keppenda nú en ţeir sigruđu á mótinu í fyrra ásamt Hjörvari Steini. Bragi hlaut Íslandsmeistaratitilinn eftir stigaútreikning.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi

  1. 100.000 kr.
  2.   60.000 kr.
  3.   50.000 kr.
  4.   30.000 kr.
  5.   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun

  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 eđa og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (fćddur 1997 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (fćdd 1997 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. Ađeins er hćgt ađ fá ein aukaverđlaun og verđa ţau valin í ofangreindri röđ.

Fyrri sigurvegarar

  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Chess-Results


Vignir Vatnar og Óskar Víkingur sigurvegar Jólamóts Víkingaklúbbsins

Jólamót VíkingaklúbbsinsJólamót Víkingaklúbbsins sem lauk í miđvikudaginn 11. desember var stćrsta mót í sögu Víkingaklúbbsins. 53 krakkar hófu keppni í tveim flokkum. Krakkar fćddir 2005 og yngri kepptu í einum flokki, en í eldri flokki voru krakkar fćddir 2004 og eldri. Tefldar voru 5. umferđir međ 7. mínútna umhugsunartíma. 

Sigurvegari yngri flokks var hinn bráđefnilegi Óskar Víkingur Davíđsson en hann vann allar skákir sínar. Annar varđ Baltasar Gunnarsson međ 4. vinninga, en jafn honum en lćgri á stigum varđ Jón Hreiđar Rúnarsson, sem jafnframt varđ efstur félagsmanna Víkingaklúbbsins.  Í nćstu sćtum komu nokkrir bráđefnilegir krakkar međ sömu vinninga en lćgri á stigum.  Karitas Jónsdóttir varđ efst stúlkna í yngri flokki.

Í eldri flokki sigrađi undrabarniđ Vignir Vatnar Stefánsson eftir hörku bráđabanaskák viđ Guđmund Mikill áhugi!Bragason. Vignir Vatnar og Guđmundur voru jafnir međ 5. vinninga í mótslok og tefldu svokallađa bráđabanaskák (Harmagedón).  Í miklu tímahraki ţar sem Vignir átti 30 sekúndu eftir, en Guđmundur eina mínútu, ţá varđ Guđmundi ţađ á ađ leika ólöglegum leik og skákin dćmist ţví töpuđ.   Mikael Kravchuk náđi 3. sćtinu, en hann er mikiđ efni.  Jón William Snider varđ efstur félagsmanna eldri flokki og efst stúlkna varđ Fanney Lind Jónsdóttir.

Stefán Bergsson skákstjóri stjórnađi mótinu af miklu öryggi og vann mikiđ ţrekvirki. Lenka Placnikova mćtti međ marga nemendur sína á svćđiđ og hjálpađi mikiđ til, sem og Siguringi Sigurjónsson.  Sigurđur Ingason var einnig mćttur til ađ hjálpa til.  Foreldrar krakkana tóku ríkan ţátt og hjálpuđu til viđ mótahaldiđ.  

Knattspyrnufélagiđ Víkingur veitti öllum krökkunum viđurkenningu og krakkarnir fengu einnig kennsluhefti frá Siguringa skákkennara.  Barnaćfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 15. janúar og verđa vikulega fram á vor.  M.a er stefnt ađ tveim stórum mótum, páskamóti og vormóti.

Eldri flokkur úrslit:

* 1 Vignir Vatnar Stefánsson 5.o
* 2 Guđmundur Bragason  5.0
* 3 Mikael Kravchuk 4.0
* 4 'Jóhann Vilhjálmsson 4.0
* 5 Tómas Eiríksson 2.5
* 6 Matthías Ćvar Magnússon 3.0
* 7 Daníel Ernir Njarđarson 3.0
* 8 Arnór Tjörvi 3.0
* 9.Ásvaldur Sigţórsson 3.0
* 10 Brynjar Haraldsson   3.0
* 11 Aron Ţór 3.0
* 12 Fanney Lind Jónsdóttir 2.0

ađrir minna, en alls tóku 21. keppandi ţátt í eldri flokki

Yngri flokkur úrslit:

* 1 Óskar Víkingur Davíđsson 5.0
* 2 Baltasar Gunnarsson 4.0
* 3 Jón Hreiđar Rúnarsson 4.0
* 4 Sólon  Siguringason 4.0
* 5 Adam Ómarsson 4.0
* 6 Stefán Orri Davíđsson 4.0
* 7 Birgir Logi 4.0
* 8 Robert Luu 3.5
* 9 Ingibert Erlingsson 3.5
* 10 Alexander Már 3.5
* 11 Óttar  B. Sigfússon 3.5
* 12 Daníel Sveinsson 3.5

Ađrir minna, en alls tóku 32. keppendur ţátt í yngri flokki.  Smá villa í tölvukerfi orsakađi ţađ ađ úrslitin í yngri flokki eru enn ekki nógu nákvćm. 

Frétt Víkingaklúbbsins (fullt af myndum)


Halldór, Gylfi og Magnús Pálmi sigurvegarar öđlingamóts - Halldór öđlingameistari

Halldór PálssonHalldór Pálsson (2051), Gylfi Ţór Ţórhallsson (2154) og Magnús Pálmi Örnólfsson (2169) urđu ţrír efstir og jafnir á Vetrarmóti öđlinga sem lauk í gćr. Ţeir hlutu allir 5˝ vinning í 7 skákum. Halldór og Gylfi gerđu jafntefli í lokaumferđinni en Magnús vann Harald Baldursson (1980). Halldór telst hins vegar vetrarmeistari öđlinga eftir stigaútreikning.

Skákstjóri mótsins var Ólafur S. Ásgrímsson sem hefur haldiđ utan um öđlingaskák af miklum myndarskap í mörg herrans ár.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Róbert Lagerman er Skákjólasveinninn 2013!

SAM 0228

Vinaskákfélagiđ hringdi jólabjöllunum hressilega á mánudaginn. Tilefniđ var árlegt jólaskákmót Vinaskákfélagsins. Fjórtán skákjólasveinar og ein jólastelpa tóku ţátt í mótinu í ár. Ákaflega notaleg jólastemmning er ávallt í Vinjarhúsinu í kringum jólin. Og ekki er síđri ilmurinn frá jólaeldhúsinu, en í hálfleik skákmótsins reiddi yfirkokkurinn Ingi Hans, fram ekta jólavöfflur međ alvörurjóma.

SAM 0217

Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins gaf engar jólagjafir í sjálfu skákmótinu, og kom í mark međ fullt hús vinninga, annađ sćtiđ tók Ingi Tandri Traustason, og Stefán Bergsson hafnađi í ţriđja sćti. Arnaldur Sigurđsson var jafn ţeim Inga Tandra og Stefáni, en nćstir komu Magnús Magnússon og Hrafn Jökulsson.

Vinningarnir voru ákaflega ljúffengir og glćsilegir, m.a. málsverđur fyrir tvo á Argentínu steikhús, borđ fyrir tvo á Lćkjarbrekku og jólakonfekt frá Nóa Sírius.

Hiđ öfluga skákstarf Vinaskákfélagsins er í miklum blóma. Stórmót eru haldin reglulega einu sinni í mánuđi, skákćfingar vikulega, og teflt er alla daga í Vin. Einnig eru óvćntar og skemmtilegar uppákomur ávallt á dagskrá.

Allir skákunnendur eru hjartanlega velkomnir, enda eru einkunarorđ Vinaskákfélagsins: Viđ erum ein fjölskylda.

Myndaalbúm 


London: Guđmundur vann í fimmtu umferđ

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason (2318) vann enska skákmanninn Roger Williamson (2150) í fimmtu umferđ FIDE Open, sem fram fór í gćrkveldi, og er hluti af London Chess Classic hátíđinni. Oliver Aron Jóhannesson (2078) tapađi hins vegar fyrir enska stórmeistaranum Keith Arkell (2438). Guđmundur hefur 3˝ vinning en Oliver hefur 3 vinninga.

Stórmeistararnir Jon Ludvig Hammer (2612), Noregi, og Sabino Brunello (2603), Ítalíu, eru efstir međ 4˝ vinning.

Sjötta umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Guđmundur viđ bandaríska alţjóđlega meistarann Justin Sarkar (2425) en Oliver viđ Englendinginn Peter Taylor (2222).

Ađalmótiđ, sem er ađ ţessu sinni atskákmót og kallast "Super Sixteen" hófst í gćr. Ţar er 16 skákmönnum skipt í fjóra riđla og tefla tvöfalda umferđ. Tveir efstu komast áfram úr hverjum riđli. Tvćr umferđir voru tefldar í gćr Ţar byrjuđu stigahćstu menn almennt vel ađ Peter Svidler (2789) undanskyldum sem hefur ađeins 1 stig.  Hćgt er ađ skođa mótstöflu hér. Taflmennska hefst kl. 14 í dag og ţađan er ađ finna afar góđar beinar útsendingar.

90 skákmenn taka ţátt í FIDE Open. Ţar af eru 23 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 56 í stigaröđ keppenda en Oliver nr. 112.

 

Hrađskákmót Garđabćjar fer fram í kvöld

Hrađskákmót Garđabćjar verđur haldiđ frá kl. 19:30 nćstkomandi fimmtudag 12. desember í Betrunarhúsinu, Garđatorgi 1. 2. hćđ.
 
Skráning í hrađskákmótiđ er á ţessum hlekk. 

Hćgt er ađ sjá hverjir eru skráđir međ ţví ađ smella hér.
 
Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki. Reikna má međ ađ mótiđ verđi búiđ um kl. 22.
 
1. verđlaun í Hrađskákmóti Garđabćjar eru 15.000 kr. auk verđlaunagrips. Medalíur fyrir 2 og 3 sćti. Efsti TG ingur hlýtur 5000 kr. Verđlaunafé skiptist milli manna ef fleiri en einn hljóta jafn marga vinninga.
 
Frítt er í hrađskákmótiđ fyrir ţátttakendur skákţingsins og félagsmenn TG en ađrir gestir borga 1000 kr.
 
Hrađskákmeistari 2012 var Pálmi Ragnar Pétursson GM Helli sem vann mótiđ í fyrra međ fullu húsi.
 
Eftir hrađskákmótiđ er verđlaunahending fyrir bćđi mótin.

Verđlaunahafar Skákţings Garđabćjar 2013 eru:
 
Jón Árni Halldórsson
Loftur Baldvinsson
Gauti Páll Jónsson
Bjarnsteinn Ţórsson
 
Brynjar Bjarkason
Ţorsteinn Magnússon
Mikael Kravchuk
Bjarki Arnaldarson
 


Jólahrađskákmót Skákskólans og Skákakademíu Kópavogs í Stúkunni í dag

Jólahrađskákmót Skákskóla Íslands verđur haldiđ í Stúkunni á fimmtudaginn og hefst stundvíslega kl. 14.30. Ţátttökurétt hafa allir krakkar í  grunnskólum Kópavogs. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu  allt í einum flokki. Verđlaun verđa tvískipt, ţrenn verđlaun fyrir ţá sem eru stigalausir eđa undir 1400 elo stigum og einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţá sem eru međ 1400 elo stig og meira.

Međal verđlauna eru bikarar, verđlaunapeningar og ţátttaka í fyrirhuguđu tveggja daga skák-námskeiđ í Vatnaskógi síđustu helgina í janúar á ári. Í mótslok verđur bođiđ uppá pizzur og gosdrykki. 


Dagur međ 3 vinninga eftir 5 umferđir

Dagur

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2378) hefur 3 vinninga ađ loknum fimm umferđum á First Saturday-móti sem nú er í gangi í Búdapest.

Dagur gerđi jafntefli í 4. og 5. umferđ. Í fjórđu umferđ viđ ungverska alţjóđlega meistarann Florian Hujbert (2454) og í fimmtu umferđ viđ indónesíska FIDE-meistarann Cuhendi Sean Winshand (2344).

Dagur hefur 3 vinninga og er í 2.-4. sćti.

Tíu skákmenn tefla í efsta flokki og eru međalstigin 2402. Dagur er nr. 6 í stigaröđ keppenda.


Jólapakkamót GM Hellis fer fram 21. desember

Jólapakkaskákmót GM Hellis verđur haldiđ laugardaginn 21. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.
 
Keppt verđur í allt ađ 5 flokkum: Flokki fćddra 1998-2000, flokki fćddra 2001-2002, flokki fćddra 2003-2004 og flokki fćddra 2005 og síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Skráning á mótiđ fer fram hér á heimasíđu GM Hellis og hér á Skák.is.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765548

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband