Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Héđinn, sem tefldi fyrir GA-smíđajárn, sigrađi á upphitunarmóti ólympíufaranna

 

Héđinn og Jóhanna Björg

 

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson sigrađi á upphitunarmóti ólympíufaranna sem fram fór í Kringlunni í dag.  Héđinn hlaut 6 vinninga í 7 skákum.  Hjörvar Steinn Grétarsson, sem tefldi fyrir Icelandair, Ţröstur Ţórhallsson, sem tefldi fyrir Íslandsbanka og Dađi Ómarsson, sem tefldi fyrir Fortis lögmannsstofu, og var í miklu stuđi og vann margan sterkan skákmanninn urđu í 2.-4. sćti međ 5˝ vinning.  Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem tefldi fyrir Hval, hlaut kvennaverđlaun mótsins.

Skáksamband Íslands vill fćra öllum fyrirtćkjunum sem styđja viđ ţátttöku Íslands á ólympíuskákmótinu kćrlega fyrir.  Öllum keppendum og áhorfendum er einnig ţakkađ fyrir ađ koma í Kringluna og taka ţátt í ţessum skemmtilega viđburđi.

Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

 

Rank NameRtgFED
1GMHéđinn Steingrímsson2560GA Smíđajárn
2IMHjörvar Steinn Grétarsson2506Icelandair
3GMŢröstur Ţórhallsson2426Íslandsbanki
4 Dađi Ómarsson2206Fortis lögmannsstofa
5FMDavíđ Rúrik Ólafsson2321KRST lögmenn
6IMArnar Gunnarsson2441Actavis
7GMHelgi Ólafsson2547Landsbankinn
8FMSigurđur Dađi Sigfússon2341Lyfja
9FMRóbert Lagerman2307Pósturinn
10 Arnaldur Loftsson2097Borgun
11 Birgir Berndsen1887ISL
12FMAndri Áss, Grétarsson2319KS
13 Gunnar Freyr Rúnarsson2079Vífilfell
14 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir1886Hvalur
15 Pálmi Ragnar Pétursson2186Útfararstofa kirkjugarđanna
16FMBrian Hulse2112USA
17 Jóhann Ingvason2135ISL
18 Eiríkur Kolb Björnsson1970ISL
19 Örn Leó Jóhannsson1941ISL
20 Jón Ţorvaldsson2165BYKO
21 Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir1957Jói Útherji
22FMEinar Hjalti Jensson2305Olís
23 Erlingur Ţorsteinsson2110Garđabćr
24 Jón Gunnar Jónsson1695ISL
25 Björn Jónsson2030ISL
26 Áslaug Kristinsdóttir1629ISL
27 Kristján Halldórsson1762ISL
28 Tinna Kristín Finnbogadóttir1832Kópavogsbćr
29 Kristján Ö Elíasson1873ISL
30 Arngrímur Ţ Gunnhallsson1993ISL
31 Sigurlaug R Friđţjófsdóttir1734ISL
32 Gunnar Nikulásson1556ISL
33 Elsa María Krístinardóttir1737Húsasmiđjan
34 Atli Jóhann Leósson1740ISL
35 Óskar Long Einarsson1594ISL
36 Kjartan Másson1867ISL
37 Björgvin Kristbergsson1229ISL
38 Bjarki Arnaldarson0ISL

 

 

 


EM ungmenna: Hilmir Freyr vann í lokaumferđinni

Hilmir Freyr HeimissonHilmir Freyr Heimisson vann sína skák í níundu umferđ EM ungmenna sem fram fór í Prag í dag, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Dagur Ragnarsson gerđu jafntefli en Vignir Vatnar Stefánsson og Oliver Aron Jóhannesson töpuđu.

Oliver hlaut 4,5 vinning, Vignir Vatnar og Dagur fengu 4 vinninga og Hilmir Freyr og Jón Kristinn enduđu međ 3,5 vinning.

Ţrír strákanna hćkka á stigum.  Vignir um 6 stig, Jón Kristinn um 5 stig og Dagur um 4 stig. Oliver lćkkar um 29 stig og Hilmir um 9 stig.

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.



ÓIympíufarinn: Helgi Ólafsson

 

Picture 024
Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynntur til sögunnar Helgi Ólafsson, liđsstjóri í opnum flokki.

Nú er búiđ ađ kynna alla Ólympíufaranna nema Lenku Ptácníková og Hjörvar Stein Grétarsson en ţau verđa kynnt til sögunnar á morgun.

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Nafn:

Helgi Ólafsson

Stađa í liđinu:

Liđsstjóri í opnum flokki

Aldur:

56 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Haifa í Ísrael 1976. Hef teflt á 15 Ólympíumótum.

Besta skákin á ferlinum?

Á eftir ađ tefla hana. En á Ol-mótum held ég svolítiđ uppá sigrana yfir Timman á Möltu 1980 og  Hort í Saloniki 1984.

Minnisstćđasta atvik á Ól?


Ol í Dubai 1986 er alltaf sérstaklega minnisstćtt ekki síst ţegar JLÁ marđi jafntefli í lokaskákinni okkar og viđ höfđum unniđ Spán 3 1/2 : 1/2 og endađ í 5. sćti.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Vil ekki spá um ţađ. Liđsmenn Íslands verđa ađ gera sér grein fyrir ţví ađ einungis nćst árangur ef hópurinn nćr saman sem liđ og allir leggja sig fram fyrir ţađ verkefni ađ tefla fyrir Íslands hönd.  

Spá um sigurvegara?

Armenar eru líklegir.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Ég er liđsstjóri og ćfingar standa yfir ţessa dagana.

Persónuleg markmiđ?

Ađ vera góđur viđ fjölskylduna mína.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!


Ólympíufarinn: Hannes Hlífar Stefánsson

Hannes Hlífar Stefánsson
Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynntur til sögunnar Hannes Hlífar Stefánsson, ellefufaldur Íslandsmeistari. 

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Héđin Steingrímsson, Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur; Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins og Gunnar Björnsson. Síđar í dag verđur Helgi Ólafsson landsliđsţjálfari kynntur til sögunnar og á morgun lýkur kynningunni ţegar Lenka Ptácníková og Hjörvar Steinn Grétarsson verđa kynnt til leiks.

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Nafn:
 

Hannes Hlífar Stefánsson

Stađa í liđinu:

Annađ borđ í opnum flokki

Aldur:

40 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Fyrsta ólympiumotiđ Manila 1992, 11 olympíumót.

Besta skákin á ferlinum?

Besta skák ţađ verđa ađrir ađ dćma um.

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Minnistćđasta olymipumotiđ er Elista 1998 en ţá var skákţorp byggt fyrir keppendur og bjó íslenska liđiđ í íbuđ međ eldabusku sem eldađi fyrir liđiđ reyndar var mótinu frestađ um nokkra daga og sama dag og mótiđ átti ađ hefjast var íslenska liđiđ keyrt lengst út í sveitabć  ţar var slegiđ upp veislu ţótt klukkan vćri einungis um hádegi ţá var öllum sveitamatnum stillt upp á risastóru borđi og kössum af vodka staplađ á borđiđ!

Ţýddi lítiđ ađ segja nei viđ gestgjafana ţá var tekiđ hlé af átinu og kassetutćki stillt upp á hlađi og dansađi ólympuliđiđ viđ heimasćturnar svona gekk ţetta 4-5 umferđir étiđ, drukkiđ, dansađ og sungnir ćttjarđarsöngvar ţangađ til ađ rökkva tók.  Í sunnudagsblađi Morgunblađsins birtist mynd af Ţresti í sjómanni viđ einn heimamanninn!

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Spái ađ íslenska liđsins verđi efst Norđurlandaţjóđa.

Spá um sigurvegara?

Giska á Armena.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Liđiđ hefur komiđ saman og leidd saman hesta sína nokkra tíma á dag 2 vikum fyrir mót og eftir atvikum á árinu reyndar hefur Hjörvars veriđ sárt saknađ.

Persónuleg markmiđ?

Ađ tefla vel!

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!


Upphitunarmót Ólympíuskákmótsins fer fram í Kringlunni í dag

Upphitunarmót Ólympíuliđanna verđur á Blómatorginu í Kringlu í dag laugardag og hefst kl. 13.  Ţađ stefnir í eitt sterkasta hrađskákmót ársins enda eru allir međlimir beggja Ólympíuliđa skráđir til leiks, sem á annađ borđ eru á landinu, auk margra annarra sterka keppenda.

Samkvćmt sérstakri ósk landsliđsţjálfarans, Helga Ólafssonar, verđa notuđ tímamörkin 3+3 (3 mínútur auk 3 sekúnda á hvern leik).  Tefldar verđa 7 umferđir.  Ekkert keppnisgjald.  Ein verđlaun eru á mótinu en sigurvegarinn fćr 25.000 kr.  

Mótiđ er jafnframt fjáröflunarmót fyrir ţátttöku Íslands en fjölmörg fyrirtćki styđja viđ ţátttöku íslensku liđanna og munu keppendur mótsins tefla fyrir viđkomandi fyrirtćki.  Skáksambandiđ ţakkar kćrlega fyrir stuđninginn.

Skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta og styđja viđ bakiđ á íslensku ólympíuförunum.

Búiđ er ađ loka fyrir skráningu í mótiđ en eftirtaldir skráđu sig til leiks í tíma:

 

SNo. NameNRtgIRtg
1GMHéđinn Steingrímsson25512560
2GMHelgi Ólafsson25432547
3GMHannes H Stefánsson25812515
4GMHenrik Danielsen25292511
5IMHjörvar Steinn Grétarsson24492506
6IMArnar Gunnarsson24032441
7GMŢröstur Ţórhallsson24322426
8FMSigurbjörn Björnsson23832391
9FMMagnús Örn Úlfarsson23762388
10FMSigurđur Dađi Sigfússon23452341
11FMDavíđ Rúrik Ólafsson23132321
12FMAndri Áss, Grétarsson23212319
13FMRóbert Lagerman23052307
14 Einar Hjalti Jensson22952305
15 Dađi Ómarsson22382206
16 Pálmi Ragnar Pétursson21072186
17 Jón Ţorvaldsson20862165
18 Jóhann Ingvason21282135
19 Rúnar Berg20822131
20FMBrian Hulse02112
21 Gunnar Björnsson20752110
22 Erlingur Ţorsteinsson20652110
23 Bjarni Hjartarson20442100
24 Arnaldur Loftsson20970
25 Gunnar Freyr Rúnarsson19652079
26 Halldór Pálsson20352064
27 Björn Jónsson19602030
28 Jónas Jónasson18451997
29 Arngrímur Ţ Gunnhallsson19930
30 Eiríkur Kolb Björnsson19321970
31 Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir19121957
32 Örn Leó Jóhannsson19891941
33 Birgir Berndsen18870
34 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir18701886
35 Óskar Maggason17541883
36 Kristján Ö Elíasson18801873
37 Kjartan Másson17251867
38 Tinna Kristín Finnbogadóttir18581832
39 Kristján Halldórsson17620
40 Atli Jóhann Leósson17911740
41 Elsa María Krístinardóttir17541737
42 Sigurlaug R Friđţjófsdóttir17011734
43 Jón Gunnar Jónsson16950
44 Áslaug Kristinsdóttir16290
45 Óskar Long Einarsson14141594
46 Dagur Kjartansson18171580
47 Gunnar Nikulásson15560
48 Björgvin Kristbergsson11041229
49 Heimir Páll Ragnarsson11210
50 Bjarki Arnaldarson00

 


Ólympíuliđin í landsliđsbúningi frá Jóa Útherja

 

Gunnar og Magnús V. Pétursson viđ afhendingu bolanna
Ólympíuliđin í skák verđa í landsliđsbolum frá Jóa Útherja en Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Magnús V. Pétursson, ađaleigandi Jóa Útherja gengu frá samningum ţess efnis í dag í verslun Jóa.  Landsliđsbúningurinn er heiđblár í anda ţjóđfánans.

 

Myndin er frá afhendinguna bolanna í dag.  Á veggnum má sjá ljósmynd.  Á ţeirri mynd má ţekkja tvo Ólympíufara.   Glöggum lesendum er bent á nota athugasemdakerfiđ


EM: Vignir Vatnar vann í áttundu umferđ

Vignir Vatnar í PragVignir Vatnar Stefánsson vann sína skák í áttundu og nćstsíđustu umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag.  Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson gerđu jafntefli en Hilmir Freyr Heimisson og Jón Kristinn Ţorgeirsson töpuđu.   Oliver hefur 4,5 vinning, Vignir hefur 4 vinninga, Dagur hefur 3,5 vinning, Jón Kristinn hefur 3 vinninga og Hilmir hefur 2,5 vinning.

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.

Ólympíufarinn: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Hux. Jóhanna Björg íhugar nćsta leik

Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynnt til sögunnar Jóhanna Björg Jóhannsdóttir í kvennaliđinu.

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Héđin Steingrímsson, Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur; Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur, Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins og Gunnar Björnsson. Nćstu daga verđa tveir ólympíufarar kynntir á dag en kynningunni lýkur á sunnudag.

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Nafn: 

Jóhanna Björg Jóhnnsdóttir

Stađa í liđinu:

Ţriđja borđi í kvennaliđinu

Aldur:

19 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Ég tók ţátt í mínu fyrsta ólympíumóti áriđ 2010 ţegar ţađ var haldiđ í Khanty í Síberíu en ţađ er eina ólympíumótiđ sem ég hef tekiđ ţátt í.

Besta skákin á ferlinum?

Skák sem ég tefldi á Liberec open sem er partur af Czech Tourmótaröđinni í Tékklandi í nóvember 2011 ţar sem ég vann Zdenek Cakl (2078) međ svörtu.

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Ţađ er erfitt ađ segja en ţađ er líka erfitt ađ gleyma ţví ţegar Gunnar forseti sló dverg utan undir (óvart) í lyftu.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Ég spái báđum liđum 15 sćtum fyrir ofan byrjunarsćti.

Spá um sigurvegara?

Ég hef nú ekki mikiđ skođađ önnur liđ en eigum viđ ekki ađ spá Norđmönnum sigur.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Ég hef reynt ađ tefla á öllum mótum sem ég hef komist á. Ég hef líka veriđ ađ skođa byrjanir og leysa ţrautir.

Persónuleg markmiđ?

Ég vil helst fá yfir 50% vinningshlutfall en helsta markmiđiđ er ađ vera međ hátt ratingperformance og ađ hćkka ELO stigin mín.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!


Ólafur Gauti Ólafsson - f. 5. janúar 1985 d. 21. ágúst 2012

Tvíburasystkinin Kristín Birna og Ólafur Gauti hampa Barnasmiđjubikarnum voriđ 1996 fyrir sigur Rimaskóla í Grafarvogshlaupinu, árlegri keppni grunnskóla í Grafarvogi  Ólafur Gauti kynntist skáklistinni sem barn í Rimaskóla á fyrstu starfsárum skólans. Mikill skákáhugi myndađist međal nemenda allt frá stofnun skólans áriđ 1993. Međal efnilegustu skákmanna Rimaskóla fyrstu árin voru bekkjarbrćđurnir Ólafur Gauti, Sigurjón Kjćrnested og Agnar Darri Lárusson. Ólafur Gauti var mikill keppnismađur, metnađarfullur og baráttuglađur.

Auk ţess ađ ćfa skák á grunnskólaárum sínum ţá varđ Ólafur Gauti fremstur jafnaldra sinna í öllum íţróttum sem hann kom nálćgt og ćfđi međ Fjölni hlaup og fótbolta. Í síđasttöldu greininni var hann valinn í yngri landsliđ. Ásamt tvíburasystur sinni Kristínu Birnu, margföldum Íslandsmeistara og landsliđskonu í frjálsum íţróttum, stóđ Gauti fremstur í flokki nemenda Rimaskóla ađ vinna Íslandsmót grunnskóla í frjálsum íţróttum nokkur ár í röđ og kom skólanum rćkilega á kortiđ.

Ólafur Gauti vann skákmót Rimaskóla ţrjú ár í röđ á árunum 1999 - 2001, árin sem  hann var í 8. - 10. bekk. Eftir ađ Gauti útskrifađist frá Rimaskóla 2001 tók annar efnilegur skákmađur viđ keflinu sem skákmeistari Rimaskóla,  innblásinn baráttuanda Ólafs Gauta viđ skákborđiđ, en ţar var á ferđinni sjálfur Hjörvar Steinn Grétarsson sem fór fyrir skáksveitum Rimaskóla nćstu árin og náđi skólinn ţá ţeim markmiđum sem Gauti og félagar höfđu lagt grunninn ađ.

Ólafur Gauti var harđsnúinn keppnismađur og frábćr skákmađur međ stáltaugar. Andstćđingum hans reyndist nánast ókleift  ađ vinna Gauta ţegar Íslandsmót grunnskóla voru annars vegar. Ólafur Gauti gekk í Helli og tefldi međ félaginu í nokkur ár en frá blautu barnsbeini sló Fjölnishjartađ hjá Gauta og ţví gekk hann til liđs viđ skákdeild Fjölnis stuttu eftir ađ hún var stofnuđ áriđ 2004.

Ólafur Gauti tefldi međ skáksveitum Fjölnis reglulega ţegar heilsa og tími leyfđi. Ţađ var ánćgjulegtÓlafur Gauti ađ tafli fyrir Skáksveit Fjölnis á Íslandsmóti félagsliđa haustiđ 2010 og gefandi ađ endurnýja kynni sín viđ Gauta á starfsvettvangi skákarinnar, bćđi innan skákdeildar Fjölnis og einnig  í kringum alla helstu skákviđburđi landsins ţví oftar en ekki var Ólafur Gauti mćttur til ađ fylgjast međ og hitta skákvini.

Í hópi skákmanna var Ólafur Gauti mjög vel kynntur og vinamargur. Ljúf Framkoma og jákvćđni voru hans helstu kostir. Ósjaldan rćddum viđ Gauti saman síđustu árin og alltaf var ţá horfiđ á vit minninganna til ţeirra daga sem hann var í Rimaskóla og vann hver afrekin af öđrum. Ţađ var engin hógvćrđ í ţessum upprifjunum okkar enda engin ástćđa til. Ţegar litiđ er til baka ţá er ţađ mér ljóst og tćrt ađ Ólafur Gauti lagđi ţung lóđ á vogarskálarnar viđ uppbyggingu skákstarfs í Rimaskóla sem hefur allt frá hans námsárum stađiđ í miklum blóma.

Sem skólastjóri Rimaskóla og sem formađur skákdeildar Fjölnis vil ég ţakka ţessum afreksnemanda og ljúfa vini fyrir allt ţađ sem hann lagđi á sig til árangurs  međ baráttu sinni , jákvćđni og vilja. Skákdeild Fjölnis kveđur yndislegan félaga og sendir fjölskyldu Ólafs Gauta Ólafssonar einlćgar samúđarkveđjur, ţađ er skarđ fyrir skyldi í hópnum en minningarnar um ţennan góđa dreng mun lifa og lýsa okkur í framtíđinni.

Helgi Árnason

Myndatextii:

Tvíburasystkinin Kristín Birna og Ólafur Gauti hampa Barnasmiđjubikarnum voriđ 1996 fyrir sigur Rimaskóla í Grafarvogshlaupinu, árlegri keppni grunnskóla í Grafarvogi  

Ólafur Gauti ađ tafli fyrir Skáksveit Fjölnis á Íslandsmóti félagsliđa haustiđ 2010


Ólympíufarinn: Gunnar Björnsson

Gunnar forzeti
Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynntur til sögunnar Gunnar Björnsson, fararstjóri hópsins.

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Héđin Steingrímsson, Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur; Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Elsu Maríu Kristínardóttur og Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins. Nćstu daga verđa tveir ólympíufarar kynntir á dag en kynningunni lýkur á sunnudag.

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Nafn: 

Gunnar Björnsson

Stađa í liđinu:

Fararstjóri og FIDE-fulltrúi

Aldur:

44 ára

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Ţetta er mitt ţriđja Ólympíuskákmót.  Fór sem liđsstjóri á Ólympíuskákmótđ í Calvia 2004 og var fararstjóri, FIDE-fulltrúi og liđsstjóri kvennaliđsins í Khanty Manskysk 2010.

Besta skákin á ferlinum?

Sigurskák gegn Jóni L. Árnasyni á Íslandsmóti skákfélaga, 5. október 2008.  Kvöldiđ áđur hafđi ég veriđ í fimmtugsafmćli mágkonu minnar og mćtti fremur illa sofinn til leiks. Sigurinn hafđi ţó sínar afleiđingar ţví degi síđar bađ forsćtisráđherra, guđ ađ blessa Ísland.     

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Einhvern veginn er Ólympíuskákmótiđ 2010 mér mun minnisstćđara en mótiđ 2004.  Ţá var fariđ út í óvissuna eins og Halla bendir á í sinni kynningu en allt reyndist svo vera framar vćntingum á mótsstađ.  Rússarnir voru einfaldlega međ allt á hreinu.  Davíđ Ólafsson forfallađist međ eins dags fyrirvara og allt í einu var ég orđinn liđsstjóri kvennaliđsins.  Ţćr stóđu sig vonum framar og sigurinn gegn Englendingum er mér einkar minnisstćđur. 

Mér er ţó FIDE-fundurinn minnisstćđastur, sérstaklega ţegar Larry Ebbin frá Bermúda hellir sér yfir Kasparov eins og sjá má í upphafi ţessarar Youtube-klippu.  Takiđ eftir ţví hversu álkulegur ég er í myndbandinu!

 

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Í opnum flokki er ađalatriđiđ er ađ halda Norđurlandameistaratitlinum frá Porto Carras í fyrra! SmileÍ kvennaflokki vćri gott ađ vera fyrir ofan miđju.

Spá um sigurvegara?

Spái Kínverjum sigri í kvennaflokki og ađ Rússarnir vinni loks opna flokkinn.  Hlýtur ađ koma ađ ţví.

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Minn undirbúningur felst í alls konar útréttingum.  Fjáröflun, klćđnađi fyrir keppendur, undirbúa fréttaflutning o.ţ.h.  Međal ţess sem ég hef veriđ ađ vinna af síđustu daga ásamt Hrafni Jökulssyni og fleirum er ađ útbúa kynningu á Reykjavíkurskákmótinu 2013 og EM 2015 til ađ kynna niđur frá.

Persónuleg markmiđ?

Standa mig vel sem fararstjóri og koma fréttum fljótt og vel til skila til íslenskra skákunnenda.

Eitthvađ ađ lokum?

Treysti á góđa strauma frá Íslandi og vonast til ađ sjá sem flesta í Kringlunni á morgun!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8765727

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband