Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Víkingaklúbburinn lagđi TR!

Arnar og Hannes tefla - Héđinn fylgist međ Víkingaklúbburinn og Taflfélag Reykjavíkur mćttust í 8-liđa úrslitum Hrađskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 23. ágúst í félagsheimili TR.  Viđureignin var heimaleikur Víkingaklúbbsins, en TR-ingar lánuđu húsnćđi sitt.  Bardaginn endađi međ nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastađan varđ 45.5 vinningar gegn 26.5 vinningum TR-inga.  Viđureignin var ţó mjög jöfn í upphafi.  TR mćtti međ grjótharđa sveit og Arnar Gunnarsson, Snorri Bergsson og Dađi Ómarsson byrjuđu vel.  Snorri lagđi m.a Hannes Hlífar í fyrstu umferđ og fyrstu tvćr viđureignirnar enduđu jafnar 3-3.  Í ţriđju umferđ sigrađi svo Vikingaklúbburinn 5-1 og eftir ţađ létu Víkingar forustuna ekki af hendi.  

Viđureignirnar fóru eftirfarandi: 

3-3, 3-3, 5-1, 4-2, 2.5-3.5, 5-1, 4.5-1.5, 4-2, 4-2, 3.5-2.5, 3-3, 4-2.

Samtals: 45.5-26.5 fyrir Víkingaklúbbinn, en stađan í hálfleik var 22.5-13.5 fyrir Víkinga.

Björn Ţorfinnsson var međ besta skor Víkinga 9 v. af 12, Hannes Hlífar var međ 8.5 v. af 12 og Davíđ Kjartansson var međ 8 v. af 10.  Bestur TR-inga var Arnar Gunnarsson međ 10.5 v. af 12, en Júlíus Friđjónsson var međ 4.5 v. af 12 og Snorri Bergsson var međ 4 v. af 7.

Videó af viđureign hér.

Besti árangur Víkingaklúbbsins: 

Björn Ţorfinnsson 9. v af 12 (75%)
Hannes Hlífar Stefánsson 8.5 v. af 12 (71%) 
Davíđ Kjartansson 8. v af 10 (80%)
Magnús Örn Úlfarsson 8.v af 12 (66%) 
Ólafur B. Ţórsson 7.5 v. af 12 (63%)
Gunnar Freyr Rúnarsson 2 v af 3 (66%)
Ţorvarđur Fannar Ólafssson 2.v af 7
Stefán Ţór Sigurjónsson 0.5.v af 4 

Haraldur Baldursson og Jónas Jónasson tefldi ekki ađ ţessu sinni!

Besti árangur TR:

Arnar Gunnarsson 10.5. v af 12 (88%)
Júlíus Friđjónsson 4.5. v af 12 (38%)
Snorri Bergsson 4. v af 7 (57%)
Dađi Ómarsson 4 v. af 12
Ríkharđur Sveinsson 2.5 v. af 12
Eiríkur Björnsson 1. v af 9
Björn Jónsson 0. v af 3 
Óttar Felix Hauksson 0. v af 2
Skotta 0. v af 3 

 


Hellir lagđi SFÍ

Stefán og AndriSkákfélag Íslands og Taflfélagiđ Hellir áttust viđ í kvöld í upphafi annarrar umferđar Hrađskákkeppni taflfélaga og fór viđureignin fram í Hellisheimilinu.  Hellismenn tóku forustu strax í upphafi og bćttu viđ hana stöđugt fram ađ fimmtu umferđ sem Skákfélag Íslands vann örugglega og lagađi stöđun mikiđ. Síđustu umferđ í fyrri hlutanum unnu Hellismenn svo međ minnsta mun og leiddu í hálfleik 20,5-15,5. Í seinni hlutanum bćttu Hellismenn í og unnu ađ lokum öruggan sigur 43,5v gegn 28,5v Skákfélags Íslands.

Andri og Davíđ voru bestir ţeirra sem tefldu fyrir Helli. Vegna forfalla á síđustu stundu í liđi Skákfélags Íslands mćttu ţeir 5 til leiks og fengu mann ađ láni, Rúnar Bergs sem stóđ sig best ţeirra sem tefldu fyrir Skákfélagiđ og fékk 7,5v og hélt ţeim eiginlega á floti í fyrri hlutanum. Nćstur ţeirra var svo Örn Leó međ 6v.

Árangur einstakra liđsmanna:

Hellir

  • Davíđ Ólafsson 10,5 v. af 12.
  • Andri Grétarsson 11 v. af 12.
  • Helgi Brynjarsson 2 v. af 8.
  • Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 7,5 v. af 12.
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4,5 v. af 12.
  • Elsa María Kristínardóttir 7 v. af 12.
  • Vigfús Ó. Vigfússon 1 v. af 4.

Skákfélag Íslands (allir tefldu 12 skákir):

  • Rúnar Berg 7,5 v.
  • Patrekur Maron Magnússon 3,5 v.
  • Örn Leó Jóhannsson 6 v.
  • Kristján Örn Elíasson 5 v.
  • Guđmundur Kristinn Lee 3 v.
  • Dagur Kjartansson 3,5 v.

Hellir er ţví kominn í undanúrslit.


Nokkrar línur frá Kaunas: Pistill frá Gunnari Finnlaugssyni

Gunnar Finnlaugsson, arkitekinn á bakviđ ćvintýriđGunnar Finnlaugsson (2062) hefur skrifađ stuttan pistil frá EM öđlinga (60+) sem fram fer ţessa dagana í Kaunas í Litháen.  Annars pistill kemur frá Gunnari eftir mót.

Hér koma nokkrar línur frá Kaunas, sem er viđkunnanleg borg međ uţb 350 000 íbúum. Mótiđ fer fram í skemmtilegum sal ţar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Ísraelsmađurinn Almog Blustein tók fyrir nokkrum árum viđ sem "seniorgeneral" af Per Ofstad innan Evrópusambandsins. Hann átti ađ vera innstur koppur í búri hér. En stuttu fyrir mót fékk Ofstad tölvupóst frá Blustein ađ hann myndi ekki koma og yrđi mótstjóri í Dresden í stađinn! Ofstad sem nálgast áttrćtt, hćtti ţví viđ ţátttöku sjálfur og er bakhjarl mótshaldara. Mótiđ fer vel fram og er teflt eftir "öldungastađli", ţeas níu umferđir, ein á dag frá laugardegi til sunnudags.
 
Umferđirnar byrja klukkan 10, sem sumum okkar finnst of snemmt. Á ţeim fundum sem ég hef veriđ á í öldunganefndum hefur ađal umrćđuefniđ veriđ hvenćr umferđir skuli hefjast. Mér og fleirum tókst ađ afstýra morgunbyrjun á Norđurlandamótinu í Reykjavík í fyrra.  En eftir sex umferđir er ég ađ verđa búinn ađ ađlaga mig. Ţó er kaffidrykkjan meiri en góđu hófi gegnir á morgnana.
 
Lars Grahn skrifar um mótiđ (INTE BARA SCHACK) og hefur birt myndir. Međ mér eru tveir sćnskir
Gunnar Finnlaugsson ađ taldi í Kaunas vinir mínir Malmdin og Wahlbom. Hins vegar eru norđmennirnir 15 og margir ţeirra komir niđur á neđstu borđ. Ofstad kallar ţann hluta salarins "Little Norway".

Ég og sćnsku vinir mínir erum hins vegar allir fyrir ofan miđju ţegar ţetta er skrifađ. Taflmennska mín hefur veriđ nokkuđ brokkgeng eins og sjá má hjá Lars Grahn. En í dag tefldi ég heilsteypta skák viđ formann Skáksamband Lettlands Janis Lelis.  Takiđ eftir "reitafári" hvíta riddarans á d2.

Ég bý á ágćtu hóteli og er ţađ ađallega norska og rússneska sem mađur heyrir viđ morgunverđarborđiđ. Allar upplýsingar eru á ensku og rússnesku.
 
Í dag ofkeyrđi Balashov sig međ hvítu og fćrir ţađ spennu í mótiđ nú ţegar ţrjár umferđir eru eftir.

 


EM ungmenna: Endaspretturinn hafinn

EM hópurinn í PragŢá er endaspretturinn hafinn hér í Prag. Ţetta er skrifađ á fimmtudagskvöldi ađ lokinni sjöundu umferđ. Vel hefur gengiđ í síđustu ţremur umferđum og 10 vinningar af 15 komiđ í hús. Ţar skiptir mestu máli ađ Jón Kristinn og Oliver hafa báđir unniđ ţrjár skákir í röđ. Jón vann geysi flottan sigur í dag á mun stigahćrri skákmanni. Oliver er sannarlega kominn í gang og gćti náđ góđu sćti haldi hann svona áfram. Hilmir Freyr vann gríđarlegan baráttusigur í gćr eftir ađ hafa haft tapađ tafl, en lagđi of mikiđ á stöđuna í dag og tapađi í flókinni skák. Vignir vann flottan sigur í gćr en tapađi í dag fyrir sterkum Rússa sem tefldi hratt og mjög vel, hálfgerđ vél sýndist mér. Dagur hefur byggt upp ágćtar stöđur gegn stigahćrri andstćđingum en ekki fengiđ nóg út úr ţeim, en hann vann ţó nokkuđ auđveldan sigur í dag. Góđur andi ríkir milli drengjanna sem grípa í spil allir saman ţegar ţeir eru ekki ađ tefla, hafa allir veriđ til fyrirmyndar utan borđsins.

Í kvöld fórum ég og Áróra Hrönn, móđir Hilmis Freys, í stutt hóf hjá borgarstjóra Prag. Sérstaklega falleg bygging eins og ţćr eru flestar í miđborg Prag, án efa margir af fyrrum leiđtogum ríkja Evrópu setiđ kvöldverđ í salnum ţar sem hófiđ fór fram. Ţetta var svona hefđbundiđ hóf, vel mćtt af liđsstjórum en tveimur ađilum var bođiđ frá hverju landi. Mikiđ um rćđur og ţakkir. Gaf mig á tal viđ Kobalia sem er rússneskur stórmeistari međ sc. 2650 ELO og yfirţjálfari Rússa á mótinu. Rússar eru međ fjölmennan hóp á mótinu og marga sterka keppendur. Rćddi viđ hann um hvernig skákmálum Rússlands er háttađ hjá ungu kynslóđinni. Hann taldi ađ skák vćri kennd í grunnskólum í um 20% ríkja Rússlands, sem er jú sambandsríki. Kobalia var ákaflega hress og gaman ađ spjalla viđ hann. Hann hefur aldrei teflt á Íslandi en var áhugasamur um Reykjavíkurskákmótiđ. Í morgun rćddi ég einnig smá viđ Armenann Minasian. Armenar eru smáţjóđ, ađeins um 3 milljónir og eiga geysisterkt landsliđ sem varđ Ólympíumeistari 2006 og 2008. Hann sagđi mér ađeins frá skákkennslunni í armenska skólakerfinu en skák er kennd í öllum skólum landsins.

Rússar eru áberandi í efstu sćtum á mótinu, enda sagđi Kobalia ţá vera komnir hingađ til ađ vinna alla flokka. Rússar eru sennilega ennţá sterkasta skákţjóđ heims ţrátt fyrir ađ ţeir hafi ekki náđ ađ vinna ÓL síđan ađ Kasparov hćtti eđa í Bled 2002. Ef til vill vantar liđsandann hjá ţeirra sterkustu mönnum, en ég tók eftir ţví í morgunmatnum hvađ var gaman hjá armensku ţjálfurunum sem sátu saman, virtust allir saman vera miklir félagar. Slíkt er auđvitađ lykilatriđi hjá landsliđi í hvađa íţrótt sem er í öllum flokkum.

Nú er ţađ endaspretturinn, síđustu tvćr umferđirnar. Ţetta hefur gengiđ ágćtlega hingađ til hjá drengjunum; enginn ađ skara fram úr en enginn sem hefur átt mjög slćmt mót. Svona mót eru gríđarlegur skóli fyrir ţá sem ţađ sćkja, hér er stúderađ, teflt og fylgst međ skákum nćr allan daginn. Nákvćm vinningatala eđa sćti skiptir ţví ekki öllu máli í svona móti, ţó ţađ sé jú markmiđiđ hvers og eins ađ enda sem efst. Ţađ er ferđin sjálf og öll reynslan sem fylgir henni sem er svo mikilvćg, og mikilvćgt ađ okkar sterkustu ungmenni kynnist ţessu umhverfi sem oftast ţannig ađ Íslandi haldi áfram ađ eignast afreksmenn í skák og ţar međ sterkt landsliđ.

Vachlav á kaffinu hefur slökkt ljósin, og ţađ ţýđir svefn fyrir SSB.

Stefán Bergsson


Olympíufarinn: Elsa María Kristínardóttir

 

Íslandsmeistari kvenna - Elsa María lét sig ekki vanta

Áfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum. Nú er kynnt til sögunnar Elsa María Kristínardóttir, Íslandsmeistari kvenna.

Áđur var búiđ til kynna til sögunnar; Héđin Steingrímsson, Henrik Danielsen, Ţröst Ţórhallsson, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur; Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur og Davíđ Ólafsson liđsstjóra kvennaliđsins. Kynningarnar halda áfram á morgun.  

Minnt er á sér fćrsluflokk ţar sem öllum ólympíufréttum, og ţar međ taliđ kynningu á Ólympíuförunum verđur safnađ saman.

Einnig er minnt á upphitunarmót fyrir Ólympíufaranna sem fram fer í Kringlu á laugardag.  Enn er hćgt fyrir skákáhugamenn ađ skrá til leiks en hver fer ađ vera síđastur ţar sem ţátttaka takmarkast viđ 50.

Nafn: 

Elsa María Kristínadóttir

Stađa í liđinu:

Varamađur í kvennaflokki

Aldur:

23

Hvenćr teflt fyrst á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt í Ólympíuskákmóti:

Tefldi fyrst í Dresden 2008 og er ađ fara núna í annađ sinn.

Besta skákin á ferlinum?

Úff ţćr eru nokkrar en síđasta sem ég man eftir var sigurskák á móti strák á Reykjavík Open 2012, sem var međ rúm 2100. Mikiđ um fórnir og gengu ţćr allar upp.

Minnisstćđasta atvik á Ól?

Ţegar mér tókst ađ falla á tíma, ótrúlega fyndiđ ađ sjá áhyggjusvipinn á liđsstjóranum á hliđarlínunni ađ fylgjast međ sekúndunum ţegar mađur er í tímahraki. Liđsstjórinn var búin ađ brýna mikiđ fyrir mér ađ nýta tímann og setti niđur ca fimm mínútur á leik og ég tók ţví ađeins of bókstaflega ţar sem ég lenti svo í bullandi vandrćđum ţar sem ég "kunni" ekkert ađ lenda í tímahraki.

Spá ţín um lokasćti Íslands?

Hef trú á ađ viđ verđum töluvert fyrir ofan ţađ sćti sem viđ byrjum í, ef viđ ćtlum okkur ţá getum viđ ţađ.

Spá um sigurvegara?

Hef slatta trú á Kínverjunum, uppáhalds skákkonan mín situr ţar á fyrsta borđi :)

Hver hefur veriđ undirbúningur ţinn fyrir ÓL?

Davíđ Ólafsson hefur séđ um ćfingar, einnig var sett upp smá ćfingarmót og svo er mađur búin ađ vera duglegur ađ tefla.

Persónuleg markmiđ?

Ađ standa mig vel, nýta tímann, ekki falla og ná ađ tefla upp fyrir mig semsagt eins og ég sé stigahćrri.

Eitthvađ ađ lokum?

Hlakka rosa mikiđ til ţetta verđur mjög skemmtilegt :) Go Ísland!


Sćvar og Sigurbjörn efstir á Meistaramóti Hellis

Sćvar og ÓskarSćvar Bjarnason (2090) og Sigurbjörn Björnsson (2391) eru efstir og jafnir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Meistaramóts Hellis sem fram fór í kvöld.  Sćvar vann Davíđ Kjartansson (2334) en Sigurbjörn lagđi Ţorvarđ F. Ólafsson (2202).  Jón Árni Halldórsson (2210), Nökkvi Sverrisson (2012) og Mikael Jóhann Karlsson (1926) eru í 3.-5. sćti međ 2,5 vinning.

Nú verđur hlé á mótinu fram á mánudag.  

Úrslit 3. umferđar má nálgast hér

Stöđu mótsins má nálgast hér.

Pörun 4. umferđar sem fram fer á mánudag má nálgast hér hér.

Skákir 3. umferđar, innslegnar af Paul Frigge, fylgja međ.


Upphitunarmót fyrir Ólympíufaranna í Kringlu á laugardag

Upphitunarmót Ólympíuliđanna verđur á Blómatorginu í Kringlu á laugardag og hefst kl. 13.  Ţađ stefnir í eitt sterkasta hrađskákmót ársins enda taka međlimir beggja Ólympíuliđa ţátt auk margra annarra sterka keppenda. 

Nú eru ţegar 36 keppendur skráđir til leiks og fer hver ađ verđa síđastur ađ skrá sig til leiks en 50 fyrstu sem skrá sig til leiks fá keppnisrétt en skráning fer fram hér á Skák.is. Tefldar verđur 9 umferđir međ 3+2 (3 mínútur + 2 sekúndur á leik).  Ekkert keppnisgjald.  Fyrstu verđlaun verđa 25.000 kr.

Skákáhugamenn, sem ekki taka ţátt í mótinu, eru jafnframt hvattir til ađ láta sig í Kringlu og senda Ólympíuförunum góđa strauma.  

Keppendalistinn (22. ágúst, kl. 21:30):

asdfaf
SNo. NameNRtgIRtg
1GMHéđinn Steingrímsson25512560
2GMHelgi Ólafsson25432547
3GMHannes H Stefánsson25812515
4GMHenrik Danielsen25292511
5IMHjörvar Steinn Grétarsson24492506
6IMArnar Gunnarsson24032441
7GMŢröstur Ţórhallsson24322426
8FMSigurbjörn Björnsson23832391
9FMSigurđur Dađi Sigfússon23452341
10FMDavíđ Kjartansson23202334
11FMDavíđ Rúrik Ólafsson23132321
12FMAndri Áss, Grétarsson23212319
13FMRóbert Lagerman23052307
14 Einar Hjalti Jensson22952305
15 Dađi Ómarsson22382206
16 Ţorvarđur F Ólafsson21912202
17 Pálmi Ragnar Pétursson21072186
18FMBrian Hulse02112
19 Gunnar Björnsson20752110
20 Erlingur Ţorsteinsson20652110
21 Arnaldur Loftsson20970
22 Björn Jónsson19602030
23 Jónas Jónasson18451997
24 Arngrímur Ţ Gunnhallsson19930
25 Eiríkur Kolb Björnsson19321970
26 Hallgerđur H Ţorsteinsdóttir19121957
27 Birgir Berndsen18870
28 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir18701886
29 Kjartan Másson17251867
30 Tinna Kristín Finnbogadóttir18581832
31 Elsa María Krístinardóttir17541737
32 Sigurlaug R Friđţjófsdóttir17011734
33 Áslaug Kristinsdóttir16290
34 Óskar Long Einarsson14141594
35 Björgvin Kristbergsson11041229
36 Bjarki Arnaldarson00

 


EM ungmenna: Gott gengi í 5. umferđ

EM hópurinn í PragVignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Kristinn Ţorgeirsson unnu allir í sjöttu umferđ EM ungmenna sem fram fór í Prag í dag.  Dagur Ragnarsson tapađi.  Gott gengi í tveimur síđustu umferđum eftir fremur rysjótt gengi í upphafi móts.  Vignir Vatnar og Oliver Aron hafa 3 vinninga, Hilmir Freyr hefur 2,5 vinning en Jón Kristinn og Dagur hafa 2 vinninga.

Nánar um fulltrúa Íslands:
  • Dagur Ragnarsson (1913) - sem teflir í u16-flokki - er nr. 86 á stigum af 111 keppendum
  • Oliver Aron Jóhannesson (2047) - sem teflir í u14-flokki - er nr. 42 á stigum af 141 keppenda
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson (1747) - sem teflir einnig í u14-flokki - er nr. 118 á stigum
  • Hilmir Freyr Heimisson (1720) - sem teflir í u12-flokki - er nr. 88 á stigum af 151 keppenda
  • Vignir Vatnar Stefánsson (1590) - sem teflir í u10-flokki - er nr. 51 á stigum af 134 keppendum

Fararstjóri strákanna er Stefán Bergsson, sem skrifar reglulega pistla hér á Skák.is frá skákstađ.  Myndirnar eru fengnar af Facebook-síđu Áróru Hrannar Skúladóttur, móđur Hilmis Freys.


Flúđi Spassky eđa var honum rćnt?

Boris SpasskyNýlega birtist hér frétt á Skák.is sem fjallađi um flótta Spassky frá eiginkonu hans í Frakklands til Rússlands.  Nú er frásögn og viđtal viđ systur Spassky á Whychess ţar sem gefiđ er í skyn ađ Spassky hafi liđiđ vel á Frakklandi og hafi beinlínis veriđ rćnt frá Frakklandi og fluttur til Rússlands gegn sínum vilja.

Dularhyggjan viđ Spassky og Fischer, sem náđ hefur hefur yfir líf og jafnvel dauđa hins síđarnefnda, heldur ţví áfram.  Nánar má lesa um máliđ á Whychess ţar sem jafnframt má finna viđtal viđ systur Spassky.


EM öldunga: Gunnar međ 50% vinningshlutfall - Balashov og Pushkov efstir

Gunnar Finnlaugsson, arkitekinn á bakviđ ćvintýriđGunnar Finnlaugsson (2062) hefur 50% vinningshlutfall ađ loknum 5 umferđum á EM öldunga sem fram fer ţessa dagana í Kaunas í Litháen.

Rússnesku stórmeistararnir Yuri Balashov (2450) og Nikolai Pushkov (2390) eru efstir međ 4,5 vinning.   Međal ţeirra sem eru í 3.-9. sćti međ 4 vinninga er hvít-rússneski stórmeistarinn Viktor Kupreichik (2434) sem sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 1980.

Ţátt taka 103 skákmenn og ţar af 7 stórmeistarar.  Gunnar er nr. 52 í stigaröđ keppenda.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8766422

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband