Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Carlsen öruggur sigurvegari Tata Steel-mótsins

carlsen-seier-tata

Magnus Carlsen (2844) vann öruggan sigur á Tata Steel-mótinu sem lauk í Wijk aan Zee í Hollandi í dag. Heimsmeistarinn gerđi jafntefli viđ Ding Liren (2766) í lokaumferđinni og hlaut 9 vinninga í 13 skákum. Ding Liren varđ í 2.-3. sćti međ 8 vinninga ásamt Fabiano Caruana (2787).

Ţetta er ţriđji sigur Carlsens í röđ á mótinu. Hann hefur unniđ mótiđ í 6 af síđustu 8 skiptum.

Síđan 10. janúar sl. hefur hann 22 skákir (32 skákir tefldar alls). Hefur teflt 35 skákir í röđ án taps. Hver segir ađ hann sé ađ gefa eitthvađ eftir?

 


Sigurđur Eiríksson efstur á Skákţingi Akureyrar

Í dag var tefld fjórđa umferđ á Skákţingi Akureyrar. Leikar fóru sem hér segir:

  • Sigurđur Eiríksson-Hreinn Hrafnsson             1-0
  • Jón Kristinn Ţorgeirsson-Haraldur Haraldsson    1-0
  • Andri Freyr Björgvinsson-Símon Ţórhallsson      1-0

Sigurđur Eiríksson hefur unniđ allađ sínar skákir, ţrjár ađ tölu. Jón Kristinn hefur einnig unniđ ţrjár skákir, en tapađ einni, fyrir fyrrnefndum Sigurđi.

Ađrir keppendur eru skemmra komnir og virđist nú líklegast ađ keppnin um meistaratitilinn standi milli ţeirra kumpána.


Heimasíđa SA


Skáknámskeiđ fyrir fullorđna á Akureyri

Skáknámskeiđ fyrir fullorđnaSkáknámskeiđ fyrir fullorđna verđur haldiđ í skákheimilinu Íţróttahöllinni fyrir byrjendur og skemmra komna. ćfingarnar verđa á Ţriđjudagskvöldum kl 20:00 til 21:30 og byrjar 2 febrúar og er í 4 skipti. 

Ath. Sjá nánar í viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og eru miđuđ viđ 1. febrúar. Ţar sem listinn endurspeglar ákaflega litlar breytingar verđur úttekin í skemmra falli. Hannes Hlífar Stefánsson (2600) er langstigahćsti skákmađur landsins, Heimir Bessason (1295) er eini nýliđi listans og Hilmir Freyr Heimisson (141) hćkkar langmest frá janúar-listanum. 

Um nćstu mánađarmót verđa hins vegar breytingar miklar ţví ţá koma Skákţing Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótiđ til stigaútreiknings.

Topp 20

Nr.NameTitRtngGmsDiff
1Stefansson, HannesGM260000
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM257200
3Steingrimsson, HedinnGM256700
4Olafsson, HelgiGM254600
5Hjartarson, JohannGM254100
6Petursson, MargeirGM250900
7Arnason, Jon LGM249300
8Danielsen, HenrikGM24887-13
9Kristjansson, StefanGM247100
10Kjartansson, GudmundurIM245600
11Gunnarsson, Jon ViktorIM245500
12Gretarsson, Helgi AssGM245200
13Thorsteins, KarlIM244900
14Gunnarsson, ArnarIM242600
15Thorhallsson, ThrosturGM242300
16Thorfinnsson, BragiIM241900
17Thorfinnsson, BjornIM241800
18Olafsson, FridrikGM237700
19Arngrimsson, DagurIM237600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM237500


Mestu hćkkanir:

Nr.NameTitRtngGmsDiff
1Bessason, Heimir 129591295
2Heimisson, Hilmir Freyr 20887141
3Vidarsson, Hlynur Snaer 1476660
4Isleifsson, Runar 1833734
5Steingrimsson, Karl Egill 1693715
6Danielsson, Sigurdur 1763610
7Sigurdsson, Smari 188769
8Halldorsson, Bragi 209812
9Adalsteinsson, Hermann 166471

 

Stigahćstu ungmenni landsins (1996 og síđar)

Nr.NameTitRtngGmsDiff
1Ragnarsson, DagurFM221900
2Thorgeirsson, Jon Kristinn 220600
3Johannesson, OliverFM219800
4Thorhallsson, Simon 215700
5Heimisson, Hilmir Freyr 20887141
6Stefansson, Vignir Vatnar 207100
7Hardarson, Jon Trausti 205900
8Sigurdarson, Emil 196800
9Birkisson, Bjorn Holm 196200
10Birkisson, Bardur Orn 195400

 


Kapptefliđ um Friđrikskónginn - Júlíus Friđjónsson í forystu

Hart barist í anda Friđriks

Fyrsta mótiđ af fjórum í hinni árlegu mótaröđ Gallerý Skákar og Sd. KR um „Taflkóng Friđriks“ fór fram sl. mánudag og heldur áfram nćstu ţrjú mánudagskvöld í Félagsmiđstöđinni í Frostaskjóli. Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings svo allt er galopiđ enn fyrir nýja keppendur ađ blanda sér í baráttuna.

Hinn góđkunni meistari Júlíus Friđjónsson er efstur í kappteflinu sem stendur. Hann tefldi af yfirveguđu öryggi og uppskar laun erfiđis síns eftir hatramma baráttu viđ ţrćlsterka og snúna andstćđinga sem lögđu sumir hverjir of mikiđ á stöđur sínar af einbeittum og óţrjótandi sigurvilja og urđu svo ađ bíta í ţađ súra og lúta í gras. Skákin er grimmur leikur og ekki heiglum hent. 

FRIĐRIKSKÓNGURINN V1-001

Blekkingaleikur og klćkjabrögđ voru í algleymingi á skákborđunum tíu enda hart barist í hverri umferđ. Mörg gamalkunnug andlit sem ekki höfđu sést lengi voru mćtt til tafls og höfđu greinilega engu gleymt. Sigurvegarinn ár hvert fćr nafn sitt skráđ gullnu letri á stall styttunnar og fagran verđlaunagrip til eignar.

Tefld eru 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Mótin eru ađ sjálfsögđu öllum opin enda ţótt keppendur séu ekki međ í öllum mótunum. Sérstakir aukavinningar verđa dregnir út öll kvöldin sem mótaröđin stendur en henni lýkur 15. febrúar. Friđrik mun verđa viđstaddur verđlaunahátíđina í mótslok.  

Muniđ ađ mćta annađ kvöld kl. 19.30

 


Metţátttaka á Íslandsmóti stúlknasveita - nýir Íslandsmeistarar

Ţátttökumet var slegiđ í dag á Íslandsmóti stúlknasveita. Tuttugu og tvćr sveitir mćttu til leiks. Teflt var eftir nýju fyrirkomulagi en ađ ţessu sinni var teflt í ţremur flokkum. Er ţađ í samrćmi viđ ţá ţróun ađ flokkaskipta skákmótum yngri kynslóđarinnar meir eftir aldri en hefur áđur veriđ gert.

Fyrsti til annar bekkur

Fjórar sveitir mćttu til leiks og tefldu tvöfalda umferđ. Fljótlega kom í ljós ađ stelpurnar í Salaskóla voru komnar lengst. Ţćr tóku gulliđ nokkuđ örugglega enda búnar ađ vera í kennslu hjá Tomasi Rasmus. Háteigsskóli náđi svo silfrinu á undan sveitum frá Álfhólsskóla. Sérstaklega gaman var ađ fylgjast međ stelpunum í ţessum flokki sem margar hverjar voru á sínu fyrsta skákmóti.

Salaskóli 1-2 bekkur

 

 

 

 

 

 

Íslandsmeistarar Salaskóla ásamt Tomasi Rasmus.

Ţriđji til fimmti bekkur

Fyrirfram mátti búast viđ nokkuđ jafnri keppni í ţessum flokki. Tólf sveitir voru mćttar til leiks og kom fljótlega í ljós ađ um helmingur ţeirra gat stefnt ađ verđlaunasćti. Eftir fjórar umferđir af sex voru t.d. fjórar sveitir međ 11.5 – 12 vinninga. Hópsskóli Grindavíkur var efstur fyrir síđustu umferđina međ 15 vinninga. Rimaskóli kom nćstur međ 13 vinninga og  Foldaskóli og Smáraskóli 12.5 vinning. Grindvísku stúlkurnar mćttu Smáraskóla í gríđarlega spennandi viđureign. Eftir ţónokkrar sviptingar endađi sú viđureign 2-2 og ţar međ ljóst ađ titillinn fćri suđur međ sjó ţar sem heimastelpunum í Rimaskóla tókst ekki ađ vinna 4-0 gegn sveit Salaskóla ţrátt fyrir góđa tilburđi. Foldaskóli skaust upp í annađ sćti međ ţví ađ hala inn fjóra vinninga og Rimaskóli tók ţví bronsiđ. Sannarlega glćsilegur árangur hjá Hópsskóla og til vitnis um mikiđ starf sem Siguringi Sigurjónsson hefur unniđ. Öflugur foreldrahópur fylgir skáksveitinni sem gaman verđur ađ fylgjast međ á nćstu árum. 

 grindavik

 

 

 

 

 

Sigursćlar grindvískar stelpur međ ţjálfara sínum Siguringa.

Sjötti til tíundi bekkur

Sex sveitir voru mćttar til leiks og tefldu allar innbyrđis í einfaldri umferđ. Fyrirfram mátti búast viđ sigri Rimaskóla. Leiddar áfram af Nansý Davíđsdóttir er sveitin skipuđ reynslumiklum stelpum í unglingadeild sem hafa teflt fyrir skólann sinn í mörg ár. Ţađ var ţví ţónokkuđ óvćnt ţegar sveit Melaskóla náđi jafntefli gegn Rimaskóla í annarri umferđ. Ef til vill ţarf ţađ ţó ekki ađ koma svo mjög á óvart ţar sem sveit Melaskóla hefur alloft unniđ til verđlauna síđustu árin. Styrkur Rimaskóla koma svo í ljós ţegar leiđ á mótiđ og sigrađi sveitin örugglega og enn einn Íslandsmeistaratitillinn í stúlknaflokki stađreynd fyrir ţennan mikla skákskóla.

rimaskoli

 

 

 

 

 

 

Íslandsmeistarar Rimaskóla, frá v.: Ásdís, Heiđrún, Nansý, Tinna og Valgerđur.

Liđsstjórum er sérstaklega ţakkađ fyrir sín störf, ţeir eru: Björn Ívar Karlsson Breiđagerđisskóla, Foldaskóla og Vćttaskóla, Björn Karlsson Smáraskóla, Gunnar Finnlaugsson Árbćjarskóla, Helgi Árnason Rimaskóla, Kjartan Maack Háteigsskóla, Lenka Ptacnikova Álfhólsskóla, Siguringi Sigurjónsson Hópsskóla Grindavíkur og Tomas Rasmus Smáraskóla.

Ađ móti loknu fengu allir keppendur annađ hvort verđlaun eđa viđurkenningu í formi verđlaunapeninga, súkkulađis og skákblýanta.

Skákakademía Reykjavíkur annađist framkvćmd mótsins. Skákstjóri var Páll Sigurđsson og honum til ađstođar Stefán Bergsson. Rimaskóla er ţakkađ fyrir gott samstarf.

Myndir frá mótinu


Skákţáttur Morgunblađsins: Mikiđ um óvćnt úrslit á Skákţingi Reykjavíkur

Vignir VatnarÓvćnt úrslit hafa veriđ regla fremur en undantekning á Skákţingi Reykjavíkur sem stendur yfir ţessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur viđ Faxafen. Í sjöttu umferđ sem fram fór á miđvikudagskvöldiđ gerđi hinn 12 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sér lítiđ fyrir og vann Íslandsmeistarann frá 2014, Guđmund Kjartansson, á sannfćrandi hátt. Hann hafđi áđur unniđ Björn Ţorfinnsson og reiknast frammistađa hans nú upp á tćplega 2.400 elo-stig. Jón Viktor Gunnarsson er enn í forystu en hefur fengiđ félagsskap á toppnum. Efstu menn:

1.-2. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 5˝ v. (af 6) 3.-5. Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson og Björn Ţorfinnsson 5 v. 6.-8 Guđmundur Gíslason, Mikael Jóhann Karlsson og Ţorvarđur Ólafsson 4˝ v.

Í sjöundu umferđ sem, fram fer á morgun, sunnudag, tefla efstu menn innbyrđis, Jón Viktor teflir viđ Stefán, Dagur viđ Vigni Vatnar og Björn Ţorfinnsson mćtir Ţorvarđi Ólafssyni. Og ţá er komiđ ađ einni umtöluđustu skák mótsins:

Skákţing Reykjavíkur 216; 6. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson – Guđmundur Kjartansson

Reti – byrjun

1. Rf3 Rf6 2. g3 c5 3. d3 d5 4. Rbd2 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 0-0 7. e4

Kóngsindverska uppbyggingin sem Bobby Fischer hafđi mikiđ dálćti á kom einnig fyrir í skák Vignis viđ Björn Hólm í 5. umferđ.

7.... Rc6 8. c3 e5 9. a4 Dc7 10. exd5 Rxd5 11. He1 Hd8 12. Rc4 Rb6 13. De2 Rxc4!? 14. dxc4 Bf5 15. Rd2 Bd3 17. De3 Ra5?

Gallinn viđ uppskiptin á c4 liggur í veikingu á hvítu reitunum. Samt er ţetta fyrsta ónákvćmni svarts, betra var 17.... Re7 sem hótar 18.... Rf5.

18. Bd5! Bc2 18. Df3 Hd7 19. Ha2

Lćvís leikur sem hótar 20. b4.

19.... Bf5 20. Re4 Bxe4 21. Hxe4 Kh8 22. Hh4!

Hefur í hótunum. Nái hvítur ađ leika g3-g4 getur reynst erfitt ađ verja kóngsstöđuna.

22.... f5 23. g4!

Hótar 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ og mátar.

G5MV6ORR23.... Hxd5?

Afrćđur ađ láta skiptamun af hendi en betra var 23.... f4 ţví ađ 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ Bh6 26. g5 má svara međ 26.... Hxd5! o.s.frv.

24. cxd5 f4 25. De4 Bf6 26. Hh3 Rb3 27. c4!

Snarplega leikiđ. Vignir sá ađ riddarinn á ekki afturkvćmt frá c1.

27.... Dd7 28. Dxg6!

Alls ekki 28. Hxb3 Dxg4+ og 29.... Dd1+.

28.... Hf8 29. Kf1! Bd8 30. Dh5 Rxc1 31. Ha1

Nú er eftirleikurinn auđveldur.

31. ... Dg7 32. Hxc1 Bg5 33. He1 h6 34. Hf3 Hd8 35. h4 Kg8 36. hxg5 hxg5 37. Kg2 b6 38. Hh3 Hf8

– og gafst upp um leiđ 

Afleikur ársins í Wijk aan Zee

Magnús Carlsen tók mikla áhćttu í skák sinni viđ Hollendinginn Van Wely í 5. umferđ stórmótsins í Wijk aan Zee sl. fimmtudag. Hann fórnađi skyndilega manni í jafnri stöđu og á einum stađ gat Van Wely knúiđ fram vinning, missti af tćkifćrinu og tapađi í 39.leikjum. Ţetta var fyrsta sigur heimsmeistarans en stađan er ţessi:

1.-2. Caruana og Ding 3˝ v. 3.-6. Hou Yifan, Wesley So, Magnús Carlsen og Eljanov 3 v. 7.-9. Karjakin, Wei Yi og Mamedyarov 2˝ v. 10.-12. Giri, Tomashevsky og Navara 2 v. 13. Van Wely 1˝ v. 14. Adams 1 v.

Afleikur ársins kom í 3. umferđ í eftirfarandi stöđu:

Mamedyarov – Eljanov

G5MV6ORVSvartur lék síđast 37..... Hdc8 og nú vinnur 38. Hb6 létt. En Aserinn sem átti nćgan tíma uggđi ekki ađ sér og lék 38. c5?? Eftir 38.... Dxb1 stoppađi hann klukkuna og gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. janúar 2016.

Skákţćttir Morgunblađsins


Guđmundur Kjartansson efstur á Nóa Síríus mótinu.

Nóa Síríus mótiđ

Guđmundur Kjartansson (2456), sem vann nafna sinn Gíslason (2307) í 4. umferđ í gćr, er efstur međ 3˝ vinning á Nóa Síríus mótinu – Gestamóti Hugins og Breiđabliks. Sex skákmenn koma í humátt á eftir stórmeistaraefninu međ 3 vinninga. Ţađ eru ţeir Dagur Ragnarsson (2219), sem er einnig í toppbaráttunni á Skákţingi Reykjavíkur, stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), Ţorsteinn Ţorsteinsson (2253), Halldór Brynjar Halldórsson (2209), Magnús Örn Úlfarsson (2375) og Björn Ţorfinnsson (2418).

Ţorsteinn og Stefán gerđu jafntefli í hörkuskák ţar sem Ţorsteinn kom Stefáni í opna skjöldu međ hinu glađbeitta Hornarfjarđarafbrigđi gegn nimzo-indverskri vörn. Björn sveiđ félaga sinn í TR, Benedikt Jónasson (2203), í endatafli og varđ Benna ađ orđi eftir skákina: “Og ţú líka, bróđir minn Brútus.” Magnús Örn (2375) vann Lenku í maraţonskák. Dagur, sem virđist vera í feiknaformi um ţessar mundir, lagđi Jón Kristinsson (2240). Halldór Brynjar ţurfti lítiđ ađ hafa fyrir sínum sigri ţar sem andstćđingur hans gaf skákina án taflmennsku vegna veikinda.

Vignir Vatnar Stefánsson (2071), gerđi sér lítiđ fyrir og vann hinn ţrautreynda skákmann Björgvin Víglundsson (2203) međ mjög góđri úrvinnslu.

Fimmta og nćstsíđasta umferđ fer fram á fimmtudaginn. Ţá mćtast Stefán og Guđmundur. Ţeir mćtast einnig lokaumferđ Skákţingsins á sunnudag og ţá međ skiptum litum! Á öđru borđi teflir akureyska gođsögnin og stjörnulögfrćđingurinn Halldór Brynjar viđ klćkjarefinn og stjörnublađamanninn Björn Ţorfinnsson. Hinn geđţekki prófessor, Magnús Örn, fćr ţađ erfiđa hlutskipti ađ tefla viđ ungstirniđ Dag Ragnarsson. Ţorsteinn Ţorsteinsson situr yfir í nćstu umferđ og fćr fyrir ţađ hálfan vinning.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur

Dawid Kolka (1897) og Dagur Andri Friđgeirsson (1858) eru efstir međ 3˝ vinning. Dawid vann Guđmund Kristinn Lee (1897) örugglega en Dagur Andri (1858) hafđi betur gegn Agnari Tómasi Möller (1894).  Ţeir mćtast í nćstsíđustu umferđ.

Tvíburabrćđurnir, Bárđur Örn (1954) og Björn Hólm (1962) eru í 3.-7. sćti međ 3 vinninga ásamt Hrund Hauksdóttur (1777), Snorra Ţór Sigurđssyni (1845) og Birki Karli Sigurđssyni (1812).

Stephan Briem (1360) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum og gerđi í gćr jafntefli viđ Kristófer Gautason (1653).

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Skákhuginn.


Gylfi sigrađi á Toyota-skákmótinu

Toyota 2016- Úrslitaskákin
Ćsir skákfélag eldri borgara í Reykjavík og Toyota héldu sitt árlega stórmót í gćr í söludeild  Toyota í Garđabć. Ţetta var áttunda Toyota mótiđ sem er haldiđ í söludeild Toyota. Fyrsta Toyota mótiđ var haldiđ 2008 í félagsheimili F E B Stangarhyl 4 áriđ  2008. Garđar Guđmundsson  formađur Ása setti mótiđ međ stuttri rćđu

Ţetta var ţrćlsterkt mót, mannađ mörgum sterkum skákmeisturum og hart barist í öllum umferđum á flestum borđum. Ţađ mćttu tuttugu og átta öđlingar til leiks í gćr. Höfđingjarnir í Toyota byrjuđu á ţví ađ gefa okkur ţrjú skáksett sem Hrafn Jökulsson var nýbúinn ađ fćra ţeim fyrir veittan stuđning.

Toyotamótiđ - Efstu menn sem mćttust í 7 umferđViđ stjórnarmenn ákváđum strax ađ hafa ţessi skáksett sem aukaverđlaun og verđlauna ţá sem urđu neđstir ţannig ađ tveir neđstu menn í mótinu fengu ný töfl  og elsti ţátttakandinn sem var Björn Víkingur Ţórđarson. Björn verđur 85 ára á árinu, hann er samt ennţá stórvarasamur viđ skákborđiđ. Í fyrstu umferđ tefldi Björn međ hvítu á fyrsta borđi og forstjóri Toyota Úlfar Steindórsson startađi mótinu međ ţví ađ leika fyrsta leikinn fyrir hann. Guđfinnur R Kjartansson kom fćrandi hendi og gaf ţrjú Kćrleikstré sem voru dregin út í mótslok.

Toyota 2016 Yfirlitsmynd  telft innan um bílaflotann -eseŢá er komiđ ađ úrslitum mótsins. Ţađ voru ađeins tveir skákmenn sem fóru taplausir í gegnum mótiđ. Ţađ voru ţeir Gylfi Ţórhallsson og Sćvar Bjarnason sem báđir fengu 7˝ vinning af 9 mögulegum. Gylfi var hćrri á stigum og varđveitir ţví bikarinn  nćsta ár.

Í ţriđja sćti varđ Guđfinnur R Kjartansson međ 6˝ vinning. Guđfinnur tapađi ađeins einni skák, ţađ var Sćvar sem náđi ađ vinna hann. Júlíus Friđjónsson og Jóhann Örn Sigurjónsson voru svo jafnir í  fjórđa til fimmta sćti međ 6 vinninga. Í mótslok afhenti Úlfar sextán efstu mönnum peninga verđlaun.

Úlfar sagđi svo í mótslok ađ hann vonađist eftir ađ sjá okkur alla eftir eitt ár ţegar tíunda Toyota mótiđ yrđi haldiđ. 

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir Frá ESE

Ćsir 2016-01-29


Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur fer fram í dag

Íslandsmót grunnskóla - stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 30. janúar klukkan 12:00.

Teflt verđur í ţremur flokkum.

Fyrsti og annar bekkur.

Fimm umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma.

Ţriđji til finmmti bekkur.

Sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Sjötti til tíundi bekkur.

Sex umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma.

Umferđafjöldi getur breyst međ tilliti til fjölda ţátttökuliđa.

Keppendur geta teflt upp fyrir sig, ţ.e. međ eldri sveit síns skóla.

Í hverri sveit skulu vera fjögur borđ. Varamenn mega vera allt ađ ţrír.

Ţátttökugjald á sveit: 5000 kr. Hámark 10.000 á skóla.

Skákakademía Reykjavíkur sér um framkvćmd mótsins.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8778537

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband