Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Mikiđ um óvćnt úrslit á Skákţingi Reykjavíkur

Vignir VatnarÓvćnt úrslit hafa veriđ regla fremur en undantekning á Skákţingi Reykjavíkur sem stendur yfir ţessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur viđ Faxafen. Í sjöttu umferđ sem fram fór á miđvikudagskvöldiđ gerđi hinn 12 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sér lítiđ fyrir og vann Íslandsmeistarann frá 2014, Guđmund Kjartansson, á sannfćrandi hátt. Hann hafđi áđur unniđ Björn Ţorfinnsson og reiknast frammistađa hans nú upp á tćplega 2.400 elo-stig. Jón Viktor Gunnarsson er enn í forystu en hefur fengiđ félagsskap á toppnum. Efstu menn:

1.-2. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 5˝ v. (af 6) 3.-5. Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson og Björn Ţorfinnsson 5 v. 6.-8 Guđmundur Gíslason, Mikael Jóhann Karlsson og Ţorvarđur Ólafsson 4˝ v.

Í sjöundu umferđ sem, fram fer á morgun, sunnudag, tefla efstu menn innbyrđis, Jón Viktor teflir viđ Stefán, Dagur viđ Vigni Vatnar og Björn Ţorfinnsson mćtir Ţorvarđi Ólafssyni. Og ţá er komiđ ađ einni umtöluđustu skák mótsins:

Skákţing Reykjavíkur 216; 6. umferđ:

Vignir Vatnar Stefánsson – Guđmundur Kjartansson

Reti – byrjun

1. Rf3 Rf6 2. g3 c5 3. d3 d5 4. Rbd2 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 0-0 7. e4

Kóngsindverska uppbyggingin sem Bobby Fischer hafđi mikiđ dálćti á kom einnig fyrir í skák Vignis viđ Björn Hólm í 5. umferđ.

7.... Rc6 8. c3 e5 9. a4 Dc7 10. exd5 Rxd5 11. He1 Hd8 12. Rc4 Rb6 13. De2 Rxc4!? 14. dxc4 Bf5 15. Rd2 Bd3 17. De3 Ra5?

Gallinn viđ uppskiptin á c4 liggur í veikingu á hvítu reitunum. Samt er ţetta fyrsta ónákvćmni svarts, betra var 17.... Re7 sem hótar 18.... Rf5.

18. Bd5! Bc2 18. Df3 Hd7 19. Ha2

Lćvís leikur sem hótar 20. b4.

19.... Bf5 20. Re4 Bxe4 21. Hxe4 Kh8 22. Hh4!

Hefur í hótunum. Nái hvítur ađ leika g3-g4 getur reynst erfitt ađ verja kóngsstöđuna.

22.... f5 23. g4!

Hótar 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ og mátar.

G5MV6ORR23.... Hxd5?

Afrćđur ađ láta skiptamun af hendi en betra var 23.... f4 ţví ađ 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ Bh6 26. g5 má svara međ 26.... Hxd5! o.s.frv.

24. cxd5 f4 25. De4 Bf6 26. Hh3 Rb3 27. c4!

Snarplega leikiđ. Vignir sá ađ riddarinn á ekki afturkvćmt frá c1.

27.... Dd7 28. Dxg6!

Alls ekki 28. Hxb3 Dxg4+ og 29.... Dd1+.

28.... Hf8 29. Kf1! Bd8 30. Dh5 Rxc1 31. Ha1

Nú er eftirleikurinn auđveldur.

31. ... Dg7 32. Hxc1 Bg5 33. He1 h6 34. Hf3 Hd8 35. h4 Kg8 36. hxg5 hxg5 37. Kg2 b6 38. Hh3 Hf8

– og gafst upp um leiđ 

Afleikur ársins í Wijk aan Zee

Magnús Carlsen tók mikla áhćttu í skák sinni viđ Hollendinginn Van Wely í 5. umferđ stórmótsins í Wijk aan Zee sl. fimmtudag. Hann fórnađi skyndilega manni í jafnri stöđu og á einum stađ gat Van Wely knúiđ fram vinning, missti af tćkifćrinu og tapađi í 39.leikjum. Ţetta var fyrsta sigur heimsmeistarans en stađan er ţessi:

1.-2. Caruana og Ding 3˝ v. 3.-6. Hou Yifan, Wesley So, Magnús Carlsen og Eljanov 3 v. 7.-9. Karjakin, Wei Yi og Mamedyarov 2˝ v. 10.-12. Giri, Tomashevsky og Navara 2 v. 13. Van Wely 1˝ v. 14. Adams 1 v.

Afleikur ársins kom í 3. umferđ í eftirfarandi stöđu:

Mamedyarov – Eljanov

G5MV6ORVSvartur lék síđast 37..... Hdc8 og nú vinnur 38. Hb6 létt. En Aserinn sem átti nćgan tíma uggđi ekki ađ sér og lék 38. c5?? Eftir 38.... Dxb1 stoppađi hann klukkuna og gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. janúar 2016.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.7.): 14
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 189
 • Frá upphafi: 8705168

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 155
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband