Leita í fréttum mbl.is

Guđmundur Kjartansson efstur á Nóa Síríus mótinu.

Nóa Síríus mótiđ

Guđmundur Kjartansson (2456), sem vann nafna sinn Gíslason (2307) í 4. umferđ í gćr, er efstur međ 3˝ vinning á Nóa Síríus mótinu – Gestamóti Hugins og Breiđabliks. Sex skákmenn koma í humátt á eftir stórmeistaraefninu međ 3 vinninga. Ţađ eru ţeir Dagur Ragnarsson (2219), sem er einnig í toppbaráttunni á Skákţingi Reykjavíkur, stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), Ţorsteinn Ţorsteinsson (2253), Halldór Brynjar Halldórsson (2209), Magnús Örn Úlfarsson (2375) og Björn Ţorfinnsson (2418).

Ţorsteinn og Stefán gerđu jafntefli í hörkuskák ţar sem Ţorsteinn kom Stefáni í opna skjöldu međ hinu glađbeitta Hornarfjarđarafbrigđi gegn nimzo-indverskri vörn. Björn sveiđ félaga sinn í TR, Benedikt Jónasson (2203), í endatafli og varđ Benna ađ orđi eftir skákina: “Og ţú líka, bróđir minn Brútus.” Magnús Örn (2375) vann Lenku í maraţonskák. Dagur, sem virđist vera í feiknaformi um ţessar mundir, lagđi Jón Kristinsson (2240). Halldór Brynjar ţurfti lítiđ ađ hafa fyrir sínum sigri ţar sem andstćđingur hans gaf skákina án taflmennsku vegna veikinda.

Vignir Vatnar Stefánsson (2071), gerđi sér lítiđ fyrir og vann hinn ţrautreynda skákmann Björgvin Víglundsson (2203) međ mjög góđri úrvinnslu.

Fimmta og nćstsíđasta umferđ fer fram á fimmtudaginn. Ţá mćtast Stefán og Guđmundur. Ţeir mćtast einnig lokaumferđ Skákţingsins á sunnudag og ţá međ skiptum litum! Á öđru borđi teflir akureyska gođsögnin og stjörnulögfrćđingurinn Halldór Brynjar viđ klćkjarefinn og stjörnublađamanninn Björn Ţorfinnsson. Hinn geđţekki prófessor, Magnús Örn, fćr ţađ erfiđa hlutskipti ađ tefla viđ ungstirniđ Dag Ragnarsson. Ţorsteinn Ţorsteinsson situr yfir í nćstu umferđ og fćr fyrir ţađ hálfan vinning.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur

Dawid Kolka (1897) og Dagur Andri Friđgeirsson (1858) eru efstir međ 3˝ vinning. Dawid vann Guđmund Kristinn Lee (1897) örugglega en Dagur Andri (1858) hafđi betur gegn Agnari Tómasi Möller (1894).  Ţeir mćtast í nćstsíđustu umferđ.

Tvíburabrćđurnir, Bárđur Örn (1954) og Björn Hólm (1962) eru í 3.-7. sćti međ 3 vinninga ásamt Hrund Hauksdóttur (1777), Snorra Ţór Sigurđssyni (1845) og Birki Karli Sigurđssyni (1812).

Stephan Briem (1360) heldur áfram ađ ná góđum úrslitum og gerđi í gćr jafntefli viđ Kristófer Gautason (1653).

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Skákhuginn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 8763714

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband