Fćrsluflokkur: Spil og leikir
15.3.2011 | 21:01
MP Reykjavíkurskákmótiđ: Sex skákmenn efstir fyrir lokaumferđina
Sex skákmenn eru efstir fyrir lokaumferđ MP Reykjavíkurmótsins og ţar á međal ţrír Úkraínumenn, ţeir Yuriy Kuzubov, Vladmir Baklan og undrabarniđ, yngsti stórmeistari heims, hinn 14 ára, Ilya Nyzhnik, sem vann landa sinn Miroshnichenko. Ađrir í efsta sćti eru norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer sem er nánast búinn ađ tryggja sér Norđurlandameistaratitilinn í skák, Pólverjinn Kamil Miton og Bosníumađurinn Ivan Sokolov sem hefur fariđ mikinn í síđustu umferđum. Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir eru efstar í Norđurlandamóti kvenna ásamt ţremur öđrum skákkonum. Pörun 9. og síđustu umferđar er ađgengilegt á Chess-Results.
Stórmeistararnir Henrik Danielsen og Hannes Hlífar Stefánsson eru efstir íslensku skákmannanna međ 5,5 vinning svo ekki ná íslensku skákmennirnir ađ blanda sér alvarlega í toppbaráttuna ađ ţessu sinni sem er í fyrsta skipti síđan ţađ gerist í sjö ár. Bragi og Björn Ţorfinnssynir, Guđmundur Gíslason, Sigurđur Dađi Sigfússon, Róbert Lagerman og Jón Árni Halldórsson hafa 5 vinninga.
Ungu mennirnir hafa nýtt tćkifćriđ vel en ţó enginn betur en hinn ungi og efnilegi skákmađur Oliver Aron Jóhannesson sem hefur náđ 50% vinningshlutfalli ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ mun stigahćrri skákmenn í hverri einustu umferđ.
Lokaumferđin hefst kl. 13 á morgun og verđur Margeir Pétursson međ skákskýringar sem hefjast um kl. 15.
Helstu tenglar- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2011 | 18:01
Stefán og Róbert efstir á Vin Open
Tuttugu keppendur voru mćttir til leiks á hiđ árlega VIN-OPEN, sem er einn af hinum fjölmörgu skemmtilegu hliđarviđburđum MP-REYKJAVÍK-OPEN skákmótsins.
Tefldar voru sex umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma. Ćsilegri taflmennsku, jafnt sem á efstu borđum og ţeim neđstu, lauk međ ţví ađ hnífjafnir í mark komu framkvćmdarstjóri Skákakademíu Reykjarvíkur, Stefán Bergsson, og skákstjórinn Róbert Lagerman, međ fimm vinninga, en Stefán var sjónarmun ofar á stigaútreikningnum flókna.
Jafnir í ţriđja til fjórđa, voru Spánverjinn Jorge Fonseca og víkingurinn Gunnar Freyr, báđir međ fjórann og hálfan vinning, en Jorge hirti bronsiđ, enn eftir flókinn stigaútreikning.
Sérstaklega vakti athygli ţátttaka alţjóđlega meistarans Hauks Angantýssonar, en hann sýndi skemmtilega takta eftir áralanga fjarveru viđ taflborđiđ, og gerđi međal annars öruggt jafntefli viđ skákstjórann sjálfan.
Mikael Jóhann Karlsson hlaut unglingaverđlaunin og Finnur Kr. Finnsson heldri manna verđlaunin.
Glćsilegt kaffihlađborđ var í umsjón Lenku sjálfbođaliđa, ţar sem heit eplakaka međ ís sló hressilega í gegn.
Helstu styrktarađilar mótsins voru Ísspor og Skákakademía Reykjarvíkur.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2011 | 21:19
Kuzubov efstur á MP Reykjavíkurskákmótinu (uppfćrt)
Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov leiđir sem fyrr á MP Reykjavíkurskákmótinu. Í sjöundu umferđ, sem enn er í gangi, gerđi hann jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, Englendinginn Luke McShane. Kuzubov hefur 6 vinninga. Tíu skákmenn koma humátt á eftir Úkraínumanninum međ 5,5 vinning. Pörun 8. og nćstsíđustu umferđar er ađgengilega á Chess-Results.
Hannes Hlífar Stefánsson og Sigurđur Dađi Sigfússon eru efstir íslensku skákmannanna međ 5 vinninga en sá síđarnefndi hefur unniđ 3 skákir í röđ!
Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki. Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer er efstur í opnum flokki međ 5,5 vinning og Christin Andersson, Svíţjóđ, og Oksana Vovk, Danmörku, eru efstar í kvennaflokki međ 4 vinninga. Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir hafa 3,5 vinning.
Í áttundu umferđ mćtast međal annars:
- Kuzubov - Chatalbasev
- Miton - McShane
- Sokolov - Fier
- Williams - Hammer
- Baklan - Halkias
- Miroshnichenko - Nyzhnik
- Sigurđur Dađi - Adly
- Hansen - Hannes
- Hjörvar - Gustafsson
- Henrik - Jón Viktor
. Helstu tenglar
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2011 | 19:13
Sokolov sigrađi Helga í ćsispennandi einvígi í Deloitte í dag
Ivan Sokolov og Helgi Ólafsson tefldu 4ja skák hrađskákeinvígi í höfuđstöđvum Deloitte í turninum í dag. Deloitte stóđ fyrir einvíginu í samstarfi viđ Skáksambandiđ til ađ heiđra minningu Inga R. Jóhannsson, sem var einn eigenda Deloitte og starfsmađur ţess um langt árabil. Međal gesta var fjölskylda Inga og margir gamlir félagar bćđi úr skák- og endurskođunarheimum. Ivan hafđi betur í einvíginu 3-1 en Helgi átti meira skiliđ. Erlingur Tómasson, lék fyrsta leik einvígisins en hann sigrađi á innanhúsmótinu Deloitte fyrir skemmstu!
Ivan vann fyrstu skákina međ svörtu eftir ađ Helgi hafđi lengi haft betra. Helgi vann ađra skákina í mjög laglegri skák. Ivan hafđi svo betur í 3ju skákinni međ svörtu mönnum og höfđu allar skákirnar ţví unnist á svart. Í fjórđu skákinni hafđi Helgi svart og benti flest til ţess ađ hann jafnađi metinn en sá bosníski reyndist afar seigur í vörninni og hafđi betur eftir mikinn barning. Samtals ţví 3-1 fyrir Ivan sem var afar kátur í mótslok. Sagđi ţađ vera nóg ađ tapađ fyrir einum Ólafsson í einvígi en eins og kunnugt er lagđi Friđrik hann í einvígi áriđ 2002.
Ţorvarđur Gunnarsson, forstjóri Deloitte, afhendi ţeim köppunum verđlaun í mótslok. Viđstaddir voru 7 stórmeistarar og var af ţví tilefni ţeim safnađ saman og tekin af ţeim mynd.
Skákstjóri var Gunnar Björnsson en tćknimál voru í öruggum höndum Halldórs Grétars og Kristjáns Arnar.
Myndir frá einvíginu teknar af ţeim Calle Erlandsson, Einari S. Einarssyni og Helga Árnasyni má finna í myndaalbúmi einvígisins.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 18:51
Oliver Aron sigrađi á Deloitte Reykjavík Barna Blitz


- Nansý Davíđsdóttir - Gauti Páll Jónsson 2-1
- Dawid Kolka - Heimir Páll Ragnarsson 2-0
- Oliver Aron Jóhannesson - Jóhann Arrnar Finnsson 2-0
- Vignir Vatnar Stefánsson - Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2-0
- Nansý Davíđsdóttir - Vignir Vatnar Stefánsson 2-1
- Oliver Aron Jóhannesson - Dawid Kolka 2-0
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:02
MP Reykjavíkurskákmótiđ: Sjöunda umferđ hafin
Sjöunda umferđ MP Reykjavíkurskákmótsins hófst í dag kl. 16:30. Jóhann Hjartarson verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18 í dag. Í dag tefldu Helgi Ólafsson og Ivan Sokolov hrađskákeinvígi í Deloitte og hafđi sá bosníski betur eftir afar harđa og skemmtilega baráttu 3-1. Einvíginu verđur gerđ betri skil síđar.
Enn hefur bćst viđ myndaalbúm mótsins en myndahöfundar mótsins eru Calle Erlandsson, Einar S. Einarsson, Helgi Árnason og nú síđast Ţórir Benediktsson.
Helstu tenglar
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 13:01
Íslandsmót grunnskólasveita
Íslandsmót grunnskólasveita 2011 fer fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, Reykjavík dagana 19. og 20. mars nk. Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.
Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna). Keppendur skulu vera fćddir 1995 eđa síđar.
Dagskrá:
- Laugardagur 19. mars kl. 13.00 1., 2., 3., 4. og 5. umf.
- Sunnudagur 20. mars kl. 11.00 6., 7., 8. og 9. umf.
Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer á Íslandi í september nćstkomandi.
Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is. Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 17. mars.
Ath.: Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.
Spil og leikir | Breytt 10.3.2011 kl. 19:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 08:25
Reykjavíkurskákmótiđ í sjónvarpsfréttum

14.3.2011 | 07:00
Vin Open fer fram í dag
Í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur, heldur Skákfélag Vinjar hiđ árlega Vin - Open, mánudaginn 14. mars klukkan 13:00. Vin er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík.
Mótiđ er einn hliđarviđburđa MP Reykjavíkurmótsins og ţátttakendur ţađan hafa fjölmennt í Vin undanfarin ár og gefiđ mótinu skemmtilegan lit.
Tefldar verđa sex umferđir og mótiđ verđur búiđ fyrir klukkan 15, jafnvel ţó kaffihlé verđi gert til ađ bústa upp orkuna.
Auk verđlaunapeninga eru bókaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk sérstakra aukaverđlauna fyrir:
- Efsta ţátttakandann 60 ára og eldri.
- Efsta ţátttakandann fćddan 1993 og yngri
- Efst kvenna
Skákstjórn, dómgćsla og utanumhald er í höndum Róberts Lagerman.
Allir velkomnir og kostar ekkert, en endilega ađ mćta tímanlega svo mótiđ geti hafist klukkan 13:02!
Spil og leikir | Breytt 10.3.2011 kl. 19:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 20:34
Kuzubov efstur á MP Reykjavíkurskákmótinu
Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov er efstur međ 5,5 vinning ađ sjöttu umferđ MP Reykjavíkurskákmótinu sem fram enn er í gangi í Ráđhúsinu en öllum toppviđureignum er lokiđ. Kuzubov vann Pólverjann Miton Kamil. Fjórir stórmeistarar hafa 5 vinninga, ţeir Robert Hess, Bandaríkjunum, Luke McShane og Simon Williams, Englandi, og Grikkinn Stelios Halkias. Henrik Danielsen er efstur Íslendinga međ 4,5 vinning en Hannes Hlífar Stefánsson, Björn Ţorfinnsson og Sigurđur Dađi Sigfússon eru nćstir međ 4 vinninga. Pörun sjöundu umferđar liggur fyrir og er á Chess-Results.
Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki. Henrik er efstur i opnum flokki ásamt Tiger Hillarp Persson (Svíţjóđ), Jon Ludvig Hammer (Noregi) og Sune Berg Hansen (Danmörku). Lenka Ptácníková er efst í kvennaflokki ásamt Christin Anderson (Svíţjóđ) og Oksana Vovk (Danmörku).
Í sjöundu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 16:30 mćtast međal annars:
- McShane - Kuzubov
- Halkias - Williams
- Hammer - Hess
- Nyzhnik - Gustafsson
- Chatalbasev - Henrik
- Hannes - Sareen
- Getz - Björn
- Zelbel - Sigurđur Dađi
- Henrichs - Lenka
. Helstu tenglar
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar