Fćrsluflokkur: Spil og leikir
13.3.2011 | 20:26
Tómas sigrađi á hrađskákmóti
Í dag fór fram hrađskákmót ţar sem notast var viđ Fischer tímamörk; 3 mínútur ađ viđbćttum 2 sekúndum á leik. Tíu skákmenn tóku ţátt og tefldu tvöfalda umferđ, allir viđ alla.
Tómas Veigar Sigurđarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson voru í nokkrum sérflokki á mótinu, en ţeir enduđu töluvert á undan nćstu mönnum. Ađ lokum var ţađ Tómas sem hafđi sigur međ 15˝ vinning af 18 mögulegum, en hann vann báđar umferđirnar naumlega, hálfum vinningi á undan Jóni; Jón Kristinn var annar međ 14˝ vinning og Sigurđur Arnarson ţriđji međ 11˝Úrslit:
Tómas Veigar Sigurđarson 15˝ af 18
Jón Kristinn Ţorgeirsson 14˝
Sigurđur Arnarson 11˝
Sigurđur Eiríksson 10˝
Ari Friđfinnsson 10
Sveinbjörn Ó. Sigurđsson 9
Haki Jóhannesson 7
Atli Benediktsson 5
Bragi Pálmason 3
Karl Egill Steingrímsson 3
13.3.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Eyjamenn, Bolvíkingar og Hellismenn berjast um sigurinn
1. TV A 25 v. 2. TB A 23 ˝ v. 3. Hellir A. 22 v. Í 2. deild leiđa Mátar.
Efsta deildin er laus viđ A- og B- liđ sumra taflfélaga sem skekkja samkeppnina ţví ađ ekki er fariđ eftir stigagjöf, eins og t.d. í ţýsku Bundesligunni, heldur heildarvinningafjölda.
En grípa má til annarra ráđa. Kćrugleđi Bolvíkinga undir lok síđasta keppnistímabils og undarleg njósnastarfsemi međfram sem sum sendiráđin Í Reykjavík hefđu mátt vera fullsćmd af, réđi vitanlega úrslitum keppninnar ţegar hinn dáđi liđsmađur TV, Alexey Dreev var sleginn af og Bolar fögnuđu sigri í mótslok.
Ţá er pistill eđa bollaleggingar ritstjóra Skak.is viđ upphaf hvers Íslandsmóts alveg sérstakur kapítuli. Efni pistilsins er yfirleitt sett fram í ţeim tilgangi ađ rugla ađra liđsstjóra í ríminu. Allt er ţetta orđiđ snar ţáttur í keppninni og ekki nokkur mađur sem kippir sér upp viđ ţetta blađur.
Búast má viđ ađ um 400 skákmenn sitji ađ tafli um helgina.
Á Íslandsmótinu gefst skákmönnum oft kostur á ađ tefla viđ ýmsa frćga meistara. Einn fjölmargra ţekktra stórmeistara sem komiđ hafa hingađ til lands vegna mótsins er Tékkinn David Navara sem er međ yfir 2.700 elo-stig og tefldi fyrir Helli í fyrri hluta keppninnar. Sigurvegarinn frá haustmóti TR, Sverrir Ţorgeirsson, sýndi allar sínar bestu hliđar í baráttunni ţó ađ u.ţ.b. 500 elo-stig skildu ţá ađ. Eins og skákin sýnir voru vinningsmöguleikarnir allir Sverris megin ţar til hann lék heiftarlega af sér í 27. leik:
Íslandsmót taflfélaga 2010-2011:
David Navara Sverrir Ţorgeirsson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4
Róleg leiđ sem notiđ hefur talsverđra vinsćlda undanfarin á, svartur á ţrjá ágćta leiki, 6.... Be4, 6.... Bg4 og ţann sem Sverrir velur.
6.... Bg6 7. Be2 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. g3 De7 10. Db3 Hb8 11. Rxg6 hxg6 12. Hd1 dxc4 13. Dxc4 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Da4 De6!
Hótar 17.... Dh3. Navara á ţegar nokkuđ erfitt um vik.
16. h4 g5! 17. Re4 Rxe4 18. Dxe4 f5 19. Dd4 Bc7 20. hxg5 Hd8 21. Da4 Hxd1 22. Dxd1 f4!
Glćsilega leikiđ. Svartur er enn á leiđinni til h3.
23. Bh5+ g6 24. exf4 Hxh5 25. fxe5 Bxe5 26. Df3
26.... Bxg3!
Hvítur er í mestu vandrćđum eftir ţennan leik. Í fljótu bragđi virđist duga og er sennilega best ađ leika 27. fxg3! De1+ 28. Kg2 en ţá kemur magnađ afbrigđi sem Rybka gefur upp: 28.... Hh1! 29. Dd3! Hg1+ 30. Kh3 Hh1+ 31. Kg4 Hf1! 32. Be3! Dxa1 32. Dxg6+ Kd7 33. Dd3+ Ke8 34. De4+ Kd8 35. g6 og hvítur hefur eilítiđ betri möguleika.
27. Bd2? Be5??
Gott er t.d. 27.... Bc7 ţví ađ 28. He1 er svarađ međ 28.... Hxg5+ og He5 og svartur stendur sennilega til vinnings. Hvítur getur ţó haldiđ í horfinu međ 28. Hd1.
28. He1 Hh4 29. Bf4! Dg4+ 30. Dxg4 Hxg4 31. Bg3
og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. mars 2011.
Spil og leikir | Breytt 6.3.2011 kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 17:50
MP Reykjavíkurskákmótiđ: Sjötta umferđ í fullum gangi
Sjötta umferđ MP Reykjavíkurmótsins er nú í fullum gangi en hún hófst kl. 16:30. Ţorvarđur Gunnarsson, forstjóri Deloitte, lék fyrsta leik umferđarinnar fyrir Robert Hess gegn Luke McShane. Skákskýringar hefjast upp úr kl. 18 og verđa í umsjá Jóns L. Árnasonar í kvöld. Fjöldi mynda hefur bćst viđ myndaalbúm mótsins en myndir mótsins eru frá Calle Erlandsson, Einari S. Einarssyni og Helga Árnasyni.
Í dag fór fram Deloitte Reykjavík Barna Blitz í umsjón Skákakademíu Reykjavíkur. Ţar sigrađi Oliver Aron Jóhannesson en meira verđur fjallađ um mótiđ síđar. Í gćr fór fram Reykjavík Opn Pub Quis. Björn ţorfinnsson og Stefán Bergsson sigruđu. Nánar verđur einnig fjallađ um Pöbb-kvissiđ síđar.
. Helstu tenglar
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 17:31
Skákmót öđlinga hefst 23. mars
Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Núverandi öđlingameistari er Bragi Halldórsson.
Dagskrá:
- 1. umferđ miđvikudag 23. mars kl. 19.30
- 2. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
- 3. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
- 4. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
- 5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
- 6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
- 7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.
Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.
13.3.2011 | 07:00
Úrslit í Deloitte Reykjavík Barna Blitz fara fram í dag
Í úrslitunum keppa átta ungir skákmenn sem ýmist unnu sér rétt til ţátttöku á ćfingum taflfélaganna í borginni eđa hlutu bođssćti.
Keppendalistinn liggur fyrir og er ţannig:
- Oliver Aron Jóhannesson Fjölni
- Jóhann Arnar Finnsson Fjölni
- Nansý Davíđsdóttir Fjölni
- Gauti Páll Jónsson TR
- Veronika Steinunn Magnúsdóttir TR
- Vignir Vatnar Stefánsson TR
- Dawid Kolka Helli
- Heimir Páll Ragnarsson Helli
Tefldar verđa hrađskákir og teflt verđur eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Skákirnar verđa sýndar á sýningartjaldi og hefjast átta manna úrslit 14:30.
Úrslitaeinvígiđ fer svo fram rétt fyrir 6. umferđ Reykjavíkurskákmótsins.
Spil og leikir | Breytt 11.3.2011 kl. 14:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 21:54
Fimm erlendir stórmeistarar efstir á MP Reykjavíkurskákmótinu
Ýmislegt óvćnt hefur gerst á MP Reykjavíkurskákmótinu og erlendir skákmenn rađa sér í efstu sćtin ađ lokinni fimmtu umferđ sem fram fór í kvöld. Og efstir Íslendinga eru nöfn sem er ekki venjuleg á ţeim lista en međ 3,5 vinning auk stórmeistarans Henriks Danielsen, sem ekki kemur óvart ađ sjá ţarna, eru ţeir Jón Árni Halldórsson og Bjarni Sćmundsson.
Árangur ţess síđarnefnda var einkar eftirtekarverđur í dag en fórnarlömb hans í dag voru sterkir íslenskir skákmenn ţeir Róbert Lagerman og Dagur Arngrímsson. Sjötta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 16:30. Jón L. Árnason verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18.
Ţeir sem eru efstir međ 4,5 vinning eru stórmeistararnir Luke McShane, Englandi, Yuriy Kuzubov, Úkraínu, sem sigrađi landa sinn Ilya Nyzhnik, Kamil Miton, Póllandi, Grikkinn Stelios Halkia, og Kaninn Robert Hess.
Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki. Tiger Hillarp Persson (Svíţjóđ), Jon Ludvig Hammer (Noregi) og Sune Berg Hansen (Danmörku) eru efstir í opnum flokki međ 4 vinninga en Emilia Horn og Christin Andersson (Svíţjóđ), Sheila Barth Sahl (Noregi) og Oksana Vovk (Danmörku) eru efstar í kvennaflokki međ 3 vinninga.
Pörun sjöttu umferđar liggur fyrir og er ađgengileg á Chess-Results. Ţá mćtast m.a.:
- Hess - McShane
- Kuzubov - Miton
- Gustafsson - Halkias
- Henrik - Milliet
- Jón Árni - Grover
- Bjarni - Hannes Hlífar
. Helstu tenglar
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 15:05
MP Reykjavíkurskákmótiđ: Pörun 5. umferđar
Pörun 5. umferđar liggur fyrir og er ađengilega á Chess-Results. Umferđin hefst kl. 16:30 en skákskýringar Helga Ólafssonar hefjast upp úr kl. 18.
Í fimmtu umferđ mćtast m.a.:
- Halkias - Hess
- Nyzhnik - Kuzubov
- Berbatov - Baklan
- Gustafsson - Björn
- Chatalbashev - Ţröstur
- Svesnikov - Henrik
12.3.2011 | 14:51
Halkias og Hess efstir á MP Reykjavíkurskákmótinu - Ţröstur, Björn og Henrik efstir Íslendinga
Stórmeistararnir Stelios Halkias (2579), Grikklandi, og Robert Hess (2565), Bandaríkjunum, eru efstir međ fullt hús ađ lokinni 4. umferđ MP Reykjavíkurskámótsins sem nú er rétt nýlokiđ. Stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson (2387) og Henrik Danielsen (2533) og alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2419) eru hins vegar efstir Íslendinga međ 3 vinninga. Fimmta umferđ fer fram og í dag og hefst kl. 16:30. Stórmeistarinn Helgi Ólafsson verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18.
Nokkuđ var um óvćnt úrslit. Efstu mennirnir unnu töluvert stigahćrri andstćđinga. Halkias vann blindskákarsnillingin Miro (2670) og Hess vann Ivan Sokolov (2643).
Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki. Helgi Dam Ziska (Fćreyjum), Tiger Hillarp Persson (Svíţjóđ) og Sune Berg Hansen (Danmörku) eru efstir í opnum flokki međ 3,5 vinning en Lenka Ptácníková og Emilia Horn (Svíţjóđ) í kvennaflokki međ 2,5 vinning.
Helstu tenglar- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Myndaalbúm mótsins
- Bloggsíđa Jan Gustafsson
- Chessbomb (beinar útsendingar međ tölvuskýringum)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 10:47
Hiđ árlega Skák-PubQuiz fer fram í kvöld, laugardagskvöld.
Hiđ árlega Skák-PubQuiz fer fram í kvöld, laugardagskvöld. Spurningakeppnin er sem fyrr skipulögđ af Skákakademíu Reykjavíkur, í nánu samstarfi viđ spurningahöfundinn Sigurbjörn Björnsson.
Keppnin fer fram á Hressingarskálanum - nánar tiltekiđ á dansgólfinu - og hefst klukkan 22:00.
Tveir og tveir saman í liđi og 30 spurningar. Ţađ ţarf ekki ađ skrá sig en keppendur minntir á ađ mćta međ penna.
12.3.2011 | 07:00
Vin Open á mánudag
Í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur, heldur Skákfélag Vinjar hiđ árlega Vin - Open, mánudaginn 14. mars klukkan 13:00. Vin er ađ Hverfisgötu 47 í Reykjavík.
Mótiđ er einn hliđarviđburđa MP Reykjavíkurmótsins og ţátttakendur ţađan hafa fjölmennt í Vin undanfarin ár og gefiđ mótinu skemmtilegan lit.
Tefldar verđa sex umferđir og mótiđ verđur búiđ fyrir klukkan 15, jafnvel ţó kaffihlé verđi gert til ađ bústa upp orkuna.
Auk verđlaunapeninga eru bókaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk sérstakra aukaverđlauna fyrir:
- Efsta ţátttakandann 60 ára og eldri.
- Efsta ţátttakandann fćddan 1993 og yngri
- Efst kvenna
Skákstjórn, dómgćsla og utanumhald er í höndum Róberts Lagerman.
Allir velkomnir og kostar ekkert, en endilega ađ mćta tímanlega svo mótiđ geti hafist klukkan 13:02!
Spil og leikir | Breytt 10.3.2011 kl. 19:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 10
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 8779134
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar