Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Guđmundur Gíslason náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli

Guđmundur Gíslason sigurvegari StigamótsinsGuđmundur Gíslason náđi sínum ţriđja áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli međ sigri á skoska alţjóđlega meistaranum Eddie Dearing í lokaumferđ mótsins.   Guđmundur var ekki sá eini sem náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţví gerđu einnig Daninn Jacob Carstensen og hvít-rússneska skákkonan Anna Sharevich.    Sćnska alţjóđlega skákkonann Emila Horn náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli kvenna.  

 


Bobby Fischer - Frímerki og kort

BF stampsGefin hafa veriđ út sérhönnuđ frímerki og póstkort á vegum Gallerý Skákar byggđ á ljósmyndum Einars S. Einarssonar af  Bobby Fischer.   Á póstkortinu getur ađ líta hina sögulegu mynd af meistaranum Í eigin heimi" ađ ganga niđur Almannagjá á Ţingvöllum. Inn á kortiđ er  felld  síđasta  „portrett" ljósmyndin af honum, sem Einar tók á 3 Frökkum.

Frímerkin eru af tveimur gerđum, annađ byggt á ţessari sömu mynd, sem  Svala Sóleyg, myndlistarkona, hefur gert blýantsteikningu af og hitt er byggt á minningarkorti sem Elías Sigurđsson hannađi á sínum tíma og međ ljósmynd RAX. BF stamps 1

Fyrra frímerkiđ gildir fyrir bréf „utan Evrópu" en hiđ síđara „innanlands".  Póstkortiđ međ frímerkjum eru nú til sölu í afar takmörkuđu upplagi áKaffi Önd" í Ráđshúsi Reykjavíkur, ţar sem MP Reykjavíkurskákmótiđ fer fram.

Á bakhliđ póstkortsins er enskur texti á ţessa leiđ:

BOBBY FISCHER , on a lonesome path, walking down Almanngjá at Thingvellir, close to his buriel place at Laugadaelir, near Selfoss.  

Thingvellir is one of Iceland´s most important historical sites  and popular turist place where  Althingi, the oldest parliament in the world, was founded 930 AD, being situated on the tectonic plate boundaries of the Mid-Atlantic Ridge. The faults and fissures of the area make evident the rifting of the earth's crust. 

BOBBY FISCHER  (1943-2008) Chess World Champion . He won the crown from Boris Spassky of the USSR in the historical cold war  „Chess Match of the Century"  in Reykjavik 1972. He became an Icelandic citizen in 2005 after being freed from  detention in Japan after his passport was revoked by the US Government.


Mikil spenna fyrir lokaumferđina - Lenka og Hallgerđur efstar á NM kvenna ásamt ţremur öđrum

IMG 1562Mikil spenna er fyrir lokaumferđ MP Reykjavíkurmótsins sem hefst kl. 13 í dag.  Sex skákmenn eru efstir og jafnir og má búast viđ harđri baráttu ekki síst hjá yngsta stórmeistara heims, hinum 14 ára Ilya Nyznhik sem mćtir Ivan Sokolov.  Jafnir ţeim í efsta sćti eru Jon Ludvig Hammer, Noregi, Kamil Miton, Póllandi og Úkraínumennirnir Kuzubov og Baklan.  

Ekki minni barátta er um Norđurlandameistaratitil kvenna en ţar eru fimm skákkonur efstar og jafnar međ 4,5 vinning, ţar á međal Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir.   Jafnar ţeim í efsta sćti eru Emilia Horn, Svíţjóđ, Sheila Barth Sahl, Noregi, og Oksana Vovk, Danmörku.  

Jon Ludvig Hammer stendur langbest ađ vígi um baráttuni um Norđlandatitilinn í skák í opnum flokki en hann hefur vinningsforskot á nćstu Norđurlandabúa og dugar jafntefli í lokaumferđinni.

Margeir Pétursson, verđur međ skákskýringar og hefjast ţćr um kl. 15.

Í lokaumferđinni mćtast m.a.:

 • Nyzhnik - Sokolov
 • Baklan - Kuzubov
 • Hammer - Miton
 • McShane - Henrik
 • Hannes - Carstensen
 • Tiller - Lenka
 • Hallgerđur - Forsaa

Íslenskur sigur á Stelpuskák

 
P1000560Fjórtán skákkonur mćttu til leiks á Stelpuskák 2011 -  fimm umferđa hrađskákmóti sem haldiđ var í Skákakademíunni ţriđjudagshádegiđ 15. mars. Af ţeim fjórtán sem tóku ţátt voru fimm erlendir keppendur sem tefla einnig á MP Reykjavík Open. Ţćr stöllur frá Danmörku Oksana Vovk og Esmat Guindy, sćnska skákkonan Christin Andersson, hin finnska Heini Puuska og sjálf Fiona Steil-Antoni sáu ástćđu til ţess ađ breyta ađeins til í taflmennsku sinni og reyna fyrir sér í hrađskák viđ heimavarnarliđiđ; skipađ íslenskum skákdrottningum af tveimur kynslóđum. Enda verđlaunin fyrir fyrsta sćtiđ glćsileg - út ađ borđa fyrir tvo á Argentína Steikhús.P1000550
 
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir taflfélaginu Helli var ekki á ţví ađ hleypa gćđa-nautakjöti í erlenda maga. Eftir ađ hafa tapađ í ţriđju umferđ fyrir Oksönu Vovk rann ćđi á Jóhönnu Björgu. Međ ţví ađ sigra Fionu í 4. umferđinni tryggđi hún sér úrslitaskák gegn Christinu. Jóhanna vann ţá skák og jafnađi ţá sćnsku ađ vinningum. Öđrum úrslitum var háttađ ţannig ađ alls komu fjórar skákkonur jafnar í mark međ fjóra vinninga.
 
Ţurfti ţví ađ grípa til undanúrslita og svo úrslitaskákar. Bćđi í undanúrslitunum og úrslitaskákinni var tefld svokölluđ Armageddon-skák ţar sem svörtum nćgir jafntefli.
 
Undanúrslit:
 
Oksana Vovk - Jóhanna Björg 0-1
 
Christin Andersson - Heini Puuska 0-1
 
Úrslit:
 
Heini Puuska - Jóhanna Björg 0-1
 
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir er ţví glćsilegur sigurvegari Stelpuskákar 2011. Andstćđingar hennar voru meir og minna sterkar og margreyndar skákkonur međ yfir 2100 elo-stig. Einkar glćsilegt hjá Jóhönnu.
 
Frekari úrslit á Chess-Results.
 

Stefán og Róbert efstir á Vin Open

vin openTuttugu keppendur voru mćttir til leiks á hiđ árlega VIN-OPEN, sem er einn af hinum fjölmörgu skemmtilegu hliđarviđburđum MP-REYKJAVÍK-OPEN skákmótsins.

Tefldar voru sex umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma. Ćsilegri taflmennsku, jafnt sem á efstu borđum og ţeim neđstu, lauk međ ţví ađ hnífjafnir í mark komu framkvćmdarstjóri Skákakademíu Reykjarvíkur, Stefán Bergsson, og skákstjórinn Róbert Lagerman, međ fimm vinninga, en Stefán var sjónarmun ofar á stigaútreikningnum flókna.vin open 005

Jafnir í ţriđja til fjórđa, voru Spánverjinn Jorge Fonseca og víkingurinn Gunnar Freyr, báđir međ fjórann og hálfan vinning, en Jorge hirti bronsiđ, enn eftir flókinn stigaútreikning.

Sérstaklega vakti athygli ţátttaka alţjóđlega meistarans Hauks Angantýssonar, en hann sýndi skemmtilega takta eftir áralanga fjarveru viđ taflborđiđ, og gerđi međal annars öruggt jafntefli viđ skákstjórann sjálfan.

Mikael Jóhann Karlsson hlaut unglingaverđlaunin og Finnur Kr. Finnsson heldri manna verđlaunin.

Glćsilegt kaffihlađborđ var í umsjón Lenku sjálfbođaliđa, ţar sem heit eplakaka međ ís sló hressilega í gegn.

Helstu styrktarađilar mótsins voru Ísspor og Skákakademía Reykjarvíkur.

Myndaalbúm mótsins


Kuzubov efstur á MP Reykjavíkurskákmótinu (uppfćrt)

KuzubovÚkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov leiđir sem fyrr á MP Reykjavíkurskákmótinu.  Í sjöundu umferđ, sem enn er í gangi, gerđi hann jafntefli viđ stigahćsta keppenda mótsins, Englendinginn Luke McShane.  Kuzubov hefur 6 vinninga.  Tíu skákmenn koma humátt á eftir Úkraínumanninum međ 5,5 vinning.  Pörun  8. og nćstsíđustu umferđar er ađgengilega á Chess-Results.

Hannes Hlífar Stefánsson og Sigurđur Dađi Sigfússon eru efstir íslensku skákmannanna međ 5 vinninga en sá síđarnefndi hefur unniđ 3 skákir í röđ! rvk open 2011 (3)

Mótiđ er jafnframt Norđurlandamót í skák bćđi í opnum flokki og kvennaflokki.   Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer er efstur í opnum flokki međ 5,5 vinning og Christin Andersson, Svíţjóđ, og Oksana Vovk, Danmörku, eru efstar í kvennaflokki međ 4 vinninga.   Lenka Ptácníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir hafa 3,5 vinning.

Í áttundu umferđ mćtast međal annars:

 • Kuzubov - Chatalbasev
 • Miton - McShane
 • Sokolov - Fier
 • Williams - Hammer
 • Baklan - Halkias
 • Miroshnichenko - Nyzhnik
 • Sigurđur Dađi - Adly
 • Hansen - Hannes
 • Hjörvar - Gustafsson
 • Henrik - Jón Viktor

 

Helstu tenglar

 


Oliver Aron sigrađi á Deloitte Reykjavík Barna Blitz

 
oliver aronŢađ voru átta efnilegustu skákkrakkar Reykjavíkur og nćrsveita sem mćttu í Ráđhús Reykjavíkur í gćr. Tilefniđ var úrslit í Reykjavík Deloitte Barnablitz - sem er árlegt hrađskákmót yngri kynslóđarinnar skipulagt af Skákakademíu Reykjavíkur međ fulltingi taflfélaganna hér í borg. Úrslit mótsins komu ekki á óvart; unglingalandsliđsmađurinn og Rimskćlingurinn Oliver Aron Jóhannesson úr Fjölni lagđi alla sína andstćđinga ađ velli og ţađ á glćsilegan hátt. 
 
Félaga sinn úr Rimaskóla Jóhann Arnar Finnsson vann Oliver í 8-manna úrslitum, 2-0. Í undanúrslitum var ţađ Dawid Kolka sem lá í valnum, 2-0, og í úrslitunum var ţađ skákprinsessa Grafarvogs Nansý Davíđsdóttir sem tapađi báđum skákunum fyrir skólabróđur sínum og liđsfélaga í a-sveit Rimaskóla.
 
Nansý hafđi áđur unniđ vin sinn hann Vigni Vatnar Stefánsson úr TR, klossmátađi Vigni á h8 í bráđabana ţegar Vignir átti unniđ tafl. Vignir, sá baráttumađur mikli, lét ţađ ekki á sig fá og tryggđi sér 3. sćtiđ međ einvígissigri á Dawid BarnablitzKolka, 2-0.
 
Ađ öđru leyti voru úrslit ţessi;
 
8-manna úrslit
 • Nansý Davíđsdóttir - Gauti Páll Jónsson 2-1
 • Dawid Kolka - Heimir Páll Ragnarsson 2-0
 • Oliver Aron Jóhannesson - Jóhann Arrnar Finnsson 2-0
 • Vignir Vatnar Stefánsson - Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2-0
Undanúrslit
 
 • Nansý Davíđsdóttir - Vignir Vatnar Stefánsson 2-1
 • Oliver Aron Jóhannesson - Dawid Kolka 2-0
 
3. sćti
 
Vignir Vatnar Stefánsson - Dawid Kolka 2-0
 
1. sćti
 
Oliver Aron Jóhannesson - Nansý Davíđsdóttir 2-0
 
Skákunum var varpađ beint á sýningartjald og ţónokkur fjöldi áhorfenda lagđi leiđ sína í Ráđhúsiđ ađ fylgjast međ meisturum framtíđarinnar.
 
Ţorvarđur Gunnarsson forstjóri Deloitte afhenti öllum ţeim skákkrökkum sem komust í úrslitin forláta MP3-spilara merktum Deloitte.
 
Halldór Grétar Einarsson og Kristján Örn Elíasson voru tćknimenn og Stefán Bergsson skákstjóri.
 

MP Reykjavíkurskákmótiđ: Sjöunda umferđ hafin

Helgi og SokolovSjöunda umferđ MP Reykjavíkurskákmótsins hófst í dag kl. 16:30.  Jóhann Hjartarson verđur međ skákskýringar sem hefjast upp úr kl. 18 í dag.  Í dag tefldu Helgi Ólafsson og Ivan Sokolov hrađskákeinvígi í Deloitte og hafđi sá bosníski betur eftir afar harđa og skemmtilega baráttu 3-1.  Einvíginu verđur gerđ betri skil síđar.

Enn hefur bćst viđ myndaalbúm mótsins en myndahöfundar mótsins eru Calle Erlandsson, Einar S. Einarsson, Helgi Árnason og nú síđast Ţórir Benediktsson.

Helstu tenglar

 


Íslandsmót grunnskólasveita

Íslandsmót grunnskólasveita 2011 fer fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, Reykjavík dagana  19. og 20. mars nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir Monradkerfi - umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1. - 10. bekkjar grunnskóla (auk varamanna).  Keppendur skulu vera fćddir 1995 eđa síđar.

 

Dagskrá:                    

 • Laugardagur 19. mars kl. 13.00 1., 2., 3., 4. og 5. umf.
 • Sunnudagur 20. mars kl. 11.00 6., 7., 8. og 9. umf.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer á Íslandi í september nćstkomandi.  

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.   Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi 17. mars.

Ath.:  Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.


Skákţáttur Morgunblađsins: Eyjamenn, Bolvíkingar og Hellismenn berjast um sigurinn

Mikil spenna er fyrir lokaţátt Íslandsmóts taflfélaga sem fram fer í Rimaskóla um helgina. Ţrjú taflfélögin berjast um Íslandsmeistaratitilinn og innbyrđis viđureignir ţessara félaga Taflfélags Vestmannaeyja, Taflfélgs Bolungarvíkur og Hellis eru tvćr talsins. Stađa efstu liđa er ţessi:

1. TV A 25 v. 2. TB A 23 ˝ v. 3. Hellir A. 22 v. Í 2. deild leiđa Mátar.

Efsta deildin er laus viđ A- og B- liđ sumra taflfélaga sem skekkja samkeppnina ţví ađ ekki er fariđ eftir stigagjöf, eins og t.d. í ţýsku Bundesligunni, heldur heildarvinningafjölda.

En grípa má til annarra ráđa. Kćrugleđi Bolvíkinga undir lok síđasta keppnistímabils og undarleg njósnastarfsemi međfram sem sum sendiráđin Í Reykjavík hefđu mátt vera fullsćmd af, réđi vitanlega úrslitum keppninnar ţegar hinn dáđi liđsmađur TV, Alexey Dreev var „sleginn“ af og „Bolar“ fögnuđu sigri í mótslok.

Ţá er pistill – eđa bollaleggingar – ritstjóra Skak.is viđ upphaf hvers Íslandsmóts alveg sérstakur kapítuli. Efni pistilsins er yfirleitt sett fram í ţeim tilgangi ađ rugla ađra liđsstjóra í ríminu. Allt er ţetta orđiđ snar ţáttur í keppninni og ekki nokkur mađur sem kippir sér upp viđ ţetta blađur.

Búast má viđ ađ um 400 skákmenn sitji ađ tafli um helgina.

Á Íslandsmótinu gefst skákmönnum oft kostur á ađ tefla viđ ýmsa frćga meistara. Einn fjölmargra ţekktra stórmeistara sem komiđ hafa hingađ til lands vegna mótsins er Tékkinn David Navara sem er međ yfir 2.700 elo-stig og tefldi fyrir Helli í fyrri hluta keppninnar. Sigurvegarinn frá haustmóti TR, Sverrir Ţorgeirsson, sýndi allar sínar bestu hliđar í baráttunni ţó ađ u.ţ.b. 500 elo-stig skildu ţá ađ. Eins og skákin sýnir voru vinningsmöguleikarnir allir Sverris megin ţar til hann lék heiftarlega af sér í 27. leik:

Íslandsmót taflfélaga 2010-2011:

David Navara – Sverrir Ţorgeirsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4

Róleg leiđ sem notiđ hefur talsverđra vinsćlda undanfarin á, svartur á ţrjá ágćta leiki, 6.... Be4, 6.... Bg4 og ţann sem Sverrir velur.

6.... Bg6 7. Be2 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. g3 De7 10. Db3 Hb8 11. Rxg6 hxg6 12. Hd1 dxc4 13. Dxc4 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Da4 De6!

Hótar 17.... Dh3. Navara á ţegar nokkuđ erfitt um vik.

16. h4 g5! 17. Re4 Rxe4 18. Dxe4 f5 19. Dd4 Bc7 20. hxg5 Hd8 21. Da4 Hxd1 22. Dxd1 f4!

Glćsilega leikiđ. Svartur er enn á leiđinni til h3.

23. Bh5+ g6 24. exf4 Hxh5 25. fxe5 Bxe5 26. Df3

GBON5EMJ( Sjá stöđumynd )

26.... Bxg3!

Hvítur er í mestu vandrćđum eftir ţennan leik. Í fljótu bragđi virđist duga og er sennilega best ađ leika 27. fxg3! De1+ 28. Kg2 en ţá kemur magnađ afbrigđi sem „Rybka“ gefur upp: 28.... Hh1! 29. Dd3! Hg1+ 30. Kh3 Hh1+ 31. Kg4 Hf1! 32. Be3! Dxa1 32. Dxg6+ Kd7 33. Dd3+ Ke8 34. De4+ Kd8 35. g6 og hvítur hefur eilítiđ betri möguleika.

27. Bd2? Be5??

Gott er t.d. 27.... Bc7 ţví ađ 28. He1 er svarađ međ 28.... Hxg5+ og – He5 og svartur stendur sennilega til vinnings. Hvítur getur ţó haldiđ í horfinu međ 28. Hd1.

28. He1 Hh4 29. Bf4! Dg4+ 30. Dxg4 Hxg4 31. Bg3

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. mars 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 65
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706505

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 162
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband