Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ól 2014

FIDE og Rússneska skáksambandiđ hóta lögsókn gegn mótshöldurum Ólympíuskákmótsins

Ólympíuskákmótiđ 2014Eins og fram kom á Skák.is var birt opiđ bréf í morgun frá forseta FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, til mótshaldara Ólympíuskákmótsins ţar sem hann "fyrirskipađi" ţeim ađ leyfa kvennaliđi Rússa og hinum átta liđunum ađ taka ţátt. Í dag var birt bréf frá lögfrćđingum FIDE til mótshaldara sem og bréf rússneska skáksambandsins til mótshaldara. 

Viđbrögđ FIDE

Bréf frá lögfrćđingum FIDE má finna hér.

Lokaorđ yfirlýsingarinnar vekja óneitanlega athygli en ţar segir:

In case the OC would unfortunately not (i) reverse its decision of 16 July 2014, (ii) allow legitimate delegates to attend the FIDE Congress, (iii) exclude biased members and (iv) fully comply with the letter and the spirit of FIDE regulations, FIDE will (i) request urgent measures before the CAS and (ii) sue individually the members of the OC and/or signatories of the decision of 16 July 2014 for the financial damages caused by their infringements of FIDE regulations, in particular (but not only) if the Chess Olympiad in Tromsř must be cancelled and be held in another country.
 
Copy of this letter is sent to His Royal Highnesses the Crown Prince in his capacity of Patron of the Chess Olympiad Tromsř 2014, for his information. Kirsan Ilyumzhinov


FIDE ýjar ţarna ađ ţví ađ hugsanlega verđi mótiđ fellt niđur og haldiđ í öđru landi. Athyglisvert er einnig ađ afrit af erindinu er sent til krónprinsins í Noregi!

Mótshaldarar hafa gefiđ ţađ til kynna ađ ţeir gefi sér frest fram til mánudags til ađ svara.

Kirsan Ilyumzhinov lét taka af sér mynd í dag í boli merktum ţjóđunum níu og stillir sér ţar upp sem sérstökum málsvara ţeirra.

Rússneska skáksambandiđ sendi einnig í dag bréf til mótshaldara ţar sem ţeir krefjast ţess ađ ţátttaka liđsins verđi leyfđ. Bréfiđ sjálft og umfjöllun um ţađ má finna á Chessbase.

Heimasíđa Ólympíuskákmótsins


Ólympíufarinn: Róbert Lagerman

IO/IA/FT Róbert LagermanÁ međan allt logar varđandi Ólympíuskákmótiđ halda áfram kynningar á Ólympíuförunum hér á Skák.is. Í dag er kynntur til leiks Róbert Lagerman, einn fimm íslenskra skákdómara á mótinu.

Nafn

Róbert DON Lagerman

Taflfélag

Vinaskákfélagiđ

Stađa

IA

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Áriđ 2002 fór ég á Ólympíumótiđ í Bled. 

Minnisstćđasta skák:

Líklega sigur-skákin á móti IM Jóni Viktor Gunnarssyni áriđ 2009, á alţjóđlegu móti Taflfélags Bolungarvíkur. Ţetta var áfangaskák ađ lokaáfanga mínum ađ IM.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Aftur ađ Bled 2002, Haldiđ var (óopinbert) Ólympíu-mót í hrađskák samhliđa sjálfum Ólympíu-leikunum. Ég sigrađi á mótinu međ 8 vin. af 9. mögl. ţrátt fyrir ađ ég vćri í kringum 40. sćti á keppenda-stigalistanum, Líklega eina Ólympíu-gull Íslendings í sögu Íslands.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ađ koma á hressilega á óvart.

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Enn og aftur ađ Bled, síđasta skiptiđ sem Rússar unnu Ólympíu-gull karla, var í Bled 2002, ég var ţar, ég verđ í Tromsö 2014, Rússar hljóta ađ vinna, skrifađ í skýin, Rússa-konur vinna kvennagulliđ. [Aths. ritstjóra: Skrifađ áđur en fréttir bárust af rússneska kvennaliđinu]

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Lesa skáklög, og njóta lífsins.

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Ég hef teflt á 73. breiddargráđu, hjá okkar nćstu nágrönnum Grćnlendingum Emoji

Eitthvađ ađ lokum?

GENS UNA SUMUS.


Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Forseti FIDE "skipar" Norđmönnum ađ taka inn Rússa og hinir ţjóđirnar átta

Ólympíuskákmótiđ 2014

Farsinn fyrir Ólympíuskákmótiđ í Tromsö heldur áfram. Í morgun birtist opiđ bréf á heimasíđu FIDE undiritađ af  Kirsan Ilyumzhinov, forseta FIDE, ţar sem ţess er krafist ađ mótshaldarar hleypi inn Rússum og hinum liđunum átta.

Í bréfi Kirsans segir međal annars:

In my capacity as FIDE President, I am strongly complaining about the latest decisions and behavior of the Olympiad Organizing Committee in Tromso.

FIDE cannot accept the way that the Organizing Committee is treating many national federations by delaying registrations, visa invitations and ignoring FIDE decisions, regulations and signed contracts.

Unfortunately, the strong influence and partnership of one FIDE presidential candidate, and his employees, within the Organizing Committee is causing for the first time in Olympiad history, so many problems in a top FIDE event:

  • selected countries that need to travel as a whole delegation to another country (!!) to get their visa,
  • match arbiters staying in hotels ...70 km away (!!) from the games,
  • selected Federations that are prohibited to access the online registration system of the Olympiad,
  • invitation letters not issued for accompanying persons due to accommodation problems,
  • and even federations like Russia which have been initially accepted as participants and then were refused registration, only 2 weeks before the event!

Föstum skotum skotiđ á mótshaldara. Sumir punktarnir réttir eins og t.d. ađ ţađ er ekki til fyrirmyndar hjá Norđmönnunum ađ hafa skákstjóranna í 70 km. fjarlćgđ en svo virđist sem meiri háttar vandamál ađ fá gistingu séu ađ hrjá heimamenn. Enn t.d. liggur ekki fyrir hvar íslensku liđin gista.

Norđmenn segja ađ vegabréfsáritanir séu ekki ţeirra mál - heldur sé um ađ rćđa reglur utanríkisráđuneytisins.

Í bréfi Kirsans um ţátttöku Rússa segir međal annars:

The only reason that Russia could not register their women team was that they were waiting for FIDE's decision on the Kateryna Lagno case, which was only finalized on 12 July.  

Ţetta hefur veriđ vitađ en aldrei viđurkennt áđur af FIDE né Rússum.

Kirsan sakar Norđmenn um ađ vera í kosningabaráttu fyrir Kasparov og segir:

The Organizing Committee, instead of complying with FIDE's instructions, also created similar problems with other national federations, contrary to FIDE regulations. The Federations of Afghanistan, Gabon and Pakistan are only three examples, out of many, legitimate federations that are denied access to the online registration system of the Olympiad, and even today they are still not allowed to register their full delegation. The Organizing Committee had instead given the Afghanistan and Gabon access to the registration system to people who are connected to Gary Kasparov and falsely claimed to represent the real federations of Afghanistan and Gabon! This is an issue resolved by the Electoral Commission of FIDE since 14 July and the Organising Committee is aware of this. The Organizing Committee in Tromso has performed an unbelievable scheme of combined illegitimate actions which should never take place in a democratic country like Norway.  

Áđur hefur veriđ fjallađ um málefni Gabon og Afganistan hér á Skák.is en svo virđist sem FIDE hafi einhliđa ţar skipt um forseta og/eđa skáksambönd. FIDE stađfestir hér ađ ţeirra fólk/skáksambönd séu hafi veriđ samţykkt af sérstakri nefnd en ţess má geta ađ Kirsan og hans fólk hefur meirihluta í ţeirri nefnd og ţar virđist vinnubrögđin hafa veriđ nokkuđ sérstök eins og lesa má um hér.

Áfram heldur forsetinn

As FIDE President, I am hereby officially informing the Organizing Committee that the delegations of Russia, Afghanistan, Gabon and Pakistan are allowed to participate in the FIDE Olympiad and Congress in Tromso, in accordance with the power given to the FIDE President by article 6.1 of the regulations. This decision has been made by taking into account the real problems that the federations of Russia, Afghanistan, Gabon and Pakistan faced during the registration process.  

Semsagt hann skipar mótshöldurum ađ leyfa ţessum níu liđum ađ taka ţátt og vitnar í hina ţekktu grein 6.1, sem stundum er kallađ "kjarnorkusprengjuákvćđiđ".

The FIDE President represents the interests of FIDE and is empowered to take the final decision on all questions relating to the Olympiad as a whole.  

 Ađ lokum gefur hann mótshöldum frest fram á mánudag til ađ verđa viđ ţessum kröfum sínum.

Bréf Kirsans má lesa í heild sinni á heimasíđu FIDE.

Enn hafa ekki borist viđbrögđ frá mótshöldurum. Um helgina lýkur svo Meistaramóti Noregs í skák og um laugardagskvöldiđ verđur ţar mikil hátíđ í tilefni 100 ára afmćlis Skáksambands Noregs. Sjálfsagt munu ţessi mál verđa ţar í brennidepli.  

Skák.is mun hafa puttann á púlsinum varđandi framhald málsins.

Heimasíđa Ólympíuskákmótsins

Ólympíufarinn: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Jóhanna BjörgÁfram er haldiđ međ kynningar á Ólympíuförunum sem ţátt taka í Ólympíuskákmótinu sem fram fer í Tromsö (eđa Sochi ) dagana 1.-14. ágúst nk. Ađ ţessu er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,  sem teflir á fjórđa borđi í kvennaliđinu kynnt til sögunnar. Áfram höldum viđ kynningarnar á morgun.

Nafn

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Taflfélag

Skákfélagiđ Huginn

Stađa

Fjórđa borđ í kvennaliđinu.

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ég tók fyrst ţátt áriđ 2010 í Síberíu og var einnig á mótinu í Istanbúl svo hef tekiđ ţátt tvisvar.

Minnisstćđasta skák á Ólympíuskákmóti og ţá af hverju?

Eins og ţćr eru nú margar eftirminnilegar stendur ein upp úr frá mótinu í Istanbúl áriđ 2012. Í elleftu umferđ tefldum viđ viđ Albaníu og ég tefldi á móti stigalágum. Ég tefldi byrjunina alveg ţokkalega og fékk kolunniđ endatafl en tók ţá mjög slćmar ákvarđanir. Ţegar ég sá ţađ ađ ég var komin međ koltapađ leit ég á stelpurnar en ţá var Hallgerđur ađ tapa, ţetta leit ekkert sérstaklega vel út hjá Lenku en allavega jafntefli og Tinna búin ađ vinna. Ég var ţví ađ kosta okkur sigur í ţessari viđureign sem var býsna mikilvćg enda síđasta umferđin. Bruna Tuzi hafđi hvítt og var komin međ fjarlćgt frípeđ sem ég gat ekki stoppađ. Ég átti ţó mitt en hún gat stoppađ ţađ, ţađ eina sem hún ţurfti ađ gera var ađ leika kóngnum undir peđiđ mitt. Hún var ađeins of ćst í ađ koma sínu peđi upp í borđ og gleymdi ţví síđasta kóngsleiknum. Ţannig fór mitt peđ líka upp í borđ og ég međ unna stöđu og viđureignin vannst.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ţađ eru svo mörg atriđi sem sitja eftir ađ ţađ er erfitt ađ velja. Lyfturnar í Síberíu voru svona frekar shaky og áttu ţađ til ađ skellast á mann á međan mađur var ađ komst út svo helsta ađferđin var ađ hálf hoppa út úr lyftunum. Eitt skiptiđ byrjađi lyftan ađ gefa frá sér hávćr skruđnings hljóđ. Allir í lyftunni litu á hvern annan og byrjuđu ađ hlćja svona viđ erum öll ađ fara ađ deyja hlátri (ţađ fóru allir út á 3. hćđ). Eftir ţetta löbbuđum viđ oftast upp allar tólf hćđirnar

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ađ okkur muni ganga betur en upphafsstađan og ađ öllum í liđinu gangi vel miđađ viđ rating performance

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Í opnum flokki spái ég Armennum sigur en í kvennaflokki Kína

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Viđ höfum mćtt reglulega í tíma hjá Ingvari. Annars bara ađ tefla á netinu til ađ haldi sér í ćfingu og skođa nýjar byrjanir

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Ég hef ekki teflt fyrir norđan heilskautabaug en ég hef teflt í Kúlusúk og Tassilaq á Grćnlandi sem eru ekki langt frá heimsskautabaug

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Rússar hótar lögsókn - Varaforseti FIDE ýjar ađ ţví ađ móti verđi fellt niđur - orđrómur um Sochi sem mótsstađ

Ólympíuskákmótiđ 2014

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ skákheimur hafi logađ stafnanna á milli í gćr og í morgun vegna ţeirrar ákvörđunar mótshaldara ađ leyfa ekki ţátttöku rússneska kvennalandsliđsins og reyndar átta annarra liđa vegna ţess ađ skráningar bárust of seint. Israel Gelfer, einn varaforseta FIDE, hefur ýjađ ađ ţví ađ mótiđ verđi fellt niđur og orđrómur er um ađ móti verđi flutt til Sochi!

Níu liđ fá ekki ađ tefla

Í gćr bárust ţćr mjög svo óvćntu fréttir ađ rússneska kvennalandsliđiđ fengi ekki tefla eins og sagt var frá á Skák.is. Skýringin var sú ađ skráning liđsins hafi borist of seint. Svo virđist sem Rússarnir hafi skráđ karlaliđiđ á réttum tíma en beđiđ međ skráningu kvennaliđsins. Ástćđan fyrir ţví ađ ţeir voru ađ bíđa eftir ađ skipti  Kateryna Lagno (2540) frá Úkraínu til Rússlands fćru í gegn. Rússarnir virtu ţar međ ekki ţá frest (1. júní) sem mótshaldarar höfđu gefiđ. Átta önnur liđ virđast hafa lent í ţá sama skv. Chessdom er liđin níu eftirfarandi

Opinn flokkur: Kampútsea, Miđ-Afríku lýđveldiđ, Gabon, Fílabeinsströndin, Óman, Pakistan og Senegal

Kvennaflokkur: Rússland og Afganistan

Chessdom sem fylgir Kirsan ađ máli fullyrđir ađ öll ţessu skáksambönd séu stuđningsríki Kirsan Ilyumzhinov í forsetakosningum FIDE.

Rússar mótmćla

Stuđningsmenn Kirsan Ilyumzhinov halda ţví einnig ađ fram FIDE-fulltrúar sem styđji hann hafi átt erfiđara  međ ađ fá vegabréfsáritanir en heimildir ritstjóra benda til ađ Kasparov og hans menn hafi einfaldlega unniđ sína heimavinnu betur varđandi áritanir fyrir sitt fólk og veriđ fyrr á ferđinni. 

Međal raka mótshaldara er ađ ţađ hafi veriđ skjalfest í samningi á mótshaldara og FIDE ađ dagsetningin 1. júní myndi standa og ađ aukakostnađur mótshaldara viđ hvert aukaliđ sé um €10.500 (1,6 mkr.). Heildarkostnađur mótshaldara viđ ţessi 9 liđ er ţví um 15 mkr.

Rússar hafa mótmćlt og benda og hóta lögsókn. Ţeir benda međal annars á ađ mótiđ hafi veriđ í óvissu fram til 5. júní ţegar viđbótarframlag norsku ríkisstjórnarinnar fékkst. Ţau rök halda ekki ađ öllu leyti - ţví af hverju skráđu ţá Rússarnir karlaliđiđ til leiks í tíma? Ţađ er ţví öllum ljóst ađ ţeir voru ađ bíđa eftir skipti Lagno fćru í gegn.

Varaforseti FIDE hótar ađ mótiđ fari ekki fram

Israel Gelfer, einn varaforseta FIDE, hafđi upp stór orđ á í Bergamo í Ítalíu í vđtali í gćr. Ţar sagđi hann međal annars:

The organisers of Tromsř are very disappointing. They are causing a lot of problems to FIDE and to the whole world of chess. Unfortunately the organising committee is influenced by people who are working for Garry Kasparov. They're using it for their election purposes. They're denying visas from our people, they're denying invitations from federations, they are not respecting the FIDE President's decisions - which is very clear according to the regulations - and FIDE now have to consider very, very strict and strong measures against them. We are still considering what to do. We are very disappointed [for] their behaviour and the way they are handling all the preparations.

So what matters are you talking about?

We don't know yet, because just now we were informed that they refused several federations which are late in registration in spite of the President accepting them according to the Olympiad regulations, article 6.1. It lies on the hands of the FIDE President. They ignored his letters and FIDE is now considering very strong legal methods. I would have even recommended to cancel the Olympiad if it is necessary because their behaviour is unacceptable.

Grein 6.1 sem Gelfer vitnar í hljómar svo:

The FIDE President represents the interests of FIDE and is empowered to take the final decision on all questions relating to the Olympiad as a whole.


Mótshaldarar neita ađ ţetta gćti átt viđ í slíkum tilfellum og vitna ţar í skriflega samninga á milli ţeirra og FIDE. 


Kasparov neitar afskiptum

Ţarna blandar Gelfer forsetakosningum FIDE inn í mál en Garry Kasparov segist engin afskipti hafa af ţessu enda hann hafi hann engan hag ţví ađ koma fyrir ţátttöku rússneska kvennalandsliđsins. Á Chessbase er haft eftir Kasparov.

I cannot explain the bizarre statements of FIDE vice-president Israel Gelfer. What would I or the Norwegian organizers have to gain from excluding the celebrated Russian women's team? And he wants to cancel the Olympiad in retaliation? Punish 175 teams for the mistakes of one? Such absurd arrogance! This matter does not involve me or my campaign for FIDE president. This is a transparent attempt to look for excuses and scapegoats for a self-inflicted disaster. The Russian Federation's statement doesn't address the obvious question of why they didn't submit their women's team on time, as they did with the men's team. It's obvious they were waiting for Lagno's transfer to strengthen their team and intentionally allowed the registration deadline to pass to do so. Would permitting this devious maneuver be fair to all the other teams that followed the rules and registered on time?

 

Er ţađ Sochi heillin?

Ýmsir orđrómar eru í gangi. Međal annars hefur ţví veriđ fleygt ađ mögulega verđi FIDE-ţingiđ flutt á annan stađ ţar sem Kirsan og hans kumpánar geti haft betri stjórn á atburđarásinni. Kanadíski stórmeistarinn Kevin Spraggett heldur ţví fram á bloggsíđu sinni ađ mótiđ verđi einfaldlega flutt til Sochi í ljósi kunningsskapar Pútins og forseta FIDE og haldiđ síđar í haust.

Yesterday's developments with the Norwegian Chess Federation has given FIDE and the Russian Chess Federation motive to seek Putin's help in moving the Olympiad to Sochi next month.  A two-million dollar fund to compensate travel changes has been created.  More information when it becomes available.

This situation reminds me of the last minute change of venue of the 1994 Olympiad to Moscow, literally weeks before the start of the event.  It is expected that FIDE will announce tomorrow or the day later the change.


Fćstir hafa trú á ţví ađ ţetta geti reynst rétt.


Hvernig endar máliđ?


Ritstjóri vonar svo sannarlega ađ mál leysist farsćllega. Ađ sjálflögđu vćri ţađ best ef Rússarnir og öll hin átta liđin fái ţátttökurétt gegn ţví ađ kostnađur lendi ekki á mótshöldurum. Ritstjóra finnst hins vegar ekki rétt ađ Lagno fái ađ tefla međ Rússum í ljósi ţess ađ félagaskiptin fóru fram eftir 1. júlí. 

Skák.is mun sem fyrr fylgjast vel ţessari ótrúlegu atburđarás sem er í gangi í ađdraganda Ólympíuskákmótsins nú.

Enn vita ekki íslensku keppendurnir, né ađrir keppendur, hvar ţeir gista í Tromsö en í dag eru ađeins 15 dagar í mót.

Heimasíđa Ólympíuskákmótsins


Rússneska kvennalandsliđiđ ekki međ á Ólympíuskákmótinu?

Ólympíuskákmótiđ 2014Mótshaldarar Ólympíuskákmótsins gáfu út tilkynningu í dag ţess efnis ađ ţau liđ sem ekki skráđu sig í tíma fái ekki ţátttökurétt á mótinu. Stóra fréttin snýr ađ kvennaliđi Rússlands en svo virđist sem hafi ekki veriđ skráđ í tíma.

Skýrist ţađ mjög vćntanlega af ţví ađ ţví ađ Rússarnir vildu klára skipti Kateryna Lagno (2540) yfir til Skáksambands Rússlands frá Skáksambandi Úkraínu en ţau skipti voru loks kláruđ 11. júlí en skráningarfresturinnKateryna Lagno rann út 1. júní sl. ţađ er sama dag og Íslandsmótinu í skák lauk en íslensku liđin voru einmitt tilkynnt ţann dag. Ţađ hefur einmitt vakiđ mikla athygli ađ kvennaliđin hafa ekki veriđ tilkynnt á vefsíđu mótsins en liđin í opnfum flokki hafa lengi legiđ fyrir. Skýring ţess er nú ljós.

Grípum niđur í bréf mótshaldara frá í dag til Nigel Freeman, framkvćmdastjóra FIDE:

After informing Fide of our interpretation and position, we have received mails and phone calls from the Fide Secretariat and Vice President Gelfer asking us to allow the Russian women's team to participate. Of course, we can understand the embarrassment it can create when a significant and powerful federation like RCF does not submit a team within the deadline. Still, we as Organizers have a duty to treat all federations alike.
 
We have also received a copy of a letter from the Fide president to VP Gelfer. In this letter, the Fide president sets aside the decision of COT2014 in accordance with the power the OR point 6.1 gives the President. We also refer to what VP Gelfer writes in his mails, using the terms "such cases" or just "cases".
 
The COT2014 has absolutely no problem accepting that many disputes developing in the last weeks up to the Olympiad need to be solved. Many decisions cannot be postponed, or the regular decision-making process takes too much time. That is the purpose of giving the Fide President his additional power. However, in the current situation there are no "cases" involved in our decision. All the teams and federations in the attached list have simply overstepped the deadline and none of them claims otherwise. Based on this fact there is no "case" in the meaning of a dispute that the Fide President has the power to settle.
 
If the Fide President is of the opinion that the OR point 6.1 gives him the general power to change regulations singlehandedly three weeks before the Olympiad takes place, we strongly object. Even more, we object to such an interpretation when the purpose is to secure participation from a team coming from his own federation.


Lokaorđ bréfins eru athyglisverđ

We feel we have to draw a line to establish a limit to what is acceptable and what is not. This is not only to defend our rights as Organizer of the Olympiad, but also to help future Organizers from being subject to random decisions by FIDE Presidents.

 

Mótshaldarar standa semsagt fastir á ţví ađ öll skáksambönd eigi ađ afgreiđa á sama hátt og benda á samkomulag á milli mótshaldara og FIDE.

Forseti FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, virđist hins vegar líta svo á sérstakar reglur eigi ađ gilda um kvennaliđ Rússa og telur svo hafa heimild til ađ breyta reglunum einhliđa skv. forsetavaldi sem mótshaldarar samţykkja ekki. Ţeir benda einnig á ađ viđbótarkostnađur viđ hvert liđ sé um €10.500 eđa ríflega 1,6 mkr.

Ilyumzhinov er vanur ađ fá sitt fram en iđulega eru Ólympíumótin og reyndar flest önnur mót haldin í löndum sem eru honum vilhöll. Svo er ekki nú en Norđmenn styđja Garry Kasparov međ ráđum og dáđum í forsetakosningum FIDE og sjá litla ástćđu til ađ međhöndla forsetann međ silkihönskum.  Ţeir benda jafnframt á ađ hér sé um rćđa skáksamband sjálfs forsetans.

Bréfiđ til FIDE má lesa í heild sinni á vefsíđu mótsins.

Ritstjóra grunar ađ ţessi yfirlýsing sé langt í frá lokaorđin í ţessu máli.


Ólympíufarinn: Guđmundur Kjartansson

Guđmundur KjaHaldiđ er áfram međ kynningar á Ólympíuförunum. Í dag er kynntur til leiks sjálfur Íslandsmeistarinn í skák, Guđmundur Kjartansson. Á morgun heldur kynningin áfram á Ólympíuförunum en ţá verđur liđsmađur úr kvennaliđinu kynntur til leiks.

Nafn

Guđmundur Kjartansson

Taflfélag

Taflfélag Reykjavíkur

Stađa

Ţriđja borđ

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ţetta verđur í fyrsta skipti

Minnisstćđasta skák?

Minnisstćđasta skák sem ég hef teflt er líklega gegn indverska stórmeistaranum Panchanathan á Skoska Meistaramótinu 2009.

Minnisstćđasta atvik á skákmóti?

Ég missti eitt sinn einbeitinguna ţegar ég var ađ tefla á Indlandi og sá svakalegan apaslag í trjánnum fyrir utan gluggann, svo lék ég illa af mér í nćsta leik.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ég held ađ ţetta muni bara ganga vel enda flottur hópur!

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Kínverjar í báđum flokkum.

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Ég tek ţátt í rússneskum skákbúđum í St. Pétursborg sem standa yfir í tvćr vikur, svo vonandi verđ ég í góđu formi fyrir mótiđ.

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Nei, en ég frétti nýlega af ţví ađ ţađ hafi veriđ haldiđ helgarskákmót á Grímsey í kringum 1980. Ég hefđi mikinn áhuga á ađ tefla ţar eđa á Grćnlandi.

Eitthvađ ađ lokum?

Ég er bara bjartsýnn og mjög spenntur fyrir ferđinni!

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Ólymíufarinn: Guđmundur Sverrir Ţór

G. Sverrir ŢórŢađ eru ekki bara keppendur sem fara frá Íslandi á Ólympíuskákmótiđ ţví fimm íslenskir skákstjórar verđa ţar viđ störf. Einn ţeirra er Guđmundur Sverrir Ţór sem er Ólympíufarinn í dag. Á morgun verđur keppandi úr opna flokknum kynntur til leiks.

Nafn

Guđmundur Sverrir Ţór

Taflfélag

Skákfélag Akureyrar

Stađa

Skákstjóri

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ţetta verđur mitt fyrsta Ólympíumót

Minnisstćđasta skák?

Mér er minnisstćđ skák á móti Svíanum Henrik Isaksson i Umeĺ 2011. Ég var međ mígreni og bauđ jafntefli eftir átta leiki, ţetta var í síđustu umferđ og jafntefli tryggt okkur báđum verđlaunasćti í mótinu. Hann hafnađi og ţá ákvađ ég ađ skákina skyldi ég halda út, hvađ sem ţađ kostađi og vinna skrattakollinn. Eftir nokkra undarlega leiki hjá Isaksson í miđtaflinu náđi ég góđu frumkvćđi og tryggđi mér unniđ endatafl sem ţó tók smá tíma ađ vinna úr og á tímabili var ég viđ ţađ ađ glutra ţví niđur í jafntefli enda orđinn vel ţreyttur af höfuđverknum. Á endanum tókst mér ţó ađ knésetja hann og vann fyrir vikiđ mótiđ og skaut sterkum skákmönnum ref fyrir rass. Ţetta var mér vitanlega eina skákin sem ég hef teflt sem sýnd hefur veriđ beint á netinu.

Minnisstćđasta atvik á skákmóti?

Ýmis skemmtileg atvik úr deildó koma upp í hugann en ţađ er kannski ekki viđ hćfi ađ nefna ţau hér. Minnisstćtt er ţegar brunabjallan fór í gang í Reykjavíkurmótinu í Hörpunni í vor, allir hlupu út og voru svo kallađir inn til ţess eins og vera hent út aftur.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ég vona ađ bćđi liđ endi ofar en stigin segi til um og ađ allir bćti sig á stigum. Meira er ekki hćgt ađ biđja um, nema kannski ađ Ísland verđi Norđurlandameistari.

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Armenía í karlaflokki og Kína í kvennaflokki

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Ég er skákstjóri í skákţingi Svíţjóđar nú í júlí.

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Ég hef teflt eina hrađskák í Kiruna í N-Svíţjóđ.

Eitthvađ ađ lokum?

Ţetta verđur skemmtileg lífsreynsla og ég hlakka til ađ heimsćkja Tromsö međ öllu ţessu góđa fólki sem fer fyrir hönd Íslands. Áfram Ísland!

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Ólympíufarinn 2014: Tinna Kristín Finnbogadóttir

Tinna Kristín FinnbogadóttirÓlympíuskákmótiđ fer fram í Tromsö í Noregi dagana 1.-14. ágúst nk. Átján manna hópur fer frá Íslandi. 10 keppendur, 2 liđsstjórar, 5 skákstjórar auk fararstjóra sem jafnframt er FIDE-fulltrúi. Í dag og nćsta 17 daga verđa Ólympíufararnir kynntir einn á dag! Viđ byrjum á Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, sem teflir á ţriđja bođi í kvennaliđinu.

Nafn

Tinna Kristín Finnbogadóttir

Taflfélag

UMSB

Stađa

Ţriđja borđ í kvennaliđinu

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ég tók fyrst ţátt áriđ 2010 og svo áriđ 2012. Svo tvisvar.

Minnisstćđasta skák á Ólympíuskákmóti og ţá af hverju?

Á móti konunni frá Írak á Ólympíumótinu í Khanty, ég prófađi nýja byrjun og hún lék ónákvćmt snemma svo skákin klárađist fljótt og örugglega.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

2012 Ţegar viđ teflum viđ Namibíu í fyrstu umferđ og stelpan sest á móti mér og segir: "I am black". Hún var samt ađ tala um ađ hún hefđi svart í skákinni.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Bjartsýnar.

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Ađ ţeir verđi allir stutthćrđir í öđrum flokknum.

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Ég hef mćtt á vikulegar ćfingar međ kvennalandsliđinu og hef annars veriđ ađ skođa nýjar byrjanir eitthvađ.

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Nei, ţađ hef ég ekki.

Eitthvađ ađ lokum?

Áfram Ísland!

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Kasparov međ undirtökin í Asíu

real-numbers-asia.gifBaráttan um forsetastól FIDE stendur nú sem hćst en ţar berjast  Kirsan Ilyumzhinov og Garry Kasparov hatrammlega um embćttiđ. Taktík stuđningsmanna Kirsans hefur veriđ sú ađ láta sem kosningarnar séu formsatriđi fyrir hann ađ vinna. Kasparov og félagar hafa veriđ í ţeirri varnarbaráttu ađ svo sé ekki og hafa nú síđustu vikur veriđ ađ birta tölur yfir raunverulegar tölur (real numbers) í Afríku og í dag í Asíu (ađ Eyjaálfu međtalinni). Tölurnar ţar segja ţeir vera 15-8 Kasparov í vil.

Međ ţessum ađgerđum hefur Kasparov sennilega tekist ţađ sem hann ćtlađi sér. Ţađ er trú á hans möguleika hefur aukist aftur. Sumir stuđningsmenn Kasparovs telja baráttuna vera jafna og ađ frammistađa frambjóđenda á FIDE-ţingingu muni ráđa úrslitum. Kosningarnar fara fram 11. ágúst.

Í viđtali viđ Skák.is í gćr, sagđist Kasparov vera bjartsýnn og var í ljómandi skapi. Tölurnar frá Asíu greinilega glöddu hann sem og ţađ tókst ađ ţađ hrekja ranga frétt ţess efnis ađ atkvćđi Nígeríu hafđi fariđ yfir á Kirsan. Kasparov er nú í fríi í "heimalandi sínu", Króatíu, ţar sem safnar kröftum fyrir lokaátökin fyrir Tromsö. 

Baráttan er hörđ á Twitter en ţar takast George Mastrokoukos (@GMastrokoukos), útbreiđslufulltrúi FIDE, og Mig Greengard (@chessninja), fjölmiđlafulltrúi Kasparovs á ađ miklum krafti.

Stađa frambjóđenda er ójöfn. Kirsan ferđast nú um allan heim undir nafninu vinnuheimsóknir (working visits) sem ţýđir ađ FIDE greiđir allan ferđakostnađ. Á sama tíma ţarf heimsmeistarinn fyrrverandi ađ treysta á stuđning einkaađila.

En ţá aftur ađ Asíu. Í frétt á heimsíđu Kasparov segir međl annars:

As in Africa, some countries that nominated Ilyumzhinov have since published support for Garry Kasparov. This confirms what we said at the start, that Ilyumzhinov's campaign is based on false representation of support to scare federations into thinking he could never lose. That trick is over. There is nothing to be afraid of and it's time to join the winning team!

As always, our numbers are based on public record, such as official federation websites or letters of support such as those reproduced below. It is also notable how Ilyumzhinov's supporters, even official ones, never seem to include any reasons for why they support him...


Skipting landanna er ađ sögn Kasparovs sem hér segir (landaheiti á ensku)

KASPAROV 15: Afghanistan, Australia, Bhutan, Fiji,  Guam, Hong Kong, Indonesia, Korea, Kyrgyzstan, Macau, Myanmar, New Zealand, Philippines, Papua New Guinea, Singapore

ILYUMZHINOV 8: Cambodia, India, Iran, Kazakhstan, Maldives, Nepal, Qatar, Uzbekistan


25 Asíuríki hafa ekki gefiđ sig upp. Athygli vekur ađ ţarna telur Kasparov Afganistan upp en fyrir skömmu var skipt ţar um forseta og skákforystu á heimasíđu FIDE eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is. Mögulega gćti stađan ţví veriđ 14-9.  Ameríka er hins vegar vandamáliđ fyrir Kasparov en ţar eru yfirburđir Kirsans miklir. Stóra spurningin er hvort sigrar í Evrópu, Asíu og Afríku geti unniđ upp vondu stöđu í Ameríku.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband