Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ól 2014

Ólympíuskákmótiđ: Bátagisting og vandrćđi međ vegabréfsáritanir

Ólympíuskákmótiđ 2014Töluverđar umrćđur hafa veriđ um Ólympíuskákmótiđ í Tromsö á samfélagsmiđlunum Facebook og Twitter undanfariđ. Stafar ţađ ađ ţví ađ vandrćđi hafa veriđ međ gistingu í bćjarfélaginu, deilum um hvort ađ Norđmönnum sé heimilt ađ setja €100 gjald á hvern gest og ekki síst um vegabréfsáritanir en Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE, hefur skrifađ bréf á Ernu Solberg, forsćtisráđherra Noregs, ţar sem hann hvetur hana til ađ ganga í máliđ en sumar Afríkuţjóđir hafa ţar lent í vandrćđum.

Fyrir skemmstu birtist skýrsla gjaldkera FIDE, Nigel Freeman, á vefsíđu FIDE. Ţar segir:

1. The Organisers confirm that there is sufficient room for the players, team captains, delegates, commission members, coaches and congress participants. They cannot guarantee that they can find room for all accompanying persons. They are using extra hotels and rooms in hotels that have not been seen by FIDE. They will also be using a boat. FIDE have insisted that the Organisers ensure that the players come first regarding accommodation. 

2. The Organisers are aware that there are problems regarding closet and hanging space in several hotels and are trying to address the situation, but no solution has yet been found. 

3. The Organisers are negotiating to find a solution regarding laundry costs with the two companies providing such a service in Tromso and the hotels. 

4. The Organisers are not willing to purchase the 50x50 tables that the Chief Arbiter needs for the Match Arbiters, despite the Tournament Director agreeing that they are needed. 

5. The Organisers are doubling the capacity of the lights but are not sure if this will reach the required minimum of 800 lumen. 

6. FIDE still does not accept the €100 charge for Transportation that the Organisers did not include in their initial bid. The Organisers claim it is necessary because of there being more teams than expected. 


Ritstjóri hefur í gegnum tíđina ekki séđ áđur deilur á milli mótshaldara og FIDE á sambćrilegan hátt. Ef til spilar ţar inn í ađ síđustu mót hafa fariđ haldin af Rússum og Tyrkjum sem eru í stuđningsliđi Kirsans. Ţađ eru Norđmenn hins vegar ekki. Ekki voru ţau mót vandrćđalaus. Til dćmis var mótiđ á Tyrklandi haldiđ nánast viđ flugvöllinn í Istanbul og hótelinn í Khanty Manskiesk voru tilbúin rétt nokkrum dögum fyrir mót og varla ţađ.

Í dag barst reikningur frá mótshöldurum upp á NOK 800 fyrir hvern gest. Upphćđ sem samsvarar ofangreindum €100 á mann. 

Engu ađ síđur vekja vandrćđi Norđmanna athygli. Ţađ er ekki gott ef lýsing er ekki nćgjanleg né ađ viđhlýtandi borđ séu  ekki til stađar fyrir skákstjóra.

Mesta athygli vekja hins vegar gistimál mótsins.  Sér í lagi ef ţađ verđur bođiđ upp á gistingu í bát!

Varla hafđi skýrsla Nigles Freemans birst á heimasíđu FIDE ţegar birt var á sömu síđu opiđ bréf frá Kirsan Ilyumzhinov til Ernu Solberg forsćtisráđherra Noregs. Ţar segir međal annars:

When bidding for the Olympiad, Norway and the city of Tromso declared that all countries in the world will get visas to attend this worldwide event.

Now we are less than one month from the event and only recently we have learnt from several Federations who have no Norwegian Consulates in their country that they have to travel to another country to apply and collect their visas and moreover, each and every member of the respective team (sometimes 12-15 people) have to do it individually in person.

I would like to mention this has no precedents in the history of FIDE and probably not in any other sport.

............

I wonder whether this problem will be solved before the decision on the Winter Olympic Games 2022 is taken, and in case of a positive solution, whether it can also refer to the coming event in Tromso.

Your Excellency, I am approaching you with the request to use your authority to instruct relevant Norwegian institutions to find a way for solving the problem and avoiding a worldwide chaos.


Mótshaldarar svöruđu í dag og virđast ţví miđur fyrir sumar Afríkuţjóđir ekki bjóđa upp á góđar lausnir. Í svarskeyti Norđmanna segir međal annars:

This means that one must appear at a Norwegian embassy to supply fingerprints. If Norway does not have an official office in a country, then one must go to the closest country with Norwegian ambassadorial representation. We fully understand that this is extremely frustrating if, for example, you are from Gambia and need to travel to Ghana to get a Norwegian visa.

The current problem is not that participants will not receive visas, but rather that they may be compelled to travel far to do so. 


Ţetta er varla ásćttanleg lausn fyrir sumar ţjóđir (ţar sem Norđmenn reka ekki utanríkisţjónustu) ađ ţurfa ađ ferđast til annarra landa til ađ fá vegabréfsáritanir. Ţegar menn taka ađ sér stórkeppnir verđur einfaldlega slíkt ađ vera í lagi.

Óvissa fyrir Ólympíuskákmót er hins vegar ţekkt međal skákmanna. Reynslan er sú ađ málin eru yfirleitt leyst í tćka tíđ og vćntanlega tekst Norđmönnum og FIDE ađ tćkla útistandandi mál í tíma.

Íslensku liđin hlakka til fararinnar - hvort sem ţú muni búa á hótel eđa í báti!


Kasparov međ undirtökin í Afríku

africa-realnumbers.jpgÍ ítarlegri grein hér á Skák.is  fyrr í vikunni var sagt frá átökum á Kasparov og Kirsan Ilyumzhinov um forsetastól FIDE. Kosningar fara fram 11. ágúst nk. í Tromsö. Ţar var stađan sögđ óljós í Afríku. Nú hefur frambođ Kasparov birt samantekt um stöđuna og segist ţar leiđa 18-14. Ţessu hefur enn ekki veriđ neitađ af Kirsan og félögum. 

Óneitanlega stór tíđindi en í gegnum tíđina hefur Kirsan haft yfirburđi í Afríku. Á heimasíđu frambođs Kasparovs segir međal annars:

Since the beginning of this campaign, Team Kasparov has promoted a bright new future for FIDE based on sponsorship, education, and professionalism. We have a mission, we have funding, we have policy, and we have the right people to do the job. The Ilyumzhinov campaign message has also been very clear: "we are winning." Along with personal attacks on our team members, they repeat this myth over and over, claiming bigger and more fantastic margins of victory every day. They say little about the last 19 years and even less about the next four. 

The last myth is over. Our opponent's campaign said Africa would quietly stay with the status quo. They were wrong. Below we publish 14 letters of endorsement for Kasparov, plus the five nominating nations that have all made clear their support. The current real numbers are 18 for Kasparov (plus Tanzania, which does not yet vote at this Congress), 14 for Ilyumzhinov, and five still undecided. Three more, Namibia, Zambia, and Botswana, nominated Ilyumzhinov but will all hold decisive votes in the coming days. We wish them courage!

Nominations: Ghana, Côte d'Ivoire, Kenya, South Africa, Nigeria

Declarations: Democratic Republic of the Congo, Zimbabwe, Lesotho, Gabon, Sudan, Ethiopia, Gambia, Săo Tomé, Seychelles, Madagascar, Tanzania, Swaziland, Senegal, Rwanda

Fram kemur á vefsíđu Kasparovs ađ ţeir séu undir í Ameríku en yfir bćđi í Asíu og Evrópu. Sé ţađ rétt - munu miklir yfirburđir Kirsans í Ameríku duga til sigurs?

Kasparov bođar sambćrilegar samantektir í stöđuna í öđrum heimsálfum á komandi vikum. Margir höfđu afskrifađ heimsmeistarann fyrrverandi í kosningabaráttunni. Ţrettándi heimsmeistarinn hefur greinilega ekki sagt sitt síđasta orđ.

Skák.is mun fjalla um ítarlega um gang kosningabaráttunnar.


FIDE kosningar: Skáksambönd og forsetar hverfa af heimasíđu FIDE

 

kirsan-kasparov.jpg

Ţann 11. ágúst nk. fara fram forsetakosningar í FIDE (alţjóđa skáksambandinu) í Tromsö í Noregi. Tveir berjast um embćttiđ.  Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE síđustu 19 ára, og áskorandi hans, Garry Kasparov. Hart er barist um atkvćđin og á síđustu dögum og vikum hefur ţađ vakiđ athygli ađ skipt hefur veriđ um forystu skákhreyfinganna í Gabon og Afganistan án ţess ađ viđkomandi virđist hafa vitađ af ţví.

 

Ţađ er vitađ ađ Pútin og hans fólk vill alls ekki Kasparov sem forseta og hafa Rússarnir ekki hikađ viđ ađ nota sendiráđ sín til ađ freista ţess ađ hafa áhrif á forystumenn skáksambanda. Slíkt hefur ţó ekki gerst hérlendis.

Í grein í Chess.com sem rituđ er af Peter Doggers (Chessvibes og Chess.com hafa sameinast)  er ítarlega fjallađ um baráttuna. Dćmin í Afganistan og Gabon hafa vakiđ mikla athygli. Umfjöllunin hér ađ neđan byggir ađ mestu leyti á grein Doggers.

Afganistan

Skáksamband Afganistan undir forystu Mahomod Hanif hafđi áđur lýst yfir stuđningi viđ Kasparov. Ţann 21. júní sl. birtist svohljóđandi yfirlýsing á heimasíđu Kasparovs.

"Every day brings new reports of abuses of power by FIDE executives to promote Kirsan Ilyumzhinov's reelection, further damaging relations with the federations FIDE is supposed to represent and support. The latest example is the removal of several federation presidents and delegates from the FIDE website, federations that had recently announced their support for the ticket of Garry Kasparov. FIDE Executive Director (and Treasurer, another conflict of interest) Nigel Freeman has further damaged his reputation and the credibility of FIDE by abusing FIDE powers to remove valid and long-standing federations for political reasons."

Vitnađ er í Mahomod Hanif sem hefur veriđ forseti og FIDE-fulltrúi Skáksambands Afganistan um árabil og í Fahim Hashimy forseta Ólympíusambands Afganistan.

Hanif var skyndilega ekki lengur á heimasíđu FIDE hvorki sem forseti né FIDE-fulltrúi.

Hanif segir í tölvupósti til FIDE:

"I'm not understand what's going on here. You removed me from FIDE site as president, delegate for Afghanistan Chess Federation and you say there was some election on May 25 to put in the new person. There was no election this is made up."

 Hashimy segir

 "I, President of Afghanistan Olympic Committee and General Secretary of Afghanistan Chess Federarion hereby confirm that no changes have been made in this federation and Mr Mahmod Hanif is the president and chess delegate of the Afghanistan Chess Federation."

Nokkrir dagar liđu og ţá kom svar á vefsíđu Kirsans og síđar á vefsíđunni  Chess News Agency sem rekur mikinn áróđur fyrir Kirsan. Ţar kemur fram ađ Hanif hafi veriđ fjarlćgđur (removed) sem forseti Skáksambandsins vegna spillingar og sćti nú rannsókn fyrir ţjófnađ. Ţar er sýnt bréf frá menntamálaráđuneyti Afganistan ţar sem ţessar ásakanir koma fram. Ţar er einnig haldiđ fram ađ máliđ sé ekki á forrćđi Ólympíusambands landsins en athygli vekur reyndar ađ ţađ er stimplađ ţeim sömu samtökum!

Ritstjóri Skák.is hefur auđvitađ engar forsendur til ađ meta sannleiksgildi spillingarásakanna á hendur Hanif en ţađ er útaf fyrir sig umhugsunarefni ađ ţađ skuli gerast skömmu eftir ađ hann lýsir yfir stuđningi viđ Kasparov.

Gabon

Dćmiđ í Gabon er eiginlega enn verra ţví ţar hefur beinlínis veriđ skipt um skáksamband!  Ţar hafđi Skáksamband Gabon (ADGE) lýst yfir stuđningi viđ Kasparov.

Einhvern tíma í júní virđist sem nýtt skáksamband í Gabon (AGE) tekiđ viđ sem fulltrúi Gabon. Vart ţarf ađ taka fram ađ hiđ „nýja" skáksamband styđur Kirsan á međan hiđ „gamla" studdi Kasparov.

Ekki hafa góđ rök veriđ fćrđ fyrir ţessum breytingum og ef marka má Chessdrum sem fjallar ítarlega um máliđ virđist hiđ nýja skáksamband vera stjórnađ af mönnum sem urđu undir í kosningum fyrr á árinu.

Mál Afganistan og Gabon eiga án efa eftir ađ vera áberandi í umrćđunni á nćstunni og Kasparov og hans fólk á án eftir ađ beita sér mjög harkalega í ađdraganda kosninganna til ađ reyna ađ snúa viđ ţessum dćmum.

Hér eru ekki ađeins tvö atkvćđi á ferđinni heldur er hér um rćđa fjögurra atkvćđa sveiflu sem gćti skipt miklu máli en 180 skáksambönd hafa atkvćđisrétt í FIDE.

Hvernig er stađan?

Stuđningsmenn Kirsans tala fjálglega um sterka stöđu síns frambjóđanda. Ţeir hafa Ameríku nánast alla á sínu bandi. Stuđningur Kanada veriđ Kirsan hefur vakiđ athygli og gagnrýni heima fyrir.

Stađa Kasparovs er talinn sterkari bćđi í Evrópu og Asíu. Stađan í Afríku er óljós. Stuđningsmenn Kasparovs tala um baráttan sé jöfn.  

Íslendingar hafa ţegar lýst yfir stuđningi viđ Kasparov og ţađ hafa einnig Danir og Norđmenn gert. Friđrik Ólafsson, eini fyrrverandi forseti FIDE sem er á lífi, styđur Kasparov eindregiđ. Fćreyingar, Finnar og Svíar hafa engar yfirlýsingar gefiđ.

Heimildir ritstjóra herma ađ mögulega gćtu borist tíđindi úr herbúđum Kasparovs í ţessari eđa nćstu viku.

Skák.is mun reyna ađ hafa púlsinn á átökunum sem framundan eru.


Íslensku ólympíuliđin valin

Liđsstjórar beggja ólympíuliđa Íslands hafa tilkynnt liđsval sitt til stjórnar SÍ og landsliđsnefndar. Liđiđ velja ţeir í samrćmi viđ 15. gr. skáklaga SÍ.

Í Ólympíuliđ Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa veriđ valdir eftirtaldir:

Opinn flokkur:

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545)
  3. IM Guđmundur Kjartansson (2434)
  4. GM Ţröstur Ţórhallsson (2425)
  5. GM Helgi Ólafsson (2555)

Liđsstjóri og landsliđsţjálfari er Jon L. Árnason

Guđmundur er í fyrsta sinn valinn í ólympíuliđ og Helgi teflir í fyrsta skipti í liđinu í síđan í Tornínó 2006.

Kvennaflokkur:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2264)
  2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1982)
  3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930)
  4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1830)

Sama liđ og á tveimur síđustu ólympíuskákmótum.

Liđsstjóri og landliđsţjálfari er Ingvar Ţór Jóhanesson. Hann tók viđ stöđunni fyrir skemmstu ţegar Davíđ Ólafsson ţurfti ađ gefa hana frá sér vegna anna í vinnu.


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 8764961

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband