Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
14.11.2010 | 20:08
Skákţáttur Morgunblađsins: Ingi R. Jóhannsson – brautryđjandi fallinn frá

Ţó ađ afrek Inga liggi á sviđi kappskáka voru hrađskákir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Margir eiga skemmtilega minningar frá löngum hrađskákeinvígjum viđ Inga R.
Ingi tefldi fyrst á Ólympíumóti í Amsterdam 1954 ţá 17 ára gamall en í tveim ţeim síđustu var hann einnig í hlutverki liđsstjóra. Á Möltu 1980 stóđ hann sig alveg sérstaklega vel. Vitađ var ađ ađstćđur á Möltu yrđu erfiđar en Ingi fór út á undan hópnum og undirbjó komu hans. Viđ biđskákrannsóknir var hann eldfljótur ađ greina ađalatriđin og hann var laginn viđ ađ stappa stálinu í menn ţegar ţess ţurfti.
Eftir ţví sem leiđ á níunda áratug síđustu aldar fćkkađi komum Inga á skákmót og hann hćtti alveg ađ tefla opinberlega. Ţegar sá gállinn var á honum virtist hann ekki ţurfa ađ tefla mikiđ til ađ ná upp góđum styrk. Sú mikla vinna sem hann lagđi á sig á yngri árum skilađi sér alltaf. Best kom ţetta í ljós á Reykjavíkurmótinu 1976 en ţar var Ingi međal efstu manna lengi vel. Sigurskák hans yfir fulltrúa Sovétmanna á mótinu er gott dćmi um traustan stíl hans:
Vladimir Tulkmakov Ingi R. Jóhansson
Tarrrasch vörn
1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 d5 6. cxd5 exd5 7. d4 e7 8. O-O O-O 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. e3 Rd7 12. Rxc6 bxc6 13. Bxe7 Dxe7 14. b3 cxb3 15. Dxb3 Hab8 16. Dc2 Hb4!?
Ţessi leikur ţótti býsna menntađur á sínum tíma. Svartur reynir ađ framkalla veikingu á b3.
17. a3 Hb7 18. Ra4 Hc8 19. Hfc1 c5 20. e4! dxe4 21. Bxe4 Bb3 22. Dd3
Gott var einnig 22. Bxh7+ Kh8 23. De4 o.s.frv.
22. ... c4 23. Df3 Hbb8 24. Rc3 Rf6 25. Bc6 Hd8 26. d5 Dc5 27. Df4 h6 28. a4 a6 29. Hab1 Hd6 30. He1 Hbd8 31. He3 Bc2 32. Hb7 g5 33. De5 Bg6 34. h3 Kg7 35. De7 Dd4 36. Hf3 h5!
Keppendur voru báđir í tímahraki en stađan á borđinu í sérkennilegu ógnarjafnvćgi. Nú sá Tukmakov sér leik á borđi.
37. Be8?? g4! 38. Bxf7 H8d7! 39. Hxd7 Hxd7 40. Dxf6 Dxf6 41. Hxf6 Kxf6 42. Be6 Hb7 43. hxg4 hxg4 44. Bxg4 Hb3 45. Re2 c3 46. d6 Hb1 47. Kg2 c2 48. d7 Ke7
og Tukmakov gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 7. nóvember 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2010 | 20:05
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nćr sér á strik í Kína

1. Carlsen 6 ˝ v. ( af 9) 2. - 3. Bacrot og Anand 5 v. 4. Gashimov 4v. 5. Topalov 3 ˝ v. 6. Wang Yue 3 v.
Margt hefur veriđ rćtt og ritađ um samstarf Magnúsar og Kasparovs en heldur virđist hafa dregiđ úr ţví undanfariđ. Kasparov var allan sinn feril afar gefandi skákmađur og dró á eftir sér herskara skákmanna sem töldu ađ allt ţađ besta kćmi frá honum. Skoski leikurinn er einn ávöxtur samstarfs ţeirra. Magnús virtist hreinlega ekkert hafa fyrir ţví ađ sigra besta Frakkann í fyrstu umferđ, Etienne Bacrot:
Nanjing - Pearl Spring 2010:
Magnús Carlsen - Etienne Bacrot
Skoskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Rb3
Kasparov var vanur ađ leika 5. Rxc6.
5. .. Bb6 6. Rc3 Rf6 7. De2 O-O 8. Bg5 h6 9. Bh4 a5 10. a4 Rd4 11. Dd3 Rxb3 12. cxb3 He8 13. O-O-O
Áćtlun hvíts í byrjun tafls sem er furđu einföld hefur gengiđ upp. Leppunin á f6 veldur svarti miklum erfiđleikum.
13. ... d6 14. Dc2 Bd7 15. Bc4 Be6 16. Hhe1 De7 17. e5 dxe5 18. Hxe5 Df8 19. Bxf6 gxf6 20. He2 Dg7 21. Bxe6 Hxe6 22. Hxe6 fxe6 23. Hd3 Kh8 24. Hg3 Dh7 25. Dd2!
Hótar 25. Hh3 Kg7 27. Dd7+ o.s.frv.
25. ... Bc5 26. Re4 Be7 27. Hh3 Kg7 28. Dd7 Kf7
29. Rg5+! fxg5 30. Hf3+ Kg8 31. Dxe6 Kh8 32. Hf7 Bd6 33. Hxh7+ Kxh7 34. Df7+ Kh8 35. g3!
Jafnvel í gjörunnum stöđu ţarf ađ hitta á bestu áćtlunina. Framrás f- peđsins gerir út um tafliđ.
35. ... Ha6 36. Kb1 Bb4 37. f4 gxf4 38. gxf4
- og Bacrot gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 31. október 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2010 | 20:23
Skákţáttur Morgunblađsins: Ţrír jafnir og efstir á 110 ára afmćlismóti TR
Stjórn Taflfélagsins ákvađ ađ gera hiđ árvissa haustmót ađ 110 ára afmćlismóti félagsins og bauđ keppendum í efsta flokki, ţar sem tefldu 10 skákmenn, upp á betri verđlaun en ţekkst hafa á ţessum vettvangi. Afar hörđ keppni og fyrir síđustu umferđ voru jafnir og efstir Sverrir Ţorgeirsson og Sigurbjörn Björnsson en ţeir gerđu jafntefli í lokaumferđinni. Međ sínum fjórđa sigi í röđ skaust Guđmundur Kjartansson upp viđ hliđina á ţeim og lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. 3. Sverrir Ţorgeirsson, Sigurbjörn Björnsson og Guđmundur Kjartansson 6 v. ( af 11 ) 4. 5. Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson 4 ˝ v. 6. 7. Jón Árni Halldórsson og Gylfi Ţórhallsson 4 v. 8. 9. Guđmundur Gíslason og Ţorvarđur Ólafsson 3 ˝ v. 10. Sverrir Örn Björnsson 3 v.
Í B-flokki vann Stefán Bergsson öruggan sigur en nćstir komu Sćvar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson. Í C-flokki sigrađi Páll Sigurđsson, í D-flokki Páll Andrason og í E-flokki Grímur Björn Kristinsson.
Um úrslitin í A-flokki er ţađ ađ segja ađ ţau eru mikill sigur fyrir hinn unga Sverri Ţorgeirsson en hann hćkkar um 29 stig fyrir frammistöđuna. Sigurbjörn Björnsson hefur veriđ á ţessum slóđum áđur og einnig Guđmundur Kjartansson sem lagđi stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson ađ velli í lokaumferđinni á sannfćrandi hátt. Verđur gaman ađ fylgjast međ ţessum ţrem á nćstu mánuđum.
Í eftirfarandi skák efstu manna kom upp dćmigerđ barátta međ hangandi peđin svokölluđu. Stađan er í járnum lengi vel en í 28. leik missir Guđmundur af góđu tćkifćri, -Bh6! og fer endanlega út af sporinu međ 31. ...Ra3. Sverrir gerir svo út um tafliđ međ 36. Rd5!
Haustmót TR 2010; 3. umferđ:
Sverrir Ţorgeirsson Guđmundur Kjartansson
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Bb7 5. Bd3 d5 6. O-O Rbd7 7. b3 Bd6 8. Bb2 O-O 9. Rc3 a6 10. De2 c5 11. cxd5 exd5 12. Had1 Dc7 13. h3 Hfe8 14. Hc1 g6 15. Hfd1 Rh5 16. Df1 Db8 17. Be2 Rhf6 18. Hc2 Da7 19. dxc5 bxc5 20. Hcd2 Bf8 21. Rh2 Bh6 22. Hc2 Bg7 23. Bf3 Rb6 24. Rg4 Rxg4 25. hxg4 Had8 26. Hcd2 d4 27. Bxb7 Dxb7 28. Re2
28. ... d3 29. Rf4 Bxb2 30. Hxb2 Rc4 31. Hbb1 Ra3 32. Hbc1 d2 33. Hxc5 He7 34. De2 Hed7 35. e4 Rb5 36. Rd5 Da7 37. Rf6 Kg7 38. Rxd7 Hxd7 39. Hc4 Rd4 40. De3 Db6 41. Kh1 Df6 42. g5 De5 43. Hxd2 Rc2 44. Hcxc2
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 24. október 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 19:50
Skákţáttur Morgunblađsins: Kvennaliđiđ stóđ sig vel á Ólympíumótinu

Niđurstađan gefur tilefni til ađ stefna enn hćrra á nćstu mótum. Hallgerđur sem tefldi allar skákirnar ellefu stóđ sig vel og á heilmikiđ inni. Tinna og Jóhanna voru nýliđar í hópnum og áttu slćman kafla um miđbik mótsins ţar sem einbeitnin var ekki nógu góđ.
Hin nýja kynslóđ tekur ţarna viđ keflinu af skákkonum á borđ viđ Guđlaugu Ţorsteinsdóttur, Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur og Hörpu Ingólfsdóttur. Ţó er alls ekki útilokađ og raunar óskandi ađ ţessar ţrjár snúi aftur og fleiri til sem myndi ţýđa ađ í dag ćttum viđ mjög frambćrilegan hóp kvenna á alţjóđlegum vettvangi.
Á síđustu Ólympíumótum hafa sveitir frá Georgíu og Kína veriđ atkvćđamiklar í keppninni um efsta sćtiđ en nú var rússneska sveitin var gjörsamlega óstöđvandi og vann allar viđureignir sínar og var ţví međ fullt hús stiga og 34 vinninga. Lokaniđurstađa efstu ţjóđa varđ ţessi:
1. Rússland 22 stig 2. Kína 18 stig 3. Georgía 16 stig 4. Kúba 16 stig 5. Bandaríkin 16 stig.
Athygli vekur góđ frammistađa Kúbverja en ţeir áttu einnig öfluga sveit í karlaflokki. Lengi geta ţeir sótt í arf ţriđja heimsmeistarans, Jose Raoul Capablanca.
Íslenska kvennaliđiđ var í raun án liđsstjóra ţví Davíđ Ólafsson sem hafđi tekiđ hlutverkiđ ađ sér forfallađist á síđustu stundu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, sem sat ţing FIDE hljóp í skarđiđ ađ einhverju leyti en segja má ađ ţarna hafi Lenka Ptacnikova tekiđ ađ sér forystuhlutverkiđ. Hún tefldi af miklum ţrótti og hikađi ekki viđ ađ taka djarfar ákvarđanir yfir skákborđinu eins og eftirfarandi skák ber vott um:
Lenka Ptacnikova Eva Repkova (Slóvakía )
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. He1 Dc7 12. De2 Bd7 13. Bg5 0-0-0 14. a4 Bc5 15. c3 h5
Hér var betra ađ leika 15.... h6.
16. b4 Bd6 17. h3 e5
18. Rb5!
Mannsfórn ber vott um sókndirfsku og sjálfstraust. Hvítur gat einnig leikiđ 18. Rf3 og hefur ţá góđa stöđu.
18.... axb5 19. axb5 Bf5 20. b6 Dxb6 21. Be3 Dc7 22. Bb5! Rd7
22.... Kb8 má svara međ 23. Ha7 međ sterkri sókn eftir a-línunni.
23. Ha8 Rb8 24. Ba7 Dxc3 25. Be3!
Og nú á svartur enga vörn viđ hótuninni 26. Hc1.
25.... Bc7 26. Hc1 Dxc1 27. Bxc1 Hd6 28. Be3 Hhd8 29. Ba4 Hg6 30. Dxh5 Be4 31. f3 Bd3 32. Bb3 Hd7 33. Dh8+ Hd8 34. Dh4 f5 35. Bg5 Bb6 36. Kh1 Hf8 37. Be7 Bf1 38. Ha2 Bd8 39. Dh7 Hh6 40. Dxg7 Hfh8 41. Bxd8 Kxd8 42. Hd2+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 17. október 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 22:44
Skákţáttur Morgunblađsins: Allgott gengi íslensku liđanna á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk
Eitthvađ vantar upp á stöđugleikann hjá körlunum. Ţó hefur sveitin teflt fimm viđureignir án taps og Hannes Hlífar er ađ ná góđum árangri. Gremjulegt var tapiđ fyrir Chile í 9. umferđ eftir stórsigur Íslands yfir Perú 3 ˝ : ˝ í umferđinni á undan. Ţar tókst Hannesi ađ ná fram hefndum gegn fremsta skákmanni Perú, Granda Zuniga. Á Ólympíumótinu í Bled 2002 tapađi hann eftir langa og eftirminnilega baráttu sem stóđ í um 90 leiki. Gunnar Eyjólfsson var hrifinn af ţeirri einstöku rósemi sem kom yfir ţennan geđuga bónda ţar sem hann sat og lék undir mikilli tímapressu. Hvorki datt né draup af Granda hvađ sem á gekk, og var stórleikarinn Gunnar sannfćrđur ađ hann hlyti ađ hafa tileinkađ sér chi-gong eđa orđiđ fyrir trúarlegri reynslu nema hvort tveggja vćri. Hiđ síđarnefnda mun vera stađreynd.
Í baráttunni um efsta sćtiđ í opna flokkun stendur sveit Úkraínu fremst og er ţađ ekki síst ţakka hinum frábćra 1. borđs manni ţeirra Vasilí Ivantsjúk sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann sex fyrstu skákir sínar. Hrein unun er ađ fylgjast međ taflmennsku hans. Minna ber á norsku stórstjörnunni Magnúsi Carlsen sem ekki hefur náđ sér á strik og hefur tapađ tveimur skákum.
Stađa efstu ţjóđa er ţessi:
1. Úkraína 16 stig. 2. - 3. Rússland og Frakkland 15 stig. 4. - 6. Ísrael, Kína og Bandaríkin 14 stig.
Íslenska sveitin féll viđ tapiđ fyrir Chile niđur í 50. sćti. Fyrir liggur ađ ţó íslenska sveitin hafi unniđ marga góđa sigra stendur allt og fellur međ genginu í lokaumferđunum tveimur. Í viđureigninni viđ Sviss, sem vannst 3:1, hleypti Bragi Ţorfinnsson öllu í bál og brand međ tveim peđsleikjum, 15. ... g5 og 17. .... g4.
Roland Ekström - Bragi Ţorfinnsson
Slavnesk vörn
1. c4 Rf6 2. Rf3 c6 3. d4 d5 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Bd2 Rbd7 8. Be2 dxc4 9. Rxg6 hxg6 10. Bxc4 Be7 11. Dc2 Hc8 12. h3 a6 13. O-O c5 14. dxc5 Bxc5 15. Bb3 g5 16. f3 Dc7 17. Hf2 g4 18. fxg4 Re5 19. Re4 Hér var best ađ leika 19. g5! Rfg4 20. Bxe6 fxe6 21. hxg4 og 21. ... Rxg4 strandar á 22. Da4+ og vinnur. En svartur 22... Hh4 međ góđum fćrum.
19. ... Rfxg4! 20. He2
Sjá stöđumynd
20. .. Rd3! Jafnvel enn magnađri leikur var 20. ... Rc4!
21. g3 Rge5 22. Rxc5 Rxc5 23. h4 Dc6 24. e4 Rf3+ 25. Kg2 Rd4 26. Bd5 Dd7
Einfaldara var 26. ... Rxc2 27. Bxc6+ Hxc6 og vinnur létt.
27. Dc3 Rxe2 28. Dxg7 Hf8 29. Bh6 De7 30. He1 exd5 31. exd5 De4+ 32. Kh2 Kd7 33. Bf4 Df3 34. De5 Df2+ 35. Kh3 Rxf4+ 36. gxf4 Df3 37. Kh2 Df2 38. Kh3 Hce8 39. Df5 Kd8 40. Df6 Kc8
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 3. október 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 17:14
Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíumót á slóđum lođfílanna
Greinarhöfundur er í fyrsta sinn í hlutverki liđsstjóra íslenska liđsins og er ţađ í sjálfu sér ágćtis tilbreyting. Samanburđur viđ framkvćmd annarra Ólympíumóta er stađarhöldurum hagstćđur.
Íbúar Khanty Manyisk munu vera um 70 ţúsund og er ţetta uppgangspláss sakir mikils olíuauđs. Mikiđ um stórframkvćmdir og flest nýtt af nálinni, hótelinu var komiđ upp síđustu dagana og skipuleggjendur hafa greinilega kostađ miklu til ađ allt fari vel fram. Öldum fyrr rigsuđu um steppurnar í grennd viđ ţennan bć hinir forsögulegu lođfílar, löngu útdauđ tegund sem er höfđ í miklum metum hér og mega heita einkennisdýr Khanty Manyisk.
Ţó keppnin sé komin of stutt á veg til ţess ađ hćgt sé ađ draga víđtćkar ályktanir ţá hafa hér orđiđ ýmis óvćnt úrslit. Kínverjar eru nćsta stórveldi skákarinnar stóđ einhvers stađar og ţađ er örugglega rétt, en hvađ getur mađur sagt um granna ţeirra í Víetnam sem hafa unniđ allar viđureignir sínar, ţar af eina sterkustu sveitina frá Azerbadsjan? Hollendingar eru međ ţétta sveit og ţar vekur mesta athygli undrabarniđ Giri sem er líklegur til mikilla afreka í framtíđinni. Hann er einn ţeirra sem virđast ekkert hafa fyrir ţví ađ tefla. En í fyrstu umferđ tapađi Hollendingur, sem mikiđ hefur veriđ látiđ međ, fyrir einum af minni spámönnunum sem er frá Dóminíska lýđveldinu.
Ol Khanty Manyisk 2010 1. umferđ:
Jan Smeets Lisandro Munoz
Sikileyjarvörn
1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. O-O Bd7 9. Rb3 b5 10. a4 b4 11. Re2 Rf6 12. a5 e5 13. c3 Be6 14. Bg5 Hb8 15. Hc1Be7 16. Rbd4?!
Snotur leikur á yfirborđinu en svartur á einfalda vörn.
16. .. . Rxd4 17. cxd4 Dxa5 18. Dd3 Bd7!
Riddarinn á e2 er vandrćđagripur.
19. Hfe1 Bb5 20. Db3 O-O 21. Ha1 Dc7 22. Da2 h6 23. Bd2 Dc2 24. b3 Hfc8 25. Rc1 exd4 26. Bxb4 Rg4 27. Bh3
27. ... Re5!
Bráđsnjall leikur sem gerir út um tafliđ.
28. Bxc8 Rf3+ 29. Kh1 Rxe1 30. Bf5 Dd1 31. Re2 Dxe2 32. Bxe1
32. Dxe2 Bxe2 33. Bxe1 var skárra en gjörtapađ engu ađ síđur.
32. ... Df1 mát!
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 26. september 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákáhugann fékk Larsen ţegar fjölskylda hans flutti til Holstebro og í húsinu fannst skákbók sem enginn vissi hvernig hafđi borist ţangađ. Mikil áhrif höfđu ţau orđ höfundar ađ kóngsbragđ vćri eins og óhaminn stormur sem malađi allt mélinu smćrra. Nútíma skákmenn vćru hinsvegar heybrćkur upp til hópa sem ekki ţyrđu ađ tefla ţessa frábćru byrjun.
Áriđ 1956 sló Larsen í gegn á alţjóđavísu ţegar hann náđi bestum árangri 1. borđs manna á Ólympíuskákmótinu í Moskvu og var sćmdur stórmeistaratitli: Ţetta er sennilega í eina skipti sem ég náđi betri árangri en ég hafđi gert ráđ fyrir," skrifađi Larsen.
Nćsti stóri áfangi var sigurinn á millisvćđamótinu í Amsterdam 1964. Nćstu ár voru gjöful ţótt Tal og Spasskí hafi í einvígjum komiđ í veg fyrir ţví ađ heimsmeistaradraumurinn rćttist.
Ţeir sem minnast Larsens ţessa dagana virđast líta svo á ađ í Denver sumariđ 1971 hafi Larsen háđ sína heljarslóđarorrustu". Ţađ má vel vera og hann var stöđugt minntur á einvígiđ viđ Fischer. Haustiđ 1983 varđ hann nćstur á eftir Kasparov á geysisterku móti í Niksic í gömlu Júgóslavíu. Ţađ ţótti gott afrek; ţátttakendur voru kallađir sjúkradeild Garrís". Í mótslok sagđi Larsen hinsvegar glađur í bragđi: Ég frábiđ mér allar hamingjuóskir međ annađ sćtiđ."
Samband Larsens viđ Íslendinga var gott. Viđ vorum ţó ekki alltaf ánćgđir međ ţađ sem hann lét hafa eftir sér eđa ţagđi um; kannski arfur ţess tíma ţegar danskir fjölmiđlar stunduđu kerfisbundna ţöggun á afrekum Íslendinga. Hann var í hópi danskra stúdenta sem andmćltu ţví Danir afhendu okkur handritin. Ţegar ţađ gerđist voriđ 1971 kom hann til landsins og háđi sex skáka einvígi viđ Friđrik Ólafsson í sjónvarpssal sem hann vann, 3˝ : 2˝.
Mótsnefnd Reykjavíkurmótsins 1978 ţóttu hugmyndir hans um komuţóknun nokkuđ stífar. Högni Torfason svarađi eftirminnilega: .... en auđvitađ er okkur ljóst ađ snillingur hefur sitt verđ." Larsen vann afmćlismót SÍ áriđ 1985, tefldi á 2. borđi í liđi Norđurlanda gegn Bandaríkjunum í ársbyrjun 1986 og á Reykjavíkurmótinu ţar á eftir. Larsen var međ afmćlismóti Friđriks áriđ 1995 og ţeir háđu at-skákeinvígi áriđ 2003.
Haustiđ 1989 fékk Jóhann Ţórir Jónsson Larsen til ađ tefla á helgarmóti í Fellabć og kom einnig á klukkufjöltefli á gistiheimili Gunnars Gunnarssonar í Reykjavík ţar sem Larsen tefldi viđ 12 valinkunna einstaklinga. Skák úr fjölteflinu birtist í skákdálki Ekstrablađsins". Andstćđingur Larsens var milliríkjadómarinn Magnús V. Pétursson.
Magnús V. Pétursson - Larsen
Magnús lék síđast 18. Dc2-d1. Nú hristi Larsen fram úr erminni laglega fléttu:
- og Magnús gafst upp, 19. bxc3 er svarađ međ 19. ... Ba3 mát.
Magnús átti samt lokaorđiđ er hann eftir fjöltefliđ afhenti Larsen gullpening sem sleginn var vegna 50 mílna útfćrslu landhelginnar.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 19. september 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 23:47
Skákţáttur Morgunblađsins: Hitađ upp fyrir Ólympíuskákmótiđ
Í kvennaliđinu koma ţćr Tinna Kristín og Jóhann Björg nýjar inn. Undanfarnar vikur hafa liđsmenn undirbúiđ sig međ ţátttöku í mótum og ćfingum. Hin nýja kynslóđ í kvennaliđinu: Hallgerđur, Tinna Kristín og Jóhanna voru međ á Norđurlandamót stúlkna á dögunum og tvćr ţćr síđastnefndu tóku einnig ţátt í Meistaramóti Hellis 2010 sem lauk á mánudaginn. Ţar tefldi einnig Hjörvar Steinn Grétarsson. Taflmennska á mótum ţar sem styrkleiki keppenda er misjafn getur veriđ góđ ćfing. Hjörvar Steinn hefur ekki teflt síđan á First Saturday í Búdapest í júní og hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar skákir sínar, sjö talsins, og hćkkar um meira en 11 elo-stig og er ţví kominn yfir 2.400 stiga markiđ. Ţetta er fimmti mótasigur Hjörvars á innan viđ ári. Alls tóku 40 skákmenn ţátt. Átta efstu urđu eftirtaldir:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. (af 7) 2. Ţorvarđur Ólafsson 5˝ v. 3.-6. Stefán Bergsson, Bjarni Jens Kristinsson, Atli Antonsson, Agnar Darri Lárusson 5 v. 7.-8. Tinna Kristín Finnbogadóttir og Agnar Tómas Möller 4˝ v.
Hjörvar Steinn og Ţorvarđur Ólafsson hafa marga hildi háđ og viđureign ţeirra í 5. umferđ reyndist, eins og stundum áđur, úrslitaskák mótsins. Hjörvar tefldi ţessa skák skínandi vel og er greinilega vel heima í hina vinsćla mótbragđi Paul Benkö.
Hjörvar Steinn Grétarsson - Ţorvarđur Ólafsson
Benkö-gambítur
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 Rbd7 10. 0-0 0-0 11. Hb1
Tískuleikurinn. Mikilvćgt er fyrir hvítan ađ koma góđu skikki á liđsafla sinn á drottningarvćng.
11. ... Da5 12. Bd2 Hfb8 13. Dc1 Rg4 14. b3 Rge5 15. Rxe5 Rxe5 16. a4 Dd8 17. f4 Rd7 18. Bf3 Ha7 19. Ra2
Leikir hvíts hafa nćr allir fyrirbyggjandi gildi. Ţarna getur riddarinn stutt viđ framrás b-peđsins.
19. ... Hab7 20. Dc2 Rb6 21. Ba5 Dd7 22. Bc3 Bxc3 23. Rxc3 Ra8 24. Ra2 Rb6 25. Hfc1 Df5 26. e4 Df6 27. Dd1 h5 28. b4 Bc4 29. Rc3 cxb4 30. Hxb4 Ba6 31. e5! Df5
Ekki gengur 31. ... dxe5 32. d6! Hd7 33. Re4 ásamt 34. a5 og vinnur liđ.
32. Be4 Dh3 33. Bg2 Df5 34. 34. exd6 exd6
36. ... Hxb7 strandar á 37. Dxd5! Dxd5 38. Rf6+ og vinnur.
37. Rxd6 Re3 38. Rxf5 Rxd1 39. Bxb7 Hxb7 40. Rd6
- og svartur gafst upp.
Haustmót TR hefst á sunnudag
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem er jafnframt 110 ára afmćlismót félagsins hefst sunnudaginn 26. september. Um skráningu og annađ sjá: http://taflfelag.is/Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 12. september 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 21:46
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen lagđi Anand ađ velli
Af einhverjum ástćđum rifjuđust upp fyrir manni ţeir ótvírćđu yfirburđir sem Kasparov hafđi yfir kynslóđ núverandi heimsmeistara ţegar ađalstyrktarađili Magnúsar, norski fjárfestingabankinn Arcitc securities, hélt fjögurra manna atskákmót í bćnum Kristiansund í Noregi á dögunum međ ţátttöku Anands, Magnúsar Carlsen, Juditar Polgar og nýjasta liđsmanns Taflfélags Vestmannaeyja, Jons Ludvigs Hammers. Ţar fóru úrslitin flest eftir bókinni; Anand tók ađ sér ađ vinna undanrásirnar, hlaut fimm vinninga af sex mögulegum, Magnús kom nćstur međ 3˝ vinning, Hammer í 3. sćti međ 2 vinninga og Judit Polgar hlaut 1˝ vinning. Svo tefldu Anand og Magnús tveggja skáka einvígi um 1. verđlaun en ţá snerist dćmiđ viđ, Magnús vann 1˝:˝. Svo er ţađ taflmennskan: Hún var oft furđu slök og mađur hlýtur ađ draga ţá ályktun ađ ţegar Kasparov hćtti keppni fyrir fimm árum hafi síđasti skákrisinn gengiđ í björg.
Hammer - Anand
Ţótt tímafyrirkomulagiđ, 20-10, sé afar krefjandi ţá hefđi Kasparov aldrei misst af leik á borđ viđ 29.... De6! sem vinnur strax, 30. Hxe2 strandar á 30.... Hd1+ og 31.... Hh1 mát. Anand hirti peđiđ, 29.... Dxa2?? og vann eftir nokkur mistök til viđbótar.
Sjá stöđumynd 2
Carlsen - Hammer
Í ţessari skák vann hvítur peđ upp úr byrjuninni og úrvinnslan hefđi ekki átt ađ vefjast fyrir stigahćsta skákmanni heims. Ţađ fór á annan veg. Í ţessari stöđu voru báđir í tímahraki og Magnús lék 39. Hd2??. Nú átti Hammer 39.... Hc1+ sem vinnur. En hann lék umsvifalaust 39.... Hhxd2?? og tapađi eftir 73 leiki.
Ţegar út í úrslitakeppnina var komiđ tókst Magnúsi loks ađ sýna klćrnar og vann sannfćrandi sigur. Anand reyndi ekki ađ vinna seinni skákina og bauđ jafntefli eftir 28 leiki. Ţađ hefđi Kasparov aldrei gert:
Fyrsta einvígisskák:
Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand
Grunfelds - vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 c6 6. 0-0 d5 7. Rbd2 Bf5 8. b3 Re4 9. Bb2 Ra6!? 10. Rh4 Rxd2 11. Dxd2 Be6 12. Hac1 Dd7 13. Rf3 Hfd8 14. Hfd1 Rc7 15. Da5 Re8 16. e3 Bg4 17. Hd2 Bxf3 18. Bxf3 e6 19. Hdc2 Rd6 20. a4 f5 21. De1 a5 22. Bc3 dxc4 23. Bxa5 cxb3 24. Hb2 Hdc8 25. Hxb3 Bf8 26. Hcb1 Ha7 27. Kg2 Rc4 28. Bb4 Bxb4 29. Hxb4 Rd6 30. Dc3 Hca8 31. Dc2 Ha6 32. h4 h5 33. e4 H8a7 34. exf5 Rxf5 35. He1 Ha5 36. Db3 Kf7 37. He4 Re738. Dc2 Rd5 39. Hc4 Ha8 40. He5 Re7 41. Bxh5 Hxe5 42. dxe5 Dd5+ 43. Bf3 Dxe5 44. He4 Dd6 45. h5 Hf8 46. Db2 b5 47. axb5 cxb5 48. Dxb5 Rf5 49. Db7+ Kf6 50. Dh7 gxh5 51. Bxh5 Dd5 52. Bf3 Dd2 53. g4 Rg7 54. g5+
- og Anand gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 5. september 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 08:18
Skákţćttir Morgunblađsins: Keppnismenn og tapskákir
Fyrir keppnismennina miklu eru stuttar tapskákir verstar. Og ţađ ţykir hrein og klár skömm ađ tapa á innan viđ 20 leikjum. Kasparov tapađi fyrir Dimmblárri", tölvu IBM, í ađeins 19 leikjum í lokaskák einvígisins 1997. Karpov tapađi 21. skák í einvígisins viđ Kortsnoj áriđ 1974 einnig í ađeins 19 leikjum. Tap hans fyrir Larry Christiansen áriđ 1993 var ţó enn styttra, 12 leikir. Slík töp koma oft eftir einhvern rugling í byrjun tafls, en stundum geta ástćđurnar veriđ ađrar. Í tilviki Kasparovs virtist hann ekki trúa ţví ađ Dimmblá" myndi tefla afbrigđi sem gerđi ráđ fyrir mannsfórn i byrjun tafls.
Stysta tapskák Bobby Fischers var gegn Wolfgang Unzicker í Buenos Aires 1960, 22 leikir. Á ţeim árum lagđi Bobby í vana sinn ađ handleika taflmennina sem horfnir voru af borđinu. Alveg óvart tók hann ađ gćla viđ peđ sem stóđ á h7 og sannarlega var inni á taflborđinu. Reglum samkvćmt varđ hann ađ leika peđinu - alslćmur leikur og hann tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist.
Áriđ 1971 barst sú ótrúlega frétt ađ gamli heimsmeistarinn Tigran Petrosjan hefđi unniđ Hollendinginn Hans Ree í ađeins átta leikjum. Stystu tapskák sem um getur - sex leikir - á enginn annar en heimsmeistarinn Anand sem fylgdi gagnrýnislaust uppástungu úr virtu frćđiriti gegn Kólumbíumanninum Zapata í Biel frá árinu 1988. Leikir féllu ţannig:
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Bf5 6. De2
- og ţar sem 6. ... De7 er svarađ međ 7. Rd5! sem vinnur gafst Anand upp.
Ekki eru ţó allar stuttar tapskákir slys". Kannski náđi Boris Spasskí hćstum hćđum sem heimsmeistari ţegar hann hristi fram úr erminni kynngimagnađan leik gegn Bent Larsen á 1. borđi í keppninni Sovétríkin - Heimurinn í Belgrad 1970:
Larsen - Spasskí
14. ... Hh1!! 15. Hxh1 g2 16. Hf1 Dh4+ 17. Kd1 gxf1(D)+ - og Larsen gafst upp.
Í hinni árlegu keppni Ćskan" gegn Reynslunni" sem lauk í Amsterdam ţann 20. ágúst međ sigri Ćskunnar, 26:24, mátti Van Wely lúta í lćgra haldi fyrir náunganum sem lék drottningunni til h5 í öđrum leik" - Hikaru Nakamura. Van Wely, sem á ţađ til ađ vera óttalegur klaufi, fór leiđ sem hann hafđi nokkru áđur varađ viđ í skýringum! En viđ skákborđiđ ţennan dag gleymdi hann ţví frćđilega framlagi, ađ ekki má leika 12. ... Rd7. Eftir ţvingađa atburđarás kom rothöggiđ í 17. leik - eins og hann hafđi sagt fyrir um:
Hiaku Nakamura - Van Wely
Sikileyjavörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. Bxf6 Bxf6 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rd7 13. Rd5 Dc5 14. Rb3 Dc6 15. Ra5 Dc5 16. Rxb7 Dc6
17. Hb6
- og Van Wely gafst upp ţví 17. ... Rxb6 er svarađ međ 18 Rf6+! og 19. Dd8 mát.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 29. ágúst 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 19
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 8780672
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar