Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţrír jafnir og efstir á 110 ára afmćlismóti TR

Ţau eru til en ekki mörg félögin sem náđ hafa 100 ára aldri en eitt ţeirra er Taflfélag Reykjavíkur sem fagnar 110 ára afmćli sínu. Taliđ er ađ stofnfélagar hafi veriđ 24 og hin fleygu orđ Einars Benediktsson stórskálds „Upp međ tafliđ“ eru enn í minnum höfđ. Framlag Daniels Willards Fiske hefur einnig áreiđanlega rekiđ á eftir stofnun taflfélags í höfuđstađnum. Fiske hafđi ţá tekiđ saman bókina Chess in Iceland, tćplega 400 blađsíđna verk, sem bregđur birtu á tafliđkun Íslendinga fyrr á öldum. Um svipađ leyti og TR var stofnađ gaf hann íslensku ţjóđinni algerlega ómetanlegt safn gamalla skákbóka og handrita. Hinn frćgi skákbókasafnari Lothar Schmid, ađaldómarinn frá HM-einvíginu 1972, rođnađi og fölnađi á víxl ţegar hann sá Greco-handritin frá 17. öld, einhverjar mestu gersemar skáklistarinnar, undir glerhjálmi á sýningu í Ţjóđmenningarhúsinu sumariđ 2002.


Stjórn Taflfélagsins ákvađ ađ gera hiđ árvissa haustmót ađ 110 ára afmćlismóti félagsins og bauđ keppendum í efsta flokki, ţar sem tefldu 10 skákmenn, upp á betri verđlaun en ţekkst hafa á ţessum vettvangi. Afar hörđ keppni og fyrir síđustu umferđ voru jafnir og efstir Sverrir Ţorgeirsson og Sigurbjörn Björnsson en ţeir gerđu jafntefli í lokaumferđinni. Međ sínum fjórđa sigi í röđ skaust Guđmundur Kjartansson upp viđ hliđina á ţeim og lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. – 3. Sverrir Ţorgeirsson, Sigurbjörn Björnsson og Guđmundur Kjartansson 6 v. ( af 11 ) 4. – 5. Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson 4 ˝ v. 6. – 7. Jón Árni Halldórsson og Gylfi Ţórhallsson 4 v. 8. – 9. Guđmundur Gíslason og Ţorvarđur Ólafsson 3 ˝ v. 10. Sverrir Örn Björnsson 3 v.

Í B-flokki vann Stefán Bergsson öruggan sigur en nćstir komu Sćvar Bjarnason og Ögmundur Kristinsson. Í C-flokki sigrađi Páll Sigurđsson, í D-flokki Páll Andrason og í E-flokki Grímur Björn Kristinsson.

Um úrslitin í A-flokki er ţađ ađ segja ađ ţau eru mikill sigur fyrir hinn unga Sverri Ţorgeirsson en hann hćkkar um 29 stig fyrir frammistöđuna. Sigurbjörn Björnsson hefur veriđ á ţessum slóđum áđur og einnig Guđmundur Kjartansson sem lagđi stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson ađ velli í lokaumferđinni á sannfćrandi hátt. Verđur gaman ađ fylgjast međ ţessum ţrem á nćstu mánuđum.

Í eftirfarandi skák efstu manna kom upp dćmigerđ barátta međ „hangandi peđin“ svokölluđu. Stađan er í járnum lengi vel en í 28. leik missir Guđmundur af góđu tćkifćri, -Bh6! og fer endanlega út af sporinu međ 31. ...Ra3. Sverrir gerir svo út um tafliđ međ 36. Rd5!

Haustmót TR 2010; 3. umferđ:

Sverrir Ţorgeirsson – Guđmundur Kjartansson

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. e3 Bb7 5. Bd3 d5 6. O-O Rbd7 7. b3 Bd6 8. Bb2 O-O 9. Rc3 a6 10. De2 c5 11. cxd5 exd5 12. Had1 Dc7 13. h3 Hfe8 14. Hc1 g6 15. Hfd1 Rh5 16. Df1 Db8 17. Be2 Rhf6 18. Hc2 Da7 19. dxc5 bxc5 20. Hcd2 Bf8 21. Rh2 Bh6 22. Hc2 Bg7 23. Bf3 Rb6 24. Rg4 Rxg4 25. hxg4 Had8 26. Hcd2 d4 27. Bxb7 Dxb7 28. Re2

gnmmig05.jpg28. ... d3 29. Rf4 Bxb2 30. Hxb2 Rc4 31. Hbb1 Ra3 32. Hbc1 d2 33. Hxc5 He7 34. De2 Hed7 35. e4 Rb5 36. Rd5 Da7 37. Rf6 Kg7 38. Rxd7 Hxd7 39. Hc4 Rd4 40. De3 Db6 41. Kh1 Df6 42. g5 De5 43. Hxd2 Rc2 44. Hcxc2

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 24. október 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 8764040

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband