Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
20.2.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Engin „tígurmamma“ á bak viđ nýjan heimsmeistara kvenna

Yngsti heimsmeistari skáksögunnar hefur vakiđ talsverđa athygli fjölmiđla og blađamađur breska blađsins The Telegraph sem var sendur út af örkinni til ađ kynna sér bakland Hou Yifan var fyrirfram nánast sannfćrđur um ađ hitta fyrir tígurmóđur međ vísan í harđneskjulegt uppeldi kínverskra barna sem lýst hefur veriđ í frćgri bók, Why Chinese Mothers Are Superior. Einbirniđ Hou Yifan er altalandi á ensku og mikill unnandi verka Charles Dickens. Móđir hennar reyndist vera rösklega fertug hjúkrunarkona sem upplýsti ađ snemma hefđu komiđ fram hćfileikar Hou Yifan í alls kyns borđ-leikjum. Hún hefđi bent dóttur sinni á ađ ef hún ćtlađi ađ leggja skáklistina fyrir sig yrđu önnur áhugamál ađ víkja. Sem varđ raunin og frá unga aldri var prógrammiđ eitthvađ á ţá leiđ, ađ ţegar heimalćrdómnum lauk um kl. 17 dag hvern tóku viđ 5 til 6 klst. skákrannsóknir eđa ţátttaka í mótum. Og hún fékk aldrei ´leiđ á skákinni.Ástundunin ein er ekki nćgjanleg; enginn kemst svo langt án ţess ađ hafa hćfileika til ađ bera og ţá virđist skákgyđjan hafa úthlutađ hinni ungu stúlku í miklum mćli. Greinarhöfundur sló upp í gagnagrunni og fann ţessa skák sem tefld var seint í september 2009. Ţađ verđur ekki af kínverskum skákmönnum skafiđ ađ ţeim lćtur vel ađ stýra liđi sínu til sóknar:
Hou Yifan Tan Zhongui
Pirc vörn
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 Rbd7 7. Rf3 e5 8. dxe5 dxe5 9. h3 Bg7 10. Re2 O-O 11. a4 Bb7 12. Rg3 a6 13. O-O De7 14. c4 b4 15. c5!
Byrjunin minnir á ţekkta sigurskák Hannesar Hlífars gegn Ruslan Ponomariov á EM taflfélaga 2001. Ekki gengur 14. ... Rxc5 vegna 15. Dxb4 međ óţćgilegri leppun.
15. ... a5 16. Dc2 Re8 17. Hfd1 Rc7 18. Bc4 Kh8 19. Bb3 f5!?
Skiljanlegur leikur, ella myndi hvítur herđa tökin međ ţví ađ tvöfalda hrókana á d-línunni.
20. exf5 Rd5 21. fxg6 Rxe3 22. fxe3 Rxc5 23. Rf5! 23. ... Hxf5 24. Dxf5 Rxb3 25. Rg5 h6 26. Rf7 Kg8 27. Hd7 Bc8!
Krókur á móti bragđi, 28. Had1 liggur beinast viđ en svartur fćr varist međ 28. ... De8! Hou Yifan hefur séđ lengra.
30. Rf7+ Kg8 31. Rh6+ Kh8 32. Dh5! Ha7 33. Rg4+! Bh6
Eđa 33. .. Kg8 34. Dh7 Kf8 35. Hf1+ Ke8 36. Dg8+.
34. Rxh6 Kg7 35. Rf7 Dd5 36. Dh6+ Kf6 37. g7 Kxf7 38. Hf1+ Ke7 39. Dg5+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. febrúar 2011.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 12.2.2011 kl. 11:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1. Björn Ţorfinnsson 8 v. (af 9) 2. Sigurbjörn Björnsson 7˝ v. 3. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. 4.-5. Gylfi Ţórhallsson og Guđmundur Gíslason 6˝.
Björn Ţorfinnsson er nú Reykjavíkurmeistari í annađ sinn. Glöggir menn ţykjast sjá ađ hann hafi náđ ađ ráđa bót á ýmsum annmörkum sem áđur stóđu honum fyrir ţrifum.
Önnur úrslit koma ekki á óvart. Vert er ţó ađ benda á góđa frammistöđu Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur sem varđ í 7.-13. sćti. Guđmundur Kristinn Lee hćkkađi sig mest á stigum eđa um tćplega 50 stig.
Nakamura sigrađi í Wijk aan Zee
Úrslitin í efsta flokki stórmótsins í Wijk aan Zee eru mikill sigur fyrir Bandaríkjamanninn unga Hikaru Nakamura, sem eins og nafniđ bendir til er af japönskum uppruna. Hann er einn ötulasti skákmađurinn á hinu vinsćla vefsvćđi ICC ţar sem hann teflir jöfnum höndum bullet" og venjulegar hrađskákir. Sigur hans var afar anngjarn. Magnús Carlsen deildi 3. sćti međ Aronjan. Á lokasprettinum lagđi hann Kramnik ađ velli međ svörtu. Lokastađan varđ ţessi:
1. Nakamura 9 v. (af 13) 2. Anand 8˝ v. 3.-4. Carlsen og Aronjan 8 v. 5.-6. Vachier Lagrave og Kramnik 7˝ v. 7.-8. Giri og Ponomariov 6˝ v. 9.-10. Nepomniachchi og Wang Hao 6 v. 11.-13. Grichuk, Smeets og L´Ami 4˝ v. 14. Alexei Shirov 4 v.
Kortsnoj gefur ekkert eftir
Á opna mótinu í Gíbraltar beinist athygli manna ekki ađeins ađ efsta manni, Vasilij Ivanstjúk sem hefur ađeins misst einn vinning í fyrstu níu umferđunum; Viktor Kortsnoj, fćddur 23. mars 1931, hlýtur ađ teljast besti öldungur allra tíma. Sem fyrr tekur hann sigrum međ jafnađargeđi en er dálítiđ önugur ţegar hann tapar og lćtur ţá yfirleitt nokkur vel valin orđ falla. Eftir níu umferđir hafđi Kortsnoj unniđ ţrjár skákir og gert sex jafntefli. Í 2. umferđ vann hann ţriđja stigahćsta keppandann, Ítalann Caruno, sem er međ 2721 elo-stig:Fabiano Caruno - Viktor Kortsnoj
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 Be7 7. O-O O-O 8. He1 Rd7 9. Be3 Rb6 10. Bb3 Kh8 11. Rbd2 f5 12. Bxb6 cxb6 13. Bd5 g5!
Ekki verđur ţví haldiđ fram ađ ţađ vanti persónuleika í stíl Kortsnojs sem hikar ekki viđ ađ leggja til atlögu.
14. h3 g4 15. hxg4 fxg4 16. Rh2 Bg5 17. Rc4 b5 18. Re3 Bxe3
Ţađ er meiri hrađi" í ţessum leik en 18. ... h5.
19. Hxe3 Df6 20. De1 Re7 21. f3 Rxd5 22. exd5 Hg8 23. Dg3 gxf3 24. Dxf3 Bf5 25. Hf1 Hg5 26. Kh1 Dh6 27. Hf2 Hag8
Og svartur er međ góđ fćri eftir g-línunni.
28. He1 Dg6
Enn betra var 28. ... Hh5 29. g3 Dg6 o.s.frv.
29. He3
Nú strandar 30. Hxd3 á e4 og vinnur.
30. Kg1 e4 31. Dh3 Hxd5 32. Dd7 Hg5 33. g4 Dh6 34. Hf7 H5g7 35. Hxg7 Hxg7 36. Dd8+ Hg8 37. Db6 Df6 38. Dxb7 Hf8 39. Da7 b4 40. Hh3 Dg7 41. De3 bxc3 42. bxc3 Dxc3 43. Hh5 d5 44. g5 Da1+ 45. Kg2 Bf1+ 46. Kg3 De5+
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. febrúar 2011.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 5.2.2011 kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Björn og Hjörvar jafnir fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur
1.-2. Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. (af 8) 3. Sigurbjörn Björnsson 6˝ v. 4.-5. Hrafn Loftsson og Ingvar Ţ. Jóhannesson 6 v. 6.-9. Gylfi Ţórhallsson, Ţór Valtýsson, Jón Úlfljótsson og Guđmundur Gíslason.
Um árangur einstakra keppenda í mótinu hafa bćtt sig mest ađ stigum Guđmundur Kristinn Lee - 37 stig, Emil Sigurđarson - 30 stig og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir - 29 stig. Ţá hefur veriđ gaman ađ fylgjast međ tilţrifum yngstu keppendanna sem eru sumir í kringum 7 ára ađ aldri. Skipulagning mótsins hjá Taflfélagi Reykjavíkur hefur veriđ til fyrirmyndar og er t.d. hćgt fylgjast međ baráttunni á efstu borđum á netinu án ţeirra tćknilegu vandkvćđa sem stundum hafa plagađ slíkar útsendingar.
Spennandi lokaumferđir í Wijk aan Zee
Heimsmeistarinn Anand og Hikaru Nakamura eru efstir á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi ţegar ţrjár umferđir eru eftir en útlit er fyrir mikla spennu á lokasprettinum. Stađa efstu manna eftir tíu umferđir: 1.-2. Anand og Nakamura 7 v. (af 10) 3.-4. Aronjan og Kramnik 6˝ v. 5-7. Carlsen, Nepomniachtchi og Vachier 5˝ v. Magnús Carlsen tók góđan sprett eftir slaka byrjun en tapađi svo aftur fyrir jafnaldra sínum međ hvítu; Rússinn Ian Nepomniachtchi gaf engin griđ í tíundu umferđ og verđur ađ teljast harla ólíklegt ađ Norđmađurinn nái efsta sćtinu úr ţessu. Bandaríkjamađurinn Hikaru Nakamura teflir allra manna skemmtilegast og er mikill baráttujaxl en varđ ţó ađ láta í minni pokann fyrir Magnúsi ţegar ţeir mćttust í áttundu umferđ:Magnús Carlsen - Hikaru Nakamura
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 0-0
Eftir skákina taldi 8.... Be6 jafnvel nákvćmara ţví 9. g4 er ţá svarađ međ 9.... d5.
9. g4! Be6 10. g5 Rfd7 11. h4 Rb6 12. Dd2 R8d7 13. f4 exf4 14. Bxf4 Re5 15. 0-0-0 Hc8 16. Kb1 Dc7 17. h5 Hfe8 18. Ka1!?
Merkilegur fyrirbyggjandi leikur. Magnús vildi leika 18. Rd4 en gaf ţađ frá sér vegna 18....Rbc4 19. De1 Db6 20. Bc1 Ra3+ 21. Ka1 Dxd4 og 22. Hxd4 strandar á 22.... Rxc2+ og svartur hefur betur.
18.... Bf8 19. Rd4 Dc5 20. g6! Rec4
Hvítur vinnur eftir 20.... fxg6 21. hxg6 Rxg6 22. Rxe6 Hxe6 23. Bg4! o.s.frv.
21. Bxc4 Rxc4 22. Dd3 fxg6 23. hxg6 h6 24. Dg3! Db6 25. Bc1 Da5 26. Hdf1 Re5 27. Rd5! Bxd5 28. exd5 Dxd5
29. Bxh6! gxh6 30. g7! Be7
Eđa 30.... Bxg7 31. Rf5 Hc7 32. Rxh6+ Kh7 33. Rf7+ Kg8 34. Hh8 mát.
31. 31. Hxh6 Rf7 32. Dg6 Rxh6 33. Dxh6 Bf6 34. Dh8+ Kf7 35. g8 (D)+ Hxg8 36. Dxf6 Ke8 37. He1+
- og Nakamura gafst upp. Hann verđur ađ bera drottninguna fyrir, 37.... De5 en ţá fellur hrókur til viđbótar: 38. Hxe5+ dxe5 39. De6+.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. janúar 2011.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 30.1.2011 kl. 00:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Björn vann Hjörvar og er efstur á Skákţinginu
Björn Ţorfinnsson hrifsađi til sín forystuna á Skákţingi Reykjavíkur ţegar hann lagđi Hjörvar Stein Grétarsson sl. miđvikudagskvöld í 5. umferđ mótsins. Hjörvar hefur unniđ skákţingiđ tvö undanfarin ár og tefldi langa og erfiđa baráttuskák viđ Björn félaga sinn úr ólympíuliđi Íslands. Björn hafđi sigur í jafnteflislegu endatafli en frumkvćđiđ var í hans höndum lengst af. Nokkuđ hefur veriđ um óvćnt úrslit á mótinu og aftur var Guđmundur Gíslason í stóru hlutverki er hann tapađi fyrir Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur í 4. umferđ en ţá vann Tinna Kristín Finnbogadóttir einnig óvćntan sigur á Ţorvarđi Ólafssyni eftir ađ hafa variđ í afar erfiđri stöđu lengi vel. Í ţessari umferđ vann hinn sjö ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson formann TR, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur. Stađa efstu manna eftir fimm umferđir er ţessi:
1. Björn Ţorfinnsson 4˝ v. 2.-11. Sigurbjörn Björnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hrafn Loftsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Gylfi Ţórhallsson, Sverrir Ţorgeirsson, Kjartan Maack, Júlíus Friđjónsson, Jóhann Ragnarsson og Sćvar Bjarnason. Keppendur eru 70 talsins.
Skákţing Reykjavíkur 2011; 5. umferđ:
Hjörvar Steinn Grétarsson - Björn Ţorfinnsson
Enskur leikur
1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 Rge7 7. d3 Be6 8. Rd5 Dd7 9. Hb1
9. Da4 var annar möguleiki.
9.... Rd8 10. Rxe7 Dxe7 11. b4 Dd7 12. f4?
Ónákvćmni. Mun betra er 12. h4 t.d. 12.... h5 13. Rc3 eđa Dc2 og hvíta stađan er liđlegri.
12.... Bh3 13. Bf3 Bg4 14. Bxg4 Dxg4 15. 0-0 h5 16. Bb2 h4 17. Rc3 Dh3 18. g4 Re6 19. Df3 Dxf3 20. Hxf3 exf4 21. exf4 0-0-0
Svartur á ađeins betri möguleika í ţessari stöđu.
22. Re2 Bxb2 23. Hxb2 Hde8 24. Kf2 Kd7 25. Rc3 f5 26. gxf5 gxf5 27. Rd5 Hh6 28. b5 Hg8 29. Re3 Rd4 30. Hh3 Re6 31. Hf3 Hhg6 32. Hb1 b6 33. Hf1 a6 34. bxa6 Rd4 35. Hh3 Ha8 36. a4
36. Hxh4 kom einnig til greina t.d. 36.... Hxa6 37. Hh7+ Kc8 38. Ha1 Ha3 39. Rd5 međ flókinni stöđu.
36.... Hxa6 37. Ha1 Hh6 38. Rg2 Ha8 39. Hxh4 Hxh4 40. Rxh4 Hh8 41. Rg2?
Eftir 41. Rf3 Rxf3 42. Kxf3 Hh3+ 43. Ke2 Hxh2+ 44. Ke3 ásamt - a5 viđ tćkifćri en stađan dautt jafntefli.
41.... Hxh2 42. Kg3 Hh8 43. Re3 c6 44. Ha2 He8 45. Kf2 Ha8 46. Ke1 Kc7 47. Kd2 He8 48. Hb2 He7 49. Hb1 Hh7 50. Hf1 Hh2+ 51. Kc3 c5
Skyndilega er hvítur í vonlausri ađstöđu ţví hinn óburđugi riddari á e3 er ţrćlbundinn viđ ađ valda máreit hróksins á c2.
52. He1 Kd8 53. Hb1 He2 54. Hxb6 Hxe3 55. Hxd6+ Kc7 56. Hd5 Kc6 57. Hd8 He2 58. Hc8+Kd6 59. Hd8+ Kc7 60. Hxd4 cxd4 61. Kxd4 Kd6
- og hvítur gafst upp.
Anand og Nakamura efstir í Wijk aan Zee
Á nýbirtum elo-lista FIDE skipar Magnús Carlsen aftur efsta sćtiđ en ađeins munar fjórum stigum á honum og heimsmeistaranum Anand. Ef fram heldur sem horfir á stórmótinu í Wijk aan Zee munu ţeir fljótlega hafa sćtaskipti ţví Magnús hefur ekki veriđ ađ tefla vel og er ađeins međ 1˝ vinning eftir fjórar umferđir; tapađi í ađeins 22 leikjum međ hvítu fyrir mesta efni Hollendinga um ţessar mundir, hinum unga Anish Giri. Stađa efstu manna er ţessi:1.-2. Anand og Nakamura 3 v. (af 4). 3. Aronjan, Giri og Vachier-Lagrave 2˝ v. Keppendur í efsta flokki eru 14 talsins.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. janúar 2011.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 23.1.2011 kl. 13:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Páll Andrason lagđi meistarann í 15 leikjum
Skákţing Reykjavíkur 2001, níu umferđa opiđ mót sem dregur nafn sitt af ađalstyrktarađilanum og heitir ţví Kornax-mótiđ, skartar ýmsum af fremstu virku skákmönnum ţjóđarinnar ţó ađ ýmsir sterkir meistarar úr ţeim hópi sitji heima.
Framundan er hiđ árlega Reykjavíkurskákmót og Skákţing Íslands sem fram fer á Egilsstöđum. Hjörvar Steinn Grétarsson er núverandi skákmeistari Reykjavíkur og reynir ađ verja titil sinn en hann mun eiga í harđri keppni viđ ţá Björn Ţorfinnsson, Guđmund Gíslason, Lenku Ptacnikovu, Sigurbjörn Björnsson, Ingvar Ţ. Jóhannesson, Sverri Ţorgeirsson, Snorra Bergsson, Sćvar Bjarnason, Halldór Halldórsson, Ţorvarđ Ólafsson, Gylfa Ţórhallsson og ýmsa fleiri.
Ţótt flest úrslit hafi veriđ eftir bókinni og flestir ţeir sem taldir voru upp hafi unniđ tvćr fyrstu skákir sínar hafa nokkur óvćnt úrslit séđ dagsins ljós. Ţannig vann Grímur Björn Kristinsson óvćntan sigur á Lenku Ptacnikova í 2. umferđ. Óvćntustu úrslitin komu ţó í 1. umferđ ţegar Páll Andrason lagđi Guđmund Gíslason ađ velli í ađeins 15 leikjum! Guđmundur Gíslason er tvímćlalaust einn af sigurstranglegustu keppendunum og margir minnast ţess ţegar hann vann Skákţing Reykjavíkur á tíunda áratug síđustu aldar međ fullu húsi. En ađstćđur hans eru dálítiđ ađrar en annarra keppenda; hann er búsettur vestur á fjörđum en lćtur sig ekki muna um ađ koma akandi eđa fljúgandi frá Ísafirđi til ađ geta teflt skákir sínar. En ţessa skák í 1. umferđ teflir hann satt ađ segja eins og mađur sem er ađ reyna ađ ná kvöldvélinni vestur. Kannski tókst ţađ - en ekki međ ţeim árangri sem ađ var stefnt. Páll Andrason er mikill keppnismađur og verđur gaman ađ fylgjast međ honum á ţessu móti:
Skákţing Reykjavíkur 2011 - Kornax-mótiđ:
Páll Andrason - Guđmundur Gíslason
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. a3 b5 7. Bd2 Bb7 8. g3
Ţrír varfćrnislegir leikir ná ađ kalla fram sterk viđbrögđ hjá Guđmundi.
8. ... f5?!
Hćpiđ. Svartur getur fengiđ góđa stöđu međ eđlilegri liđsskipan, 8. ... Rf6, d6, Be7, Rbd7 o.s.frv.
9. Bg2 fxe4 10. Rxe4 Bxe4??
Glaprćđi. Hann má alls ekki missa ţennan biskup.
11. Bxe4 De5
Sennilega hugđist Guđmundur leika 12. ... d5 en sést yfir ađ hvítur á hinn öfluga leik 13. Bg6+! og drottningin á e5 fellur.
13. Bxa8 Dxb2 14. O-O Rf6 15. Bf4
- og svartur gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 15. ... Be7 16. Bxb8 ( eđa 16. Be5 strax ) O-O 17. Be5 og drottning fellur.
Stórmótiđ í Wijk aan Zee ađ hefjast
Um helgina hefst í smábćnum Wijk aan Zee eitt sterkasta skákmót ársins en ţađ er hluti skákhátíđar sem haldin hefur veriđ reglulega ţar og í Bewerwijk síđan 1938. Í efsta flokki tefla 14 stórmeistarar en ţeir eru samkvćmt stöđu á heimslistanum ţessir: Magnús Carlsen, Wiswanthan Anand, Levon Aronjan, Vladimir Kramnik, Alexander Gritsjúk, Hikaru Nakamura, Ruslan Ponomariov, Ian Nepomniachtchi, Wang Hao, Alexei Shirov, Maxime Vachier - Lagrave, Anish Giri, Jan Smeets, Erwin I 'Ami.Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. janúar 2011.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 15.1.2011 kl. 11:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2011 | 20:46
Skákţáttur Morgunblađsins: Miserfiđ skákdćmi

Dćmi nr. 1 T.P. Madely Mát í 1. leik!
Nćsta dćmi ćtti ekki ađ vefjast fyrir neinum

Dćmi nr. 2 A. Galitskí Mát í 2. leik
en í dćmum 3-6 sveiflast erfiđleikastuđullinn talsvert upp á viđ en ţau draga dám af ţeim sem lögđ eru fyrir keppendur á alţjóđlegum skákdćmamótum, sem njóta mikilla vinsćlda um ţessar mundir. Nýbakađur heimsmeistari í greininni er enski stórmeistarinn og stćrđfrćđingurinn John Nunn.

Dćmi nr. 3 E. J. Polglase Mát í 2. leik

Dćmi nr. 4 Cecil A. L. Bull Mát í 3. leik

Dćmi nr. 5 Sigurd Clausen Mát í 3. leik.

Dćmi nr. 6 Michael McDowell Mát í 3. leik
Í dćmi nr. 7 er komiđ ađ einum af höfuđsnillingum skákdćmagerđar, Leonid Kubbel.

Dćmi nr. 7 L. Kubbel Hvítur leikur og vinnur.
Lokadćmiđ nr. 8 á sér óvissan uppruna en nokkrar útgáfur eru til um söguna á bak viđ ţađ og dćmiđ sjálft hefur birst annars stađar í eilítiđ breyttri mynd. Sú útgáfa sögunnar sem undirritađur heyrđi fyrir 20 árum var á ţá leiđ, ađ snemma á öldinni sem leiđ hefđi ókunnur bóndi frá Georgíu komiđ ţessu dćmi saman eftir mikla erfiđismuni en hugmyndina fékk hann eftir ađ hafa skođađ skák sem Capablanca tefldi á stórmótinu í Sankti Pétursborg áriđ 1914. Hann var svo stoltur af hugverki sínu ađ hann límdi mynd af upphafsstöđunni áfast viđ sitt hjartkćra landbúnađartćki - dráttarvélina - sem međ ţví hlaut merkilegan sess í skáksögunni. Nokkru síđar árćddi bóndi ađ senda rússnesku skákblađi dćmiđ međ ósk um ađ ţađ yrđi birt. En bréfiđ frá honum lá hins vegar óopnađ áratugum saman. Um ţađ bil hálfri öld síđar reikađi töframađurinn frá Riga", Mikhail Tal, inn á skrifstofur skákvikublađsins 64" og einhver ţar bađ hann ađ fara yfir gamlan póst sem hafđi hrúgast upp hjá ritstjórninni. Ţar fannst bréfiđ frá bóndanum frá Georgíu. Tal hafđi hrist fram úr erminni marga glćsilega fléttu um dagana en ţessi sem blasti viđ honum á gulnuđum blöđum lét hann ekki ósnortinn enda má kalla lausnina tćra snilld.
Dćmi nr. 8. Höfundur ókunnur Hvítur leikur og vinnur.
Lausnir munu birtast í áramótablađi Morgunblađsins.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í jólablađinu, 24. desember.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 8.1.2011 kl. 23:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2010 | 11:33
Skákţáttur Morgunblađsins: Ţriggja stiga reglan fćrđi Magnúsi Carlsen sigur

1. Magnús Carlsen 13 stig (4 ˝ v.) 2. 3. Wisvanatahan Anand og Luke McShane 11 stig (4˝ v.) 4. Hikaru Nakamura 10 stig (4 v.) 5. Vladimir Kramnik 10 stig (4 v.) Sigur Nakamura yfir Kramnik gilti. 6. Michael Adams 8 stig (3˝ v.) 7. David Howell 4 stig (2 v.) 8. Nigel Short 2 stig (1 v.)
Ţess má geta ađ ef gamla kerfinu hefđi veriđ fylgt vćri Magnús í 3. sćti samkvćmt Sonneborg-Berger stigakerfinu en hann tapađi fyrir bćđi Anand og Luke McShane.
Eftir dapurt gengi á Ólympíumótinu í Khanty Manisk og síđan í Bilbao er Norđmađurinn aftur kominn međ byr í seglin, sigrađi á perlumótinu í Kína og sýndi mikla keppnishörku eftir tvö töp í fyrstu ţremur skákum sínum. Spá greinarhöfundar um ađ Kramnik ynni ţetta mót virtist ćtla ađ rćtast en hann yfirspilađi Magnús eftir öllum kúnstarinnar reglum í nćstsíđustu umferđ. Kramnik var manni yfir en í fremur einföldu endatafli leitađi hann eftir enn meiri uppskiptum. Ţegar ţessi stađa kom upp varđ mönnum skyndilega ljóst ađ vinningurinn var ekki svo einfaldur:
London; 6. umferđ:
Kramnik Carlsen
Ţessi stađa er unnin á hvítt en baráttan var orđin lýjandi og hafđi stađiđ í u.ţ.b. sjö klst. samfellt. Kramnik taldi sig sennilega getađ náđ sigri án ţess ađ leggja á sig flókna útreikninga. En eftir nćsta leik er vinningurinn úr greipum hans genginn.
69. Kg3? Vinningleiđin hefst međ 69. g5! eins og nokkur óskeikul tölvuforrit bentu á: Ađalleiđin er ţessi. 69. .. hxg5 70. g3!! Kd4 71. Kg4 Ke3 72. Kxg5 Kf3 73. Kh4 og svartur lendir í leikţröng: 73. ... g6 74. Be6 g5+ 75. Kh3 Kf2 76. Kg4 Kg2 77. Ba2 Kf2 78. Bd5! svartur er í leikţröng.
69. ... Ke3 70. Kh4 Kf2 71. Bd5 g6! 72. Kh3 g5 73. Kh2 Kf1 74. Be6 Kf2 75. c4 Ke3 76. Kg3 Kd4 77. Be6 Ke3 78. Kh2 Kf2 79. Bc4 Ke3 80. Kg1 Kf4 81. Be6 Ke5 82. Bb3 Kf4 83. Be6 Ke5 84. Bb3 Kf4 85. Be6 Ke5 86. Bb3
og hér sćttist Kramnik á jafntefliđ.
Ţröstur Ţórhallsson tefldi í B- flokki mótsins en ţar voru keppendur 182 talsins. Ţröstur náđi sinum besta árangri í langan tíma, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, hafnađi í 3. 7. sćti.
Friđriks-mótiđ er jafnframt Íslandsmót í hrađskák
Hiđ árlega jólamót Landsbanka Íslands, Friđriks-mótiđ, fer fram í dag, 19. desember. Árni Emilsson útibússtjóri kom ţessu móti á laggirnar á sínum tíma og bankinn vill eindregiđ halda uppi heiđri fyrsta stórmeistara Íslendinga. Mótiđ er jafnframt hrađskákmót Íslands. Ţegar hafa skráđ sig til leiks yfir 70 skákmenn og má búast viđ geysiharđri keppni en tefldar verđa 11 umferđir eftir svissneska kerfinu.Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 19. desember 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2010 | 22:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Boris Spasskí á batavegi

Áriđ 1969 vann Spasskí Tigran Petrosjan 12 ˝ : 10 og varđ ţar međ heimsmeistari, sá tíundi í röđinni. Nafn hans er í dag ekki minna ţekkt á alţjóđavísu en t.d. Kasparovs eđa Karpovs en ţó er samanburđur viđ ţessa tvo honum ekkert sérlega hagstćđur. Eftir stóra einvígiđ í Reykjavík var hann lengi eins og skugginn af sjálfum sér. Ţó hafa komiđ fram skákmenn, eins og t.d. bosníski stórmeistarinn Ivan Sokolov, sem telja Spasskí hiklaust einn af merkilegustu skákmönnum sem uppi hafa veriđ. Spasskí hefur sjálfur haldiđ ţví fram viđ ýmis tćkifćri ađ tímabiliđ frá 1964 - 1970 sé sitt besta en frá ţessum árum er oft vitnađ til frábćrrar međhöndlunar hans á flóknum miđtaflsstöđum. Ţar er ađ finna námu fróđleiks. Spasskí yfirbugađi Keres, Geller og Tal í áskorendaeinvígjunum áriđ 1965 og áriđ 1968 vann hann Geller, Larsen og Kortsnoj. Ef frá er skiliđ einvígiđ viđ Paul Keres (6:4) vann hann öll ţessi einvígi međ ţriggja vinninga mun. Hann var óumdeildur og glćsilegur heimsmeistari áriđ 1970, vann ţau mót sem hann tók ţátt í og lagđi Fischer ađ velli í frćgu 1. borđs uppgjöri á Ólympíumótinu í Siegen.
Spasskí tefldi á ţessu tímabili 462 kappskákir, vann 171 skák, tapađi 28 og gerđi 263 jafntefli, um 65% árangur gegn bestu skákmönnum heims.
En ţađ var eins og stríđsgćfan yfirgćfi hann áriđ 1971. Hvađ gerđist?
Tölvutćknin gerir mönnum kleift ađ stunda alls kyns samanburđarannsóknir og greinarhöfundur freistađist til ađ láta forritiđ Rybku rýna í skákir Spasskís frá ţessu tímabili og niđurstađan var athyglisverđ, ýmis lausatök sem vart sáust áđur koma fram í síauknum mćli áriđ 1971. Á dögunum vann Rybka međ yfirburđum ţrítugasta hollenska meistaramótiđ í tölvuskák. Forritiđ keyrđi á 26 tölvum međ samtals 260 örgjörva (kjarna) sem hver var knúinn af a.m.k. 2,93 Ghz, svo öllum ćtti ađ vera ljóst ađ ţarna er öflug vél á ferđinni.
Lítum á dćmi frá skák Spasskí, međ augum" Rybku, frá opna kanadíska meistaramótinu 1971:
Sjá stöđumynd
Spasskí - Suttles Hvernig skyldu menn meta ţessa stöđu? Heimsmeistari situr ađ tafli, hrókarnir ráđa yfir opnu línunum og biskuparnir eru ógnandi.
Suttles lék 31. ... Hxd3 32. Dxd3 Rhxg3 en Spasskí vann eftir 33. Hfe1. Rybka mat ţetta á augabragđi og niđurstađan var óvćnt: svartur er međ unniđ tafl og fyrsti leikurinn er:
31. ... Rf4!!
Ađalafbrigđiđ leiđir til unnins hróksendatafls:
32. gxf4 Rd2 33. Dg3 Rxf1+ 34. Hxf1 Dxd5 35. Hd1 Dxd4! 36. Bxg6+ Kxg6 37. Hxd4 He2+ 38. Dg2 Haxa2 39. Dxe2 Hxe2+ 40. Kg3 b3
- og vinnur ţó ţađ taki nokkurn tíma til viđbótar.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 5. desember 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 23:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Larry Evans og samvinnan viđ Bobby Fischer

Nokkrum skrefum frá var hćgt ađ ganga inn á Tad's Steaks" og fá gegn vćgu gjaldi verstu nautasteikur í heimi.
Samvinna ţeirra Bobbys Fischers og Larrys Evans er nú hluti skáksögunnar. Áriđ 1964 skipulagđi Evans fjöltefla-leiđangur Fischers um flest ríki Bandaríkjanna. Hvert fjöltefli kostađi 250 dali sem var dágóđur skildingur í ţá daga. Evans ritađi a.m.k. 20 skákbćkur, ritstýrđi Modern Chess Openings" og skrifađi pistla í dagblöđ vítt og breitt um Bandaríkin. En ţekktast er framlag hans til hinnar frćgu bókar Fischers My 60 Memorable Games" sem kom út áriđ 1969. Evans ritađi inngang fyrir hverja skák og skrifađi upp eftir Fischer leikjarađir, slanguryrđi og nokkra ógleymanlega frasa. Ţegar prenta átti bókina vildi Bobby skyndilega hćtta viđ allt saman, en gaf sig ađ lokum međ ţeim rökum, ađ heimurinn vćri hvort eđ er ađ farast og í lagi ađ slíta upp fáeina dali áđur en ţađ gerđist. Í formála ţakkar hann Evans fyrir hjálpina međ óvenju hlýlegum hćtti. Evans var ađstođarmađur Fischers í áskorendaeinvígjunum 1971 en ţeim sinnađist ţegar Fischer tefldi lokaeinvígiđ viđ Tigran Petrosjan í Buenos Aires. Hann kom til Íslands vegna einvígis aldarinnar, tefldi fjöltefli í skákklúbbnum í Glćsibć og sat tímunum saman í Laugardalshöll og vann ađ bók um einvígiđ. Ţegar allt var í óvissu um titilvörn Fischers áriđ 1974 bárust Evans tvö bréf frá Bobby Fischer sem birtust í lesendadálki Chess Life and Review". Lesa má sáttatón úr bréfunum en ţó er ekkert gefiđ eftir:
Chess Life and Review - nóvemberhefti 1974.
Kćri Larry... Ţú fullyrđir í júníheftinu bls. 398 sem svar viđ bréfi Larrys Jadzaks ađ ţetta sé öruggt jafntefli. Alveg er ţetta dćmigert fyrir ţá tilhneigingu ţína ađ setja fram yfirborđskennda og vitlausa niđurstöđu. Eftir 29. Kd3 Rxf5 30. Be5 er jafntefliđ víđsfjarri t.d. 30.... Kf7 31. Ke4 Re7 32. Bc3 ásamt Ke5 sem vinnur. Kannski tekst ţér ađ sanna fyrir lesendum eitthvert rinky-dink"- jafntefli en ţú platar mig ekki - svarta stađan er koltöpuđ..."
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 28. nóvember 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)

FIDE brást viđ međ ţví ađ tilnefna Rússann Alexander Grischuk í stađ Magnúsar og ţátttakendur í áskorendaeinvígjunum, sem hefjast á nćsta ári, koma ţví allir frá gömlu Sovétlýđveldunum ađ frátöldum Venselin Topalov. En knattspyrnutenging Magnúsar er athyglisverđ. Sá munur er á heimsmeistarakeppni FIDE og FIFA, ađ styrkur knattspyrnunnar liggur í ţví ađ allar ađildarţjóđirnar eiga ţess kost ađ vera međ frá byrjun. Og í eina tíđ virtu menn í hvívetna fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar í skák sem samanstóđ af svćđamótum, millisvćđamótum og áskorendaeinvígjunum. Ţví kerfi var varpađ fyrir róđa eigi alls fyrir löngu og ţar var Kasparov ekki lítill áhrifavaldur. Sú spurning vaknar hvort Magnús hefđi tekiđ ţessa ákvörđun ef FIDE-kosningarnar í Khanty Manyisk hefđu fariđ á annan veg. Yfirlýsing hans er talin áfall fyrir Kirsan, nýkjörinn forseta FIDE.
Af Magnúsi er ţađ ađ segja ađ eftir ađ hafa unniđ Perlu-mótiđ í Nanjing í Kína á dögunum stefndi hann skónum til Moskvu en á fimmtudaginn lauk minningarmótinu um Tal međ heimsmeistaramótinu í hrađskák. Eftir ćsispennandi keppni ţar sem 20 skákmenn tefldu tvöfalda umferđ varđ Armeninn Aronjan hlutskarpastur, hlaut 24 ˝ v. af 38 mögulegum. Aserinn Radjabov kom nćstur međ 24 v. og Magnús varđ í 3. sćti međ 23 ˝.
Í ađalmótinu, sem fram fór í stórversluninni GUM sem stendur viđ Rauđa torgiđ, tefldu tíu skákmenn og ţar var niđurstađan ţessi:
1. 3. Karjakin, Aronjan, Mamedyarov 5 ˝ v. (af 9) 4. 6. Grischuk, Nakamura og Wang Hao 5 v. 7. Kramnik 4 ˝ v. 8. Gelfand 3 ˝ v. 9. Shirov 3 v. 10. Eljanov 2 ˝ v.
Besti Rússinn, Vladimir Kramnik sem hefur heitiđ ţví ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn náđi sér ekki á strik og tapađi m.a. fyrir Karjakin sem nú er genginn í liđ međ Rússum eftir ađ hafa teflt fyrir Úkraínu.
Sergei Karjakin Vladimir Kramnik
Petroffs-vörn
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rd7 9. O-O-O Re5 10. h4 c6 11. c4 Be6 12. Rg5 Bf5 13. Kb1 He8 14. f3 h6 15. Be2!? d5
Kramnik hafnar fórninni en besti kosturinn var sennilega ađ leika 15. ... hxg5 16. hxg5 Dd7 og svartur getur varist.
16. g4 Bg6 17. f4 dxc4
Eđa 17. ... Rxc4 18. Bxc4 dxc4 19. Df2 Da5 20. f5 međ sterkri sókn.
18. Dc3 Rd3 19. f5
Óvenjuleg stađa. Hér er allt á tjá og tundri.
19. ... Bxg5 20. fxg6 Hxe3 21. gxf7+ Kf8 22. Dxc4 Hxe2 23. hxg5 Dxg5 24. Dxd3 De3 25. Dh7 De4 26. Dg8+ Ke7 27. Dxg7! Dxc2+ 28. Ka1 Hf8 29. Hhf1 Hd2 30. Hfe1+ He2 31. Dc3! Kxf7 32. Df3+
- og Kramnik gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.
Skákţćttir Morgunblađsins | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 15
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 8780668
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar