Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Engin „tígurmamma“ á bak viđ nýjan heimsmeistara kvenna

Yifan YueAllar sterkustu skákkonur heims ađ Polgar-systrum ţó undanskildum voru samankomnar í byrjun desember sl. í Hatay í Tyrklandi vegna heimsmeistaramóts kvenna. Ţarna var Maja Chiburdanidse, yngsti heimsmeistari sögunnar, Humpey Koneru, Pia Cramling, Alexandra Kosteniuk, Antoaneta Stefanova svo nokkrar séu nefndar. Ţegar heimsmeistaramótinu lauk, sem 64 skákkonur hófu og háđ var međ útsláttarfyrirkomulagi, steig fram nýr heimsmeistari kvenna: hin 16 ára gamla kínverska stúlka Hou Yifan. Í lokaumferđinni vann hún kínverska stöllu sína, Ruan Lufei, en í fyrri umferđum lagđi hún ađ velli Humpey Koneru hina indversku, sem álitin var sigurstranglegasti keppandi mótsins, Zhu Chen, fyrrv. heimsmeistara kvenna sem nú teflir fyrir Katar, og Katherinu Lahno frá Úkraínu.

Yngsti heimsmeistari skáksögunnar hefur vakiđ talsverđa athygli fjölmiđla og blađamađur breska blađsins The Telegraph sem var sendur út af örkinni til ađ kynna sér bakland Hou Yifan var fyrirfram nánast sannfćrđur um ađ hitta fyrir „tígurmóđur“ – međ vísan í harđneskjulegt uppeldi kínverskra barna sem lýst hefur veriđ í frćgri bók, Why Chinese Mothers Are Superior. Einbirniđ Hou Yifan er altalandi á ensku og mikill unnandi verka Charles Dickens. Móđir hennar reyndist vera rösklega fertug hjúkrunarkona sem upplýsti ađ snemma hefđu komiđ fram hćfileikar Hou Yifan í alls kyns borđ-leikjum. Hún hefđi bent dóttur sinni á ađ ef hún ćtlađi ađ leggja skáklistina fyrir sig yrđu önnur áhugamál ađ víkja. Sem varđ raunin og frá unga aldri var prógrammiđ eitthvađ á ţá leiđ, ađ ţegar heimalćrdómnum lauk um kl. 17 dag hvern tóku viđ 5 til 6 klst. skákrannsóknir eđa ţátttaka í mótum. Og hún fékk aldrei ´leiđ á skákinni.Ástundunin ein er ekki nćgjanleg; enginn kemst svo langt án ţess ađ hafa hćfileika til ađ bera og ţá virđist skákgyđjan hafa úthlutađ hinni ungu stúlku í miklum mćli. Greinarhöfundur sló upp í gagnagrunni og fann ţessa skák sem tefld var seint í september 2009. Ţađ verđur ekki af kínverskum skákmönnum skafiđ ađ ţeim lćtur vel ađ stýra liđi sínu til sóknar:

Hou Yifan – Tan Zhongui

Pirc vörn

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. Dd2 b5 6. Bd3 Rbd7 7. Rf3 e5 8. dxe5 dxe5 9. h3 Bg7 10. Re2 O-O 11. a4 Bb7 12. Rg3 a6 13. O-O De7 14. c4 b4 15. c5!

Byrjunin minnir á ţekkta sigurskák Hannesar Hlífars gegn Ruslan Ponomariov á EM taflfélaga 2001. Ekki gengur 14. ... Rxc5 vegna 15. Dxb4 međ óţćgilegri leppun.

15. ... a5 16. Dc2 Re8 17. Hfd1 Rc7 18. Bc4 Kh8 19. Bb3 f5!?

Skiljanlegur leikur, ella myndi hvítur herđa tökin međ ţví ađ tvöfalda hrókana á d-línunni.

20. exf5 Rd5 21. fxg6 Rxe3 22. fxe3 Rxc5 23. Rf5! 23. ... Hxf5 24. Dxf5 Rxb3 25. Rg5 h6 26. Rf7 Kg8 27. Hd7 Bc8!

Krókur á móti bragđi, 28. Had1 liggur beinast viđ en svartur fćr varist međ 28. ... De8! Hou Yifan hefur séđ lengra.

g66n29b8.jpg28. Hd8+! Dxd8 29. Rxh6+ Kh8

30. Rf7+ Kg8 31. Rh6+ Kh8 32. Dh5! Ha7 33. Rg4+! Bh6

Eđa 33. .. Kg8 34. Dh7 Kf8 35. Hf1+ Ke8 36. Dg8+.

34. Rxh6 Kg7 35. Rf7 Dd5 36. Dh6+ Kf6 37. g7 Kxf7 38. Hf1+ Ke7 39. Dg5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. febrúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 8764042

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband