Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins

Skákþáttur Morgunblaðsins: Úrslitaskákin

Henrik og HéðinnÞrír skákmeistarar áttu raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum þegar lokaumferðin hófst á Eiðum fyrir viku. Héðinn Steingrímsson var með 6 ½ vinning af átta mögulegum og hafði ½ vinnings forskot á Henrik Danielsen og Braga Þorfinnsson sem voru í 2. – 3. sæti með 6 vinninga. Lokaumferðin bauð upp á hreina úrslitaskák milli Héðins og Henrik og það var ekki víst að jafntefli dygði Héðni. Mikið var líka undir hjá Braga í skákinni við Guðmund Kjartansson.

Í úrslitaskákum á borð við þá sem Héðinn og Henrik háðu er engin þekkt uppskrift til að árangri. Þó er mælt með því að menn reyni að halda haus og grípa þau tækifæri sem gefast. Reynslan hefur kennt mönnum að miklar líkur eru á því að báðum aðilum verði á einhver mistök við spennuþrungnar aðstæður. Í öðru einvígi Karpovs og Kasparovs haustið 1985 var heimsmeistaratitillinn undir í lokaskákinni og Karpov varð að vinna til að halda titlinum. Á hárfínu augnabliki gat hann – og varð – að herða sóknina en hikaði og tapaði. Tveim árum síðar þegar 24. skákin í einvígi nr. 4 í Sevilla á Spáni, var tefld dugði Karpov jafntefli til að ná heimsmeistaratitlinum úr höndum Kasparovs, hleypti sér í mikið tímahrak, missti af rakinni jafnteflisleið og náði síðan ekki að hanga á lakari biðstöðu peði undir. Henrik Danielsen hafði svart gegn Héðni og kóngsindverska vörnin er sjaldan slæmt val undir slíkum kringumstæðum, gallinn var hinsvegar sá að hvað eftir annað stofnaði hann til uppskipta og sat eftir með óvirka stöðu þar sem vinningsmöguleikarnir voru Héðins megin. Á einum stað fékk Henrik þó tækifæri til að hrista rækilega upp í stöðunni en sat fastur í skotgröfunum og tapaði:

Skákþing Íslands 2011; 9. umferð:

Héðinn Steingrímsson – Henrik Danielsen

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 c6

Algengast 9. ... Rh5 en Henrik hefur sennilega viljað koma Héðni á óvart.

10. Bb2 a5 11. a3 Bg4 12. Rd2 axb4 13. axb4 Hxa1 14. Bxa1 Bxe2 15. Dxe2 cxd5 16. exd5 Rh5 17. Hd1 Rf4 18. Df1 Dd7 19. Rb5 Ha8 20. Bc3 Ha2 21. g3 Rh3 22. Kg2 Rf5 23. Ha1

Vitaskuld ekki 23. Kxh3 Re3+ og drottningin fellur.

23. ... Hxa1 24. Bxa1 Rg5 25. De2 h5 26. h4 Rh7 27. Bc3 Rf6 28. Re4 Rg4 29. Dd3 Rf6 30. Rxf6 Bxf6 31. c5 dxc5 32. bxc5 Re7

32. .... Rd4 stoðar lítt. Eftir 33. Bxd4! Dxd5+ 34. Df3 Dxf3 35. Kxf3 exd4 36. Ke4 á svartur erfitt endatafl fyrir höndum.

33. Rd6 Bg7 34. Bb4 f5 35. Ba3?

go5nd87e.jpgHér fékk Henrik eina tækifærið í skákinni, 35. .... Da4! Þá strandar 36. Rxb7 á 36. ... e4! o.s.frv. Hvítur getur haldið velli með 36. f3 eða 36. Bc1 en vandamál svarts eru að baki og staðan má heita í jafnvægi.

35. ... Kh7? 36. Db3 e4 37. Kf1 Be5? 38. Rf7! Bf6 39. d6 Rc6 40. Rg5+

Gott var einnig 40. Bb2! t.d. 40. ... Ra5 (eða 40. .... Bxb2 41. Rg5+ o.s.frv.) 41. Rg5+ Bxg5 42. Dc3! og vinnur.

40. ... Bxg5 41. hxg5 f4 42. gxf4 Rd4 43. Dc3 Rb5 44. Db3 Rd4 45. Dc3 Rb5 46. De3 Dg4 47. Bb2 Dd1 48. Kg2 Dg4 49. Dg3 De6 50. Dh3

– og svartur gafst upp.

Með þessum sigri tryggði Héðinn sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn. Hann varð síðast Íslandsmeistari árið 1990 aðeins 15 ára gamall, sá yngsti frá upphafi.

gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. maí 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Héðinn sigurstranglegur á Íslandsþingi

HéðinnÞrír skákmenn berjast um Íslandsmeistaratitilinn í skák í keppni landsliðsfokks Skákþings Íslands sem stendur yfir þessa dagana á Eiðum. Þegar þetta er ritað trónir stigahæsti keppandinn Héðinn Steingrímsson á toppnum með fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir. Henrik Danielsen og Bragi Þorfinnsson deila 2. sæti með 3½ vinning en þar á eftir koma Þröstur Þórhallsson og Stefán Kristjánsson með 2 vinninga.

Keppendur i landsliðsflokknum eru færri en oftast áður eða tíu talsins en hafa yfirleitt verið 12 talsins og stundum 14. Greinarhöfundur minnist Íslandsþingsins 1953 þegar tíu skákmenn tefldu um titilinn. Það breytir því ekki að Austfirðingar með Sverri Gestsson í broddi fylkingar bjóða upp á frábærar aðstæður fyrir þátttakendur.

Hannes Hlífar Stefánsson sem vann Íslandsþingið fyrst árið 1998 og alls tíu sinnum eftir það tók sér frí að þessu sinni en aðrir virkir skákmenn sem gætu styrkt mótið, Björn Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem ákvað að tefla í áskorendaflokki, Sigurbjörn Björnsson og Snorri Bergsson svo nokkrir séu nefndir eru ekki með að þessu sinni.

Héðinn kom inn þegar Björn Þorfinnsson forfallaðist og er fengur að þátttöku hans. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra keppendur þegar kemur að byrjanakunnáttu enda hafa sigrar hans ráðist í þeim þætti skákarinnar. Ýmsir í landsliðsflokknum gætu bætt sig verulega á þessu sviði og hafa sumir setið uppi með óteflandi stöðu jafnvel með hvítu eftir aðeins tíu leiki! Þetta á þó ekki við Henrik Danielsen sem hefur þróað með sér persónulegt byrjanakerfi sem gefist hefur vel í keppni við skandinavíska skákmenn á undanförnum misserum. Bragi Þorfinnsson hefur verið að bæta sig hægt og bítandi undanfarið og teflir af miklu öryggi. Fátt bendir til þess að aðrir keppendur nái að blanda sér í baráttuna um titilinn.

Guðmundur Kjartansson var með jafntefli í hendi sér þegar hann tefldi við Henrik í fyrstu umferð en teygði sig of langt í vinningstilraunum og tapaði. Þetta tap virðist hafa slegið hann út af laginu. Héðinn gaf engin grið þegar þeir mættust í þriðju umferð:

Skákþing Íslands, 3. umferð:

Héðinn Steingrímsson –

Guðmundur Kjartansson

Nimzo-indversk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 Rf6 5. cxd5 exd5 6. Bg5 Rbd7 7. Hc1 h6

Upphafið að vafasamri áætlun. Traustara er 7.... c6 eða jafnvel 7.... c5.

8. Bh4 g5 9. Bg3 Re4 10. Rd2 Rxg3 11. hxg3 Rb6 12. a3 Bxc3 13. Hxc3 Be6 14. Dc2 c6 15. e3 De7 16. b4 Bd7 17. Bd3 0-0-0 18. Ke2 Kb8 19. a4 f5?

19.... Dxb4 er varla gott. Eftir 20. Hb1 hefur hvítur sterka sókn eftir b-línunni.Best var hinsvegar 19.... Bg4+! því að 20. f3 má svara með 20.... Hhe8 með færum eftir e-línunni. Betra e 20. Rf3 en þá kemur til greina að leika 20..... f5.

20. a5 Rc8 21. a6 b6 22. Bxf5 Dxb4?

Skárra var 22.... Bxf5 23. Dxf5 Dxb4 24. Hhc1 Db5+ 25. Dd3 Dxd3 26, Kxd3 Re7 28. Rf3 hhf8 og svartur getur varist.

23. Bxd7 Hxd7 24. Hb1 Df8 25. Rf3 Hf7 26. Hf1 Rd6 27. Re5 Re4 28. Rxf7 Rxc3 29. Dxc3 Dxf7 30. Dxc6 Hc8 31. Dd6+ Ka8

g3nnc2n2.jpg32. Hc1!

Laglegur lokahnykkur, 32.... Hxc1 er vitanlega svarað með 33. Dd8+ og mátar.

32.... Hf8 33. f3 g4 34. Hc7 gxf3 35. Kd2

– og svartur gafst upp.

 


Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. apríl 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Baráttujaxlinn Viktor Kortsnoj áttræður

grm70scq.jpgÞegar Viktor Kortsnoj varð áttræður þann 23. mars sl. héldu vinir hans og velunnarar skákhátíð og veislu en meðal gesta þar voru samferðamenn og gamlir keppinautar í skákinni sem fyrir sitt leyti hafa slíðrað sverðin þó baráttunni sé í raun aldrei lokið hjá Viktor Kortsnoj. Meðal gesta í Zürich í Sviss voru Garrí Kasparov og Mark Taimanov, sonurinn Igor auk eiginkonunnar Petru Leuwerijk.

Nú er óumdeilt að Viktor Kortsnoj skýtur öllum höfuðpersónum skáksögunnar ref fyrir rass þegar litið er til afreka á seinni árum ferilsins. Í þessu samhengi er afrek Vasilís Smyslovs og Emanuels Laskers stundum rifjuð upp en standast ekki samanburð við sigra Kortsnojs á svipuðu aldursskeiði.

Hér á landi skipar Kortsnoj sérstakan sess. Alltaf annað veifið skaut nafn hans upp kollinum, fyrst þegar hann varð efstur ásamt Friðrik Ólafssyni á Hastings-mótinu 1955-´56 en síðar fékk Friðrik ýmis vandræðamál hans í arf þegar hann tók við embætti forseta FIDE árið 1978. Þegar Kortsnoj „stökk yfir" einn júlídag í Hollandi sumarið 1976 var íslenskur blaðamaður, Gunnar Steinn Pálsson, fyrstur til að ná tali af honum. Svo settist Jóhann Hjartarson andspænis honum í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar 1988 og runnu á menn ýmsar grímur þegar hinn áður sæmilega þokkaði Viktor Kortsnoj spúði tóbaksreyk framan í ungan andstæðing sinn.

Beinar útsendingar Stöðvar 2 milli heimsálfa í gegnum gervihnött brutu blað í skáksögunni en fréttamaðurinn Hallur Hallsson hjá samkeppnisaðilanum RÚV benti hins vegar á að jafnhliða hefði það skemmtilega gerst í fyrsta sinn í sögu sjónvarps, að bein útsending hafði tapað í samkeppni við einhverskonar „blöndun á staðnum" eða það sem kalla mátti litríkan spuna í sjónvarpsveri.

Jóhann var vel undir einvígið búinn, náði snemma tveggja vinninga forskoti, en með framkomu sinni við skákborðið komst Kortsnoj „inn í hausinn á andstæðingnum" eins og það er stundum orðað og jafnaði metin. Afskipti dómara, Friðriks Ólafssonar og jafnvel Canmpomanesar, forseta FIDE, urðu til þess að Jóhann náði vopnum sínum og vann að lokum 4 ½ : 3 ½.

Saint John, Kanada 1988:

1. einvígisskák:

Jóhann Hjartarson - Viktor Kortsnoj

Spænskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Rbd2 Rc5 11. Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. Rf1 Hd8 14. Re3 Bh5 15. b4!

Leynivopn Jóhanns, riddarinn hrekst til e6 þar sem 15. ... Re4 strandar á 16. Rxd5! Áður höfðu margir leikið 15. Rf5 gegn Kortsnoj og ekkert komist áleiðis. 15. ... Re6 16. Rf5 d4 17. Be4!

Nú rann upp fyrir Kortsnoj að 17. ... dxc3 er svarað með 18. Dxd7+ Kxd7 20. Bxc6+ og vinnur mann.

17. ... Bg6 18. g4 h5 19. h3 Kf8 20. a4 hxg4 21. hxg4 De8 22. axb5 axb5 23. Ha6! Rb8

ga0nbh7v.jpg- Sjá stöðumynd -

24. Hxe6 fxe6 25. Rxe7 Bxe4 26. Hxe4 dxc3

26. ... Kxe7 eða 26. ... Dxe7 strandar á 27. Bg5 með vinningsstöðu.

27. Rg6+ Kg8 28. Hd4 Hxd4 29. Dxd4 Hh3 30. Rg5 Hh6 31. Rf4 Rc6 32. Dxc3 Dd8 33. Rf3!

Það kemur á daginn að eftir 33. ... Dd1+ 34. Kg2 Dh1+ 35. Kg3 verja riddararnir kóngsstöðuna fullkomlega.

33. ... Rxb4 34. Bd2 Da8 35. Kg2 Rc6 36. g5 b4 37. Dc5 Hh7 38. Rxe6 g6 39. Dd5 Kh8 40. Red4 Dc8 41. e6 Rxd4 42. Rxd4 c5 43. Bf4 Ha7 44. Rc6.

Og Kortsnoj gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. apríl 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Endurkoma skákdrottningarinnar

Judith PolgarÍslensku skákmennirnir sem tefldu á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Aix Le Bains í Suðaustur-Frakklandi sem lauk um síðustu helgi, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Lenka Ptacnikova, náðu sér aldrei almennilega á strik í stóru og öflugu móti þar sem tefldu tæplega 400 skákmenn, þar af 163 stórmeistarar. Hannes var með á þessu móti í fyrra og er á svipuðum slóðum og þá, hlaut 6½ v. af 11 mögulegum og varð í 119. sæti. Bragi hlaut 5 v. og varð í 260. sæti og Lenka fékk sama vinningafjölda en raðast í 265. sæti.

Á Evrópumótinu var keppt um 23 sæti á heimsbikarmóti FIDE. Fjórir skákmenn tylltu sér í efsta sætið en stigaútreikningur úrskurðaði að Evrópumeistari 2011 sé rússneski stórmeistarinn Vladimir Potkin:

1.-4. Potkin ( Rússlandi), Wojtaszek (Póllandi ), Judit Polgar ( Ungverjalandi ) og Moissenko ( Rússlandi ) 8 ½ v.

Í 5.-15. sæti með 8 vinninga komu ýmsir þekktir meistarar þ.ám. Peter Svidler og sá sem mesta athygli vakti, franski stórmeistarinn Sebastian Feller sem varð í 7. sæti. Dimmur skuggi hvíldi yfir þátttöku hans eftir svindlmálið frá síðasta Ólympíumóti en keppnisbann franska skáksambandsins er ekki gengið í gildi. Mikil tortryggni ríkti á skákstað í Frakklandi og búast má við því að gerðar verði sérstakar ráðstafanir á mótum í framtíðinni til að girða fyrir svindl af þessu tagi.

Sól skákdrottningarinnar Juditar Polgar skein skært. Hún hefur fyrir nokkru stofnað fjölskyldu, eignast tvö börn og ekki verið jafn mikið í sviðsljósinu og áður. Hefur þó engu gleymt og ýmislegt lært og tefldi af miklum krafti. Þessi sigur hennar markar í raun endurkomu hennar á leiksvið þeirra allra bestu. Í hverju liggur svo styrkur hennar? Margir þættir leika þar saman en alltaf skín í gegnum taflmennsku hennar hversu mikils hún metur frumkvæðið og er ævinlega tilbúin að láta liðsafla af hendi til þess að geta ráðið ferðinni. Að þessu leyti á hún samleið með sínum gamla erkifjanda, Garrí Kasparov. Eftirfarandi skák sem tefld var í 10. umferð er gott dæmi um þetta. Strax í 16. leik setur Judit af stað atburðarás þar sem hún er við stjórnvölinn frá byrjun til enda:

Judit Polgar - Viorel Jordaseschu

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rd2 e6 5. Rb3 Rd7 6. Rf3 Bg6 7. Be2 Rh6 8. O-O Rf5 9. c3 Hc8 10. Bf4 c5 11. dxc5 Bxc5 12. Rxc5 Rxc5 13. Bb5+ Rd7 14. Bg5 Dc7. 15. c4 a6.

ga6naftl.jpg16. cxd5!? axb5 17. Hc1 Db8 18. dxe6 fxe6 19. Db3 Rf8?!

Hér var 19. ... Kf7 eða 19. ... Hc4 betra.

20. Dxb5+ Kf7 21. Hxc8 Dxc8 22. Hc1 Db8 23. g4 Rh6 24. Db4!

Það er aldrei friður!

24. ... Kg8 25. Bxh6 gxh6 26. De7 De8 27. Dxb7 Da4 28. b4

Ekki 28. Hc7 vegna 28. ...Dxg4+ og svartur vinnur!

28. ... Be8 29. De7 Dd7 30. Hc7!

Manni undir getur hvítur leyft sér drottningakaup.

30. ... Dxe7 31. Hxe7 Bc6 32. Rd4 Bd5 33. b5 Rg6 34. Hc7 Rxe5 35. f4 Rf7 36. f5 exf5 37. Rxf5 Be6 38. b6 Bxf5 39. gxf5 Kg7 40. b7 Hb8 41. a4!

Eftir óaðfinnanlega taflmennsku rennur a-peðið af stað. Svartur er varnarlaus. 41. ... Kf6 42. a5 Rd6 43. a6 Kxf5 44. a7 Hg8 45. Kf2 Rxb7 46. Hxb7 Ha8 47. Ke3Ke5 48. Hxh7 Hc8 49. Kd3 Kd5 50. Hxh6 Kc5 51. Ha6 Ha8 52. h4 Kb5 53. Ha1 Kb6 54. Ke4

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. apríl 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Þjóðargersemar á uppboði

5945855_36d10yhzo.jpgNú um helgina verður boðið upp hjá Philip Weiss í New York taflborð og taflmenn sem notaðir voru þegar þriðja einvígisskák Boris Spasskí heimsmeistara í skák og áskoranda hans Bobby Fischer fór fram í borðtennisherbergi Laugardalshallar sunnudaginn 16. júlí 1972. Skráður eigandi er Guðmundur G. Þórarinsson sem var forseti Skáksambands Íslands meðan á einvíginu stóð. Haustið 1972 ákvað stjórn SÍ að færa Guðmundi taflið að gjöf. Guðmundur átti stóran þátt í að koma þessu einvígi í höfn þrátt fyrir risavaxin vandamál sem vöktu heimsathygli. En gjöfin var umdeild á sínum tíma og á aðalfundi Skáksambands Íslands á Hótel Esju vorið 1974 gagnrýndi hinn kunni skákmeistari Freysteinn Þorbergsson Guðmund harðlega fyrir að hafa þegið gjöfina og taldi hana best komna á Þjóðminjasafni Íslands. Freysteinnfischer-spassky-cartoon.gif leit svo á að fjölmarga muni tengdir einvíginu, ekki síst taflmenn og þau taflborð sem notuð voru, bæri að flokka sem þjóðargersemar. Má rifja upp að íslensku þjóðinni voru í aðdraganda einvígisins reglulega færðar fréttir af smíði skákborðsins og einkum þess taflborðs sem unnið var úr íslenskum steintegundum.

Þriðja einvígisskákin er tvímælalaust ein frægasta viðureign skáksögunnar. Þrem dögum fyrr hafði heimsmeistarinn Spasskí mátt sitja einn á sviði Laugardalshallar og bíða þar í eina klukkustund eftir Fischer. Þá voru í hámæli deilur hans við skipuleggjendur einvígisins um kvikmyndatökur. Spasskí var dæmdur sigur og jók því forskot sitt í tvo vinninga. Fullkomin óvissa ríkti um það hvort Fischer myndi mæta til leiks í þriðju skák einvígisins. Spasskí féllst á að tefla í borðtennisherberginu, „... til þess að reyna að bjarga einvíginu," eins og hann orðaði það. Loft var lævi blandið þegar kapparnir gengu til leiks bak við luktar dyr. Eitthvert orðaskak átti sér fischer28_1074401.jpgstað milli Fischer og Lothar Schmid sem lauk með því að Fischer sagði yfirdómaranum að halda kjafti. Þá var Spasskí nóg boðið og var á leið út úr borðtennisherberginu en Schmid náði að stöðva för hans. Mynd úr innanhússjónvarpskerfi sýnir þegar yfirdómarinn bókstaflega þrýstir Spasskí og Fischer niður í stóla sína og skákin hófst. Fischer vann þarna sinn fyrsta sigur yfir Spasskí og skákin reyndist vendipunktur einvígisins. Hún geymir óræðan leik og margslunginn í byrjun tafls sem lengi hefur heillað menn, 11. .... Rh5. Sagt er að Ingi R. Jóhannsson skákskýrandi hafi fölnað upp þegar leikurinn birtist og talið að Fischer væri genginn af göflunum. Það sem eftir fylgdi var frábært dæmi um kristaltæran skákstíl Fischers:

3 einvígisskák:

Boris Spasskí - Bobby Fischer

Benony - vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rc3 g6 7. Rd2 Rbd7 8. e4 Bg7 9. Be2 O-O 10. O-O He8 11. Dc2 Rh5

g7dn9er2.jpg12. Bxh5 gxh5 13. Rc4 Re5 14. Re3 Dh4 15. Bd2 Rg4 16. Rxg4 hxg4 17. Bf4 Df6 18. g3 Bd7 19. a4 b6 20. Hfe1 a6 21. He2 b5 22. Hae1 Dg6 23. b3 He724. Dd3 Hb8 25. axb5 axb5 26. b4 c4 27. Dd2 Hbe8 28. He3 h5 29. H3e2 Kh7 30. He3 Kg8 31. H3e2 Bxc3 32. Dxc3 Hxe4 33. Hxe4 Hxe4 34. Hxe4Dxe4 35. Bh6 Dg6 36. Bc1 Db1 37. Kf1 Bf5 38. Ke2 De4+ 39. De3 Dc2+40. Dd2 Db3 41. Dd4

Biðleikurinn.

41. ... Bd3+

- og Spasskí gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. apríl 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Ungir meistarar í Ráðhúsinu - Tvö undrabörn á MP Reykjavíkurskákmótinu

Nychnik og BerbatovEftirfarandi grein birtist á baksíðu Morgunblaðsins, 14. mars sl.  Höfundur er Kjartan Kjartansson en myndirnar tók Ómar Óskarsson.  

Tveir 14 ára drengir frá Úkraínu og Búlgaríu eru á meðal þeirra um 170 skákmanna sem hófu leik á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu varð nýlega yngsti núverandi stórmeistari heims og jafnframt sá ellefti yngsti í sögunni til að ná þeim áfanga. Vakti hann fyrst athygli þegar hann vann B-riðil opna Moskvumótsins árið 2007 þegar hann var aðeins 10 ára gamall.

Hinn er Kiprian Berbatov en árið 2008 varð hann Evrópumeistari undir 12 ára og hefur nú verið valinn í ólympíulið Búlgara sem þykir eitt það sterkasta í heimi.

Fylgdist með tölvu tefla

Þrátt fyrir ótvíræða skákhæfileika sína voru strákarnir hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður náði tali af þeim rétt fyrir setningu mótsins í gær. Þeir tala einhverja ensku en eru með þjálfara sína sér til halds og trausts til þess að túlka fyrir sig það sem upp á vantar.

Illya segist hafa byrjað á því að fylgjast með því hvernig skáktölvuforrit vinna þegar hann var fimm ára gamall og í kjölfarið byrjað að tefla þegar hann var sex ára. Kiprian á sér nokkuð hefðbundnari sögu en hann lærði að tefla af föður sínum þegar hann var sex ára og hóf að keppa í framhaldinu.

„Gáfur, þolinmæði, sterkar taugar og góða heilsu," segir Kiprian þegar hann er spurður hvað þurfi til að verða góður skákmaður. Hann segist vilja ná eins langt og hann geti og komast í fremstu röð í heiminum. Illya tekur undir með honum. „Ég vil verða heimsmeistari, að sjálfsögðu, en ég held að ég þurfi svona fjögur eða fimm ár til þess að ná því."

Deila áhuga á stærðfræði

Kiprian segir að utan skákarinnar hafi hann áhuga á stærðfræði og ekkert mál sé að sinna náminu samhliða því að tefla. Ýmislegt sé líkt með skák og stærðfræði en einnig margt sem sé ólíkt.

Illya er sama sinnis með stærðfræðiáhugann en auk hennar segist hann hafa gaman af því að spila borðtennis og tennis í frístundum sínum. Er hann eins góður í þeim íþróttum og skákinni? „Nei, ég er ekki svo góður," segir Illya og hlær.

ÆTTINGI BÚLGARSKS LANDSLIÐSMANNS Í KNATTSPYRNU

Frændi Dimitars Berbatovs

Margir íslenskir knattspyrnuunnendur kannast eflaust við eftirnafn Kiprians Berbatovs en hann er frændi búlgarska knattspyrnumannsins Dimitars Berbatovs sem leikur listir sínar með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Kiprian segir afa þeirra Dimitars hafa verið frændur en aðspurður hvort þetta sé mikil íþróttafjölskylda segir hann að það sé aðallega mikið um knattspyrnumenn í henni. „Ég er þessi skrýtni sem leikur skák," segir hann.

Hann segist aldrei hafa farið og séð frænda sinn Dimitar spila í eigin persónu með Manchester United á Englandi en hins vegar hafi hann farið og séð framherjann knáa spila með búlgarska landsliðinu fyrir nokkrum árum heima í Búlgaríu.


Skákþáttur Morgunblaðsins: Bolvíkingar Íslandsmeistarar þriðja árið í röð

Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari taflfélaga þriðja árið í röð en Íslandsmótinu lauk með spennandi lokaumferðum í Rimaskóla um síðustu helgi. Lið Bolvíkinganna var geysilega sterkt með Jóhann Hjartarson á fimmta borði og til marks um breidd liðsins má geta þess að í b-sveitinni, sem vann 2. deild, voru Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Dagur Arngrímsson, Guðmundur Gíslason og Halldór G. Einarsson.

A-sveitin tapaði tveim viðureignum en miklu réð 8:0 sigur yfir TR í 6. umferð. Þá voru úrslitin í raun ráðin þó Taflfélag Vestmanneyja hafi náði að vinna Bolana 4 ½: 3 ½ í síðustu umferð. Lokaniðurstaðan varð þessi:

1. Bolungarvík 42½ v. ( af 56 ) - 10 stig 2. Vestmannaeyjar 40½ v. - 12 stig 3. Hellir 39½ v. - 14 stig. 4. Fjölnir 30½ v. - 8 stig 5. TR 23½ v.- 4 stig 6. Akureyri 21 v. - 5 stig 7. KR 16 v. 3 stig 8. Haukar 10½ v. - 0 stig.

Í 2. deild vann B-sveit Bolvíkinga öruggan sigur og færist upp í 1. deild ásamt Mátum sem eru gamlir félagar úr Skákfélagi Akureyrar.

Í 3. deild sigraði Víkingaklúbburinn og í 4. deild vann Skákfélag Íslands öruggan sigur.

Hvort Bolvíkingum tekst að halda í allan sinn mannskap á næsta keppnistímabili er óvíst. Þeir verða með tvær sterkar sveitir í efstu deild og hrópar sú staðreynd á breytingar á keppni þar sem mikil íhaldssemi hefur ráðið ferðinni. Því er alls óvíst að nokkrar breytingar nái í gegn á næsta aðalfundi SÍ. Eðlilegast væri að láta stig gilda. Annar kostur er að banna tvær sveitir frá sama félagi í efstu deild, fækka sveitum í sex og láta þær tefla tvöfalda umferð, t.d. á tíu borðum.

Margar athyglisverðar viðureignir fóru fram um helgina, ekki síst í baráttunni á toppnum. Það átti t.d. við þegar nýbakaður Reykjavíkurmeistari mætti greinarhöfundi í viðureign TV og Hellis. Úr varð snörp og spennandi viðureign:

Helgi Ólafsson - Björn Þorfinnsson

Enskur leikur

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 Rf6 6. b4 O-o 7. d3 h6 8. e4 Rd4 9. Rge2 c6 10. O-O a5 11. a3 axb4 12. axb4 d5?!

Tvíeggjaður leikur. Eðlilegast er 12. ... Rxe2+ en Björn á það til að hleypa öllu í bál og brand þó traustari leiðir standi til boða.

13. exd5 Bg4 14. dxc6 e4 15. cxb7 Ha2!?

gf9n6dfp.jpgMeð hugmyndinni 16. Rxa2 Rxe2+ 17. Kh1 Rxg3+ og drottningin fellur. Gallinn við atlögu svarts er að b7-peðið reynist mikil ógn.

16. Rxd4!?

16. Bf4 kom einnig sterklega til greina.

16. ... Bxd1 17. Rxa2 Dxd4 18. Be3!?

Annar möguleiki var 18. Hxd1 Rg4 19. Hb2 e3! með flókinni stöðu.

18. ... Dxd3 19. Hfxd1 Dxc4 20. Hac1!

Vandi svarts er sá að 20. ... Dxa2 er svarað með 21. Hc8 og vinnur.

20. ... Da6 21. Hc7 Rg4 22. Bc5 Be5!

Þrátt fyrir erfiða stöðu hittir Björn á bestu vörnina. „Rybka" gefur nú upp að best sé 23. b5! Da4 24. Rc3! Bxc3 25. Hc1 og svo framvegis. Betra er 23. ...De6 24. Hc6 Df5 25. Rb4.

23. He7 De2?

Björn var í miklu tímahraki og finnur ekki einu vörnina 23. ... e3! 24. Hxe5 De2!! t.d. 25. Hed5 exf2+ 26. Kh1 De1+! 27. Bf1 De4+ og þráskákar.

24. Hf1 Dxa2 25. Hxe5! Rxe5 26. Bxf8

Eftir 26. ... Da7 27. Bd6 Dxb7 28. Bxe5 Dxb4 ætti hvítur að vinna með hrók og tvo biskupa gegn drottningu.

26. ... Rd7 27. Hd1! Rb8 28. Hd8 Rc6 29. Bc5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. mars 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Eyjamenn, Bolvíkingar og Hellismenn berjast um sigurinn

Mikil spenna er fyrir lokaþátt Íslandsmóts taflfélaga sem fram fer í Rimaskóla um helgina. Þrjú taflfélögin berjast um Íslandsmeistaratitilinn og innbyrðis viðureignir þessara félaga Taflfélags Vestmannaeyja, Taflfélgs Bolungarvíkur og Hellis eru tvær talsins. Staða efstu liða er þessi:

1. TV A 25 v. 2. TB A 23 ½ v. 3. Hellir A. 22 v. Í 2. deild leiða Mátar.

Efsta deildin er laus við A- og B- lið sumra taflfélaga sem skekkja samkeppnina því að ekki er farið eftir stigagjöf, eins og t.d. í þýsku Bundesligunni, heldur heildarvinningafjölda.

En grípa má til annarra ráða. Kærugleði Bolvíkinga undir lok síðasta keppnistímabils og undarleg njósnastarfsemi meðfram sem sum sendiráðin Í Reykjavík hefðu mátt vera fullsæmd af, réði vitanlega úrslitum keppninnar þegar hinn dáði liðsmaður TV, Alexey Dreev var „sleginn“ af og „Bolar“ fögnuðu sigri í mótslok.

Þá er pistill – eða bollaleggingar – ritstjóra Skak.is við upphaf hvers Íslandsmóts alveg sérstakur kapítuli. Efni pistilsins er yfirleitt sett fram í þeim tilgangi að rugla aðra liðsstjóra í ríminu. Allt er þetta orðið snar þáttur í keppninni og ekki nokkur maður sem kippir sér upp við þetta blaður.

Búast má við að um 400 skákmenn sitji að tafli um helgina.

Á Íslandsmótinu gefst skákmönnum oft kostur á að tefla við ýmsa fræga meistara. Einn fjölmargra þekktra stórmeistara sem komið hafa hingað til lands vegna mótsins er Tékkinn David Navara sem er með yfir 2.700 elo-stig og tefldi fyrir Helli í fyrri hluta keppninnar. Sigurvegarinn frá haustmóti TR, Sverrir Þorgeirsson, sýndi allar sínar bestu hliðar í baráttunni þó að u.þ.b. 500 elo-stig skildu þá að. Eins og skákin sýnir voru vinningsmöguleikarnir allir Sverris megin þar til hann lék heiftarlega af sér í 27. leik:

Íslandsmót taflfélaga 2010-2011:

David Navara – Sverrir Þorgeirsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4

Róleg leið sem notið hefur talsverðra vinsælda undanfarin á, svartur á þrjá ágæta leiki, 6.... Be4, 6.... Bg4 og þann sem Sverrir velur.

6.... Bg6 7. Be2 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. g3 De7 10. Db3 Hb8 11. Rxg6 hxg6 12. Hd1 dxc4 13. Dxc4 e5 14. dxe5 Rxe5 15. Da4 De6!

Hótar 17.... Dh3. Navara á þegar nokkuð erfitt um vik.

16. h4 g5! 17. Re4 Rxe4 18. Dxe4 f5 19. Dd4 Bc7 20. hxg5 Hd8 21. Da4 Hxd1 22. Dxd1 f4!

Glæsilega leikið. Svartur er enn á leiðinni til h3.

23. Bh5+ g6 24. exf4 Hxh5 25. fxe5 Bxe5 26. Df3

GBON5EMJ( Sjá stöðumynd )

26.... Bxg3!

Hvítur er í mestu vandræðum eftir þennan leik. Í fljótu bragði virðist duga og er sennilega best að leika 27. fxg3! De1+ 28. Kg2 en þá kemur magnað afbrigði sem „Rybka“ gefur upp: 28.... Hh1! 29. Dd3! Hg1+ 30. Kh3 Hh1+ 31. Kg4 Hf1! 32. Be3! Dxa1 32. Dxg6+ Kd7 33. Dd3+ Ke8 34. De4+ Kd8 35. g6 og hvítur hefur eilítið betri möguleika.

27. Bd2? Be5??

Gott er t.d. 27.... Bc7 því að 28. He1 er svarað með 28.... Hxg5+ og – He5 og svartur stendur sennilega til vinnings. Hvítur getur þó haldið í horfinu með 28. Hd1.

28. He1 Hh4 29. Bf4! Dg4+ 30. Dxg4 Hxg4 31. Bg3

– og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 6. mars 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Mátsókn í endatafli

Það gleymist stundum þegar mikil uppskipti verða og drottningar fljúga í kassann, að í endataflinu leynast oft möguleikar á snarpri kóngssókn og jafnvel peðin geta reynst öflugir sóknarmenn. Þegar við bætist sá algengi misskilningur að mislitir biskupar gefi stöðunni alveg sérstaklega jafnteflislegt yfirbragð er ekki von á góðu. Á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fór í Osló um síðustu helgi fór Hjörvar Steinn Grétarsson mikinn, laus við gamlan erkifjanda Svíann Nils Grandelius, og vann allar skákir sínar í A-flokki, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Hann tefldi eina skák þar sem allir þessir þættir komu við sögu.

Í skákinni hefði hvítur betur hugað að þróun peðastöðunnar en hefst þess í stað þegar handa við að tefla með þungu mönnunum og svartur á tiltölulega auðvelt með að hrinda atlögu hans:

NM 2011:

Kristofer Madland - Hjörvar Steinn Grétarsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Dxd4 Dxd4 11. Hxd4 Be7 12. Be2 Bd7 13. Hhd1 Bc6 14. Bf3 0-0-0 15. Bxf6 gxf6 16. g4 Kc7 17. H4d3 b5 18. a3 Bb7 19. Re2 Kd7 20. Hb3 Hb8 21. Rd4 Ba8 22. Hdd3 Hhc8 23. Hdc3 Hc5

Eftir þennan einfalda leik nær svartur frumkvæðinu. Peð hvíts á f4 á eftir að reynast alvarlegur veikleiki.

24. Kd2 Bf8 25. h4 Bh6 26. g5 Bg7 27. Hd3 fxg5 28. hxg5 Hbc8 29. c3 h6 30. gxh6 Bxh6 31. Ke3 f5

Peðin bætast nú í sóknina. Mun sterkari leikur var þó 31.... He5! sem hótar 32.... f5, 32.... d5 eða jafnvel 32.... Bxe4.

32. exf5 e5 33. Bxa8 exd4 34. cxd4 He8 35. Kf3 Hxf5 36. Bb7 Bxf4 37. Kg4 Hf6

Hvíti kóngurinn er skyndilega kominn á bersvæði og má hafa sig allan við að verjast alögum svarts. Hér gat hann varist með 38. Hh3 og hvergi er rakinn vinning að finna en uggir ekki að sér og efnishyggjan nær tökum á honum. 

g77n49st.jpg38. Bxa6?? Hg8+ 39. Kf3 Bd2+! 40. Ke2 Hg2+ 41. Kd1 Hf1+ 42. Kc2 Hc1 mát.

Framan af virtist íslenski hópurinn ætla að veita Dönum harða keppni um það hver Norðurlandaþjóðanna sex hlytu flesta vinninga samanlagt en piltarnir gáfu eftir á lokasprettinum.

Íslendingar náð bestum árangri í elstu aldursflokkunum. Sverrir Þorgeirsson var næstur á stigum á eftir Hjörvari í A-flokki, 18-20 ára, hlaut 3 ½ v. og varð í 4. sæti sem er viðunandi frammistaða.

Í B-flokki, 16-18 ára, varð Nökkvi S. Sverrisson úr Vestmannaeyjum í 2.-4. sæti en var úthlutað bronsinu eftir stigaútreikning. Hann lagði að velli sigurvegara B-flokksins og geta Eyjamenn verið stoltir af frammistöðu hans. Örn Leó Jóhannsson fékk 50% vinningshlutfall í þessum flokki.

Í C-flokki, 14-16 ára, var Emil Sigurðsson með 50% vinningshlutfall og í D-flokki, 12-14 ára, varð Oliver Jóhannesson með 50% vinningshlutfall.

Í E-flokki, 10-12 ára fékk Vignir Vatnar Stefánsson einnig 3 vinninga af 6 mögulegum. Vignir Vatnar, sem er átta ára, hefur vakið mikla athygli undanfarið. Hann vann fyrstu þrjár skákir sinar en skorti keppnisreynslu til að fylgja því eftir.

Meiri breidd er í þessum Norðurlandamótum nú en var á árum áður og má geta þess að í þeim flokkum sem reiknuð voru til alþjóðlegra stiga hækkuðu flestir íslensku piltarnir.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. febrúar 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


Skákþáttur Morgunblaðsins: Stóru opnu mótin í Moskvu, Gíbraltar og Reykjavík

26. Reykjavíkurskákmótið sem hefst hinn 9. mars nk. er elsti reglulegu alþjóðlegi viðburðurinn sem ber nafn höfuðborgarinnar. Mótið er fyrir löngu orðið þekkt stærð í skákheiminum og er nú haldið ár hvert. Það fór fyrst fram í Lídó árið 1964 og hálfrar aldar afmæli verður því fagnað árið 2014. Aldamótaárið 2000 fór það í fyrsta sinn fram í Ráðhúsi Reykjavíkur sem verður vettvangur þess nú. Þátttakan virðist ætla að slá öll met; 170 skákmenn eru skráðir til leiks, þar af 108 erlendir skákmenn frá meira en 30 löndum.

Mótið er öllum opið og yngstu íslensku þátttakendurnir eru sjö og átta ára gamlir. Í framtíðinni gætu Reykjavíkurskákmótin haft burði til þess að keppa við sterkustu opnu mótin þau sem fram fara á Gíbraltar og í Moskvu. Munurinn liggur helst í því að mótshaldarar þar reisa alls kyns stigagirðingar.

Í A-flokki Aeroflot-mótsins sem lauk í Moskvu á miðvikudaginn var gert ráð fyrir að þátttakendur hefðu a.m.k. 2.550 elo-stig. Mótið hefur verið kjörinn vettvangur fyrir unga og metnaðarfulla skákmenn. Að þessu sinni létu ýmsir fastagestir sig þó vanta. Þekktasti keppandinn var Gata Kamsky, sem eins og skákunnendur vita gerðist bandarískur ríkisborgari eftir opna New York-mótið 1989 og tefldi um FIDE - heimsmeistaratitilinn við Karpov sjö árum síðar.

Á síðasta ári vöktu tveir skákmenn frá Víetnam mikla athygli og annar þeirra, Le Quang, sigurvegarinn frá því í fyrra var aftur mættur til leiks og aftur hafði hann sigur en þurfti þó að deila 1. verðlaunum eftir að hafa náð vinningsforystu þegar skammt var til loka:

1.-3. Le Quang, Vitiugov og Tomashevsky báðir frá Rússlandi 6½ v.(af 9) 4. - 10. Khismatullin, Yangvi, Rodshtein, Kasimdzhanov, Kamsky, Mamedov og Cheparinov 6 v. Keppendur voru 86 talsins.

Gata Kamsky byrjaði vel en í 5. umferð var hann bókstaflega skotinn í kaf af áðurnefndum Le Quang og í sjöttu umferð biðu hans sömu örlög er hann mætti lítt þekktum kínverskum skákmanni sem vann þar einn glæsilegasta sigur þessa öfluga móts. Nafn hans tónar ágætlega við þá bráðsnjöllu leiki sem hann finnur eftir að byrjuninni sleppir:

Aeroflot open 2011;

Gata Kamsky - Liren Ding

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Re2 Be7 8. c3

Heimsmeistarinn Anand byggði stöðu sína upp svipað í nokkrum þekktum skákum við Alexei Shirov.

8.... 0-0 9. Be3 f6 10. g3 Db6 11. Dd2 fxe5 12. dxe5 Hd8 13. Bh3 d4! Upphafið að snarpri atlögu.

14. Bf2 d3! 15. Rc1

15. Dxd3 má svara með 15.... Rdxe5! o.s.frv.

Rf8 16. b3 Da6 17. a4 b5 18. 0-0 Bb7 19. Ha2 b4 20. c4 Ra5 21. Be3 Rxc4!

Hárrétt fórn því að svartur getur myndað öflugan peðaher á drottningarvængnum.

22. bxc4 Dxc4 23. f5 exf5 24. Bxf5 Dd5 25. Bxd3 c4 26. Bb1 Dc6 27. De1 Rg6 28. Haf2 Rxe5 29. Re2

g3an3a59.jpg29.... Hd3!

Annar glæsilegur leikur. Rybka „mælir með" 29.... Rxf3+ ásamt 30.... Dxa4. 30. Red4 Dd5 31. Bxd3 Rxd3 32. Dd2 Rxf2 33. Hxf2 Hf8 34. h4 c3 35. Dd3 Bc5!

Hvítur getur sig hvergi hrært þó hann sé manni yfir. Leppunin eftir skálínunni a7-g1 ræður úrslitum.

36. Bf4 Hd8 37. Be5 He8 38. Bf4 He1+! 39. Hf1 Dxf3! 40. Dxf3 Bxd4+

- og Kamsky gafst upp. Hann gaf sig ekki og vann þrjár síðustu skákirnar.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku síðar en í blaðinu sjálfu.  

Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. febrúar 2011.

Skákþættir Morgunblaðsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 8780655

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband