Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Baráttujaxlinn Viktor Kortsnoj áttrćđur

grm70scq.jpgŢegar Viktor Kortsnoj varđ áttrćđur ţann 23. mars sl. héldu vinir hans og velunnarar skákhátíđ og veislu en međal gesta ţar voru samferđamenn og gamlir keppinautar í skákinni sem fyrir sitt leyti hafa slíđrađ sverđin ţó baráttunni sé í raun aldrei lokiđ hjá Viktor Kortsnoj. Međal gesta í Zürich í Sviss voru Garrí Kasparov og Mark Taimanov, sonurinn Igor auk eiginkonunnar Petru Leuwerijk.

Nú er óumdeilt ađ Viktor Kortsnoj skýtur öllum höfuđpersónum skáksögunnar ref fyrir rass ţegar litiđ er til afreka á seinni árum ferilsins. Í ţessu samhengi er afrek Vasilís Smyslovs og Emanuels Laskers stundum rifjuđ upp en standast ekki samanburđ viđ sigra Kortsnojs á svipuđu aldursskeiđi.

Hér á landi skipar Kortsnoj sérstakan sess. Alltaf annađ veifiđ skaut nafn hans upp kollinum, fyrst ţegar hann varđ efstur ásamt Friđrik Ólafssyni á Hastings-mótinu 1955-´56 en síđar fékk Friđrik ýmis vandrćđamál hans í arf ţegar hann tók viđ embćtti forseta FIDE áriđ 1978. Ţegar Kortsnoj „stökk yfir" einn júlídag í Hollandi sumariđ 1976 var íslenskur blađamađur, Gunnar Steinn Pálsson, fyrstur til ađ ná tali af honum. Svo settist Jóhann Hjartarson andspćnis honum í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar 1988 og runnu á menn ýmsar grímur ţegar hinn áđur sćmilega ţokkađi Viktor Kortsnoj spúđi tóbaksreyk framan í ungan andstćđing sinn.

Beinar útsendingar Stöđvar 2 milli heimsálfa í gegnum gervihnött brutu blađ í skáksögunni en fréttamađurinn Hallur Hallsson hjá samkeppnisađilanum RÚV benti hins vegar á ađ jafnhliđa hefđi ţađ skemmtilega gerst í fyrsta sinn í sögu sjónvarps, ađ bein útsending hafđi tapađ í samkeppni viđ einhverskonar „blöndun á stađnum" eđa ţađ sem kalla mátti litríkan spuna í sjónvarpsveri.

Jóhann var vel undir einvígiđ búinn, náđi snemma tveggja vinninga forskoti, en međ framkomu sinni viđ skákborđiđ komst Kortsnoj „inn í hausinn á andstćđingnum" eins og ţađ er stundum orđađ og jafnađi metin. Afskipti dómara, Friđriks Ólafssonar og jafnvel Canmpomanesar, forseta FIDE, urđu til ţess ađ Jóhann náđi vopnum sínum og vann ađ lokum 4 ˝ : 3 ˝.

Saint John, Kanada 1988:

1. einvígisskák:

Jóhann Hjartarson - Viktor Kortsnoj

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Be7 10. Rbd2 Rc5 11. Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. Rf1 Hd8 14. Re3 Bh5 15. b4!

Leynivopn Jóhanns, riddarinn hrekst til e6 ţar sem 15. ... Re4 strandar á 16. Rxd5! Áđur höfđu margir leikiđ 15. Rf5 gegn Kortsnoj og ekkert komist áleiđis. 15. ... Re6 16. Rf5 d4 17. Be4!

Nú rann upp fyrir Kortsnoj ađ 17. ... dxc3 er svarađ međ 18. Dxd7+ Kxd7 20. Bxc6+ og vinnur mann.

17. ... Bg6 18. g4 h5 19. h3 Kf8 20. a4 hxg4 21. hxg4 De8 22. axb5 axb5 23. Ha6! Rb8

ga0nbh7v.jpg- Sjá stöđumynd -

24. Hxe6 fxe6 25. Rxe7 Bxe4 26. Hxe4 dxc3

26. ... Kxe7 eđa 26. ... Dxe7 strandar á 27. Bg5 međ vinningsstöđu.

27. Rg6+ Kg8 28. Hd4 Hxd4 29. Dxd4 Hh3 30. Rg5 Hh6 31. Rf4 Rc6 32. Dxc3 Dd8 33. Rf3!

Ţađ kemur á daginn ađ eftir 33. ... Dd1+ 34. Kg2 Dh1+ 35. Kg3 verja riddararnir kóngsstöđuna fullkomlega.

33. ... Rxb4 34. Bd2 Da8 35. Kg2 Rc6 36. g5 b4 37. Dc5 Hh7 38. Rxe6 g6 39. Dd5 Kh8 40. Red4 Dc8 41. e6 Rxd4 42. Rxd4 c5 43. Bf4 Ha7 44. Rc6.

Og Kortsnoj gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. apríl 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 8766195

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband