Leita í fréttum mbl.is

Ađ loknu Íslandsmóti á Eiđum

Forsetinn og ÍslandsmeistarinnŢá er skemmtilegu og spennandi Íslandsmóti lokiđ.  Mótiđ fer í sögubćkurnar fyrir ýmislegt.  Langt er síđan 3 stórmeistarar tóku ţátt, langt er síđan mótiđ var jafn spennandi, ţađ ţarf ađ fara áratugi aftur í tímann til ađ finna 10 manna mót, ţađ ţarf ađ fara 21 ár aftur í tímann síđan mótiđ fór síđast fram á Austurlandi og einnig 21 ár aftur í tímann síđan Héđinn vann síđast!  Ađ sigurlaunum fékk Héđinn 200.000 kr., öruggt sćti í landsliđi Íslands og ţátttökurétt á EM einstaklinga ađ ári.  Ekki amaleg verđlaun!

Lokaumferđin var spennandi.  Ţađ var ljóst ađ Henrik ćtlađi sér sigur og ekkert annađ og tók áhćttu í skákinni sem hann hefđi annars sjálfsagt ekki tekiđ.  Héđinn lét Henrik ekki slá sig út af laginu, tefldi af miklu öryggi, og hafđi sigur.  Henrik og Héđinn

Ţar sem ekki var flogiđ á Páskadag og síđasta flug heim í gćr kl. 18 var ákveđiđ ađ byrja lokaumferđina kl. 9.   Strax ađ lokinni umferđ var brunađ niđur í Hótel Hérađ ţar sem bćjarstjórnin hélt okkur lokahóf, ţar sem okkur var bođinn seinbúinn bröns.    Björn Ingimarsson, bćjarstjóri gaf öllum keppendum bók um Eiđa og vonađist til ađ sjá okkur sem fyrst aftur fyrir austan.

Ađstćđur á Eiđum voru góđar.  Salurinn er gamall og ţađ brakađi í gólfum en austanmenn tóku á ţví međ ţví ađ flytja tepparenning af 2. hćđ niđur.  Vel rúmt var í skáksalnum, hátt til lofts og gott loft gerđu hátíđarsalinn ađ fyrirmyndar skáksal.   

AustlendingarAustanmenn fá sérstakar ţakkir fyrir frábćra frammistöđu.  Ţeir Magnús Ingólfsson, Magnús Valgeirsson, Jón Björnsson, Rúnar Hilmarsson og Guđmundur Ingvi Jóhannsson voru ákaflega hjálpfúsir viđ okkur gestina á allan hátt.  Hvort sem var um ađ rćđa akstur, ađstođ viđ nettengingar, matargerđ og alls konar reddingar, voru ţeir ávallt bođnir og búnir.  Rúnar, sem er menntađur kjötiđnarmađur ađstođađi Róbert viđ lambalćriđ sem SÍ bauđ upp fyrir lokaumferđina.   Ađ öđrum ólöstuđum vil ég ţó sérstaklega ţakka Guđmundi fyrir alla hans ađstođ og ţá auđsýndu ţolinmćli sesm hann sýndu okkur sunnanmönnum.  Á myndina vantar Magnús Ingólfsson sem átti ekki heimangengt á lokahófiđ.  

Héđinn fékk 7˝ vinning í 9 skákum.  Árangur hans samsvarar 2639 skákstigum og hćkkar hann hann um 9 Héđinnstig og styrkir ţar međ stöđu sína sem nćststigahćsti skákmađur landsins á eftir Jóhanni Hjartarsyni á maí-listanum.  Héđinn var taplaus á mótinu og var í raun og veru held ég aldrei í taphćttu.   Flestir sigrar hans voru öruggir og fremur átakalausir.   Má ţar nefna skákina gegn Róberti ţar sem Héđinn fórnađi skiptamun og vann skákina í ađeins 9 leikjum eftir ţađ.   Ţađ var kannski helst á móti Stefáni ţar sem hann hafđi á köflum óţćgilega stöđu ţótt hann vćri skiptamun yfir og stađan ávallt betri á hann samkvćmt tölvuforritum sem vanmáttu bersýnilega stöđu Stefáns.  Sanngjarn sigur Héđins á mótinu en hann tefldi án efa best allra á mótinu.  

Bragi varđ annar međ 6˝ vinning og grátlega nćrri áfanga ađ stórmeistaratitli.  Bragi var einnig taplaus en gerđi 5 jafntefli og ađeins vantađi hálfan vinning í áfangann.   Bragi hćkkar um 16 stig.  Frískleg og örugg taflmennska hjá Braga.  Bragi komst verulegan í krappann gegn Gíslasyni í nćstsíđustu umferđ en lenti annars aldrei í taphćttu.  

Henrik Danielsen varđ ţriđji međ 6 vinninga var alltan tímann í toppbaráttunni.  Henrik er mikill vinnuhestur og lét sér ekki duga ađ tefla heldur sendi reglulega pistla á Chessdom á međan mótinu stóđ.  Henrik kom beint á Reykjavíkurflugvöll af Keflavíkurflugvelli ţar sem hann var ađ tefla erlendis og fór út í morgun á alţjóđlegt mót í Lubeck í Ţýskalandi.   Henrik tapar fjórum stigum fyrir frammistöđu sína. 

Héđinn og Guđmundur IngviStefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson urđu í 4.-5. sćti.   Ţröstur hćkkar um 10 stig en Stefán lćkkar um 3 stig.   Báđir tefldu ţeir á köflum vel og taflmennska beggja batnađi ţegar á mótiđ leiđ.  Mér fannst taflmennska Stefáns t.d. gegn Héđni ákaflega merkileg og skiptamunnsfórnin í ţeirri skák ákaflega menntuđ.   Ţröstur átti ađ mínu mati skák mótsins gegn Guđmundi BragiKjartanssyni.   

Róbert Lagerman varđ sjötti međ 4 vinninga og getur vel viđ unađ.  Skákin gegn Guđmundi var t.d. góđ sem og jafnteflisskákin gegn Ţresti í lokaumferđinni.   Róbert hćkkar um 5 stig fyrir frammistöđuna.  

Guđmundur Gíslason og Ingvar Ţór Jóhannesson urđu í 7.-8. sćti međ vinninga.  Guđmundur tefldi langmest allra, sat lengst allra í 7 fyrstu umferđunum en átti ađeins "nćstlengstu" skákirnar í lokaumferđunum tveimur.  Guđmundur var hins vegar ákaflega seinheppinn og missti niđur hvađ eftir annađ unnar stöđur niđur í jafntefli, t.d. gegn Henrik, Braga og Ingvari.  Ingvar náđi sér aldrei á strik.  Báđir tapa ţeir stigum.   Gummi tapar 5 stigum en Ingvar 14 stigum.

Guđmundur Kjartansson varđ nćstneđstur 2˝ vinning.  Gummi byrjađi hrćđilega, lagđi t.d. of mikiđ á stöđuna gegn Henrik í fyrstu umferđinni.  Guđmundur lćkkar um 13 stig fyrir frammistöđuna sína.  

Jón Árni Halldórsson varđ neđstur međ 1˝ vinning og tapar 10 stigum.  Fyrirfram var vitađ ađ mótiđ yrđi erfitt fyrir Jón enda langstigalćgstur keppenda.

Sjálfur sá ég um skákstjórn sem gekk ţrautalaust fyrir sig og útsendingarstjórn sem reyndist mér snúin áköflum, ţrátt fyrir góđa kennslu Halldórs Grétars, og ţar gerđi ég t.d. byrjendamistök í 2. umferđ viđ litla gleđi sumra Hornverja sem töluđu jafnvel um amatörisma! Ég veit ađ ţetta verđur mér mun minna mál nćst.  

Allir ađilar sem styrktu viđ mótiđ fá ţess sérstakar ţakkir.  Austanmenn báru ţungann af fćđi keppenda og gistingu og gerđu ţađ vel ađ öllu leyti.   Flugfélagiđ studdi vel viđ okkur og fá miklar ţakkir sem og Bílaleigan Hertz.

Keppendum ţakka ég kćrlega fyrir skemmtilegt mót.  Héđni óska ég sérstaklega til hamingju verđskuldađan sigur á Íslandsmótinu.  Ég veit ţađ mun verđa skemmri tími en 21 ár í nćsta Íslandsmeistaratitil Héđins!

Fullt af myndum frá lokahófinu má nú finna í myndaalbúmi mótsins.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 26
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 8766217

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband