Leita í fréttum mbl.is

Ungir meistarar í Ráđhúsinu - Tvö undrabörn á MP Reykjavíkurskákmótinu

Nychnik og BerbatovEftirfarandi grein birtist á baksíđu Morgunblađsins, 14. mars sl.  Höfundur er Kjartan Kjartansson en myndirnar tók Ómar Óskarsson.  

Tveir 14 ára drengir frá Úkraínu og Búlgaríu eru á međal ţeirra um 170 skákmanna sem hófu leik á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu varđ nýlega yngsti núverandi stórmeistari heims og jafnframt sá ellefti yngsti í sögunni til ađ ná ţeim áfanga. Vakti hann fyrst athygli ţegar hann vann B-riđil opna Moskvumótsins áriđ 2007 ţegar hann var ađeins 10 ára gamall.

Hinn er Kiprian Berbatov en áriđ 2008 varđ hann Evrópumeistari undir 12 ára og hefur nú veriđ valinn í ólympíuliđ Búlgara sem ţykir eitt ţađ sterkasta í heimi.

Fylgdist međ tölvu tefla

Ţrátt fyrir ótvírćđa skákhćfileika sína voru strákarnir hógvćrđin uppmáluđ ţegar blađamađur náđi tali af ţeim rétt fyrir setningu mótsins í gćr. Ţeir tala einhverja ensku en eru međ ţjálfara sína sér til halds og trausts til ţess ađ túlka fyrir sig ţađ sem upp á vantar.

Illya segist hafa byrjađ á ţví ađ fylgjast međ ţví hvernig skáktölvuforrit vinna ţegar hann var fimm ára gamall og í kjölfariđ byrjađ ađ tefla ţegar hann var sex ára. Kiprian á sér nokkuđ hefđbundnari sögu en hann lćrđi ađ tefla af föđur sínum ţegar hann var sex ára og hóf ađ keppa í framhaldinu.

„Gáfur, ţolinmćđi, sterkar taugar og góđa heilsu," segir Kiprian ţegar hann er spurđur hvađ ţurfi til ađ verđa góđur skákmađur. Hann segist vilja ná eins langt og hann geti og komast í fremstu röđ í heiminum. Illya tekur undir međ honum. „Ég vil verđa heimsmeistari, ađ sjálfsögđu, en ég held ađ ég ţurfi svona fjögur eđa fimm ár til ţess ađ ná ţví."

Deila áhuga á stćrđfrćđi

Kiprian segir ađ utan skákarinnar hafi hann áhuga á stćrđfrćđi og ekkert mál sé ađ sinna náminu samhliđa ţví ađ tefla. Ýmislegt sé líkt međ skák og stćrđfrćđi en einnig margt sem sé ólíkt.

Illya er sama sinnis međ stćrđfrćđiáhugann en auk hennar segist hann hafa gaman af ţví ađ spila borđtennis og tennis í frístundum sínum. Er hann eins góđur í ţeim íţróttum og skákinni? „Nei, ég er ekki svo góđur," segir Illya og hlćr.

ĆTTINGI BÚLGARSKS LANDSLIĐSMANNS Í KNATTSPYRNU

Frćndi Dimitars Berbatovs

Margir íslenskir knattspyrnuunnendur kannast eflaust viđ eftirnafn Kiprians Berbatovs en hann er frćndi búlgarska knattspyrnumannsins Dimitars Berbatovs sem leikur listir sínar međ Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Kiprian segir afa ţeirra Dimitars hafa veriđ frćndur en ađspurđur hvort ţetta sé mikil íţróttafjölskylda segir hann ađ ţađ sé ađallega mikiđ um knattspyrnumenn í henni. „Ég er ţessi skrýtni sem leikur skák," segir hann.

Hann segist aldrei hafa fariđ og séđ frćnda sinn Dimitar spila í eigin persónu međ Manchester United á Englandi en hins vegar hafi hann fariđ og séđ framherjann knáa spila međ búlgarska landsliđinu fyrir nokkrum árum heima í Búlgaríu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.7.): 9
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 212
 • Frá upphafi: 8705085

Annađ

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 156
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband