Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Bolvíkingar Íslandsmeistarar ţriđja áriđ í röđ

Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari taflfélaga ţriđja áriđ í röđ en Íslandsmótinu lauk međ spennandi lokaumferđum í Rimaskóla um síđustu helgi. Liđ Bolvíkinganna var geysilega sterkt međ Jóhann Hjartarson á fimmta borđi og til marks um breidd liđsins má geta ţess ađ í b-sveitinni, sem vann 2. deild, voru Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason og Halldór G. Einarsson.

A-sveitin tapađi tveim viđureignum en miklu réđ 8:0 sigur yfir TR í 6. umferđ. Ţá voru úrslitin í raun ráđin ţó Taflfélag Vestmanneyja hafi náđi ađ vinna Bolana 4 ˝: 3 ˝ í síđustu umferđ. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Bolungarvík 42˝ v. ( af 56 ) - 10 stig 2. Vestmannaeyjar 40˝ v. - 12 stig 3. Hellir 39˝ v. - 14 stig. 4. Fjölnir 30˝ v. - 8 stig 5. TR 23˝ v.- 4 stig 6. Akureyri 21 v. - 5 stig 7. KR 16 v. 3 stig 8. Haukar 10˝ v. - 0 stig.

Í 2. deild vann B-sveit Bolvíkinga öruggan sigur og fćrist upp í 1. deild ásamt Mátum sem eru gamlir félagar úr Skákfélagi Akureyrar.

Í 3. deild sigrađi Víkingaklúbburinn og í 4. deild vann Skákfélag Íslands öruggan sigur.

Hvort Bolvíkingum tekst ađ halda í allan sinn mannskap á nćsta keppnistímabili er óvíst. Ţeir verđa međ tvćr sterkar sveitir í efstu deild og hrópar sú stađreynd á breytingar á keppni ţar sem mikil íhaldssemi hefur ráđiđ ferđinni. Ţví er alls óvíst ađ nokkrar breytingar nái í gegn á nćsta ađalfundi SÍ. Eđlilegast vćri ađ láta stig gilda. Annar kostur er ađ banna tvćr sveitir frá sama félagi í efstu deild, fćkka sveitum í sex og láta ţćr tefla tvöfalda umferđ, t.d. á tíu borđum.

Margar athyglisverđar viđureignir fóru fram um helgina, ekki síst í baráttunni á toppnum. Ţađ átti t.d. viđ ţegar nýbakađur Reykjavíkurmeistari mćtti greinarhöfundi í viđureign TV og Hellis. Úr varđ snörp og spennandi viđureign:

Helgi Ólafsson - Björn Ţorfinnsson

Enskur leikur

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 Rf6 6. b4 O-o 7. d3 h6 8. e4 Rd4 9. Rge2 c6 10. O-O a5 11. a3 axb4 12. axb4 d5?!

Tvíeggjađur leikur. Eđlilegast er 12. ... Rxe2+ en Björn á ţađ til ađ hleypa öllu í bál og brand ţó traustari leiđir standi til bođa.

13. exd5 Bg4 14. dxc6 e4 15. cxb7 Ha2!?

gf9n6dfp.jpgMeđ hugmyndinni 16. Rxa2 Rxe2+ 17. Kh1 Rxg3+ og drottningin fellur. Gallinn viđ atlögu svarts er ađ b7-peđiđ reynist mikil ógn.

16. Rxd4!?

16. Bf4 kom einnig sterklega til greina.

16. ... Bxd1 17. Rxa2 Dxd4 18. Be3!?

Annar möguleiki var 18. Hxd1 Rg4 19. Hb2 e3! međ flókinni stöđu.

18. ... Dxd3 19. Hfxd1 Dxc4 20. Hac1!

Vandi svarts er sá ađ 20. ... Dxa2 er svarađ međ 21. Hc8 og vinnur.

20. ... Da6 21. Hc7 Rg4 22. Bc5 Be5!

Ţrátt fyrir erfiđa stöđu hittir Björn á bestu vörnina. „Rybka" gefur nú upp ađ best sé 23. b5! Da4 24. Rc3! Bxc3 25. Hc1 og svo framvegis. Betra er 23. ...De6 24. Hc6 Df5 25. Rb4.

23. He7 De2?

Björn var í miklu tímahraki og finnur ekki einu vörnina 23. ... e3! 24. Hxe5 De2!! t.d. 25. Hed5 exf2+ 26. Kh1 De1+! 27. Bf1 De4+ og ţráskákar.

24. Hf1 Dxa2 25. Hxe5! Rxe5 26. Bxf8

Eftir 26. ... Da7 27. Bd6 Dxb7 28. Bxe5 Dxb4 ćtti hvítur ađ vinna međ hrók og tvo biskupa gegn drottningu.

26. ... Rd7 27. Hd1! Rb8 28. Hd8 Rc6 29. Bc5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. mars 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 3
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 230
 • Frá upphafi: 8704982

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 154
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband