Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Páll Andrason lagđi meistarann í 15 leikjum

Páll AndrasonSkákţing Reykjavíkur 2001, níu umferđa opiđ mót sem dregur nafn sitt af ađalstyrktarađilanum og heitir ţví Kornax-mótiđ, skartar ýmsum af fremstu virku skákmönnum ţjóđarinnar ţó ađ ýmsir sterkir meistarar úr ţeim hópi sitji heima.

Framundan er hiđ árlega Reykjavíkurskákmót og Skákţing Íslands sem fram fer á Egilsstöđum. Hjörvar Steinn Grétarsson er núverandi skákmeistari Reykjavíkur og reynir ađ verja titil sinn en hann mun eiga í harđri keppni viđ ţá Björn Ţorfinnsson, Guđmund Gíslason, Lenku Ptacnikovu, Sigurbjörn Björnsson, Ingvar Ţ. Jóhannesson, Sverri Ţorgeirsson, Snorra Bergsson, Sćvar Bjarnason, Halldór Halldórsson, Ţorvarđ Ólafsson, Gylfa Ţórhallsson og ýmsa fleiri.

Ţótt flest úrslit hafi veriđ eftir bókinni og flestir ţeir sem taldir voru upp hafi unniđ tvćr fyrstu skákir sínar hafa nokkur óvćnt úrslit séđ dagsins ljós. Ţannig vann Grímur Björn Kristinsson óvćntan sigur á Lenku Ptacnikova í 2. umferđ. Óvćntustu úrslitin komu ţó í 1. umferđ ţegar Páll Andrason lagđi Guđmund Gíslason ađ velli í ađeins 15 leikjum! Guđmundur Gíslason er tvímćlalaust einn af sigurstranglegustu keppendunum og margir minnast ţess ţegar hann vann Skákţing Reykjavíkur á tíunda áratug síđustu aldar međ fullu húsi. En ađstćđur hans eru dálítiđ ađrar en annarra keppenda; hann er búsettur vestur á fjörđum en lćtur sig ekki muna um ađ koma akandi eđa fljúgandi frá Ísafirđi til ađ geta teflt skákir sínar. En ţessa skák í 1. umferđ teflir hann satt ađ segja eins og mađur sem er ađ reyna ađ ná kvöldvélinni vestur. Kannski tókst ţađ - en ekki međ ţeim árangri sem ađ var stefnt. Páll Andrason er mikill keppnismađur og verđur gaman ađ fylgjast međ honum á ţessu móti:

Skákţing Reykjavíkur 2011 - Kornax-mótiđ:

Páll Andrason - Guđmundur Gíslason

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. a3 b5 7. Bd2 Bb7 8. g3

Ţrír varfćrnislegir leikir ná ađ kalla fram sterk viđbrögđ hjá Guđmundi.

8. ... f5?!

Hćpiđ. Svartur getur fengiđ góđa stöđu međ eđlilegri liđsskipan, 8. ... Rf6, d6, Be7, Rbd7 o.s.frv.

9. Bg2 fxe4 10. Rxe4 Bxe4??

Glaprćđi. Hann má alls ekki missa ţennan biskup.

11. Bxe4 De5

gt9mue1i.jpg12. De2! Dxd4

Sennilega hugđist Guđmundur leika 12. ... d5 en sést yfir ađ hvítur á hinn öfluga leik 13. Bg6+! og drottningin á e5 fellur.

13. Bxa8 Dxb2 14. O-O Rf6 15. Bf4

- og svartur gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 15. ... Be7 16. Bxb8 ( eđa 16. Be5 strax ) O-O 17. Be5 og drottning fellur.

Stórmótiđ í Wijk aan Zee ađ hefjast

Um helgina hefst í smábćnum Wijk aan Zee eitt sterkasta skákmót ársins en ţađ er hluti skákhátíđar sem haldin hefur veriđ reglulega ţar og í Bewerwijk síđan 1938. Í efsta flokki tefla 14 stórmeistarar en ţeir eru samkvćmt stöđu á heimslistanum ţessir: Magnús Carlsen, Wiswanthan Anand, Levon Aronjan, Vladimir Kramnik, Alexander Gritsjúk, Hikaru Nakamura, Ruslan Ponomariov, Ian Nepomniachtchi, Wang Hao, Alexei Shirov, Maxime Vachier - Lagrave, Anish Giri, Jan Smeets, Erwin I 'Ami.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. janúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

2001 ? er ekki 2011?

einhver einhvreesson (IP-tala skráđ) 24.1.2011 kl. 02:55

2 identicon

Einhver hrćddur viđ ađ skrifa undir nafni he he.

Ţórir Ben (IP-tala skráđ) 24.1.2011 kl. 11:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8765359

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband